Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. Kaupfélögin eru öflugustu stoðir byggðanna ' .... . ..lil I Öflug félags- hreyfing AB undanförnu hafa verið haldnir aðalfundir kaupfélaganna víða um land, og aðalfundur Sam- bands Islenzkra samvinnufélaga var haldinn i byrjun þessa mán- aðar. Frásagnir af fundum kaup- félaganna og SÍS gefa glöggt til kynna, hve umfangsmikil og öflug samvinnuhreyfingin er, og hve mikilvægur þáttur hennar er I athafnalifi byggðanna, en megin- vettvangur hennar er utan borgarsvæðisins við Faxaflóa. Ohætt er að fullyrða, að engin samtök hafa átt eins drjúgan þátt i framförum byggðanna utan um- rædds svæðis og samvinnu- hreyfingin, engin hreyfing átt rikari þátt i bættum hag almenn- ings þar, og engin hreyfing hefur heldur meiri möguleika til þess að láta að sér kveða i þessum landshlutum en samvinnu- hreyfingin. Þótt hún hafi unnið þar mikið starf og leyst mörg verkefni á liðnum áratugum, á hún enn mikið verk að vinna, og getur leyst það öðrum betur af hendi, ef rétt er á málum haldið. Nokkrar tölur frá umræddum fundum sýna vel hina umfangs- miklu starfsemi samvinnu- hreyfingarinnar. Velta kaup- félaganna 46, sem eru i SÍS, nam rúmum 22 milljörðum króna á siðast liðnu ári og velta SIS sjálfs nam 15,6 milljörðum króna. Verzlanir félaganna i árslok voru alls 197, þar af 100 kjörbúðir. Starfsmenn félaganna voru i árs- lok 2575, og námu launagreiðslur til þeirra nær einum milljarði króna. Til viðbótar má geta þess, að viða eru kaupfélögin svo aðilar að ýmsum atvinnurekstri, sem ekki er innifalinn I þessum tölum, t.d. frystihúsum, útgerð og iðn- aði. Hér eru svo ekki með taldir starfsmenn SIS, en tala fastráð- inna starfsmanna þess i árslok var 1538. Vandamál kaupfélaganna Það hefur komið fram á fundunum, að afkoman hefur ver- ið ærið misjöfn á siðastliðnu ári. Hjá SÍS og 25 kaupfélögum var hún hagstæð, en óhagstæð hjá 18 félögum. Halli þessara 18 félaga nam 65,5 milljónum króna, þar af var halli eins félags, Kaupfélags Isfirðinga, 35 millj. króna. Þótt mikil verðbólga væri á siðasta ári, var það yfirleitt hagstætt verzlunarár sökum hinnar stór- auknu veltu. Horfur eru lakari á þessu ári, þar sem enn hækkar kaupgjald og ýmis annar rekstrarkostnaður, en veltan mun hvergi nærri aukast að sama skapi. Hér er þvi alvörumál á ferðum. Mest alvörumálið er þó það, að 18 félög skuli rekin með halla I sæmilegu verzlunarár- ferði. Þetta felst m.a. i þvi, að kaupfélögin annast mest af verzluninni i þeim landshlutum, þar sem hún er erfiðust. A verzlunina i dreifbýlinu leggst ýmis aukakostnaður, og markað- ur er þar minni og þrengri en i þéttbýli. Hér er um vandamál að ræða, sem verður að leysa með staðbundnum aðgerðum og jöfn- unaraðgerðum, t.d. að verzlanir á þeim stöðum, þar sem afkomu- skilyrði eru lökust, fái greiddan einhvern hluta af söluskatti. En þrátt fyrir þessa og aðra erfiðleika, sýna ársskýrslur kaupfélaganna I heild, að hér er um þróttmikla og vaxandi hreyf- ingu að ræða. Þær bera lika ljóst með sér, að kaupfélögin eru i reynd höfuðstoð og höfuðstytta hinna dreiföu byggða. Ekkert tryggir betur öfluga byggða- stefnu en efling þeirra. Þau festa fjármagnið i byggðunum öllum öðrum fremur. Þótt samvinnu- hreyfingin hafi ekki náð svipaðri fótfestu á höfuðborgarsvæðinu, hefur hún tvimælalaust einnig haft gagnleg áhrif þar á verðlag og þjónustu, t.d. verið þar braut- ryðjandi á sviði kjörbúðanna. Ný byggðaþróun Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga, sem varhaldinn I byrjun þessa mánaðar, tók byggðamálin til sérstakrar umræðu og gerði um þau ítarlega ályktun. 