Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 27. júll 1975. DAGAR BORGIS TALDIR — ÞRÍR PÉTRAR KOMNIR í PARADÍS ENN ERU hræringar i íslenzka poppheiminuin. Pétrarnir eru nú orðnir þrlr I Paradís, þvl að fyrir örfáum dögum gekk Pétur Hjaltested, hljómborðsleikari Borgis yfir I Paradls, — og þar með voru dagar Borgfs taldir. Meðlimir Paradisar eru nú orðnir sex, þar af eru Pétr- arnir orðnir þrlr. Mun ,,nýi” Péturinn hamra á orgel með hljómsveitinni, en hann lék með Paradls á tveggja laga plötu þeirra, sem nýlega var hljóðrituð I Hljóðriti h/f. Hvað aðrir Borgismeðlimir muni gera eftir upplausn hljómsveitarinnar er ekki gjörla vitað, en Nú-tlminn hefur þó frétt að Ari Jónsson og Kristján Blöndal muni leggja hljóðfæri sln á hilluna um stundarsakir a.m.k. Hvað aðal- lagasmiður og bassaleikari Borgis, Atli Viðar, mun gera er alls óráöið. Tveggja laga plata Borgís er væntanleg mjög fljótlega. Tveir gitarleikarar hérlendir hafa löngum borið af á slnu sviöi og þurfa Nú-timalesendur sennilega ekki að fará i neinar grafgötur með það, hvaða gitar- leikara hér er átt við. Gunnar Þórðarson og Björgvin Glslason hafa i áraraöir borið höfuð og herðar yfir aðra hérlenda gitar- leikara, — að öðrum gitarleik- urum ólöstuðum. Fyrir utan það að vcra sérlega leiknir á sitt hljóðfæri, þá hafa þeir báðir einnig verið mjög virkir laga- smiðir og samið mörg af þekkt- ustu lögum íslenzkrar popp- sögu. Björgvin gitarleikari Gislason er viðmælandi Nú-timans i dag, og ef cinhver lesandi þessara lina er svo ófróður um islenzka popptónlist, að þekkja ekki nafniö Björgvin Glslason, sjtal það upplýsast hér, að drengur- inn sá, er gitar- og hljómborðs- leikari I hinni viðfrægu hljóm- sveit Pelican. Þótt nær allir les- endur Nú-timans þekki nafniö Björgvin Gislason, eru það ef- laust ekki mörg prósent lesenda sem þekkja manninn bak við nafniö, — og bak við gitarinn. Nú-timinn ætlar að kynna ykkur þann mann að einhverju leyti. Til að kynnast bakgrunni git- arleikarans spurðum viö mann- inn fyrst um fortið hans, og þar af leiðandi fyrstu hljómsveitina sem hann lék með. Það var löng þögn, eftir að spurningin var borinupp, þar til svarið kom, — og svarið kom með andvarpi: „Það er svo langt siðan”, sagði hann fyrst, „ætli ég hafi ekki verið u.þ.b. 15 ára þegar ég byrjaði aö leika með ýmsum smáhljómsveitum i Kópavoginum. En það er það einkennilega við það, að ég hef aldrei búið i Kópavoginum, — samt var ég i ýmsum hljóm- sveitum þar i bæ, og með ýmiss konar fólki þar i nokkur ár, sið- ast með hljómsveitinni Zoo, sem var orðin helviti góð i lokin, en þá voru i henni — auk min — þeir Jón ólafsson, sem nú er bassaleikari i Pelican og Ólafur HLlíSTAÐU AFTUR! Vgæti Nú-timi! Ég ætla aö senda smá orösendingu til Zeppa. Ef hann hefúr hlustaö á Adventures In Paradisc (sem ég efast nú um) ætti hann að gcra það aftur. Aðdáandi Minnie Riperton, Soffia Björnsdóttir Birki- hvammi 19. Nú-tímaviðtai við Björgvin Gíslason, gitar- og hljómborðs- leikara i PELICAN Sigurðsson, núverandi trommu- leikari I Eik. Þetta hefur að öll- um likindum verið árið 1967, — áður hafði ég i 3-4 ár leikið með hinum og þessum. Já, og alltaf á gitar, ég byrjaði ekki að leika á pianó fyrr en i Pelican”. Þegar Zoo hætti lék Björgvin Gislason ekki neitt i hljómsveit- um sumarið á eftir, en naut lifs- ins þess i stað „og hafði það gott”, eins og hann komst að orði. Um haustið gekk hann til liðs við meðlimi Opus, og staldr- aði við i þeirri hljómsveit i að- eins nokkrar vikur. Úr Opus hélt Björgvin yfir i Pops. „Það var i fyrsta skipti, sem ég lék með Pétri Kristjánssyni, en dvöl min i Pops var ekki heldur löng. Hálfu ári siðar stofnaði ég Nátt- úru með Rafni Haraldssyni, Jónasi R. Jónssyni og Sigurði Arnasyni”. — Var það ekki Jethro Tull- náttúran? — Jú, á þessu timabili lékum við mikið lög með Jethro Tull, og það var beðið með mikilli eft- irvæntingu eftir nýrri plötu frá þeim, sagði Björgvin og hló. Siðan hélt hann áfram og sagði: „Jónas hafði flautuna og röddina”. — Þessi útgáfa af Nátúru var mjög vinsæl, ekki satt? — Ég veit ekki hvort við vor- um svo mjög vinsælir á þessum tima, en við vorum sennilega talsvert virtir. Mér hefur alltaf fundizt skemmtilegra fyrir tón- listarmann að vera virtur en vinsæll, — þótt auðvitað sé skemmtilegast að vera hvort tveggja. Vorið 1973 lauk lifsskeiði Nátt- úru og hai'ði Björgvin leikið á gitar i hljómsveitinni öll árin. „Já, ég var allan timann i Nátt- úru, —á hverju