Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 17 kirkju var Hákon gamli konungur Noregs vigður árið 1247. Þar sem Harald Hope talaði til okkar Uti á viðum velli Hólmans, var steyptur stallur, sem átti að minna á altari fornkirkjunnar. Vestmannafélag Noregs kom þvi til leiðar, að gert var við Hákonarhöll og hún endurbætt árið 1898, og er hún nu i sinni gömlu mynd. Fyrir og eftir árið 1930, stóð hesthUs, svinahUs og mykjuhaug- ur á þeim stað i hákórnum, er altari kirkjunnar hafði verið. Undir fjósgólfinu fundust margar likkistur, og i mold, er þaðan var flutt til að gera blóma- beð á ýmsum stöðum i Björgvin, komu i ljós ýmis mannabein. Harald Hope tók sárt til eyði- leggingarinnar og sagði, að merkilegt mætti heita að Norð- menn hefðu ekki skilið þetta at- hæfi danskra kónga og lénsherra, sem létu flytja kirkjumuni og höggva upp steina Ur þessum kirkjum og flytja til Danmerkur, og skreyta með og byggja upp sinar eigin kirkjur i 400 ár. Aðgerðir danskra forráða- manna voru svo fullkomnar, að Norðmenn gleymdu sinum fornu byggingum, og þeirri sögu er þar gerðist. Við spurðum. Hvers vegna létu Norðmenn byggja fjós, svinahUs og hafa mykjuhaug, þar sem Herrans altari hafði staðið öldum saman. Hann svaraði: Þar sjást merki 400 ára yfirráða annarrar þjóðar og þrældóms. — Og athugið —, hér standið þið Islendingar á rUst hinnar gömlu kirkju, og sjáið að- eins lítið altari risa á grunni hennar, en um leið hljótið þið að minnast Snorra og þeirra sagna er hann skráði. Einn af mestu og fegurstu skemmtistöðunum i Björgvin, er Flöyen, nokkuð hátt fjall skógi vaxið með veitingahUsi uppi á brUninni. Upp fjallið liggur járnbraut, ýmist i jarðgöngum eða undir berum himni. Vagninn er dreginn upp með vélarafli, á sterkum strengjum. Fer annar vagninn niður, þá hinn kemur upp. Þetta ferðalag er mjög heill- andi. Uppi er mjög eftirsóttur skemmtistaður fyrir alla. Veitingahúsið er prýðilegt, með sölum. Dansgólf og viða setu- bekkir inni og umhverfis húsið. Þar má vel njóta þess, er menn og náttúra landsins býður. Útsýnið af FlöyenbrUninni er dásamlegt. öll borgin sést dreifð með ströndinni, um dalbotna og hlfðar, er liggja inn til landsins, milli skógivaxinna hæða. Byggðar eyjar og mikinn skerjagarð gaf að lita allt til hafs. Einnig sást vel til hafnarinnar, með sin stóru far- og fiskiskip. Björgvin er fögur borg, og tengd okkur á margan hátt, gegn- um söguna. Næsta dag var farið viða um borgina, skoðuð slátur- og mjólkurhús, sýnd og skýrð fyrir okkur öll mjólkurvinnslá. Einnig sáum við uppsprettuvatn sett á eins og tveggja litra fernur, sem selja átti erlendis. Þótti okkur þar hilla undir vatnsvinnslu á íslandi, þvi nóg er þar vatnið og gott. Þá var heimsóttur gamalkunni búnaðarskólinn á Stend. Skóla- stjórinn lýsti staðnum og minntist islenzkra námsmanna við skól- ann. Nefndi hann tvo Vestfirðinga ásamt fleiri. Þá Halldór Jónsson, frá Rauðamýri og Franklin Guð- mundsson frá Mýrum i Dýrafirði. Báðir voru þeir I skólanum fyrir aldamót. Leiðsögumaður okkar i Björg- vin, Stein, Harðangri og Voss, var rektor Asbjörn öye, skemmtileg- ur og alþýðlegur fræðimaður, um allt er Island og Noregur áttu og eiga sameiginlegt. Til dæmis ör- nefni og bæjarnöfn. Hann er og Islandsvinur mikill. 