Tíminn - 22.06.1975, Qupperneq 35

Tíminn - 22.06.1975, Qupperneq 35
Sunnudagur '22. júni 1975. TÍMINN 35 Hreggbarin fjöll Þórleifur Bjarnason: Hreggbarin fjöll. Smásögur. Almenna bókafélagið. Þórleifur Bjarnason er Horn- strendingur — og það er ein- kenni á honum sem rithöfundi. Hann skrifaði Hornstrendinga- bók, þar sem lýst er landi og mannlifi á Hornströndum. Hann skrifaði sögurnar: Hvað sagði tröllið? og Tröllið sagði, en þær eru sannar og trúverðugar þjóð- llfsmyndir frá þessari eyddu byggð. Og hann skrifaði bernskuminningar sinar, kverið Hjá afa og ömmu, þar sem hann lýsir ýmsum þáttum lifsins á nyrztu ströndum á öðrum og þriðja tug þessarar aldar. Það væri skarð fyrir skildi I bókmenntum okkar Islendinga ef þessar bækur vantaði. Eftir nokkur ár getur enginn maður skrifað slikar bækur — einfald- lega vegna þess að þá er enginn uppi, sem hefur þá lifsreynslu sem til þess þarf. Það er hægt að skrifa nærfærnar og glöggar mannlýsingar hvaðan sem er. Ég legg engan dóm á það hvort sé betri bók Hjá afa og ömmu eða Byggðin i hrauninu eftir Stefán Júliusson. Báðar eru þær sögulegar heimildir auk þess sem þær bregða upp glöggum myndum af mönnum og atvik- um. Með sliku getur góður höfundur neytt listar sinnar til að vitka menn og göfga. Þessar smásögur, sem komu út I bók á öndverðum siðasta vetri, bera mjög svipmót Horn- strendingsins. Hreggbarin fjöll eru að visu um allt land, en hvergi frekar en á Hornströnd- Annáll þjóð- hátíðar- arsins Með sóma er hátiðarárið á enda. En á það mig langar þó snöggvast að benda, sem áður var sannað i sextiu ræðum og samhljóða lofað i rituðum fræðum. Þær hljóðuðu svona, þær sextiu ræður, og sægur af greinum og minningaskræðum: (Ég segi það hérna i örfáum orðum, i örlitlum brag til að syngja undir borðum) Háttvirtu landar, nú hefur það sannazt, að háöldruð þjóð getur endalaiist mannazt. Heilan dag stóðum við hljóðir og prúðir, með hugann við Þingvalla fornheigu búðir. Við stóðum sem hetjur á stöðugum fótum, i stað þess að skriða i vilpum og gjótum. Þar voru engir fólar með víndrykkjublaður Það var ekki drepinn einn einasti maður. Menn óku ekki; fullir á stokka og steina, en stefndu i rétta átt götuna beina, og megmóðir fengu ekki vambfylli neina. Nú veitti ekki Rikið sinn þjóðlega beina. Menn fóru ekki um tjöldin með ráni og rupli og reyndu ekki að auðgast á smávegis hnupli. Trjágróður var ekki rifinn með rótum, og remma var engin frá sorphaugum ljótum. Einhverjir bjuggust við allt öðrum fregnum að islenzka rikisins kynbornu þegnum. Nú er ekki blessaður Frónbúinn feiminn. Frægð okkar berst út um gjörvallan heiminn. Oddný Guðmundsdóttir. um. En þeir menn sem koma einkum við sögu i' bókinni eru lika hreggbarðir en minna jafn- framt sumir á orð skáldsins ,,að standa likt og foldgnátt fjall”. Náttúra lands og manna fellur þvi vel að heiti bókarinnar. Þetta eru myndir úr islenzku þjóðlífi. Það eru myndir af mönnum, sem standa andspæn- is umróti aldarinnar þar sem þungur straumur tlmans hrifur allt með sér, nema nokkra einfara, sem þrjóskazt við. Að visu eru sumar sögurnar óháðar hinumalmennu straumhvörfum þjóðlifsins — og manneðlið er eins á öllum timum. Þetta eru sögur um mann- raunir, —- en þær mannraunir eru, einkum andlegar. Þar eru menn, sem eru einfarar af þvi að straumur timans hefur svipt þá þvi umhverfi, sem var þeirra. En þar eru lika menn, sem einhverra hluta vegna að- lagast ekki almennu samfélagi. Einn er tortryggður, annar of- drykkjumaður o.s.frv. Atburð- irnir eru allir næsta hversdags- legir. Þetta eru engir reyfarar eða ævintýri. Að visu eru oft kröggur I vetrarferðum, en það heyrir til hversdagsleikanum. Það er ekki ástæða til að rekja einstakar þjóðlifslýsingar bókarinnar svo sem þessa: ,,Þá mótaðist hin nýja túlkun, sem siðan hefur haldizt á orðinu skemmtun. Það þýddi að fara á fylleri og afklæðast mennsku hátterni”. Kannske eru ekki nema tvær sögurnar beint af Hornströnd- um : Hreggbarin fjöll og Strönd- in handan flóans, Fylgdarmað- ur, Landvörn, Hófadynur og Beðið eftir björgun eru allar frá vestfirzku landslagi og urh- hverfi og raunar Farartálmi og Glerið mitt góða, lika. Flótta- maður er lika úr vestfirzku um- hverfi og þá eru allar sögur bókarinnar taldar nema hin sið- asta: Vegurinn yfir heiðina. Hér verður ekkert rætt um þaö að hve miklu leyti stuðzt sé við raunverulega atburðij enda skiptir það ekki máli. Það, sem gefur þessum mannlifsmyndum gildi er Sérstaklega það, að þar er fólk, sem vert er að kynnast. Ólikum viðhorfum er teflt fram, svo að andstæðurnar standa glöggt fyrir augum. Það er e.t.v. greinilegast i Beðið eftir björgun. Þar er alvaran glettin, en samt er það alvaran sem ber frásögnina uppi. Og vist eru þessar sögur skrifaðar af mikilli alvöru og tilfinningu. En með þær tilfinningar er farið sam- kvæmt islenzkri hefð, svo að þær trufla sögumanninn hvergi. H.Kr. HAGSÝN HJÓN LÁTA KENWOOD VINNA ERFIÐUSTU HEIMILISSTORFIN Kenwood -CHEF §fíenwoodmn\ ffenwood -CHEFETTE nwood HRÆRIVÉLAR KYNNIÐ YKKUR HINA ÓTRÚLEGU MÖGULEIKA, SEM KENWOOD—HRÆRIVÉLARNAR HAFA YFIR AÐ RÁÐA. HEKLAhf. Laugavegi 170 —172 — Sirrn 21240 Aftur fáanleg íslenzk orðabók Menningarsjóðs Ómissandi grundvallarrit. Verður send í bókaverslanir næstu daga. Takmarkað upplag. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Vörubíla hjölbaröar N'B 27 NB 32 VERÐTILBOÐ 825-20/12 Kr. 22.470,- 1.000-20/16 Kr. 35.630,- 825-20/14 — 26.850,- 1.100-20/14 — 35.900,- 1.000-20/14 — 34.210,— 1.400-24/16 — 59.440,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44-46 SÍM! 42606

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.