Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 20
TÍMINN i óbyggöum. P'eröafólkiö rekur hesta sina yfir Tjarná. 20 Undir beru lofti AGCSTA BJÖRNSDÓTTIR, sú hin sama,sem er ungu kynslóðinni i landinu og öðrum hlustendum barnatima útvarpsins að góöu kunn, ætlar i dag aö spjalla við lesendur Timans i þætti okkar um útiveru. Agústa hefur, eins og ýmsir aðrir, lengi feröazt um land okkar, bæði i byggð og óbyggð, og er viða kunnug. bað er þvi ekki ástæðulaust, þótt byrjað sé á aö spyrja: — Er einhver ferð, Agústa, sem þér er minnisstæö, öðrum feröa- lögum fremur? — Satt að segja eru mér mörg ferðalög ákaflega minnisstæð, þvi að það er rétt, sem þú sagðir áðan, að ég hef ferðazt lengi og komið nokkuð viða. Þó held ég,að ég ýki ekki, þegar ég segi, að ein ferð sé mér ofar i hug en aðrar, jafnvel að hún taki öllum öðrum ferðum fram. — Hver var hún? — Hún var farin sumarið 1939. Svo var mál með vexti, að ég og vinkona min ákváðum að fara saman noröur i Skagafjörð, en við höfðum þá þegar ferðazt talsvert mikið saman. Við höfðum reið- hjólin okkar með, þvi við ætluðum að ferðast á þeim, þegar norður kæmi. Hvort tveggja var, að ekki var ýkjamikið um bilakost á þeim árum og svo var skotsilfur okkar heldur af skornum skammti. Ferðinni var fyrst heitið norður i Varmahlið, þaðan til Sauðár- króks og að Hólum, en siðan var ætlunin að kanna leiðina um Fljót til ölafsfjarðar og reyna svo að komast þaðan til Akureyrar. Það kostaði nokkurt þref aö fá hjólin okkar flutt með áætlunar- bilnum, en tókst þó að lokum, og svo var lagt af stað og ekið sem leið lá norður. Gisting á Mælifelli — nýjar ráðagerðir Fyrsta kvöldið fyrir norðan hjóluðum við að Mælifelli, þvi ætlunin var að ganga á Mælifells- hnjúk. útbúnaður okkar var eng- an veginn fullkominn, hvorki hvað snerti mat né viðlegubúnað. Að visu höföum við með okkur nokkurt nesti, brauö og annað, en hins vegar gengum við út frá þvi að þurfa að gista á bæjum. — Þið hafið þá hugsaö ykkur að gista á Mælifelli fyrstu nóttina? — Já, við báðumst gistingar þar, og það var ekki aö sökum að spyrja, okkur var ágætlega tekið. Þá var prestur þar séra Tryggvi Kvaran. Hann og kona hans, frú Anna Thorarensen tóku frábær- lega vel á móti okkur og gerðu vel til okkar að öllu leyti. Um kvöldið fór prestur að ræöa viö okkur og spyrja, hvernig standi á ferðum okkar, en viö sögðum auðvitað sem var. Hann sagði þá strax, eins og þaö væri nærri sjálfsagður hlutur, hvort okkur langi ekki aö fara riðandi suður Kjöl. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, tók- um þessu eins og hverju öðru gamni, og þar með féll málið niður að sinni. Þegar við höfðum sofið af á Mælifelli um nóttina, borðaði prestur með okkur morgunverð, og fór þá aftur að tala um þetta, hvort viðvildum ekki fara riðandi suður Kjöl. Og nú sagði hann okk- ur, hvernig á þvi stæði að hann væri að tala um þetta við okkur. bannig var þá I pottinn búið, að hann ætlaði sjálfur að fara að fylgja enskum hjónum, sem ætluöu á hestum suður yfir Kjöl, og honum leizt vist einhvern veg- inn þannig á okkur, að vel gæti komið til mála, aö við hefðum hug á aö slást i slika för. Og I rauninni held ég lika, að þessi glöggi og Agústa Björnsdóttir. góði maður hafi séð þarna gullið tækifæri fyrir okkur, tækifæri, sem óvist væri hvort okkur byöist siðar. — Þið hafið þá farið að hugsa ykkur um? — Við fundum strax, að prests- frúin hafði lika mikinn áhuga á þvi.aö þetta mætti takast, en viö töldum auðvitað öll tormerki á þvi, enda var sannleikurinn sá, að viö vorum ekki á neinn hátt undir þess háttar ferð búnar. Og þar að auki mátti búast við þvi, að kostnaðarhliðin yrði okkur ger- samlega ofviöa. Við spurðum þó hversu dýrt þetta myndi verða, prestur fór að reikna i huganum og svaraði siðan, að það yrði lik- lega ekki undir hundrað krónum. Við litum hvor á aðra, þvi að við áttum ekki neinar hundrað krón- ur, hvor um sig, til þess að eyða i slikan „óþarfa.” Prestur gekk nú út úr stofunni, skildi okkur eftir og ætlaðist sjálfsagt til þess að við bærum saman bækur okkar i næði. Þegar hann kom inn aftur og við héldum áfram að tala um þetta, kom i ljós, að gjaldið sem hann hafði nefnt var fyrir okkur báðar, samanlagt. Þá breyttist viðhorfið óneitanlega mikiö, og viö fórum að velta þvi fyrir okkur i alvöru, hvort þetta væri ekki kleift, þrátt fyrir allt. Frú Anna bauðst til þess að reyna að útvega okkur hesta, en nú stóð heldur illa á i þeim mál- um, þótt Skagafjörður væri hest- margur þá, eins og bæði áður og siöar, þvi að þetta var alveg um Jónsmessuna, bændur