Tíminn - 22.06.1975, Page 24

Tíminn - 22.06.1975, Page 24
24 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. Höfundur: DavidMorrell' Blóðugur hildarleikur 51 við þaulreyndan drápara. Guð einn mátti vita hvernig þeim hafði tekizt að halda út svona lengi. Teasle var nú Ijóst, að hann hefði aldrei átt að koma með mennina þarna uppeftir. Hann hefði átt að bíða eftir ríkislögregl- unni. í fimm ár hafði hann blekkt sjálfan sig og haldið lögreglulið sitt jafn harðgert og agað, eins og liðið í Louisville. Nú skildist honum, að eftir því sem árin liðu, höfðu mennirnir vanizt daglegum störfum sínum og misst árvekni stna. Sama gilti um hann sjálfan. Hann hafði rifizt við Orval í stað þess að einbeita sér að strokufanganum. Hann hefði átt að varast fyrirsátina. Nú var allur útbúnaðurinn glataður, eftirleitarleiðang- urinn í upplausn, og mennirnir á vtð og dreif. Orval var látinn. Smám saman rann upp fyrir honum beiskur sannleikurinn. Hann var í raun og veru orðinn linur og kærulaus. Svo varaði hann Orval ekki við því að standa uppréttur við brúnina. ( fyrstu rann hávaðinn saman við þrumu- gný. Teasle var ekki alveg viss um hvort honum hafði misheyrzt eða ekki. Hann nam staðar og leit á hina. — Heyrðuð þið eitthvað? — Ég er ekki viss, sagði Singleton. — Einhvers staðar framundan, held ég. Hægra megin við okkur. Svo heyrðist hljóðið þrisvar sinnum enn. Ekki var um að villast. Þetta voru riffilskot. — Það er Lester, sagði Ward. — En hann er ekki að skjóta í átt til okkar. — Ég held ekki að hann haf i bjargað sínum riff li f rek- aren við, sagði Teasle. — Þetta er grænliðinn. Enn heyrðist skothljóð. Það var riffillinn aftur. Þeir biðu eftir öðru skoti, en það heyrðist aldrei. — Hann fór hringinn og gómaði þá í klettarof inu, sagði Teasle.— Fjögur skot — f jórir menn. Fimmta skotið var líknarkúlan. Nú fer hann að elta OKKUR. Hann f lýtti sér að snúa með Mitch í öf uga átt við skothl jóðið. Ward mótmælti. — Bíddu aðeins. Eigum við ekki að reyna að hjálpa? Við getum ekki skilið þá svona eftir. — Þú mátt bóka það, að þeir eru dauðir. — Nú f er hann að elta okkur, sagði Singleton. — Vertu viss, sagði Teasle. Ward leit kvíðaf ullur í átt að skothl jóðinu. Hann lokaði augunum, og kenndi ógleði. — Vesalings ræf larnir. Hann studdi Mitch treglega. Þeir fóru til vinstri og juku hrað- ann. Regninu létti svolítið, en jókst svo aftur. — Hann bíður okkar líklega við klettinn, ef ske kynni, að við hefðum ekki heyrt skothvellina, sagði Teasle. — Við fáum svolítið forskot út á það. Um leið og hann sannfærist um að við komum ekki, þá fer hann yf ir brattann að leita að slóðinni okkar. En regnið þurrkar hana út. Hann mun ekki finna neitt. — Er okkur þá borgið? sagði Ward. Mitch át þetta heimskulega upp eftir honum. — Nei. Þegar hann f innur ekki slóðina okkar, þá hleyp- ur hann að hinum enda brattans, og reynir þannig að komast f ram f yrir okkur. Hann mun f inna stað, þar sem hann telur líklegast að við klífum niður. Þar mun hann liggja og bíða okkar. — Jæja þá, sagði Ward. — Þá stendur okkur aðeins einn kostur til boða. Við verðum að komast þangað á undan honum. Ekki satt? — Á undan honum. Ekki satt? Mitch endurtók þetta og staulaðist áfram. Þetta hljómaði auðveldlega, eins og Ward sagði það. Bergmálið í Mitch var svo skringilegt, að Teasle hlóóstyrkum hlátri. — Það er rétt. Við verðum að komast þangað á undan honum, sagði hann og leit á Singleton ug Ward. Rósemi þeirra hafði mikil áhrif á hann. Skyndilega hvarf laði að honum, að þrátt fyrir allt gæti gæfan slegizt f lið með