1 ályktuninni er vakin athygli á þvi, að kaupfélögin og samvinnu- hreyfingin i heild hafi gegnt og gegni þýðingarmiklu hlutverki i þeirri mikilsverðu viðleitni að skapa jafnvægi i byggð landsins. I framhaldi af þvi segir á þessa leið: „Með eflingu Byggðasjóðs, sem stjórnvöld hafa nú ákveðið, ættu að myndast möguleikar til nýrrar byggðaþróunar, sem samvinnu- hreyfingin mun leggja sig fram um að styðja. Samvinnufélögin hafa sýnt, að þau nýta fjármagn það, sem þau fá til ráðstöfunar öðrum fremur skynsamlega til almenningsheilla i lifsbaráttunni i anda byggða- stefnu. Það er þvi von fundarins, að hagkvæmt verði talið, að fela kaupfélögunum riflega hlutdeild I nýtingu þess fjármagns, sem frá Byggðasjóði kemur og öðrum fjármagnsstofnunum i þessu skyni. Jafnframt er það von fundar- ins, að landsmenn styðji og efli samvinnuhreyfinguna til stærri átaka og að stjórnendur lands og þjóðar sýni skilning á þessu hlut- verki samvinnuhreyfingarinnar meðan viðurkennd er nauðsyn byggðastefnu”. Fyrstu byggða- sjoðirmr I itarlegri greinargerð, sem fylgir ályktuninni, segir m.a. á þessa léið: „1 þessu sambandi er skylt að minna á, að flest kaupfélögin eru að uppruna og eðli byggðahreyf- ing. Þau hafa i tengslum við önn- ur samvinnufélög á mörgum stöðum i samvinnu við sveitar- félögin staðið að stofnun fyrir- tækja, sem hafa haft grund- vallarþýðingu fyrir viðkomandi byggðir og þá oftast án ágóðavon- ar. Þá hafa þau tekið að sér margháttaða þjónustu, sem nær langt út fyrir venjulegt markaðs- sjónarmið. Þjónustu, sem oft get- ur ráðið úrslitum um búsetuval manna. Þannig hafa kaupfélögin og samvinnuhreyfingin frá fyrstu tið stuðlaö að eflingu landsbyggðar- innar og oft verið eini aðilinn, sem verið hefur megnugur að veita viðnám gegn fólks- oe fiár- magnsflótta úr byggðarlögunum svo að árangur væri að. Fasteign- ir og sjóðir kaupfélaganna eru i rauninni fyrstu byggðasjóðirnir og mega teljast bundnir félags- svæðunum, sem oftast eru efna- hagslega og félagslega eðlilegra umdæmi en gömlu sýslufélögin. Það eru þvi viðkomandi félags- svæði, sem örugglega njóta eigna þeirra til frambúðar gagnstætt þvi sem er með einkafjármagnið svo sem ótal dæmi sanna”. Það er áreiðanlega ekki of- mælt, að telja fasteignir og sjóði kaupfélaganna fyrstu raunveru- legu byggðasjóðina. Þessir sjóðir gegna enn mikilvægu hlutverki i þágu bvggðanna ekki siður en áð- ur. Þess vegna er eðlilegt og sjálfsagt að þeim séa-sköpuð skil- yrði til að eflast, jafnhliða þvi, sem samvinnuhreyfingin fær eölilega hlutdeild Iþvi fjármagni, sem veitt er til byggðaþróunar. Lánsfé er nauðsynlegt, en eigið fé er enn betra. Skyldleiki Stjórnarandstæðingar halda áfram að deila um það, hvor stjórnarflokkurinn hafi meiri áhrif á stjórnarstefnuna. Hið rétta er vitanlega það, að þegar tveir eða fleiri flokkar vinna saman, komast þeir ekki hjá þvi að taka