Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 27. júll 1975. TÍMINN HEIMSÆKIR HRÍSEY Eftir 20 mínútur og viðtöl við sex aðila náðist í rétta manninn og símareikningur- inn var upp á 1500 kr. ASK-Akureyri. A miðjum Eyja- firði er Hrlsey. Fáir ferðamenn leggja nokkurn tlma leið slna þangað, enda er eyjan utan al- faravegar, og eyjarskeggjar liafa hingað til ekki lagt mikið kapp á að laða til sln ferða- menn. Hins- vegar er það vel þess virði, þvi að eyjan er, eins og einn Ihúi hennar komst að orði: „hálfgert heilsuhæli”. Þarna er rólegt, ys og þys bæj- arlifsins á ekki greiðan aðgang að lifi Hriseyinga. Um götur eyjarinnar þjóta ekki tryllitæki alls konar, en fjöldi vclknúinna farartækja I cynni fyllir samt tuginn, og er þá allt meðtalið, traktorar, trukkar og fólksbilar. Víst liafa þeir sér- stakan hugsunarhátt Rætt við Sigurð Finnbogason, fyrrverandi bónda austan af landi er gerðist gjaldkeri hjá útibúi KEA i Hrisey. — Hvernig er starfsemi úti- búsins háttað hérna i Hrisey? — Stærsti þátturinn i starf- seminni er auðvitað frystihúsið, en eins og þú kannski veizt þá snýst hér allt um fisk. Frysti- húsið veitir langmesta at- vinnuna, hjá þvi vinnur að jafn- aði 40—50 manns allt árið, og er þá einnig meðtalin beinamjöls- verksmiðja og saltfiskverkun. Þá er rekin verzlun hér á staðn- Sigurður Finnbogason um, og eru þar seldar allar al- gengustu útgerðarvörur, mat- vara og byggingarefni, en við verzlunar- og skrifstofustörf vinna átta manns. — Og hvernig var útkoman i fyrra? — Verzlunin sjálf gekk vel, og söluaukning varö 32%, en heild- arsalan varð rúmar 40 milljón- ir. Hins vegar greiddi útibúið (Jtibú KEA I Hrlsey starfsmönnum 32 milljónir i laun á siðastliðnu ári. Við töpuð- um á beinamjölsverksmiðjunni, en högnuðumst á frystihúsinu, svo ég held að það sé ekki fjarri lagi að þetta hafi jafnað sig nokkuð upp. Það má lika geta þess i sambandi við frystihúsið, að þar er mjög góð nýting á hrá- efninu, enda er nær eingöngu um færa- og linufisk að ræða, þannig að langmestur hluti vinnunnar fór i neytendapakkn- ingar. — Hvernig hafa þá aflabrögð verið það sem af er árinu? — Frá áramótum hefur, mið- að við sama tima i fyrra, afli minnkað, en þar kemur inn i dæmið, að Snæfellinu var lagt, og misstum við þar feitan bita, en það mun hins vegar i ráði að kaupa skuttogara er ætti að geta jafnað atvinnuna og aukið aflamagnið. — Nú sagðir þú mér, að þú hefðir verið bóndi áður en þú fluttist á mölina? — Já, ég bjó á Oddsstöðum á Meirakkasléttu i tuttugu ár, en þá fór ég til Raufarhafnar og var þar i fjögur ár og reyndi þá atvinnugrein að vera útgerðar- maður, en pakkaði niður og ark- aði til Hriseyjar, það mun hafa verið 1963. — Hvernig fannst þér að hverfa úr sveitinni og i ærið þéttbýlla umhverfi, en þú varst vanur? — Það voru óskapleg við- brigði, biddu fyrir þér maður. Oti I sveit var maður frjáls eins og fuglinn, en i bæjum er fólk þvingað undir ákveðna stjórn og verður að hlýða henni i nær einu og öllu. Hins vegar öfunda ég nú orðið