Tíminn - 22.06.1975, Síða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 22. júni 1975.
Guðmundur
Bernharðsson
frá
r
Astúni,
Ingjaldssandi:
Frá Haröangursfiröi.
Bændaför um Noreg
Arla morguns fimmtudaginn
15. júni 1972 áttu allir þátttakend-
ur I bændaförinni að vera komnir
á Keflavikurflugvöll. Ég ákvað að
mæta timanlega, tók mér sæti við
aðaldyr farþegaskýlisins til að
sjá ferðafélagana 109 ganga i sal-
inn, virða þá fyrir mér, og geta i
eyðurnar um glæsileik þeirra og
háttvisi.
Jú, þetta var áreiðanlega fyrir-
myndar fólk, bauð af sér góðan
þokka, svo ég byrjaði eiginlega
strax að hlakka til að eiga með
þeim samfylgd og skemmtan I 15
daga ferðalagi um Noreg og Dan-
mörku.
Margir heilsuðust kunnuglega.
Flestir buðu góðan dag, aðrir
sögðu — sæl, sæll —, nokkuð
kankvislegir, en gleði og tilhlökk-
un bjó i svip hvers og eins.
Og áfram, áfram, gegnum hús,
frihöfn, inn i fluggamminn, þar
sem flugfreyjur buðu sæti, með
bros á vör og sögðu:
„Verið velkomin”. — Hlýlegt
ávarp —.
Með miklu hljóðsvarri hóf flug-
vélin sig á loft, sneri i austurátt,
hélt hátt yfir f jallhnjúka og þoku-
hjúp, er byrgði land- og sólarsýn.
En, ofar skýjum skein sól og
gyllti öldóttan þokubakkann,
geislandi tibrá og hillingum.
Olukku þokan, skyldi hún byrgja
landsýn i Noregi, eins og hún
gerði, er feðralandið var kvatt?
Hugur manns leitar aftir i aldir,
landnámsöld, söguöld og nú er
flugöld, með sinum hraða, tækni-
og glæsibrag.
Og satt er það, að þeytast þar
uppi, sem fugl á flugi, yfir höfuðs-
verði „drottningarinnar i' álög-
um”, minnir mann á ýmsa dag-
drauma er maður á smalaferðum
stóð á hárri fjallsbrún, og horfði á
dalalæðuna sveima um láglendið
og dalbotnana.
Horft var til allra átta, en ekk-
ert land að sjá, aðeins þoka og
aftur þoka.
Skemmtilegir voru sessunautar
minir, hjón frá Unnarholtskoti, I
Hrunamannahreppi. Ég naut
samfylgdar þeirra svo oft á
férðalaginu, með ágætum.
Konan, sem sat úti við glugga á
hlið flugvélarinnar, segir allt i
einu: Þarna er eyja með skógi, ég
sá rofa i hana gegnum þokuna. —
Jú —, flugvélin lækkar flugið, og
innan skamms léttir þokunni, og
flugvöllurinn við Björgvin er
framundan.
Allir eru spenntir, nýtt land,
skógi vaxin fjöll, og undurfögur
og sérstæð borg framundan,
byggð á vogskorinni strönd, með
vogum, sundum, dalverpum,
skógi vaxnar hæðir og fjöll I bak-
sýn, en fjölda eyja, sker, — stór
og smá — skreyta hafflötinn
næstum svo langt til hafs, sem
augað eygir.
Mér kemur i hug sigling viking-
anna og farmanna á landnámsöld
innan um þennan eyja- og skerja-
klasa, og allar þær hættur, sem
kunna að hafa verið á slikri
siglingaleið, en jafnframt sú
æfing og athugun, er farmaðurinn
varð að temja sér, ef vel átti að
fara.
Við ókum nú inn I borgina, að
gistihúsum þeim,er fararstjórar
höfðu útvegað okkur. Flest gist-
um við á Hótel Hordenheimen,
Stend-bændaskólanum og Mon-
tana.
