Tíminn - 22.06.1975, Page 19

Tíminn - 22.06.1975, Page 19
Sunnudagur 22. júní 1975. TtMINN 19 (Ttgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar| Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstófur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.0Ö á mánuði. Blaðaprent h.f. Lögmál frumskógarins Heildsalablaðið Visir heldur áfram að ófrægja landbúnaðinn. Siðasta áróðursefni Visis er það, að landbúnaðurinn beri sig ekki eins vel hérlendis og i Bandarikjunum og Danmörku. Það eru ekki nein ný visindi, að Island sé lakara landbúnaðarland er beztu landbúnaðarlönd heimsins. Það sýnir ósann- girni heildsalanna, að þeir skuli gera slikan samanburð. Nær væri að bera okkur saman við lönd, þar sem landbúnaður er stundaður við svipuð skilyrði. Þá kæmi vissulega i ljós, að sökum fram- taks og samvinnu bænda, er islenzkur landbúnað- ur fullkomlega samkeppnisfær. Heildsalarnir, sem margir hverjir eru þó við- förulir og eftirtektarsamir, virðast ekki hafa kom- ið auga á það, að það er kappsmál allra sjálf- stæðra þjóða að búa við blómlegan landbúnað og vera ekki of háðir öðrum á sviði landbúnaðar- framleiðslunnar. Alveg sérstaklega gildir þetta um mjólkurframleiðsluna. Bæði Norðmenn og Svi- ar gætu flutt inn ódýrari mjólk frá Danmörku en þeir framleiða sjálfir. Þeir keppa eigi að siður að þviað fullnægja sjálfir þörfum sinum á þessu sviði. Þannig mætti nefna hundruð dæma. Það er furðu- legt, að heildsalarnir skuli ekki hafa uppgötvað þetta á ferðum sinum erlendis. Einhverjir kunna að segja, að þetta sama gildi ekki um sauðfjárræktina. Þeir sömu menn gæta þess ekki, að sauðfjárræktin geri meira en að fullnægja þörfum okkar fyrir kindakjöt. Hún er jafn- framt undirstaða vaxandi og blómlegs útflutnings- iðnaðar. Með þvi að leggja hana niður, eins og heildsalablaðið gerir tillögur um, væri þvi ekki að- eins verið að draga saman landbúnaðinn, heldur væri verið að kippa stoðum undan þeirri iðngrein, sem nú er einna blómlegust i landinu. Þetta væri hyggilegur búskapur, eða hitt þó heldur. Furðulegt er, að jafn glöggir menn á fjármuni og margir heildsalarnir áreiðanlega eru, skuli láta bendla sig við slikan málflutning. Stefnu sina i landbúnaðarmálum byggir Visir a.m.k. öðrum þræði á þeirri kenningu, að megin- rækt eigi að leggja við þá atvinnugrein, sem bezt ber sig hverju sinni. Þegar saltfiskverzlun ber sig vel, eigi t.d. að salta fisk, en loka frystihúsunum. Þegar sildveiði ber sig vel, eigi að stunda sild- veiðar, en hætta þorskveiðum. Nú vita flestir, að gengi atvinnugreina er mjög mismunandi, ein gengur vel þetta árið, önnur hitt árið o.s.frv. Ef framangreint lögmál væri látið ráða, væri öll skipuleg uppbygging atvinnuveganna útilokuð. Hvernig yrði t.d. verzlunin, ef heildsalarnir fylgdu þeirri reglu að flytja aðeins inn þær vörur, sem seldust bezt og mestur hagnaður væri að hverju sinni? Hún yrði þokkaleg, verzlunin i landinu, ef slikri reglu væri fylgt, eða hvað halda menn? Sem betur fer fylgja heildsalarnir ekki blint slikri gróðastefnu. Þeir leggja oft hart að sér til að hafa vörubirgðir, sem seljast dræmt, til þess að geta fullnægt þörfum viðskiptavinanna. Þannig verður þjóðfélagið lika að skipuleggja atvinnulifið, ef vel á að fara. Menn kvarta hér réttilega yfir ringulreið og vanstjórn, en þetta er þó ekki nema svipur hjá sjón samanborið við það, sem verða myndi, ef farið væri eftir lögmáli frumskógarins, eins og heildsalablaðið Visir predikar. Kirsten Amundsen, Arbeiderbladet: Búizt við deilum á kvennafundinum Verður rætt meira um annað en mismun kynjanna? ÞAÐ er sameiginlegt menn- ingu flestra þjóða heims að meta karla meira en konur. Þetta kann að vera harkalegt mat, en nýtur eigi að siður stuðnings Sameinuðu þjóð- anna. Þannig er umhorfs, þeg- ar heimsráðstefnan hefst