Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. júll 1975. 11 Merki Eystrasaltsvikunnar X975. fallegir hestar og piltar, sem kunnu að sitja þá og meðhöndla. Myndin hét „Fóstbræður” og aðalhlutverkið i henni lék kúrekastjarnan fyrir austan, Dean Reed. Hann hefur verið nokkur ár fyrir austan og starfar þar við kvikmyndagerð, en hef- ur lika leikið i itölskum myndum, viðfeldinn leikari og syngur vel. Stærsta Indiánahlutverkið leikur Júgóslavi, Gojko Mitic, en hann hefur Indiánayfirbragð og er mjög góður leikari. Annars skiist mér að myndin sé tekin i Búlgariu, en landslagið er fagurt og litir góðir. þessu að halda, og tók aftur við þvi þegar ekki var lengur þörf fyrir það. „Dramminn” var óhugnanlegur sem fyrr hjá Strindberg, en kátínan náði samt tökum á áhorfandanum, þvi að sviðið var ekki með skáhöllum sléttum fjölum, heldur tiltölulega smágerðu fjörugrjóii'. Gerði það leikurum þvi erfiðara um allar hreyfingar, svo þær urðu áfkáralegar. Stórbrotin, furðuleg túlkun Enn voru maskarnir til að gera sýninguna fráleita, en þeir voru hvitar grimur málaðar á andlitin, skýrt afmarkaðar frá hörunds- litnum með fjólubláum jöðrum. 1 þessum hvita maska voru aðeins skilningarvitin, augun, nasirnar og munnurinn, sem skáru sig úr á nánast skringilega óhugnan legan hátt. Strindherg var ekki siður stór- brotinn i þessari furðulegu túlk- un, og leikararnir snillingar, sér- staklega höfuðsmaðurinn, enda mér varð oft hugsað til Gisla mins Halldórssonar og snilldar- túlkunar hans, jafn gjörólik og hún var þessari. En þessi kvöldstund i Intimes Theater liður seint úr minni, og Hermóður, sem aldrei sagðist fara i leikhús, var mér innilega sammála um það, að það væri ekki aðeins hitinn I þessum 60 manna sal, sem gerði þessa sýn- ingu ógleymanlega. Káboj-mynd upp á austur-þýzku. Það voru lika kvikmyndasýn- ingar I sambandi við Eystrasalts- vikuna, og mér gafst kostur á að sjá tvær kvikmyndir. Aðra blátt áfram varð ég að sjá. „Drekarn- ir” mlnir, sem ég gat ekki tekið með mér að þessu sinni, hefðu aldrei fyrirgefið mér það, ef ég hefði sagt, að þarna hefði verið sýnd austur-þýzk kúrekamynd, og ég ekki séð hana. En þetta er satt. Nú um nokkurt árabil hafa Þjóðverjar framleitt eina kúrekamynd á ári, og þær njóta feiknarlegra vinsælda unga fólksins. Mun þetta upphaflega hafa verið gert i þeim tilgangi að vega upp á móti sjónvarpsefninu að vestan, og vissulega er mórall- inn i þeirri, sem ég sá, talsvert ólikur þvi, sem við eigum að venjast úr „villta vestrinu”. Þarna varð hvitur maður vinur Indiánanna og hjálpaði þeim i baráttunni við ransgleitni yfir- valdanna. Nóg var barizt, slegizt og keppt ekki siður en I vestræn um myndum, og þarna voru gull- Óhugnanleg, en hrifandi kvikmynd. Annars var það kvikmynd, sem ég hreifst mest af þarna á vik- unni, og getur hver sem vill láð mér það. Myndin, sem hér um ræðir er rússnesk-japönsk og hét á þýzku „Moskau, meine liebe”. Hún fjallar um unga japanska stúlku sem fær styrk til að nema ballett i Moskvu, þar sem hún kynnist og verður hrifin af ungum myndhöggvara, þótt heima I Japan biði vinur hennar, sem sjálfur er yfir sig hrifinn af henni. Velgengni hennar i ballett-sviðinu veldur þvi að til stendur að veita henni aðalhlutverk, en áður en að þvi