Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 27. júH 1975. TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500' — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Skyldleiki Þegar ritstjórar Þjóðviljans fá mestu vanliðun- arköstin, gripa þeir stundum til þess ráðs, að eigna stjórnmálaritstjóra Timans alls konar ummæli, sem hann hefur aldrei sagt. Nýjasta dæmið um það eru þau ummæli Magnúsar Kjartanssonar, að umræddur ritstjóri Timans hafi sagt, að þeir Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson hafi ,,ná- kvæmlega sömu lifsskoðanir og stefnu”! Þetta er vitanlega hreinn uppspuni Magnúsar, eins og margt fleira sem hann segir, þegar pólitisk vanlið- ,an þjáir hann. Af hálfu umrædds ritstjóra Timans hefur hvað eftir annað verið áréttað, að stjórnar- flokkarnir voru ósammála um margt. í því sam- bandi má m.a. vitna til eftirfarandi málsgreinar i forustugrein Timans 8. þ.m.: ,,Af hálfu forustumanna stjórnarflokkanna hefur aldrei verið farið dult með það, að þá greindi á um margt, og að það myndi hafa áhrif á afstöðu þeirra, þegar velja ætti milli úrræða. En þeir hafa jafnframt sett sér það mark, að reyna að þoka þessum ágreiningsmálum sem mest til hliðar, meðan verið er að fást við efnahagsvandann og sigrast á honum. Það er nú stærsta mál þjóðarinn- ar og framfið hennar getur oltið á þvi, hvernig það tekst.” í áðurnefndri Þjóðviljagrein er hins vegar rétti- lega bent á þau ummæli Timans, að meginstefna núv. rikisstjórnar i efnahagsmálum sé i höfuðatr- iðum hin sama og vinstri stjórnarinnar var. Þetta er sannleikanum samkvæmt og hefur áður verið gefin á þessu sú augljósa skýring, að miklu minni munur er á Alþýðubandalaginu og Sjálfstæðis- flokknum en margir halda i fljótu bragði. Þetta gildir jafnt um þessa flokka, hvort heldur sem þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu. 1 vinstri stjórn- inni starfaði Alþýðubandalagið sem ábyrgur flokkur og stóð að óvinsælum aðgerðuni, ef þær voru taldar nauðsynlegar, eins og gengisfellingu, festing visitölubóta, skattahækkunum, tillögum um beina grunnkaupslækkun o.s.frv. Þá var Sjálf- stæðisflokkurinn i stjórnarandstöðu og fordæmdi allar þessar aðgerðir. Núverandi stjórn hefur ver- ið neydd til að gripa til þessara aðgerða, alveg eins og vinstri stjórnin, og þó i enn rikari mæli vegna hinna óhagstæðu viðskiptakjara. Nú er Sjálf- stæðisflokkurinn i stjórn og stendur þvi sem á- byrgur flokkur að þessum aðgerðum. Hins vegar hamast Alþýðubandalagið nú gegn þessum að- gerðum vegna þess,að það er ekki i stjórn lengur. En hvort tveggja sýnir, að raunverulega ber ekki mikið á milli Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins i efnahagsmálum. Munurinn fer mest eftir þvi, hvort þessir flokkar eru i stjórn eða st j órnara ndstöðu. Það er vafalitið þessi skyldleiki flokkanna, sem átti sinn þátt i þvi, að Magnús Kjartansson færðist alveg undan að svara þvi fyrir seinustu kosningar, hvort stjórnarsamvinna Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins væri útilokuð. Magnús hélt öllum dyrum opnum i þeim efnum. Það er lika kunnugt, að i innsta hring Alþýðubandalagsins eru menn, sem vildu eftir kosningarnar i fyrra, að Al- þýðubandalagið gengi til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir menn munu frekar hafa eflzt siðan og þeir leggja allt kapp á, að þau tengsli, sem hafa haldist milli þessara flokka siðan á dögum nýsköpunarstjórnarinnar, verði frekar styrkt en veikt. Það mun ekki standa á þessum mönnum, ef Sjálfstæðisflokkurinn býður þeim upp inýjannýsköpunardans. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Frakkar vilja halda Mayotte áfram Tvö ný sjálfstæð afríkönsk eyríki » Uppdráttur, sem sýnir Comoro-eyjar og legu þeirra. Á FUNDI Einingarsamtaka Afriku, sem verður haldinn i Kampala, munu mæta i fyrsta sinn fulltrúar tveggja nýrra eyrikja i Afriku. Annað þess- ara eyrikja nær til eyjanna Sao Tome og Principe, sem liggja undan vesturströnd Afriku og hafa lotið yfirráðum Portúgals um fimm alda skeið. Sjálfstæði þessa nýja eyrikis, sem telur um 80 þús. ibúa, var lýst yfir 12. þ.m. Hitt þessara eyrikja nær til Comoro-eyja, sem liggja undan austurströnd Afriku milli meginlandsins og Mada- gaskar. Sjálfstæði þeirra var lýst yfir 6. þ.m. en liklegt er að það dragi nokkurn dilk á eftir sér og geti orðið deilumál milli Einingarsamtaka Afriku og Frakka. Þetta deilumál mun verða meðal meiriháttar mála á áðurnefndum fundi Einingarsamtakanna. COMOROEYJAR komust undir yfirráð Frakka um 1886 og voru sameinaðar Mada- gaskar 1912. Eftir siðari heimsstyrjöldina voru þær gerðar að sjálfstæðu frönsku fylki og