þeim. ÞRETTANDI KAFLI Klukkan sex breyttist regnið í stór og þung högl. Sum þeirra skullu svo harkalega í andlit Singletons, að þeir neyddusttil að koma sér í skjól undir tré. Lauf ið var þeg- ar falliðaf því, en greinarnar voru nógu margar til þess, að haglið skall mestmegnis á þeim. Afgangurinn skall harkalega á nöktu baki og brjósti Teasles. Hann bar hendur yfir höfuð sér, til að verjast haglinu. Hann var viðþolslaus að halda aftur af stað. En hann vissi að slíkt var óðs manns æði. Þetta hagl var svo stórt og þungt, að nokkur stykki, sem lömdu vel, gátu skellt manni f lötum. En því lengur sem hann húkti við tréð þeim mun meiri tíma hafði andstæðingur hans til að ná þeim. Eina von þeirra var sú, að haglið hefði einnig neytt hann til að stanza og leita skjóls. Hann beið, skimaði í kringum sig og var viðbúinn árás. Loksins hætti haglélið, og ekki rigndi meira. Það rofaði til á himninum, storminn lægði og þeir hröðuðu sér yfir brattann. Nú var ekki lengur vindurinn og regnið til að Sunnudagur 22.júní 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. „Vatna- svita” nr. 1 eftir Handel. Filharmóniusveitin i Haag leikur, Pierre Boulez stjórn- ar. b. „Liebster Gott, wann werde ich sterben”, kantata nr. 8 eftir Bach. Ursula Buckel, Hertha Töpper, Ernst Haefliger, Kieth Eng- en og Bach-kórinn i Mun- chen syngja með hljómsveit Bach-vikunnar i Ansbach, Karl Richter stjórnar. c. c. Konsert i As-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit eftir Mendelssohn. Orazio Fru- goni og Annarosa Taddei leika með Sinfóniuhljóm- sveitinni i Vinarborg Rudolf Moralt stjórnar. 11.00 Messa i Eyrarbakka- kirkju. Prestur: Séra Val- geir Astráðsson. Organleik- ari: Rut Magnúsdóttir. Kirkjukór Eyrarbakka- kirkju syngur ásamt stúlknakór. (Hljóðritun frá 15. júni s.l.). 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 ' Kvæiö og pilsdátinn. Gisli J. Astþórsson rithöf- undur les þátt úr bók sinni „Hlýjum hjartarótum”. 13.40 Harmonikulög. Ray- mond Siozade og félagar leika. 14.00 Staldrað við á Blönduósi, — þriðji þáttur. Jónas Jón- asson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar. Frá tónleikum Filharmóniu- sveitar Berlinar i desember s.l. Stjórnandi: Herbert von Karajan. a. Tónlist fyrir strengjasveit, slagverk og celestu eftir Béla Bartók. b. Sinfónia nr. 9 i e-moll op. 95 eftirDvorák. (Hljóðritun frá Bérlinarútvarpinu). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. • 17.15 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar. Hin fornu tún. — Nokkrir þættir um Reykjavik og nágrenni. 18.00 Stundarkorn með italska tenórsöngvaranum Cesare Valletti. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Cr handraðanum.Sverr- ir Kjartansson annast þátt- inn. 20.00 Sinfóniuhljómsveit is- lands leikur i útvarpssal tónverk eftir Heiga Pálsson. Páll P. Pálsson stjórnar. a. Prelúdia og menúett. b. Kansónetta og vals. 20.20 Frá árdegi til ævikvölds. Nokkur brot um konuna i is- lenzkum bókmenntum. — Fjórði þáttur: „Amma kveður” Gunnar Valdim- arsson tekur saman þáttinn. Flytjendur auk hans: Helga Hjörvar, Grimur M. Helga- son og Úlfur Hjörvar. 21.15 Kórsöngur I útvarpssal. Karlakórinn Fóstbræður syngur lög eftir Sigfús Ein- arsson, Arna Thorsteinsson, Sigursvein D. Kristinsson og Jón G. Asgeirsson. Ein- söngvarar: Sigriður E. Magnúsdóttir og Hákon Oddgeirsson. Pianóleikari: Carl Billich. Söngstjóri: Jónas Ingimundarson. 21.35 Frá Vesturheimi. Þor- steinn Matthiasson flytur siðara erindi sitt: Á Viktor 707. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.