17. júni var lagt af stað til Voss. Leiðin liggur inn Harðangurs- fjörðinn, og meðfram honum þessa sérstæða langa fjarðar með innfjörðum, vikumog vogum, snarbröttum fjöllum viða ógeng- um meðfram ströndinni, núin af isaldarjökli, og viða rispuð af aur- og snjóflóðum, svo býli hafa tekið af með öllu, enda okkur sýnt og sagt um slikar hamfarir i náttúr- unni frá siðustu árum. Þrátt fyrir þetta allt eru fjöllin mjög skógi vaxin, og festa trén „Bryggjan” <Þýzka-bryggjan) i Bergen. rætur sinar og vaxa i glufum i berginu, og glittir viða i fagur- slipaða berghnolla (berghellu) fjallanna, milli trjáreinanna og trjárunnanna. í skini eftir skúr birtast margar og breytilegar myndir, svo i hug- ann kemur spurningin: Er þetta landslag ekki undirstaða sögu, sagna og sauma HarðangursbUa á liðnum öldum. Vegurinn til Voss, sem er yfir 120 km langur, liggur, um dali, ása og jarðgöng, en um 50 km leið sprengdur framan i fjallshliðar, eða liggur milli hamra eða eftir giljum, svo glæfraleið gæti kallazt, enda oft snarbrött hengi- flug af vegkantinum i sjó fram. Mér koma i hug ógnir striðsins. Hér á leiðinni eru vigi góð og margvisleg. Ég spyr Ásbjörn rektor: Var það ekki hér á þessari leið, sem norsku feðgarnir þrir óku viljandi fram af vegkantinum með 100 Þjóðverja hver, svo allir dóu? Rétt, svaraði Asbjörn, en bið- um um stund. Þarna framundan er fagur kross á steyptum stalli, merktur hetjum dagsins, og fórn þeirra fyrir föðurlandið, sem ef til vill voru lika að verja sveit sina, kon- ur, börn og ættingja á Voss, þvi þangað áttu hermennirnir þýzku að fara ogvinna hervirki. Þögn rikti meðal ferðafélag- anna, og dauði norsku feðganna og örlög þjóðarinnar, vöktu undrun og hryggð i huga okkar allra, og mér er sem ég sjái i anda, 300 limlest lik I fjörunni, slikt er óhugnanlegt. Og þá er Nesheimdalurinn og Mönheiðin til Voss, allra þráðasti áfangi ferðarinnar framundan. 1 það minnsta minn. Fyrir 50 árum var ég þar kaupamaður i sjö vikur, á bæ sem heitir Lydvo, rétt hjá héraðs- skólanum er Lars Eskiland stofn- aði um siðustu aldamót. Skóli Eskilands var mjög fjöl- sóttur og vel þekktur af mörgum tslendingum. Má þar til nefna: Snorra SigfUsson, Þorstein Vig- lundsson og fleiri. NU verð ég að biðja ferðafélaga mina afsökunar, ef frásögn min verður of persónuleg, vegna 50 ára minninga minna frá Voss. Fram hjá þeim kemst ég ekki. Af Mönheiðinni liggur vegurinn niður Möndalinn, fram hjá stór- býlinu Mön, og bæjarröð við Palmefossinn, til skólabæjarins Voss, sem byggður er á eyri við vatn, og vatnið þvi kallað Vosse- vatnið, en byggðin Vossevangur. Einnig dreifist byggðin hátt upp eftir hliðum Vossfjallanna, sem öll eru meira og minna skógi vax- in og há, þau hæstu um og yfir 1000 metrar á hæð. Ég mundi þessa leið, þvi ég hafði hjólað hana með norsku æskufólki fyrir 50 árum. A bænum Mön hafði mig dreymt dag- og næturdrauma um framtið íslands, afl