hafa siðan átt 2 full- trúa i fulltrúadeild franska þingsins og einn fulltrúa i öldungadeildinni. Þótt Comoroeyjar . væru þannig óbeint innlimaðar i franska rikið, skilaði franska stjórnin skýrslum um málefni eyjanna til nýlenduráðs Sameinuðu þjóðanna. Frakkar hafa jafn- framt lýst sig fúsa til aö fallast á sjálfstæði þeirra, ef ibúarnir óskuðu eftir þvi. Árið 1973 náð- ist samkomulag um, að eyj- arnar skyldu hljóta sjálfstæði ekki siðar en 1978, en siöar kröfðust leiðtogarComoroeyja þess, að þessi frestur yrði styttur um 2 ár og féllust Frakkar á þaö. Aður skyldi þó fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla, sem leiddi i ljós hver vilji ibúanna væri. Þessi at- kvæðagreiðsla fór fram 22. desember siðastliðinn. úrslit- in urðu þau, að 95% kjósenda lýstu sig þvi fylgjandi, að eyj- arnar yrðu sjálfstæðar. Sú undantekning varð þó, að um 64% kjósenda á einni af fjór- um stærstu eyjunum, Mayotte, lýstu sig andviga þvi að eyjarnar yrðu sjálfstæðar. A Mayotte eru um 40 þús. ibú- ar, en alls eru ibúar Comoro- eyja um 300 þús. Eftir þessi úrslit tók að bera á vaxandi skilnaðarhreyfinguá Mayotte, og varð það til þess, að for- ustumenn meirihlutans á þingi eyjanna ákváðu að láta til skarar skriða fyrr en ella. Hinn 6. þ.m. var haldinn fund- ur i þinginu, þar sem einróma var lýst yfir sjálfstæöi eyj- anna. En þingmenn frá May- otte voru ekki mættir þar. Rétt áður hafði það lika gerzt, að franska þingið hafði viður- kennt niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslunnar en þó með þeim fyrirvara, að ibúar hverrar aðaleyjanna gætu greitt atkvæði sérstaklega um hina nýju stjórnarskrá. Þetta hefur yfirleitt verið skilið á þann veg, að Frakkar væru reiðubúnir til að fallast á, að Mayotte sliti stjórnarfarslegu sambandi við hinar eyjarnar, og héldi áfram að vera i tengslum við Frakkland. Franska stjórnin hefur nú viðurkennt sjálfstæði hins nýja rikis á Comoroeyjum, en þó með framangreindum fyrirvara. HIN nýja stjórn á Comoro- eyjum hefur tekiö þetta óstinnt upp. Hún hefur bent á, að Comoroeyjar hafi alltaf verið ein stjórnarfarsleg heild, enda sé ekki annað eðli- legt. íbúar á Mayotte halda þvi hins vegar fram, að þeir hafi alltaf haft nokkra sér- stöðu, sem m.a. stafi af þvi, að þeir játa flestir kristna trú, en ibúar hinna eyjanna eru múhameðstrúar. Þetta eru meginrök þeirra fyrir þvi að slita sambandinu. Af hálfu nýju stjórnarinnar i Comoro- eyjum er þvi hins vegar haldið fram, að það séu fyrst og fremst Frakkar, sem standi á bak við þessa skilnaðarhreyf- ingu. Sennilegt er að sú skoöun verði lika almenn á fundi Einingarsamtakanna. 011 stórveldin stefna nú að þvi, að tryggja sér hernaðarlega að- stöðu við Indlandshaf. Frakk- ar höfðu þessa aðstöðu til skamms tima á Madagaskar, en var þá neitað um hana, og fluttu sig þá að verulegu leyti til Comoro-eyja og þó fyrst og fremst til Mayotte. Þess vegna þykir liklegt, að þeir vilji tryggja áfram stöðu sina þar. COMORO-EYJAR eru margar talsins, en aðaleyj- arnar eru fjórar. Samanlagt er flatarmál eyjanna tæpar 900 fermilur. Þetta eru eld- fjallaeyjar að uppruna og er eitt eldfjallið þar, Kartala, sem er á stærstu eyjunni, enn virkt. Eyjarnar eru mjög frjósamar. Ibúarnir lifa fyrst- og fremst á landbúnaði, þvi að iðnaður má enn heita enginn. Meginþorri ibúanna rekur ættir sinar til arabiskra land - námsmanna. Meðal stjórnmálamanna i Afriku er það yfirleitt litið óhýru auga, að stórveldin hafi herstöðvar eða flotastöðvar við Indlandshaf. Þau telja sér það hins vegar nauðsynlegt vegna hinna miklu oliuflutn- inga, sem eiga sér þar stað. Það hefur ýtt undir áhuga vesturveldanna i þessum efn- um, að Rússar eru sagðir hafa fengiða.m.k. visi að flotastöð i Somaliu, en ráðamenn þar mótmæla þessu þó, og Rússar gera það einnig, en engu að siður hefur þeim ekki tekizt að kveða þennan orðróm niður. Það hefur ýtt undir hann, að Rússar hafa veitt Somaliu mikla hernaðarlega aðstoö. Fyrir Frakka væri það á margan hátt óheppilegt, að þurfa að lenda i hörðum deil- um við einingarsamtök Afriku vegna Mayotte. Franska stjórnin hefur undanfarið unn- ið markvist að þvi að bæta sambúðina við þróunarlöndin og orðið verulega ágengt i þeim efnum. Af hálfu hinnar nýju stjórnar á Comoroeyjum hefur komið til orða að visa þessari deilu til annað hvort öryggisráðsins eða Alþjóða- dómstólsins. Frakkar hafa ekki látið neitt uppi um það, hvort þeir myndu fallast á úr- skurð Alþjóðadómstólsins og vafasamt er lika, að Einingar- samtökin vilji eiga slik mál undir úrskuröi hans. Þau hafa a.m.k. verið treg til þess hing- að til. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.