Tíminn - 22.06.1975, Síða 10

Tíminn - 22.06.1975, Síða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. Knattspyrnuiiðið í Kenyon College árið 1948. Olof Palme er númer 32. fremur kalla tilviljun og heppni, að Erlander skyldi velja Palme og hefja hann til mannvirðinga. Þetta var vorið 1953. Erlander forsætisráðherra var að svipast um eftir einhverjum, sem gæti hjálpað honum við skriftir, manni, sem væri tungumálamað- ur, athugull og áreiðanlegur. Er- lander var ekki endilega að leita að eftirmanni sínum. Hann spurði samráðherra sina, hvort þeir vissu af nokkrum „hæfum” manni. Það var þáverandi menntamálarápherra, Ragnar Edenmann, sem stakk upp á Olof Palme. Hann segir: „Ég hafði veitt Olof Palme eftirtekt við nokkur tækifæri, um þær mundir, sem hann tók þátt i stjórnmálalifi stúdenta. Hann var ákafur, ná- kvæmur hvað staðreyndum við- vék og fljótur að svara fyrir sig. Ég vissí, að hann var flokks- meðlimur, enda þótt hann hefði ekki gegnt neinu hlutverki innan flokksins.” Olof Palme var Tage Erlander óþekkt stærð, en hann hringdi samt til Palme. Þá hafði ungi maðurinn starfað i þrjá daga i varnamáladeildinni. Erlander og Palme urðu brátt samrýmdir, stóri og litli. Það er eftirtektarvert, hversu háður Er- lander varð Palme eftir þvi sem frá leið. Þegar rætt var við Er- lander, skutu alltaf upp kollinum setningar eins og „Einmitt það, sem Palme álitur” og „Palmp finnst þetta”, að þvi er Ragnar Edenmann segir núna. En það leið hálft annað ár, áður en Palme varð ráðunautur for- sætisráðherrans i fullu starfi. Allt til vorsins 1954 starfaði hann i varnamáladeildinni og las leyni- leg utanrikisplögg. Plame starf- aði sem aðstoðarmaður forsætis- ráðherrans á kvöldin og á nótt- unni, sömuleiðis á fridögum, og vann við það að skrifa ræður og setja saman bréf. Tage Erlander dregur ekkert úr þvi, hversu mikilvæg honum var aðstoð Olof Palme i stjórn- málabaráttunni á þessum árum. ,,Að þvi leytinu, sem ég hef hlotið lof fyrir stjórnmálastörf min, verður að hafa það i huga að þau voru unnin i náinni samvinnu við Olof Palme allt frá árinu 1958.” Meðan þessu fer fram, tekur Olof Palme að koma fram i ljósið úr skugganum, sem Tage Erland- er varpaði frá sér, og myndar sér sina sjórnmálalegu mynd sem leiötogi ungra jafnaðarmanna. • „Unga fólkið eignast þarna talsmann og ræðumann, sem það hafði aldrei átt neitt likan áður,” segir Ragnar Edenmann. Jafnvel rótgrónustu meðlimir Rikisdagsins tóku að veita Olof Palme eftirtekt, og árið 1957 tók hann sæti á þingi. Þetta gerðist nokkrum vikum áður en hann varð þritugur. Enn var hann yngstur allra. Nú var hann orðinn þjóðkunnur maður, og honum var tekið með tortryggni. Fólk áleit hann „hættulegan.” Skoðun þessi var bygð á fyrstu sjónvarpsræðu hans, er hann tók þátt i umræðum við leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar, Bertil Ohlin, prófessor. Þegar Palme hló og brosti á sjónvarps- skerminum, trylltist meirihluti sjónvarpsáhorfenda af eldra tag- inu. Yngri jafnaðarmenn létu samt ekki af fylgi sinu við hann. 1 dag hefur Olof Palme lært að fást við sjónvarpið og koma fram sem stjórnmálaleiðtogi. Tage Erlander studdi Palme á sérhvern mögulegan hátt og nafn hans birtist æ oftar i sambandi við opinberar skýrslur. Árið 1963 varð Olof Palme ráðherra án stjórnardeildar, og brydda tók á þeim orðrómi, að hann ætti að verða eftirmaður Erlanders. Tveim árum síðar fékk Palme sitteigið ráðuneyti sem ráðherra. Enda þótt hann yrði fyrst æðsti maður samgöngumála og siðar menntamála, eru margir þeirrar skoðunar, að áhrif Olof Palme i utanrikismálum séu greinilega rekjanleg allt aftur til miðhluta sjötta tugs aldarinnar. Það er ekki fráleitt að segja, að margar þær breytingar, sem orð- ið hafi i utanrikispólitik Svia, séu af völdum Olof Palme. Breytingarnar eru þær helztar, að I stað