meira og minna tillit hvor til annars. Þótt það sé rétt hjá Gylfa Þ. Gislasyni, að ekki sé teljandi munur á efna- hagsstefnu vinstri stjórnarinnar og núverandi stjórnar,stafar það ekki af þvi að Framsóknarflokk- urinn beiti samstarfsflokka sina einhverjuofriki. Astæðan til þess, að ekki er mikill munur á stefnu umræddra rikisstjórna, er ekki sizt sú, að miklu minni munur er á afstöðu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins, þegar þess- ir flokkar eru i stjórn, heldur en margur hyggur. Báðir þessir flokkar eru þá sammála um, að rétt sé að gripa til gengisfelling- ar, þegar það þykir vænlegasta leiðin til að tryggja atvinnu- öryggið. Báðir þessir flokkar eru sammála um, að óhjákvæmilegt geti reynzt að binda kaupgjalds- visitöluna, þegar ella vofir yfir stöðvun atvinnuveganna. Báðir þessir flokkar eru sammála um, að leggja beri áherzlu á sem frjálsastan innflutning. Þótt Þjóðviljinn heimti nú höft, þegar Alþýðubandalagið er i stjórnar- andstöðu, var allt annað uppi á teningnum, meðan það var i rikisstjórn og einn aðalforingi þess var viðskiptamálaráðherra. 1 þeim efnum er skemmst að minnast innflutningsins á siðast liðnu ári. Á sama hátt er ekki heldur mikill munur á þessum flokkum, þegar þeir eru i stjórnarandstöðu. Vinnubrögð Alþýðubandalagsins nú bera t.d. sterkan keim af vinnubrögðum Sjálfstæðisflokks- ins I tfð vinstri stjórnarinnar, og sumarforustugreinar Þjóðviljans eru eins og þær séu skrifaðar upp úr Mbl. og Visi á árunum 1972 og 1973. Fjórða út- færslan Þess er nú skammt að biða, að tekin verði ákvörðun um það, hvenær útfærsla Islenzku fisk- veiðilögsögunnar úr 50 I 200 mil- ur skuli koma til framkvæmda. Þetta verður fjórða útfærslan á fiskveiðilögsögunni, og er ástæða til aö minna á, að Framsóknar- flokkurinn er eini flokkurinn, sem hefur átt sæti i öllum þeim stjórn- um, sem hafa fært út fiskveiðilög- söguna. Með útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 200 milur verður stigið stórt skref i landhelgismálum Is- lendinga, þótt það hafi ekki að sinni eins mikla efnahagslega þýðinguog hinar fyrri útfærslur á slnum tima. Eins og er, eru ekki stundaðar miklar veiðar á svæð- inu milli 50og 200milna, og er þvi aöalþýðing þessarar útfærslu fólgin i þvi, að við tryggjum okk- ur yfirráðin á þessu svæði til frambúðar og getum stjórnað veiðunum þar. Það getur átt eftir að reynast þýðingarmikið. Mjög stórt skref var stigið með fyrstu útfærslu fiskveiðilögsög- unnar 1952, þegar ákveðið var að allir firðir og flóar skyldu vera innan hennar. Enn stærra skref var svo stigið með úrfærslunni i 12 mllur árið 1958, en þá náðust yfirráð yfir öllum helztu hrygn- ingarsvæðunum við landið. Lang- stærsta skrefið var þó stigið 1972, þegar fiskveiðilögsagan var færð út I 50 milur. Gleggst dæmi um það eru þær tölur frá Hafrann- sóknastofnuninni, að á árunum 1965-1971 voru 99% alls þorskafl- ans, sem íslendingar fengu á Is- landsmiðum, veidd innan 50 milna markanna, 99.7% ýsuafl- ans, 91.7% karfaaflans og 61.5% ufsaaflans. Á sama tima var álika stór hluti af þeim afla, sem (brezkskip fengu á íslandsmiðum, veiddur innan 50 milna mark- anna. Ástandið á íslandsmiðum er nú þannig, að ekki er mótmælt, að bæði þorskur og ýsa séu