Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 22. júnl 1975. leiðslan á svæðinu i verðmætum er 65% sauðfjárframleiðsla en um 35% eru mjólkurvörur. Alls var slátrað hér 55.200 fjár, ef ég man rétt. Mjólkurframleiðslan varð 4.300.000 kg. á seinasta ári og aðal framleiðsluvörurnar eru ný- mjólkurduft og smjör. Mjólkurmagnið jókst um rúm- lega 6% á seinasta ári, sem er frekar mikil aukning og heildar- veltan varð um 180 milljónir króna. Góð útkoma á mjólkursamiaginu — Útkoman á rekstri búsins var fremur góð miðað við stærð mjólkursamlagsins, en stærri samlögin standa sig betur ef á heildina er litið. Alls vinna um 6 manns við mjólkursamlagið, sem er fremur fámennt starfslið, enda er framleiðsla þessa bús ekki mannfrek. Mjólkursamlagið vareiginlega brautryðjandi á sln- um tima i framleiðslu á mjólkur- dufti og einrátt i þeirri grein um tima, en nú hafa fleiri tekið upp þessa framleiðslu. Framleiðslan er nokkuð breyti- leg eftir árstima. Þegar mest berst að á sumrin framleiðum við nýmjólkurduft en i annan tima undanrennuduft. — Þá er ótalið að við framleiðum skyr, gerilsneydda nýmjólk, rjóma og annað fyrir heima- markaðinn og er það ómetanlegt fyrir byggðarlagið. Mjólkina selj- um við i plastpokum, sem eru rikjandi umbúðir að segja má á minni framleiðslusvæðunum. Byggja kjötfrystihús á Blönduósi — Þetta er geysimikilvægt vegna hollustuhátta, þvi að hér eru skólar og sjúkrahús og alls konar fjölmennar stofnanir, auk heimila, og þá er gerilsneydd mjólk og mjólkurvörur veiga- mikið heilbrigðisatriði. Ibúafjöldi er um 2500 þegar mest er. — Nokkrar framkvæmdir á döfinni hjá sölufélaginu? — Við erum að byggja kjöt- frystihús með tilheyrandi vélasal. Heildarlaunagreiðslur námu um 10 milljónum króna. — Hver er formaður kaupfélags- stjórnarinnar? — Formaður Kaupfélags Húnvetninga er Ólafur Magnús- son, Sveinsstöðum, sagði Arni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri að lokum. JG. Menntamálaráðuneytið, 18. júni 1975. Ritgerðasamkeppni ungs fólks i tilefni af kvennaári Sameinuðu þjóðanna. 1 tilefni kvennaárs Sameinuðu' þjóðanna hefur verið ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára. Ritgerðarefni er Staða konunnar i þjóðfélaginu og er æskileg lengd 1200-1500 orð. Verðlaun fyrir bestu ritgeröina eru ferð og vikudvöl i höfuðstöðvum Sameinuðu þjóöanna I New York Ritgerðum óskast skilaö til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. nóvember n.k. sem eiga Bronco eigendur KONI höggdeyfa i pöntun, eru beðnir að hafa samband við okkur sem allra fyrst. ARMULA 7 - SIMI 84450 Málmiðnaðarmenn íslenzka Álfélagið óskar eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn og rafsuðumenn nú þegar. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, simi 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst i póst- hólf 244, Hafnarfirði. íslenzka Álfélagið h.f. Straumsvik. Vörubifreið til sölu MAN 9 156 árgerð 1969 Til greina kemur litil útborgun. Upplýsingar gefa Sigurbergur Sigurðsson simi 2111 Seyðisfirði og i sima 30877 Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.