Við kynntum okkur aðbúnað
allan á hótelunum. Drög voru
gerð að ferðaáætlun, og skyldi nú
skoða ýmsa merka sögustaði.
Þeir staðir sem eru mér
minnisstæðastir, eru: Holmen,
með Hákonarhöll, Flöyen og
„Bryggjan”, (sem hét Þýzka-
bryggjan og er frá tið Ham-
borgaranna þýzku, en eftir her-
nám Þjóðverja aðeins nefnd
„Bryggjan”) — ásamt sérkenni-
legri verzlunarhúsaröð, mjórri og
hárri, sem hét áður „Þýzku hús-
in”, en nú „Bryggjuhúsin”.
Sýnir þetta hvað norska þjóðin
gerir margt, til að gleyma her-
náminu.
Þá er það höfnin, byggð við nes,
voga og sund, með hólmum og
skerjum.
Sums staðar eru byggðar
göngu- og bilabrýr yfir vogana og
sundin, til að auðvelda samgöng-
ur.
Hólmurinn er sléttlent nes,
sjávarmegin við borgina þangað
skyldi haldið allra fyrst, til að
skoða sig um i borginni, undir
leiðsögn fararstjóra og séra Har-
alds Hope, prests i Björgvin,
mikils Islandsvinar og velunnara.
Til merkis um vinskap sinn til Is-
lendinga, hafði hann gefið og reist
flaggstöng, með Islenzkum fána
að hún, á skemmtilegum stað er
var á leið okkar til Holmen. Orð
hans við fánann, snertu þjóð-
emislega strengi i hjörtum okkar.
Við lutum höfði i þakklætis-
skyni til hans, og fundum hlýhug
hans til íslenzku þjóðarinnar.
Þannig voru fyrstu kynni okkar
af Norðmönnum — fyrirmannleg,
traust og blið —. Þetta bjó allt i
fari þessa ágæta fræðara og
prests.
Gengið var yfir Sandbrú yfir i
Holmen, þar sem Harald Hope
sagði okkur langa, mikilfenglega
kónga-, biskupa- og fornaldar-
sögu Björgvinjar, er gerðist aðal-
lega I Holmen.
Ég minnist nokkurra konunga-
sagna hans. Olaf kyrre Haralds-
son, fyrstur kónga sem kunni að
lesa og skrifa i Noregi, byggði
fyrstu kirkju á þessum stað, um
1070, en hún var fyrsta sóknar-
kirkja i Björgvin.
A þessum stað, Holmen, voru
siðar byggðar margar byggingar,
— kirkjur og kóngahallir —, til
dæmis Hákonarhöll, turn
Magnúsar lagabætis, sem eru
einu byggingarnar sem uppi
standa frá gamla timanum, en
kirkjur, kirkjugarðar, kóngs-
garðar eru nú eyðilagðar.
í 250 ár var norska rikinu
stjórnað frá Björgvin, og Holmen
var aðsetursstaður stjórnend-
anna.
Meðan Danir riktu yfir Noregi,
brutu þeir niður kirkjur og aðrar
byggingar gerðar af vandlega
höggnum steini. Suma steinana
fluttu þeir til Danmerkur, og not-
uðu þá þar til kirkjubygginga,
aðra notuðu þeir til skolpræsa-
gerðar frá Hákonarhöll út i sjó.
Byggðu Danir gripahús, þar sem
kirkjur stóðu, og höfðu kjallara
kirknanna fyrir haughús, til að
svivirða það sem norskt var.
Turn Magnúsar lagabætis
nefndu þeir eftir dönskum léns-
herra, Rósinkranz að nafni.
Til að sanna mikilleik allra
þessara bygginga, er sögnin um
brúðkaup Magnúsar lagabætis og
Ingibjargar árið 1261, er 1900
brúðkaupsgestir komu til boðs
þeirra.
Þau voru vigð i stærstu kirkju
Björgvinjar á þeim tíma,
„Apostelkirkjunni”. I þeirri
Guðmundur Bernharðsson