bændur litt af þeirra at- vinnugrein, þvi að búskapur er erfiður, og þrátt fyrir frjálsræð- ið eru þeir mun bundnari allt ár- ið um kring en nokkurn tima bæjarfólkið. Það eimir samt ennþá eftir af sveitamanninum i mér, þvi á sumrin þá er mér nær ómögulegt að sitja i skrif- stofustól, en á veturna er það hreint prýðilegt. — Var ekki erfitt fyrir bónd- ann að festa rætur hér i Hrisey eftir öll þessi ár I sveit? — Ég held, að það sé mun auðveldara að festa rætur I litlu samfélagi en i stóru, en auðvit- að fer það eftir fólkinu á hverj- um stað. Hér i Hrisey reyndist það mér auðvelt að kynnast fólki og það tók mér vel. Hins vegar held ég, að óhætt sé að segja að þeir hafi svolltið sér- stakan hugsunarhátt, sem ég hef skýrt sem arf frá þvi i gamla daga, þegar Hrisey var ein- angruð byggð og erfitt að kom- ast i samband við aðra staði. Það dró mig ef til vill ekki minnst til Hriseyjar, að dóttir min bjó hér og býr enn, auk þess sem kaupfélagið leggur til það húsnæði er ég bý nú i. — Finnst þér ungt fólk leita meira en áður var til staða eins og Hriseyjar? — Já, ég held, að ungt fólk vilji mun frekar búa á litlum stöðum úti á landi en I bæ eins og Reykjavik. Til dæmis hér I Hrisey eru að verða sérstaklega næg starfsskilyrði. En það sem veldur helzt erfiöleikum eru húsnæðisvandræðin, og óhætt mun að fullyrða, að þau standa -bæjarfélaginu fyrir þrifum. Lit- ið bæjarfélag getur hins vegar ekki byggt nægjanlega mikið til þess að leigja nýjum Ibúum, tekjurnar leyfa það hreinlega ekki, þó svo viljinn sé fyrir hendi. Þarna ætti að koma til kasta rikisvaldsins, það er að segja, ef það hefur nokkurn áhuga á okkur hérna úti á lands- byggðinni. 1 framhaldi af þvi mætti benda á þau framleiðslu- verðmæti er samfélag eins og Hrisey skapa, en að mlnu viti, þá rennur aðeins litill hluti af þvi til baka, heldur er fjár- magnið notað til að byggja upp þéttbýlið. Mig langar til að segja þér ör- litla sögu um þá aðstöðu er við landsbyggðarmenn búum við, og segir ef til vill nokkuð um hversu dýrt og illmögulegt það getur verið að ná i ráðamenn: Ég hringdi til Reykjavikur ekki alls fyrir löngu I landsþekkta rikisstofnun. Sagði þar sima- meyjunni mitt erindi og greindi nákvæmlega frá öllu. Eftir tutt- ugu minútur og viötöl við sex aðila, þá náðist i rétta manninn. Þetta kostaði mig litlar 1500 krónur og svona ævintýri koma iðulega fyrir, sagði Sigurður Finnbogason að lokum. BYGGINGU SKÓLAHÚSSINS EKKI LOKIÐ EN ÞÖRF Á NÝJU SKÓLAHÚSI BRÝN Skólastjórinn í Hrisey, Berg - Sveinn Áuðunsson hefur ásamt konu sinni Sigurbjörgu Jónsdótt- ur stundaö þar kennslu um þriggja ára skeið. Þó svo að Bergsveinn væri við vinnu i frystihúsi staðarins er undir- ritaður reyndi að hafa tal af hon- um, gaf Bergsveinn sér tima til að svara nokkrum spurningum. Vissi aö hverju ég gekk — Nú ert þú fæddur og uppalinn i Kópavogi, var ekki erfitt að koma þaðan og setjast að i Hris- ey? — — Nei, alls ekki, ég hafði kennt i Hólmavik eitt ár og kom þvi ekki úr allsendis ósvipuðu bæjarsam- félagi og