kemur, reynist hún veik, og við nánari athugun þykir ljóst, að lifi hennar verði ekki bjargað. Hún hefur fengið blóðsjúkdóm i móðurlifi, er geislavirkni atóm- sprengingarinnar i Hiroshima hafði áhrif á móður hennar-. Barniðhafð ófætt orðið fyrir þess- um skelfilegu áhrifum. Þetta er áhrifamikil mynd, og tilgangur hennar sá að minna okkur á skelfingar striðsins, ógnir atómsprengjunnar. Um 200 manns deyja árlega I Japan núna þrjátiu árum eftir að sprengjunni var varpað, af völdum hennar, saklaust fólk, sem gerir sér naumast nokkra grein fyrir þvi, hvað olli strlðinu, sem i rauninni varð þvi að bana. Tóku ekki einu sinni þátt i þvi. Sjaldan orðið jafn hrifinn Ég hef sjaldan hrifizt eins i kvikmyndahúsi og af þessari mynd. Nú skal sú játning gerð, að ég hef átt afskaplega erfitt með að finna nokkuð út úr ballett. Mér hefur fundizt þessi hopp og þetta dill, oft á tíðum misjafnlega kálf- lega framkvæmt, skirskota frem- ur til grófgerðari hliðar kimni- gáfunar en fegurðarskynjunar- innar og látið þar við sitja. En i þessari mynd er öðruvisi farið. Áhorfandinn er beinlinis leiddur af snillingum um þrep túlkunar hreyfinganna á þann hátt, að maður er þátttakandi i sýning- unni, og hrifst með. Það er ekki hvað sizt fyrir snilldartúlkun leikaranna Komaki Kukihara, sem leikur japönsku stúlkuna, og Oleg Widow, sem leikur mynd höggvarann, að myndin er slikt listaverk, sem raun ber vitni. Það væri gaman að sjá hana á tjaldi I kvikmyndahúsi hér. Ég er ekki I neinum vafa um, að fleirum myndi fara sem mér, að hrlfast af þessari undursamlegu mynd. Það var svo sem verið að sýna fleiri kvikmyndir þarna á hátlð- Komaki Kukihara og Oleg Widow — stórkostlegur leikur i áhrifamikilii kvikmynd. ini, en það fór eins og fyrr, tlminn alltof naumur til að komast yfir það allt saman. Þó hefði ég gjarn- an viljað sjá myndina um Grikkjann Matsoukas með Anthony Quinn I aðalhlutverkinu. Myndina um Lottu i Weimar með Lili Palmer I aðalhlutverki, ung- Aíersku mýndina um Dónárskip- stjórann og myndina, sem allir töluðu um, Ævintýri ttalans I Rússlandi, en þvi miður... Og svo voru það dægurlögin. Með seiðandi hreim sjómannasöngvanna Þú myndir reka upp stór augu og sperra eyrun, ef þú hefðir heyrt allt poppið, sem þarna glumdi I eyrum manns. Ef maður skrúfaði frá útvarpinu i hótelher- berginu á kvöldin, glumdi poppið i þvi austur-þýzka, eða Danmerk- ur-útvarpinu, eða sterkri rúss- neskri stöð. Svo var poppið að vestan. Það var poppað á hljómsveitar- pöllunum, sem upp hafði verið slegið á Háskólatorginu og við turninn i Kröpeliner Strasse, en það er lokuð verzlunargata, og þar var mestur mannfjöldi á hátlðinni. Það var við Kröpeliner turninn, sem hljómsveit sjóliðsins og þekktir söngvarar fluttu sjó- mannasöngva i næstum tvo klukkutíma, og ég var svo hepp- inn að missa ekki af þvi. Og það var eins og straumur færi um mann, þegar Kati Kovacs, tágrönn I svörtum að- skornum kjól, með svartan, flagrandi, barðastóran hatt, fór að syngja um skipið hennar sem varmeðurmul af seglum og bauð Kára karlinn byrginn, en varpaði akkerum, ef vinir fyrirfundust, en þegar Rica Deus, með eldrauða hárið sitt og unglegu röddina söng um kenndirnar, sem gagntóku hana, þegar sólin var sezt — og þá dró einmitt ský fyrir sólu — og