ofveidd. Heildaraflann á Islandsmiðum á þessum aðal fisktegundum þarf þvi að minnka, ef eðlileg friðun á að geta átt sér stað. Það er jafn augljóst, að vegna efnahagslegra ástæðna þarf afli Islendinga sjálfra frekar að aukast en hið gagnstæða. Það er orðin viður- kennd regla,hvað sem öllum deil- um um mörkin llður, að strand- rlkið eigi að hafa algeran for- gangsrétt, þegar draga þarf úr veiðum af friðunarástæðum. Þá eru það útlendingarnir, sem verða að vikja. Kröfur Þjóð- verja og Breta Af þvl, sem hér er rakið, er það ljóst, að þótt útfærsla fiskveiði- landhelginnar i 200- milur sé stór áfangi, þá er það stærsta skrefið, sem þarf að stiga i landhelgisbar- áttunni á þessu ári, að tryggja Is- lendingum einum sem mest og fyrst veiðarnar innan 50 milna markanna. Á þvi byggist það, að hægt verði að koma á nauðsyn- legri friðun, án þess að skerða þurfi að ráði afkomu þjóðarinnar. Af hálfu Breta og Vestur-Þjóð- verja er nú mjög rætt um, að þeir þurfi að fá veiðileyfi innan 50 milna markanna. Vestur-Þjóð- verjar beita okkur meira að segja viðskiptalegu ofbeldi til þess að knýja þetta fram. Þessar þjóðir verða að géra sér ljósar þær stað- reyndir, sem raktar eru hér á undan. Hér er' ekki um neina frekju að ræða hjá íslendingum, heldur þann blákalda veruleika, að heildarveiðarnar innan 50 milnanna þurfa að minnka af friðunarástæðum. Afkoma Is- lendinga byggist fyrst og fremst á sjávarútveginum, og þess vegna verða þeir að notfæra sér for- gangsrétt sinn. Enþað eru ekki Bretar og Vest- ur-Þjóðverjar einir, sem bera hér fram óeðlilegar kröfur. tslenzkir útvegsmenn og sjómenn heimta viða togveiðar, þar sem þær eiga ekki að verða leyfðar. Smáfiska- dráp Islendinga sjálfra er þeim ekki aðeins til skammar, heldur stórhættulegt afkomu þjóðarinn- ar. I þessu máli þarf að sýna festu, bæði út á við og inn á við. Gunnar þarf að herða róðurinn Nokkru fyrir þinglokin i vor svaraði Gunnar Thoroddsen iðnaöarráðherra fyrirspurn um lánamál iðnaðarins, sem borin var fram af undirrituðum. Eink- um hneig fyrirspurnin að þvi, hvað hefði verið gert eða myndi verða gert til að tryggja iðnaðin- um næg rekstrarlán vegna sivax- andi rekstrarkostnaðar, sem hef- ur enn aukizt verulega, sökum hinna nýju kjarasamninga. Iðnaðarráðherra taldi sig hafa gert sitt bezta til að koma lána- málum iðnaðarins I sæmilegt horf,enljóst var þó af svari hans, að enn vantaði talsvert á að iönaðurinn hefði nægilegt rekstrarfé. Hér virðist glimt við einhver hulin máttarvöld, sem mega sin meira en ráðherrar. Fá- ist ekki úr þessu bætt, er hætt við að mörg iðnaðarfyrirtæki verði að draga saman seglin eða hætta rekstrinum alveg. Það gæti orðið til að valda tilfinnanlegu atvinnu- leysi. Iðnaðarráðherra þarf þvi enn að herða róðurinn og tryggja hlut iðnaðarins i þessum efnum. 1 þessum umræðum, vék Gunn- ar Thoroddsen að þvi, að mikil- vert væri, að landsmenn keyptu heldur innlendar iðnaðarvörur en erlendar, að öðru jöfnu. Þetta sama ætti einnig að gilda um opinberar stofnanir. Ráðherra gaf I skyn, að nokkur misbrestur væri á þvi. Undirritaður tók ein- dregið undir það, að opinberum fyrirtækjum bæri að ganga á und- an með góðu fordæmi i þessum efnum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.