Hrisey. Ég bjó hér fyrst i hálfgeröri „kommúnu" fyrsta árið, við vorum hér i skólastjóra- bústaðnum tveir ógiftir kennarar og sá þriðji með eiginkonu en eftir að ég gifti mig þá bý ég hér ásamt fjölskyldunni, en kennaraibúð er hér nokkru sunnar. Gamli og nýi timinn mættust i skólahúsnæðinu — Hvernig er ástand skólahús- næðisins i Hrisey? — „Skólinn er vissulega kom- inn til ára sinna, en hann var byggður 1934 og raunar hefur honum aldrei verið lokið eftir öll þessi ár. Hið bagalegasta við hús- næðið er það að þar er engin vinnuaðstaða fyrir kennara og ekki nægjanlega góð aðstaða fyrir börnin. Enda hefur þurft aö kenna tvö siðustu árin i kennara- ibúðinni. Þá er handavinnuað- staða fyrir pilta ófullnægjandi og engin fyrir stúlkur. Hins vegar verður einnig að geta þess sem gott er, en nýjum kennslutækjum hefur skólinn komið sér upp og á þvi sviði er hann ekki a hrakhól- um. 1 sambandi við iþróttaað- stöðu, þá hefur leikfimi verið kennd i félagsheimilinu ig er það óviðunandi. En sundlaug höfum við i Hrisey og meö tilkomu heitavatnsins þá hefur sá timi er nýtist til sundiðkana lengst mikið. Krakk- ar hérna hafa lika staðið sig mjög vel á sundmótum sem ungmenna- sambandið hefur haldið og hafa unnið þau flest ef ekki öll. Þá má að lokum geta þess i sambandi við skólann að þegar ég kom hingað voru enn við liði gömlu skólaborðin, ’'ar sem borð og stóll voru sambyggv.. Vissulega höfðu þau þjónað vel sinu hlutverki, en við skiptum yfir og fengum sams konar borð og stóla eins og gengur og gerist annars staðar. Hins vegar er þvi ekki að neita að viss eftirsjá er i hinu gamla. Hugmyndin að reisa nýtt og i fullkomið skólahús- næði — Hvað liður þá hugmyndum um nýjan skóla?— „Það væri e.t.v. rétt að geta þess fyrst, að hér er um að ræða barnaskóla, gagnfræðaskóla- stigið sækja krakkarnir til Dai- Skölahúsið Skólastjórafjölskyidan vikur i framtiðinni, en að þvi kem ég siöar. Hugmyndin er sem sagt að reisa skólahúsnæði sem i væri iþróttaaðstaða, og að skólinn þjónaði staðnum sem félags- heimili, en hið gamla er orðið nokkuð úrelt. Hvenær þessar framkvæmdir komast af um- ræöustigi, get ég ekki sagt, en vafalaust strandar á getuleysi hreppsins og aðhaldssemi rikis- valdsins, þvi svona framkvæmd kostar tugi milljóna. En það er að minu mati nauðsyn á að gera barnaskólann hérna i Hrisey vel úr garði þvi bæði næst betri árangur með krakkana hér heima og skólinn hérna er rétt eins og ein stór fjölskylda. Fjarvistin hafði óheppileg áhrif. — Eins og ég gat um áðan þá fara krakkarnir til Dalvikur næsta haust i fyrstu bekki grunn- skólans. Þar hefur nú verið byggð glæsileg heimavist til að hýsa nemendur frá Hrisey og fleiri sveitarfélögum hjá Dalvik. Þarna var um mjög jákvætt spor aö ræða, en áður tvistruðust krakkarnir i marga skóla og rufu oft á tiðum sambönd við gamla félaga og vini. Þá er það lika óheppilegt að senda börn langar vegalengdir til að dvelja mánuðum saman fjarri heimilum sinum, en það getur Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.