Tíminn - 22.06.1975, Síða 30

Tíminn - 22.06.1975, Síða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. ★ ★ ★ ★ ★ Dularfyllsta hljómsveit sem uppi hefur veriö á tslandi er án efa STUÐMENN. STUÐMENN hófu feril sinn fyrir nokkrum ár- um og hafa gert tvær litlar piöt- ur, „Honey Will You Marry Me” og „Gjugg t Borg” er báöar nutu nokkurra vinsælda. Nú hafa þessir sömu STUÐ- MENN fariö til Englands og komu til baka meö stóra piötu, tóif laga plötu meö einu auka- lagi sem gerir lögin þrettán, en þaö er happatala STUÐ- MANNA. Með þessari 13 laga plötu er þeir nefna Sumar Á Sýrlandi er brotiö nýtt blaö I sögu islenzkrar popp-tónlistar. Aldrei fyrr hefur neitt þessu iikt komið út á íslandi og satt að segja hefði cg aldrei trúað þvi að plata frá STUÐMÖNNUM ætti eftir aö koma mér svo gjör- samlega úr jafnvægi? Ég held, að það sé ekkert vafamál að þetta er bezta plata, er nokkur islenzk hljómsveit hefur gert, og hún á ckkert sumciginiegt meö þvi er STUÐMENN hafa gert áöur. STUDMÖNNUM til að- stoðar eru nokkrir heimsfrægir tónlistarmenn eing og gitar leikarinn Chris Speeding, en hann hefur leikiö mikið með Jack Bruce (Cream) og var honum fyrir skemmstu boðin staða Mick Taylors i The Roll- ing Stones — sem hann hafnaði. Um trommuleikinn sjá þeir Derek Waldsworth og Bill Bru- ford, seni var I Yes á árunum 1968-’72, en þá fór hann yfir i King Crimson. t»á eru þarna og nokkrir þekktustu session- biásarar Engiands. SUMAR A SÝRLANDI er saga, sem segir frá strák er sofnar á strætóstoppistöð eftir að vera búinn að innbyrða fuli- mikið af vini. Meðan stráksi sef- ur fer liann að dreyina, og er piatan um drauminn, sem er a 11 viðburðarrikur svo ekki sé meira sagt. Nú skulum við snúa okkur að lögum plötunnar og taka hvert lag fyrir sig, annað er þeim ekki samboðið. Út á stoppistöð: Lagið er góður rokkari er seg- ir frá þvi er stráksi fer út á stoppistöö á leiðinni i partí tii að hitta Stinu stuð, Kalla, Bimbó og alia hina. Strax i dag: Lagið syngur Steinunn Bjarnadóttir en hún er vist milli fimmtugs og sextugs og fer hún hér á kostum. Björgvin Iialldórsson spilar undir á munnhörpu með miklum tilþrif- um og STUDMENN eru svo sannarlega i cssinu slnu með góðar bakraddir og hressandi undirspil i eldfjörugu lagi sem segir frá Stinu stuð og áhyggj- um hennar yfir þvi að hann Kalli komi ekki kagganum í lag strax I dag. Tætum og tryllum: Kalli kom kagganum i lag og hópurinn leggur af stað I ævin- HLJÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS týraferð út á land. Björgvin syngur lagið sem gestur (ATH. Hann er ekki I STUÐMÖNNUM) og hef ég ekki i annan tlma heyrt hann syngja svo vel. Lag- ið er kraftmikiö og fjörugt (gott I diskótek) og kemur á óvart, She Broke My Heart: 1 biinum kveikja þau á útvarp inu og er þar verið að spila ró- legt og gullfallegt lag. Textinn er á ensku, og enn koma STUÐ- MENN á óvart með fágað og vandað undirspil, söngurinn er sér á parti. Giv mig et billede: Hópurinn skellir sér á sveita- ball en þar er hljómsveit að spila lagið „Letter” (Var vin- sælt með Box Tops fyrir nokkr- um árum) sem STUÐMENN snara yfir á dönsku. Raunsæ lýsing á sveitaballamenning- unni. í bláum skugga: Eftir ballið hitta þau skritinn mann, sem hefur undir höndum lyfjagras og nú segi ég ekki meira, þvi nú þarf hver að hugsa fyrir sig. Góður