I Mexico City, en hún er hápunktur kvennaársins og á að standa dagana 19. júni til 2. júli. Allar aðildarþjóðir Samein- uðu þjóðanna undiroka konur á sinn sérstaka hátt, en eigi að slður er samtökunum skylt að athuga mismumna eftir kynj- um og afleiðingar hennar. Þetta er ekki einungis skylt vegna kvenna, heldur einnig vegna efnahagsframvindu og friöar i heiminum yfirleitt. Mikilvægasta spurningin er, hvort Sameinuðu þjóðirnar geti hafið sig yfir hefðbundna mismunum kynjanna, árekstra andstæðra sjónar- miða og eigingirni ákveðinna hópa, og gripið til jákvæðra aðgerða i þágu helmings mannkynsins? Er viljinn fyrir hendi, hvað sem fram- kvæmdamöguleikunum liður? Vilja Sameinuðu þjóðirnar i raun og veru binda enda á elztu og algengustu undirok- un, sem til er I heiminum? « ÞÁTTTAKENDUR á heims- ráðstefnu kvennaárs i Mexico City eru um 3000, bæði sér- fræðingar og embættismenn hvaðanæva að. Þeir hafa úr að miða kynstrum af skýrslum, skjölum og greinargerðum um rannsóknirá þeim vanda, sem mismunum kynjanna veldur. Áætlun um framkvæmdir liggur frammi, og um það verður deilt, hvort fulltrúar Sameinuðu þjóðanna geti fall- izt á hana. Stjórnmálaárekstrar að- ildarrikja Sameinuðu þjóð- anna verða æ harðari, og að sama skapi minnka líkurnar á þvi, að áætlunin verði samþykkt I sinni upphaflegu mynd. Fulltrúar vanþróuðu þjóðanna halda fram, að þeir vilji fyrst koma á „nýrri alþjóðaskipan i' efnahagsmál- um”, og að þvi loknu sé tima- bært að leggja á ráðin um bætta stöðu konunnar, en fyrr ekki. EF aðalmálið — undirokun konunnar — þokar fyrir öðru á ráðstefnunni I Mexico City, er ástæðan ekki sú, að Samein- uðu þjóðirnar bresti sannanir um tilveru þess. Starfsmenn samtakanna hafa athugað þetta viðs vegar um heim, niðurstöðurnar hafa verið birtar og eru siður en svo glæsilegar. Konur eru i miklum meiri- hluta meðal þeirra, sem ólæsir eru. 70-85 af hundraði kvenna á Austurlöndum nær og Asfu eru ólæsar. Meðal flestra van- þróaðra þjóða eru miklu færri stúlkur en piltar á aldrinum 7- 14 ára skráðar i skóla. Arið 1969 voru 40 stúlkur skráöar i skóla móti hverjum 100 pilt- um. Þriðjungur launþega i heiminum eru konur. Þær stunda einkum störf, sem eru illa launuð, og verkalýðs- hreyfingin lætur ekki til sin taka i flestum löndum heims. Milljónir kvenna vinna 10-18 stundir á dag án þess að fá nokkur laun i reiðufé. Fjöldi kvenna slitur sér út við land búnaðarstörf i Afriku, Asiu og Suður-Ameriku, en ber ekki annað úr býtum en daglegan saðning sinn og barna sinna. Þessar konur afla nálega allr- Helvi Sipila. ar fæðu, sem fjölskyldan nær- ist á. Hagfræðingar taka framlag þeirra ekki með I reikninginn, og það er ekki talið i vergri þjóðarfram- leiðslu. t FJÖLMÖRGUM löndum eru I gildi lög, sem svipta eiginkonur margskonar frjálsræöi og eignarrétti. Til dæmis má eiginkona i Mexikó ekki sækja um vinnu utan heimilis nema bóndinn leyfi. Konur i tran fá ekki vegabréf né leyfi til að ferðast til ann- arra landa án leyfis eigin- mannsins. Konum i Saudi- Arabiu er bæði bannað að aka bfl og nota getnaðarvarnalyf. Konur eru I miklum minni- hluta I allri forustu hvarvetna um heim, jafnt f stjórnmálum, dómsmálum sem atvinnumál- um. Þær eru ekki nema 3-5 af hundraði kjörinna fulltrúa i flestum vestrænum lýðræðis- rikjum. Ástandið er ekki betra I þessum efnum i alþýðulýð- veldum Austur-Evrópu. 