voru sem óöast að rýja fé sitt og flestir tamdir hestar voru tepptir i smalamennskum. Við ákváöum þvi aö slá ekki hendinni á móti þessu kostaboði. Nú var komið mánudagsmorgun en ferðin átti að hefjast að morgni næsta fimmtudags, svo að við höfðum þrjá daga til þess að ferðast um Skagafjörð. Á slóðum Grettissögu Upp úr hádegi á mánudag hjóluöum við til Sauðárkróks og siöan heim aö Hólum, þar sem við gistum. Viö gengum upp i Hóla- byrðu, að Gvendaraltari, i af- bragösveðri og nutum vel hins fagra útsýnis. Þar næst var fariö til Hofsóss. Við höföum mikinn hug á þvi aö komast út i Drangey, en viö vorum heldur auralitlar og óttuöumst, að bátsferð kynni að verða okkur of dýr. Þó tókst okk- ur að fá leigðan bát við vægu verði, og auk þess bættist þriðji. maðurinn við, Reykviking- ur, og það létti að sjálfsögðu á kostnaðinum. — Hvernig var svo að koma i D’rangey? — Það var ákaflega gaman. Að visu var uppgangan erfið, þvi að þá var ekki önnur hjálp en járn- keðja sem hékk útyfir bjargbrún- ina og eftir henni urðu allir að handstyrkja sig upp. — Sáuð þið nokkur ummerki eftir Gretti sáiuga? — Ég veit ekki, hvað ég á að segja um það. Það er þarna brekka, sem Kofabrekka heitir, og þar skilst mér. að einhvern tima hafi sézt einhverjar rústir, hvort sem þær eru frá þeim tima, sem talið er, að Grettir hafi verið uppi, — þaö er annað mál. En þarna I eyjunni er annars staður, þar sem mér þótti næsta fróðlegt að koma. Sá heitir Grettisbrunnur. Þeir, sem með okkur voru, sögðu að þarna héti Brunntorfa, austan á eyjunni, en þangað var heldur glæfralegt aö fara, þvi að við þurftum aö klöngrast um kletta og einstigi, þar sem fyrir fótum okkar var hengiflug i sjó fram. — Hvernig litur Grettisbrunnur út? — Þetta er hellisgjögri, og ef ég man rétt, þá vætlar þar vatn úr bergi og hefur gert holu I stein, sem svo er jafnan full af vatni. — Hvert var svo haidið, eftir að liafa heimsótt þessar slóðir 'Grettissögui? — Næsta mál á dagskrá var að ganga á Tindastól, þvi að þangað höfðum við alltaf ætlað að kom- ast. Þetta tókst okkur daginn eftir Drangeyjarferðina, og þar uppi hrepptum við slik afbragðsveður, að dagurinn mun mér seint úr minni liða. Ganga á Tindastól er auðveld, þegar farið er úr Göngu- sköröum, afliðandi halli alla leið, og okkur var sagt, að menn hefðu farið með hesta þar upp undir brún, Búizt til ferðar suður Kjöl — Nú hcfur hápunktur ferða- lagsins verið skammt undan: hestaferðin suður Kjöl? — Já, rétt er það. Við eigum eftir aö bragða á rúsinunni i Sunnudagur 27. júli 1975. pylsuendanum! Með talsverðri fyrirhöfn tókst að útvega það,sem til ferðarinnar þurfti. Prestshjón- in á Mælifelli höfðu pantað mat frá Akureyri, en sá pakki mis- fórst á leiðinni. Þá útbjó frú Anna nesti handa hópnum úr sinu eigin búri, og þurftum við sannarlega ekki undan þvi að kvarta. Klyf - töskur pöntuðum við sunnan ur Reykjavik, en þær komu ekki á tilsettum tima. Þó rættist svo úr þvi máli, að töskurnar biðu okkar á vegamótum, þar sem við áttum leið hjá, morguninn sem við lögð- um upp. — Þið hafið auðvitað lagt beint á öræfin úr Skagafirði? — Svo hafði verið ráð fyrir gert, en nú stóð svo á, að hitar höfðu gengið og ár voru i foráttu vexti. Það varð þvi úr, að við rið- um byggðir fyrsta daginn. Við fórum þjóðveginn yfir Vatns- skarð til Bólstaðarhliðar, og svo yfir Blöndu, skammt frá þeim stað, þar sem brúin er núna. Þar var ferja á ánni, sem knúin var áfram með handafli og vindu. Ferjan var stór, gat tekið bæði menn og hesta, þótt auövitaö þyrfti að fara margar feröir. Siðan var haldið að Guölaugs- stöðum i Blöndudal og gist þar fyrstu nóttina. — Og þar hefur auðvitað verið gott að koma? — Já, hvort þaö nú var. Þá bjuggu þar Páll Hannesson og Guðrún Björnsdóttir foreldrar Halldórs Pálssonar, núverandi búnaðarmálastjóra, þá bæöi nokkuð við aldur. Halldór var heima staddur, þegar við komum þar, og ensku hjónunum þótti mikill fengur i þvl að geta rætt við hann, þvi að hann gat spjallað við þau um alla heima og geima. — Mér er enn i minni, hve margar . matartegundir voru bornar fyrir okkur á Guðlaugsstöðum. Ég minnist þess varla að hafa séö svo höföinglega borið á borð á sveita- bæ. Skuggarnir á Kili Þeir Páll á Guðlaugsstööum og séra Tryggvi voru miklir vinir og nú bauðstgamli maöurinn til þess að riöa með okkur suöur á fjöllin. Aö þvi var auðvitaö hinn mesti fengur fyrir okkur, þvi aö þar þekkti hann svo aö segja hverja þúfu og hvern stein. — Hver var svo fyrsti áfanga- staðurinn I óbyggðum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.