Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. júll 1975. TÍMINN 7 KANNAR SLÓÐIR SÉRA EGILS ÞÓRHALLASONAR Á GRÆNLANDI Tímámynd: Gunnar. SÉRA KOLBEINN ÞORLEIFS- SON er nýlega farinn héöan til Grænlands. Timinn hafði tal af honum daginn áður en hahn ætl- aði að leggja af stað, og þá var auðvitað byrjað á að spyrja: — Hvert er erindi þitt þangað vestur, séra Kolbeinn? — Erindi mitt er eiginlega að halda upp á tvö hundruð ára brottfararafmæli fyrsta kristni- boðans, sem á Grænlandi var eftir siðaskipti. Hann fór frá Grænlandi 27. ágúst 1775 og var þá búinn að vera þar i landinu i rúm tiu ár. — Hvað hét þessi maður? — Hann hét Egill Þórhallason og var frá Borg á Mýrum, fædd- ur árið 1734. Hann var um tima i þjónustu Ólafs Stefánssonar, þá ungur að árum, og mun Ólafur hafa stuðlað að þvi að Egill komst til Kaupmannahafnar 1759, þar sem hann var næstu sex árin. Um 1761 fékk hann á- huga á þvi að komast til Græn- lands, og mig grunar, að þar hafi nokkru um ráðið, að skóla- bróðir hans i guðfræðideild, Henrik Christopher Glahn, var mikill áhugamaður um græn- lenzk málefni, og nokkrir fleiri piltar sem sátu i guðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla á þessum árum urðu merkismenn i grænlenzkri trúboðssögu. Einn þeirra var Egill Þórhallason. Egill fór nú i grænlenzka trú- boðsskólann 1763, þar sem Páll Egede var skólastjóri. Um leið fékk hann þær hugmyndir, að tilvalið væri að nota Grænlands- áhuga tslendinga sér til fram- dráttar, og hann kom þvi til leiðar, að reynt var að fá séra Jón Bjarnason á Ballará til þess að fara vestur með hóp bænda. Stóð Egill i bréfaskiptum um þetta næstu tvö árin. Þetta varð lika til þess, að fyrstu tvö árin, sem séra Egill dvaldist i Græn- landi, var hann látinn kanna bú- setuskilyrði fyrir islenzkar fjöl- skyldur i Godthábfirði. Um þessa könnun skrifaði séra Egill skýrslur, og I tengslum við könnunina aflaði hann sér nátt- úrufræðilegrar þekkingar um Godthðbhérað, og það kom hon- um til góða siðar, eftir að hann var orðinn varaprófastur i Suð- ur-Grænlandi. Sára Egill átti löngum i striði við þýzkan trúflokk, sem her- nudar kallast. Þetta voru flest gamlir menn, sem flúið höfðu undan kaþólskunni frá Mæri og Slésiu, alla leið til Grænlands. Þeir voru afbrigðilegir i trúmál- um frá hinum lútherska rétt- trúnaði, og þess vegna voru trú- boðar konungsins mjög andvigir þeim. — Það er augljóst af framan- sögðu, að þér er saga Egils mjög kunn. En er tilgangurinn með för þinni samt ekki i og með að kanna sögu hans enn nánar? — Ég hef skrifað mikið um séra Egil, og það er bráðnauð- synlegt fyrir hvern sem skrifar sögu manns, að ferðast um þær slóðir, þar sem hann dvaldist. Ég veit um tvo staði á Græn- landi, sem hafa borið nafn séra Egils. Annar staðurinn er Egils- varða, sem Egill gaf nafn eftir sjálfum sér, en nú er hún alltaf kölluð Thcrhallesens varde.Hún er i grennd við Godtháb. Hinn staðurinn, sem um skeið bar nafn séra Egils, er alla leið norður i Pissugfiq-eyjum. Þar hét einu sinni Egilsey, en ég geri ekki ráð fyrir að komast þang- að, það er svo langt norður frá. Hins vegar langar mig að rekja slóðir séra Egils um hina gömlu Vestribyggð. Hann skrif- aði fyrstu bókina um rústirnar þar, og þar eru margir staðir, sem ég hef mikinn hug á að skoða. Alllangt frá Godthab er staður, þar sem ég veit að séra Egill reisti islenzkan bæ og dvaldist i honum vetrarlangt 1774— 75, á meðan hann var að ganga frá þeim textum, sem hann ætlaði að láta gefa út, þeg- ar hann kæmi til Kaupmanna- hafnar. Af þeim voru gefin út eitt kver og bænabók. Annað, sem séra Egill skrif- aði á meðan hann dvaldist i Lundey eða Kellengæk, eins og hún var kölluð þá, var gagnrýni á Grænlandssögu Davids Krantz, sem þykir merkileg heimild um Grænlandssögu átjándu aldar. — Hversu lengi hyggst þú dveljast á Grænlandi núna, séra Kolbeinn? — Ég mun verða þar fram i ágústmánuð. Ferðalög i Græn- landi eru dýr, svo ég verð að takmarka mjög veru mina þar. Vist hefði verið við hæfi að vera staddur i Grænlandi 27. dag ágústmánaðar, þegar réttar tvær aldir verða liðnar frá brottför séra Egils þaðan. En svo háttar ferðum frá Græn- landi til Islands, að ég gæti vel orðið strandaglópur, ef ég drægi það fram yfir miðjan ágúst að fara frá Godtháb. Séra Kolbeinn Þorleifsson. — Hvað hyggst þú svo nota fróðleikinn? Ert þú kannski að skrifa bók um ævi þessa löngu látna merkismanns? — Ég er þegar búinn að skrifa mikið um séra Egil Þórhalla- son. Það er allt byggt á heimild- um, sem ég hef lagt mikla vinnu i að draga saman i Kaupmanna- höfn og Þýzkalandi. Hvað úr þessu verður veit ég ekki enn. Ef til vill verður það fræðileg ritgerð, ef til vill alþýðleg bók. Hver veit? —VS. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VIÐ GRENSÁSVEG BORGARHÚSGÖGN HREYFILL 85522 LITAVER ki»> «** ft. ÞJÓNUSTUMIDSTÖÐ VIÐ GRENSÁSVEG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.