afskiptaleysis er komin afstaða, i stað þagnar komnar skoðanir. Gagnrýni Palmes á framkomu Bandarikjamanna gagnvart Viet- nam er það kunn, að óþarfi er að rekja hana nánar. En maður skyldi lika hafa i huga, að hann fór sizt mildari orðum um innrás Sovétrikjanna i Tékkóslóvakiu árið 1968. Fdráttarleysi Olof Palme i utanrikismálum, með hlutleysis- stefnuna að leiðarljósi, kemur hvað greinilegast fram i eftirfar- andi tilvitnunum: OlofPalme ræðir um Bandariki Norður-Ameriku 21. febrúar 1968: — Bandarikin halda þvi fram, að þau vilji verja lýðræðisréttindi vietnömsku þjóðarinnar gegn er- lendum innrásaraðilum. Sé hins vegar rætt um lýðræðisréttindi i Vietnam, liggur það i augum uppi, að um þau er miklu fremur að ræða hjá Þjóðfrelsishreyfing- unni en Bandaríkjamönnum og klikubræðrum þeirra. Olof Palme ræðir um Sovétrikin 21. ágúst 1968: — Sovétrikin halda þvi fram, að þau vilji verja sósialisk réttindi tékknesku þjóðarinnar. Sé rætt um sósialisma I Tékkóslóvakiu, liggur það I augum uppi, að hann birtist ærið mikið greinilegar h]á Dubcek-stjórninni. Þann 1. október 1969 tók flokks- þing sænskra jafnaðarmanna ákvörðun sina: Olof Palme skal taka við af Tage Erlander, sem flokksformaður og forsætisráð- herra. 42 ára gamall maður tekur við af 68 ára gömlum manni. Við það bætist, að hér var um algerlega ólikar skapgerðir að ræða. Há- vaxinn, grásprengdur, gaman- samur Tage Erlander, — sem var sifellt að færast i aukana, hvað vinsældir snerti, og nánast orðinn faðirþjóðarinnar með árunum, — fær fyrir eftirmann fyrrverandi stúdentapólitikus, sem virtist svo sem leifturgáfaður og fjölhæfur náungi, en engu að siður liktist hann nánast skammarkarli á kassa á götuhorna. Jafnaðarmenr hafa ekki átt neinum kosningasigrum að fagna undir stjórn Olof Palme. 1 sein- ustu kosningum, i september 1973, kom upp sú vandræðastaða á þingi, að sósialösku flokkarnir og borgaralegu flokkarnir hafa jafna tölu þingmanna, 175 hvor aðili. Hvenær sem mikilvæg mál koma til kasta þingsins, skapar þetta ástand það, að kasta verður upp krónu til að fá úrslit. Þetta þýðir einnig það, að kosningar geta dunið yfir hvenær sem er, þ.e.a.s., hvenær sem Palme- stjórninni finnst hún verða að fá samþykki þjóðarinnar við mál, sem krónukastið hefur fellt fyrir henni. Og hvað Olof Palme snertir, merkir þetta, að hann hefur nú komið flokki sínum i vandræða- klípu, svo að skyndilega getur þurft að rjúka til og hefja kosn- ingabaráttu fyrirvaralaust. Hann verður að vera reiðubúinn þvi að skapa þann baráttuanda, sem hann var vanur að gera áður á skólabekknum og i riddaraliðinu. Það er persónuleg skoðun min, að það myndi kæta Olof Palme að gerast foringi stjórnarandstöð- unnar um tima, svo að honum gefist tækifæri til að gera atlögu að tvistigandi og óreyndum ráð- herrum borgaralegrar rikis- stjórnar. Stignir traktorar frd kr. 3600,- Stignir bilar Tvihjól litil Hjólbörur Brúðuvagnar Brúðukerrur Indiánaföt Indiánahattar Kúrekaföt Kúrekahattar Hjúkrunarföt Sólhattar dömu Ævintýramaðurinn Veltipétur Bobbborð Búgarður Fótboltar 10 teg. Rugguhestar Tonka ýtur Tonka gröfur Tonka kranar Tonka vegheflar Stórir vörubilar Seglskútur 8 teg. Sundlaugar D.U.P. dúkkur, föt, sokkar, skór Ódýrir gúmmibátar, eins og tveggja manna Póstsendum samdægurs Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 10, sími 14806 Fóstrur Starf forstöðukonu leikskóla Sauðárkróks- bæjar er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. september 1975. Upplýsingar um starfið veitir forstöðu- kona i sima 5496. Umsóknir berist bæjarstjóra Sauðárkróks fyrir 10. ágúst n.k. Dagheimilisnefnd. Fjármálaráðuneytið, 20. júni 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maimánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 11/2% til viðbót- ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.