Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 33 fjölleikahúsi. Kvöld nokkurt var Perla i gönguferð i hallargarðinum. Veðr- ið var fagurt, og hún gekk niður að Jhallar- tjörninni til þess að horfa á svanina. Skyndilega stóð ókunn kona með ávaxtakörfu fyrir framan hana. Konan ávarpaði hana og sagði: — Borðaðu þessa fal- legu ferskju, Perla prinsessa. Ef þú gerir það, færðu heitustu ósk þina uppfyllta. Þú skalt ekki láta þér bregða, þótt þú breytist tais- vert i útliti til að byrja með. Og þú verður einaig að fara að heim- an. En þegar þú hittir aftur foreldra þina og þau þekkja þig, breyt- istu aftur og verður eins og þú átt að þér. Perla stóðst ekki þessa freistingu og borðaði ferskjuna. Ekki hafði hún fyrr lok- ið þvi en hún varð ákaf- lega þreytt og syfjuð. Hún lagðist þess vegna út af i grasið og stein- sofnaði. Þegar hún vaknaði aftur, fannst henni hún vera ósköp undarleg. Hún átti erfitt með að risa á fæt- ur, og kórónan hennar var horfin. Það var kjóllinn hennar lika. Og hvernig í ósköpunum leit hún eiginlega út? Hún var ekki iengur manneskja, heldur morgæs. Það var ekk- ert annað eftir af litlu, fallegu prinsessunni en hárborðinn hennar. — Þetta hlýtur að stafa af þvi að ég borð- aði ferskjuna, hugsaði Perla. Ekki get ég farið heim i höllina svona út- litandi. Mér verður ekki einu sinni hleypt inn. Ég verð vist bara að synda mina leið. Síðan sneri hún sér við og horfði heim að höll- inni. Þarna hafði hún alltaf átt heima og liðið svo fjarskalega vel. Og við tilhugsunina um að verða nú að yfirgefa foreldrana og alla sem henni þótti vænt um, komu tárin fram í aug- un á henni og runnu niður litlu mörgæsar- kinnarnar. Hún veifaði i kveðjuskyni og stakk sér i vatnið. Hún synti og synti, þangað til hún var orð- in alveg uppgefin. Þá klifraði hún upp á ár- bakkann, þar sem nokkrar endur lágu og sváfu í grasinu. Hún lagðist til svefns hjá þeim, og daginn eftir synti hún áfram leiðar sinnar. Þegar hún hafði synt langalengi, kom hún auga á fjölleikatjald og marga vagna, og á ár- bakkanum var fjöldinn allur af fimleikafólki og trúðum að æfa sig, svo að þeir gætu leikið listir sinar i stóra tjald- inu um kvöldið. Þegar Perla skreidd- ist upp á árbakkann, aðframkomin af þreytu, þyrptist allt fólkið að til þess að skoða hana. Forstjóri fjölleika- hússins bauð hana strax velkomna og bauð henni að taka þátt í æfiugunum. — Hérna færðtí, fal- légan, rauðan bolta, sagði hann. Leyfðu okkur að sjá, hvort þú getur ekki látið hann vega salt á nefninu á þér eins og selirnir gera. Allir fóru að skelli- hlæja, nema lyftinga- maðurinn. Hann vor- kenndi litlu þreyttu mörgæsinni og sagði við hitt fólkið, að það mætti alls ekki hlæja að henni. Siðan rétti hann henni höndina og sagði henni að hann héti Ottó. Ottó, sem var sterk- asti maðurinn i fjöl- leikahúsinu, bauð nú Perlu með sér heim I vagninn sinn, sem að innanverðu var alveg eins og litið hús. Hann spurði, hvort hún væri ekki svöng, og Perla kinkaði kolli. Þegar Ottó hafði gefið henni að borða og drekka, bjó hann um hana i neðstu kommóðuskúffunni sinni. — Góða nótt mörgæs min, sagði hann. Á morgun skal ég sýna Framhald í næsta blaði JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta gleruil- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frian álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. STJÖRNU MÚGAVÉL TS8D Múgavél, sérstaklega hentug til raksturs á undan heybindivélum og sjálfhleðsluvögnum Skilur eftir sig jafna og lausa múga Lyftute'ngd og því lipur í snúningum Vinnslubreidd 2,80 m Er nú til á vetrarverði Aðeins kr. 147 þús. Globusn Lágmúla 5, sími 81555, Reykjavík Auglýsið f Tímcnum Verð til 3mor784.000.- rííi’oo.. SKODA Coupé IIO R 1974 KR.688*000e— öryrkja 508.000.- Verð til SKODA ^ IIOR 1975 5-manna, tveggja dyra með 62 hestafla vél, en þó meðal sparneytnustu bíla d markaðinum. Skoda 110R Coupé sd<neinar þarfir fjölskyldunnar, kröfum yngri kynslóðarinnar. Með höfuðpúðum, rally-stýri, snúningshraðamæli, olíuþrýstimæli, rafmagns-rúðusprautum, hita ó afturrúðu, útispeglum, halogen-luktum o.m.fl. Að sjólfsögðu er öllum nútímakröfum um öryggi fullnægt, með tvöföldu hemlakerfi, diskahemlum, öryggisstýri o.m.fl. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐiÐ A ISLANDI H.F. AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.