Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. júlt 1975. TÍMINN 13 TÍMINN HEIMSÆKIR HRÍSEY BRÝN ÞÖRF FYRIR NÝJA FERJU Alfreö Konráösson Einangrunarstööin Nokkrar kýr eru komnar út I Hrlsey og biöa þar. gangar fyrir 30—40 kálfa. Undir gripunum er svo vélgengt haug- hús, þannig að mjög auðvelt verður að moka mykjunni burtu. — Hefur reynzt erfitt að fá mann- skap til verksins eða til þeirra framkvæmda er Björk h/f stendur fyrir? — „Nei, það hefur ekki reynzt erfitt. Hérna við einangrunar- stöðina vinna að jafnaði 4—6 menn, en i allt erum við 14.sem vinnum hjá fyrirtækinu i sumar. Hins vegar er skortur á iðnaðar- mönnum svo sem pipulagninga- mönnum og múrurum, en þá verðum við að fá Ur landi þegar þörf krefur. — í hvaða framkvæmdum stendur Björk h/f I dag? ,,Við erum með I byggingu tvö ibúðarhús fyrir einstaklinga, en einnig tökum við að okkur við- gerðir og annað er til fellur á hverjum tima. Aðstaða til starf- seminnar hefur einnig batnað siðan reist var 250 fermetra hús ogkeyptar voru 3 nýjar trésmiða- vélar. Þá eru i eigu fyrirtækisins litil steypustöð, steypubíll, grafa og vörubill auk fleiri tækja, svo ætli það sé langt frá lagi að um það bil 50% af vélknúnum tækjum sem eru hérna úti i eyju séu i eigu Bjarkar h/f. Hins vegar er það erfiðasta i rekstri fyrirtækisins að við þurfum að þjóna okkur alveg sjálfir og getum ekki sótt þjónustu til fyrirtækja svo sem steypustöðva, heldur verðum við að hafa alla þá þætti, er lúta aö byggingarframkvæmdum á okk- ar vegum. Þá gerir það rekstur- inn hæggengari og erfiðari að hér Norðanlands rikir alltaf öðru hvoru sementsskortur og hefur það tafið ýmsar framkvæmdir meira eða minna. Að visu var verkföllum um að kenna i vor, en á sfðasta ári var þeim ekki til að dreifa, en þá varð fyrirtækið sök- um sementsskorts að snúa sér að öðrum verkefnum og ónauðsyn- legri meðan beðið var. Sá er stýrir ferjunni milli lands og eyjar heitir Alfreð Konráðsson og hefur búið i Hrisey siðastliðin 13 ár. Alfreð er rafvirki, en hefur stundað sjómennsku öðrum þræði undanfarin ár, auk þess sem hann hefur verið vélgæslumaður i frystihúsinu. Hann varð ráðinn ferjumaður um siðastliðin ára- mót, en Alfreð vann einnig á ferj- unni siðastliðið sumar. — Hvernig er vinnunni hagað?— — Við erum tveir fastráðnir og skiptum vinnunni á milli okkar. Þannig erum við sina vikuna hvor á sumrin, en hins vegar oftast báðir á veturna. — Er báturinn góður sem ferja? — Nei.hann er varhugaverður. í honum er t.d. enginn radar, en á þvi leikur tæplega vafi, að bátur sem flytur allt að 30 manns og lendir iðulega i þoku og hrið verð- ur að vera búinn fullkomnum öryggistækjum. Þá er sú siglingarleið sem ferjan fer fjöl- farin, og því verður maður alger- iega ósjálfbjarga ef ekkert skyggni er. Einnig má geta þess, að dýptarmælir, sem til er um borð, er orðinn svo gamall, að ekki fæst pappir i hann, heldur er sama rúllan notuð aftur og aftur. Það sem er svo hvað furðulegast við þetta allt saman er það að sömu reglur gilda um þennan bát og venjulegar trillur. — Nú flytur ferjan alltaf nokkurt magn af vörum?