170 eiga sæti i miðstjórn kommúnistaflokksins i Kina, og i þeim hópi eru 13 konur. Ein kona hefur komizt i flokksstjórnina, en þar á 21 fulltrúi sæti. Þessar ógnvekjandi stað- reyndir raska ekki ró fulltrúa vanþróuðu rikjanna. Tug- þúsundir stúlkubarna deyja úr næringarskorti á kvennaárinu vegna þess, að þær fá ekki að borða annað en það, sem full- orðnir karlmenn og piltar skilja eftir. Milljónir kvenna meðal múhameðstrúarmanna mega ekki fara út fyrir húss- ins dyr nema I dökkum hjúpi fráhvirfli til ilja. Þeim er ekki frjálst að koma eðlilega fram né að láta sólargeislana verma hörund sitt. HVAÐ ætla Sameinuðu þjóðirnar að taka til bragðs til þess að hamla gegn þeim af- leiðingum mismununarinnar, sem skaðlegastar eru og mest auðmýkjandi? Markmið hins alþjóðlega kvennaárs eru ekki af verri endanum: Aukið jafnrétti karla og kvenna, aukin aðild kvenna að félagslegri og efna- hagslegri þróun þjóðanna og viöurkenning á siauknu fram- lagi kvenna til varðveizlu frið- ar, og á þvi'sviði á að örva þær til dáða. Hitt lofar ekki góðu, hvernig til kvennaársins var stofnað, eða fjárframlagið, sem heimilað var i upphafi. Siöbúin viðurkenning á þvi, að staða kvenna ætti sinn þátt i offjölgun fjólks, leiddi til þess, að forusta Sameinuðu þjóðanna féllst á alþjóðlega kvennaárið. Sú nefnd samtak- anna, sem fjallar um stöðu kvenna, hafði lengi klifað á þvi, að helga bæri eitt ár könn- un á misrétti kynjanna og af- leiðingum þess. Arið 1973 og 1974 voru birtar niðurstöður athugana á offjölgun fólks, og þær bentu til náinna tengsla offjölgunarinnar og undirok- unar kvenna I mörgum lönd- um. Vfða verða framfarir ekki efldar nema konur fái aukið frjálsræði, frelsi til notkunar getnaðarvarnalyfja, menntunar og starfa utan heimilis. LOKS var ákveðið að efna til kvennaársins, en fjárveitingin var svo lág, að nefndin, sem falið var að hefjast handa, vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. 300 þús. dollarar voru ætlaðir til framkvæmd- anna, afgangur af þvi fé, sem ráöstafað hafði verið til könnunar á offjölguninni. Samtökin höfðu varið 3 milljónum dollara til ráðstefn- unnar i Búkarest og mörgum milljónum til staðbundinnar starfsemi og fræðslu árin 1973 og 1974. Nú hefur 1350 þús. dollurum verið bætt við fjár- veitinguna til kvennaársins, en hún er enn allt of lág til þess að standa straum af kostnaði við sex fyrirhugaðar svæða- ráðstefnur og heimsráðstefn- una I Mexico City. Fólksfjölgunin er raunar að- al viðfangsefnið á fjórum af þessum sex svæðaráðstefnum. Helvi Sipila er eina konan, sem orðið hefur aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hún sagði á ráðstefnu I fyrra: „Offjölgunin, sem tölurnar sýna, er aðeins sá hluti borgarlsjakans, sem upp úr stendur. Konurnar eru hinn hluti jakans, sem i kafi er. Þær fæða börnin af sér og eru meira en helmingur ibúa jarðarinnar. Við getum ekki gert okkur vonir um að skapa þau skilyrði, sem mannleg velferð krefst, meðan við skiljum eftir utan garðs helm- ing þeirrar mannlegu auðlind- ar, sem nýta þarf til vel- ferðarinnar.” A HINU leitinu eru svo ýms- ar kvenréttindahetjur, sem gagnrýna ákaft, að fólksfjölg- unin sé gerð að aðalatriði á kvennaárinu. Elizabeth Reid, ráðgjafi forsætisráðherra Astraliu i sérmálum kvenna, hefur til dæmis sagt: „Alþjóð- lega k-«'ennaárið virðist einna helzt eiga að vera óralangur mæðradagur”. 1 augum þeirra sem vilja konum i raun og veru vel, er mesta hættan i sambandi við kvennaárið ekki fólgin i þvi, aö meginvandanum — mis- munun kynjanna — verði ýtt til hliðar á ráðstefnunni i Mexico City. Hitt er alvar- legra, að fulltrúar vanþróuðu þjóðanna og fulltrúar kommúnistarikjanna eru greinilega staðráðnir i að láta deiluna um stöðu konunnar þoka fyrir átökunum um skiptingu auðsins og vestræna heimsvaldastefnu. 1 þvi sam- bandi skýtur upp ásökunum fulltrúa vanþróuðu þjóðanna um, að kvenréttindabaráttan sé skálkaskjól vestrænnar auðvaldsstefnu til að ala á innbyrðis átökum i þriðja heiminum. Eitt er deginum ljósara. Kvenréttindahetjur frá Evrópu og Ameriku verða að láta hendur standa fram úr ermum, ef ráðstefnan i Mexico City á ekki að verða spegilmynd ráðstefnunnar i Búkarest i fyrra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.