hún var ein með hugsanirnar um sjómanninn sinn. Það eru ekki allir, sem hafa jafn snjöllum Gojko Mitic og Dean Reed — aðalhetjurnar f kúrekamyndunum, sem framleiddar eru I Þýzka alþýðuiýðveldinu. Eivind Löberg —14 ára piltur frá Noregi heiilaði áheyrendurna. Thomas Luck — lagið um hana Kúnfgúnd varð sigursælt f dægurlaga keppninni. söngvurum á að skipa og þeim Horst Köppert með djúpan þrótt mikinn baritón, og Siegfried König minnti einna helzt á Alfreð Clausen, þegar hann var upp á sitt bezta, með þennan seiðandi hreim I röddinni, sem gerði sér- staklega sjómannasöngvana hans svo skemmtilega. Og grlnistinn Hans Bauer er með geitarskegg eins og Burl Ives, þybbinn og viðfeldinn. Hitasvækja og hávaði á popp-hátið Og svo fór ég á popp-festival- inn.... Þessi árlega dægurlagakeppni á Eystrasaltsvikunni virðist hafa farið framhjá popp-unnend- um hö, sem þó eru farnir aö fylgjast með Eurovision með ákafa og kappræða úrslit og stig. A þessum festivai voru eitthvað um fjórtán lög, misjafnlega flutt, eins og gengur og gerist, en ekki vantaði hljómsveitina, sem mér virtist á stærð við sinfónluna okk- ar, og ekki fannst mér músikin óáþekk því, sem gerist á Eurovision-keppninni. Þarna var lika gífurlegur mannfjöldi sam- ankominn og úrslitakvöldið virt ust allir skemmta sér konunglega til að byrja með. Til að byrja með. Þann varnagla verður að slá, þvi að gamanið fór af. Ekki hvað snerti músik og flutning, heldur hita- svækjuna i salnum. Salurinn var baðaður kastljós- um. Sviðið var griðarstórt og það var baðað sérstökum kastljósum. Þetta var I iþróttahöllinni i Rostock, sem ég gæti trúað, að væri svipuð að gólfflatarmáli og Laugardalshöllin , en miklu lægri undir loft. Þarna voru svo stórir hátalarar með stuttu milli bili, og þegar öskrað var af öllum lifs og sálarkröftum inn i hljóð- nemann lagið á enda i kapp við sinfóniuhljómsveitina, sem auð- vitað spilaði á fullu brassi og allt hvað eina, þá var árangurinn feiknarlegur. Kunnugir fullyrtu, að hitinn á sviðinu hefði farið upp fyrir fimmtíu stig, ég veit það, að hit- inn i salnum var kringum þrjátiu úti við dyr, ég vogaði mér ekki mikið lengra. Öruggur, norskur strákur. En músikin var bara góð — það var þýzkur strákur, Thomas Luck, sem sigraði með laginu „Kúnigúnd”, skrambi fjörugu lagi, sem hann flutti af undra- verðu fjöri i svækjunni, og rússneska söngkonan Nora Bumbiere hreif dómnefndina meir en áhorfendur. Ég hafði gaman af sænsku söngkonunni Annicu Risberg og fannst hún reglulega góð. Enmérfóreins og öllum öðrum — mér fannst mest gaman að litla norska stráknum Eivind Löberg, en hann heillaði alla með öruggu fasi sinu og góðri túlkun. Fékk hann flest atkvæði áheyrenda, og var vel að þvi kominn — ekki slzt fyrir trompetsólóna, sem hann tók i lok lagsins og kom mönnum á óvart, en hann er ekki nema 14 ára gamall. En það var margt fleira, sem gerðist, og frá þvi segjum við næst —- m.a. Berlinarförinni. Kaupum islenzk frimerki hæsta veröi Kaupum íslenzk frímerki hæzta verði. Mikið magn í heilum örkum, búntum eða kílóvöru. Keypt gegn staðgreiðslu á hæsta markaðsverði. Sendið tilboð til Nordjysk Frimærkehandel, I'K-9800 Hjörring. Medl. af Skandianavisk Frimærkehandlerforbund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.