— — Þegar þessi sjö tonna bátur var tekinn i notkun fyrir um sextán árum, þá var fremur litið um vöruflutninga, enda kom DRANGUR hingað tvisvar i viku. Núna aftur á móti kemur hann einungis á veturna, nema sér- staklega standi á. Flutningsþörf- in hefur aukizt með timanum, og nú er meira flutt á ferjunni en for- svaranlegt getur talizt. Það er ekkert spil i bátnum, og þvi er stundum nokkurt vandamál að koma vörum um borð, enda gera þeir oft grin að manni á megin- landinu þegar er verið að rogast með varninginn um borð. — En annar ekki ferjan flutningum til Hriseyjar?— — Nei, flutningsgetan er ekki næg og ferjan sjálf gengur of hægt, en hún er 20 minútur milli lands og eyja. Það hafa komið þeir tímar yfir sumarið, að hún hreinlega kemst ekki yfir verk- efnið. — Hafa þá verið uppi hug- myndir um nýja ferju?— — Eitthvað hafa ferjur t.d. i Noregi og Bretlandi verið at- hugaðar, en ég býst tæplega við þvi að hreppurinn eigi nægjan- lega gilda sjóði til þess að kaupa nýjan bát, en i íramkvæmdina verður að ráðast á næstu árum, þvi flutningar á mönnum og vör- um aukast stöðugt. — Hvaða bátsstærð teldir þú heppilega?— — 1 fyrsta lagi verður hann að vera mun fljótafi i förum, og taka fleira fólk og vörur, en það þýðir að báturinn verður að vera að minnsta kosti 12 tonn. — Er mikið.um að menn panti ferjuna aukalega?— — Hvort það er! Yfir sumar- mánuðina hefur stundum verið svo mikil umferð, að maður fær ekki svefnfrið, og einu sinni man ég eftir þvi að i tæpa þrjá sólar- hringa fékk ég ekki samfelldan svefn. Mest er að gera þegar skemmtanir eru í landi, en mikið er um að ferjan er pöntuð sér- staklega, og þá er oft um að ræða fólk, er hreinlega nennti ekki á fætur þegar fasta ferðin varfarii heldur beið á bryggjunni. Það má raunar segja, að ein ástæðan fyrir þvi að tveir menn eru á bátnum er sú, að þessar aukaferðir voru orðnar svo gifurlega margar. En nú hefur gjald fyrir slikar ferðir hækkað nokkuð, en fargjald með áætlun látið halda sér þannig að vonast er til að dragi úr auka- ferðum. — Er mikið um að ferðamenn fari úti Hrisey?— — Það er nokkuð um að inn- lendir ferðamenn fari út i eyna, en litið um að erlendir túristar komi þangað, enda ekki von, þvi að Hrisey hefur verið mjög litið auglýst i ferðamannapésum og það eru fáir, sem hafa hugmynd um ferjuna og hvenær hún fer i áætlunarferðirnar. Það er ekki einu sinni skilti við þjóðveginn, hvað þá heldur á Árskógssandi þaðan sem ferjan fer til Hris- eyjar, ekki er heldur simi þar, sem fólk gæti notað til að panta ferjuna yfir á meginlandið, það er sem sagt ákaflega takmarkað, sem gert er til þess að laða fólk til Hriseyjar. Hitt er svo aftur annað mál að gera þarf ákveðna hluti þar áður en hægt er að taka móti svo og svo miklum fjölda af ferðamönnum. Hér þarf að koma upp matsölu, en i dag er tæplega hægt að fá keyptan mat nema með einhverjum fyrirvara, og þá þarf einnig að vera hægt að liggja inni einhvers staðar. En sé vilji fyrir hendi hjá hreppnum þá þarf engan veginn að leggja úti mikinn kostnað heldur aðeins smáfram- tak. — Að lokum?—- — Það er gott að búa I Hrisey og hér er maður laus við allan skarkala lifsins, og liggur við að manni finnist stundum of mikil rólegheit, en það stendur væntan- lega til bóta með aukinni atvinnu þegar skuttogarinn kemur. En hinsvegar vantar okkur einhvern smáiðnað, þvi að það er hæpið að byggja allt sitt á hverfulum fisk- afla. Nú, hingað vantar okkur fólk, þvi atvinna er næg en þvi miður strandar allt of mikið á húsnæði, það liggur vist ekki á lausu húsnæði hérna i Hrisey, sagði Alfreð Konráðsson að lokum. Hriseyjarferjan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.