texti, gott lag, góður söngur og flutningur, sem sagt, frábært iag. Fljúgðu: Fundurinn við lyfjagrasa- fræðinginn hefur þau áhrif að hópurinn fer að fijúga og þau svlfa um háioftin þar til þau koma til Týról. Söngur dýranna i Týról: Þegar til Týról er komið fóru þau til bóndabæjar Úrgangs bónda, en hann er i veiðiferð og hafði skiliðdýrin eftir ein og þau sungu við raust stemmuna, sem hann Helmút kenndi þeim. t þessu lagi sýna STUÐMENN frábær tiiþrif, þvi að þetta er lag sem ailir aldurshópar hafa gaman af, og maður fær lagiö fljótlega á heilann. IHjóðfæra- leikurinn er hnitmiðaður með skemmtilegum mandóiln kafia og svo jóðla STUÐMENN i þokkabót. Á Spáni: Frá Týról er svo haldið til Spánar, þar sem hópurinn að- lagar sig lifnaðarháttum ts- lendinga, þar um slóðir, með þeim hörmulegu afleiöingum að þau lenda i steininum. Enn konta STUÐMENN á óvart. Gefðu okkur grið: Lagið segir frá fangelsisdvöl þeirra á Spáni. Nokkuð sérstakt lag með góðum pianóleik og góðum texta. Andaglas: Þau sleppa úr steininum og fara um borð i skip sem er á leiðinni tii Sýriands, og sér til dægrastyttingar fara þau I andaglas og stórskritinn andi kemur i glasið, með þann boð- skap að „Lifið er Lesley’.’ Sumar á Sýrlandi: Þá eru þau komin tii para- disarinnará Sýriandi. Lag þetta er ákafiega vandað og fágað með fingerðu undirspili á kassa- gitar, fallegum söng og ljóðræn- um texta. i enda lagsins vaknar vinur- inn út á stoppistöð, þunnur og vitiaus við klukknahljóm, fugia- söng og blaðasala hrópandi „Stuðviijinn þrettán slður i dag”. Þar með er Sumar á Sýr- iandi á enda, og ekkert eftir nema aukalagiö, sein er sér á parti og verður að hjáipa nál- inni, þvi hún kemst ekki af sjálfsdáðuin að laginu. Um aukalagið er það að segja, að það er I stil við gömul islenzk al- þýðulög og flutningur STUÐ- MANNA á þvi er hafinn yfir alla gagnrýni. Þá hafið þið mina skoðun á söguþræði plötunnar, og efast ég ekki uin aðýmsir eigi eftir aö túlka hai\n eitthvað öðruvisi en um eitt held ég að flestir vcrði sammála, að pfatan sjálf á ekki sina hliðstæðu og ef htín er ekki það bezta, er gert liefur verið liér, þá hef ég alla vega misst af þvi er kvmii að vera betra. G.G. LP-PLATA VIKUNNAR: STUÐMENN - SU/ÍIAR Á SÝRLANDI Rock on (Samansafn vinsælla laga á árunum 1955-1963) ATIL: Þar sem þessi plata hefur að geyma lög frá áðurncfndu timabili, telur hljómpiötugagnrýnandi ekki mögulegt að viðhafa stjörnugjöf, cnda liggur i aug- um uppi, að nú-tima mælistikan á alls ekki við iim þessa plötu, — og hin mælistikan er týnd! Við sem erum um og yfir tvitugt munum nokkuð eftir þessu limabiii sem þessi hljómpiata spannar, þ.e. 1956-1963, og okkur þykir effaust frekar lítið til þeirrar tónlistar koma, þegar við miðum við tónlistina I dag. Mér var alla vcga þannig farið — þangað til ég hlustaði á þessa plötu, ROCK ON, sem hefur að geyma mörg vinsæl lög frá áðurnefndu timabili. Mér varð ljóst er ég hlustaði á þessa plötu (þetta er reyndar tvöfalt albúm), að margt fágætra laga kom fram á þessum árum — lög sem svo sannarlega eiga það skilið að þeim sé vcitt eftirtekt enn i dag. Okkur, sem erum tuttugu ára og yngri, finnst eflaust að tónlistarmennirnir á þessu timabiii hafi verið ofboðslega hallærislegir, þeir voru stutt- klipptir og smjörgreiddir, i hvit- um nælonskyrtum með lakkris- bindi