þess og orku, er það ætti til að hlynna að þjóð- inni. Sá undraheimur er opnaðist mér, ungum sveitadreng, þá ég gekk um sali bóndans á Mön get ég ekki gleymt, vegna allra þeirra raftækja sem notuð voru, til dæmis við að kljúfa bergið uppi i fjalli i þunnar þakhellur, svo og eldavél, þvottavél, vélar til að saga og kljúfa eldivið og einnig ýmiss konar vélar til að mjólka kýr og fullvinna mjólkina. Mikill var sá munur, eða til dæmis mórinn, eldavélin og þreyttar hendur islenzku hús- freyjunnar. Þessi mismunur var þolraun, en svipa til að hugsa og reyna að finna grundvöll til að gera eitt- hvað. Og nú hefur Islenzka þjóðin beizlað afl lands sins, svo nú get- ur hún fremur klofið eldivið erfið- leikanna og yljað hverjum ein- staklingi sinum. Þaö er gaman að hafa lifað slik tlmamót. Ég er forsjóninni þakk- látur að hafa fengið að dvelja á Mön, en hvað skal félausum fauski. 17. júni var okkur ferðafélögun- um tvöfaldur hátiðisdagur. Þjóð- hátið okkar og koman til Voss, þessa sérstæða skólabæjar, byggður vingjarnlegu fólki, fólki sem þekkir sögu Islands betur en flestir aðrir Norðmenn, vegna kynna við Islendinga, sem hafa verið I skóla Lars Eskilands, og þá kynningu af tslandi sem skóla- stjórinn hafði og efldi meðal ibúa bæjarins og viðar. Talmál Vossverja gekk okkur íslendingunum öllu betur að skilja en aðra norsku sem við heyrðum talaða, þrátt fyrir radd- blæ og hrynjandi orða i setning- um er Vossverjar sögðu. Aðrir Norðmenn segja Voss- verja syngja orðin sem þeir tala. Við dvöldum i Voss I um það bil þrjá daga. Fararstjórar og hreppstjórar stýrðu okkur far- þegunum að ýmsum skólasetrum og samkomuhúsum, enda var á hverju kvöldi fagnaðarhóf mikið og margt var okkur gert til gleði ogrektor skólans kynnti okkur ís- lendingana fyrir ýmsum fyrir- mönnum Vossverja. Ekki þurfti að spyrja að mat- föngum, góður og girnilegur Vossmatur var á borðum. Gististaðir voru nokkuð marg- ir, og þótti okkur Axel Jóhannes- syni, við vera á nokkuð miklum hrakhólum með verustað, en við Alexander vorum meðal elztu manna i hópnum, og allan ferða- timann mjög samrýndir. Daginn eftir urðum við þess áskynja, að sú fiskisaga hefði flogið meðal félaganna, að við hefðum átt að sjást með ferða- töskur okkar hátt upp i fjallshlið, siöla nætur og þá ekki boru- brattir. Reyndar vorum við á leið til gististaðar okkar, sem var kjallari og við kölíuðum brátt fangelsi (i gamni auðvitað), þvi hér varð reyndin önnur. Innan skamms, fylltist húsið (fangelsið) af glaðværu æsku- fólki, með söng og galsa, og við áttum þar tvær indælar nætur. 17. júni um kvöldið, flutti 85 ára öldungur „Lofsöng" Matthíasar Jochumssonar á islenzku , og einnig flutti sá sami maður hjart- næma hugvekju á norsku. Þar talaði vitur maður og reyndur. En, hver var þessi öldungur? Hafði ég séð hann áður, til dæmis fyrir 49 árum i' brúðkaupsveizlu Eysteins Eskilands, sonar Lars Eskilands skólastjóra, 24.6. 1923? Við spjölluðum saman seinna Framhald á bls. 23. f heimsókn hjá Islenzku sendiherrahjónunum i Danmörku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.