eða slaufu. En ailt um það, — niér finnst mjög mikill og sér- stakur „sjarmi” hafa veríð yfir þessu timabili, bæði hvað tiðarandann og tónlistina áhrærir. Fyrir mig er þessi plata hrein pería — ég man greinilega eftir nokkrum laganna og þó að lögin séu öll meira og minna „hallærisleg" miðað við nútimann, fer ég ekki dult með þá skoöun mina, aö einmitt á þessum tima var lagður grunn- urinn aö tónlistinni, sem við hlýðum á þcssi árin. Þetta er timabiliö á undan Bitla-árunum — sú tónlist scm þcir urðu fyrir niestum áhrifum af. Og búum við ekki enn að áhrifum Bitlanna? —Mér er spurn. A þessari plötu eru meira að segja lög, sem ættu jafnvel við enn i dag og yrðu cflaust vinsæl. Það kemur okkur til að hugsa: Hefur vinsældartónlistin lítið brcytzt á þessum síðustu árum? Að minum dómi hcfur hún þó breytzt mjög mikið. en lögmálin eru hin sömu og áður, létt og skemmtileg melódia, hrifandi söngur og góðar og kannski ekki siður óvenjulegar útsendingar. Fyrsta atriðið (létt og skemmti- leg melódia) á auðvitað alftaf við. Annað atriðið (hrifandi söngur) á auðvitað við nú á tim- um, en hann er allt öðruvisi upp byggður, það scm okkur finnst vera hrifandi söngur i dag heföi ekki þótt hrifandi söngur á þessu timabili og öfugt. Þriðja atriöiö um útsetningar er það atriði, scm hefur breytzt mest að minum dómi — lögin i dag eru öðru visi upp byggð hvað út- sendingar snertir og ég hygg að þar ráði mestu hin mikla tækniþróun i hljóðupptökusöl- um. Engu aö síður gildir hið forna lögmál, að útsetningarnar séu áhugavekjandi og jafnvel óvenjulegar. Að lokum verður ekki hjá þvi komizt, að, að benda þvi fóiki á, sem ungt var á þcssu timabili, að hér er plata sem þvi mun áreiöanlega falla vel og endur- vekja margar gamlar og góðar minningar. Endurmixun hefur tekizt mjög vcl, og miðaö við þann tima er þessi lög voru hljóörituð, er hreint ótrúiegt hversu vel liefur tekizt að „dubba” sándið upp og er það óneitanlega afar mikill kostur. A þcssari plötu, sem byggð er á iiiikilli bók um þetta tóniistar- tímabil (The musical encyclopedia of Rock n'Roll. The solid gold years) eru eftir- talin lög: Moments to Remember — The Four Lads. — A White Sport Coat (and a Pink Carnation) — Marty Robins. Singing The Blues — Guy Mithcell. Marianne — Terry Gilkyson and The Easy Riders. Band Of Gold. — Don Cherry. Moonlight Gambler — Frankie Laine. The Battle Of New Or- leans — Johnny Horton. Water- loo — Stonewall Jackson. The Theme From „A Summer Place" — Perry Faith. Ruby Baby — Dion. Big Bad John — Jimmy Dean. Iiey Little Cobra — The Ripchords.BIess You — Tony Orlanda. Changes Are — Jolinny Mathis. Don't Le Go. — Roy Ilamilton. Summertime, Summertime. — The Jaimes. Thc Monkey Time — Major Lance. Peanuts — Little Joe and The Thrillers Greenfields — The Brothers Four, Roses Are Red (my Love) — Bobby Vinton. G.S. BARÐA- SKAAAAATUR Barði vinur vor fór að vinna við húsgagnasmlði. Rekinn. Hann setti stólinn fyrir dyrnar! Barði fór að vinna i málningarverzlun. Rekinn. Hann gerði' hosur sinar græriar! Barði fór að vinna hjá dún og fiðurhreinsun. Rekinn. Það fór svo mikill fiðringur um hann! Barði fór að æfa skotfimi, Rekinn. Hann skaut þeim skelk i bringu! Barði fór að vinna hjá orku- stofnun. Rekinn. Hann orkaði tvimælis!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.