balli”, sagði hann. Náttúra gaf út eina LP- plötu Magic Key, eftir að Karl Sighvatsson hafði gengi til liös við þá. „Skemmtilegasta Nátt- úran að minum dómi var 6- manna Náttúran: ólafur Garð- 50 ára ? Eg vona að þá geti ég- enn samið og leikið tónlist arsson, Sigurður Árnason, Shady Owens, Jóhann G. Jó- hannsson, Askell Másson og ég”. Um sumarið 1973 var Pelican stofnuð, nánar tiltekið 13. júli, og varð þvi hljómsveitin tveggja ára fyrir nokkru. „Þessi tvö ár min með Pelican hafa verið góður timi”, segir Björgvin og heldur siðan áfram. „Allan þennan tima höfum við haft næg verkefni, og við höfum alltaf haft eitthvað til að stefna að. Það er að minum dómi ekki hægt að vera i hljómsveit, sem hefur að engu að stefna, og frá minum bæjardyrum séð er það t.d. ekki i sjálfu sér upplifgandi að hafa kannski það eitt að stefna að, — að fara norður eða vestur á land og leika -á ein- hverjum dansleik. En ég þarf ekki að kvarta, — við i Pelican höfum alltaf mörg járn i eldin- um. — Þér finnst sem sagt ekkert sérlega spennandi að leika „bara” á dansleikjum? — Það er gaman að spila, og auðvitað væri maður ekki að þvi, ef maður fengi ekki eitt- hvað út úr þvi. Hins vegar nær draumurinn lengra en það eitt að leika á balli, næsta balli. Þegar ég var stráklingur var það æðsti draumurinn að leika i pásu hjá einhverri hljómsveit, siðan var það draumurinn að leika i hljómsveit á heilu balli, — og draumarnir breyttust allt- af eftir að hverjum áfanga var náð. Tónlistarmenn þekkja ef- laust flesta þessara drauma, s.s. taka upp plötu, leika á hljómleikum, leika lög eftir sjálfan sig o.s.frv. Allir minir draumar, hvað þetta snertir hafa rætzt. — En eitthvað hefurðu samt núna til að stefna að, ekki satt? — Jú, jú. Það er heitasta ósk min að komast út aftur og leika á hljómleikum, — ná til stærri hóps og leika eingöngu frum- samið efni. — Eru einhverjar likur á þvi, að Pelican haldi út til Banda- rikjanna? — Það ætla ég að vona. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það eru miklar likur fyrir þvi, en Banda.rikjamenn hafa sýnt á- huga á þvi að fá hljómsveitina út, — og tveir bandariskir menn hafa komið hingað til lands ný- verið i þeim erindagjörðum að bjóða okkur slikt. Annar þeirra var frá Shaggy Dog stúdióinu og hann vildi gera samning við okkur. Daginn eftir að stúdió- maðurinn kom, birtist hér annar maður i sömu erindagjörðum, Bob að nafni, og er sá með umboðsfyrirtæki vestra, sem starfar einnig á svipuðum grundvelli og STEF hér heima. Til marks um áhuga Bobs á hljómsveitinni má geta þess, að strax og hann frétti um það, að stúdiómaðurinn hefði farið til tslands i þeim tilgangi að gera samning við Pelican, — hélt hann rakleitt hingað. Við i Pelican höfum miklu meiri áhuga á Bob en stúdió- manninum, og kemur þar margt til, m.a. það, að hann hef- ur sterkari menn á bak við sig en hinn og þá á ég ekki sízt við fjármálahliðina. Eins hefur Bob bjargfasta trú á hljómsveitinni og svona til marks um það, get ég haft eftir tvær setningar sem hann sagði við okkur um dag- inn: „Hvernig skyldi manninum hafa liðið, sem uppgötvaði The Rolling Stones? Ég er viss um að honum hefur liðið eitthvað svipað og mér núna”. Björgvin brosti góðlátlega, þegar hann hafði eftir þessa fleygu setningu bandariska Pelicans-aðdáandans, en bætti siðan við, að allt frá þvi Pelican kom heim frá Bandarikjunum i vor, hefði Bob stöðugt verið i sambandi við hljómsveitina, fyrst i stað meö löngum samtöl- um simleiðis, en siðar með þvi að senda Pelican kassettuspól- ur. „Meðan við vorum i Shaggy Dog stúdióinu.hringdi hann dag- lega til okkar og stundum oft á dag”, sagði Björgvin. — Hafið þið ekki tekið vel i málaleitan Bobs? — Jú, — hins vegar hefur ekkert verið fastákveðið ennþá og linurnar i málinu munu ekki skýrast að neinu marki fyrr en þann 15. ágúst næstkomandi, en þá á eitthvað að gerast. Bob sér um öll okkar mál i Bandarikjun- um, og hann hefur að undan- förnu verið að athuga ýmsa þá þætti sem nauðsynlegt er að kanna itarlega ,áður en nokkrir samningar eru undirritaðir. Bob hefur m.a. verið að athuga með plötufyrirtæki og ýmislegt i þvi sambandi. — Eru það einhver þekkt plötufyrirtæki sem nefnd hafa verið i þvi sambandi? — Já, já, m.a. United Artist, Warner Brothers, Epic (CBS) og Mums (Columbia), en það siðasttalda hefur lengi sýnt okk- ur geipilegan áhuga. Um þetta atriði eins og flest önnur er þó ekkert fastmælum bundið. Björgvin kvað alla samninga eiga vera komna á hreint 15. ágúst, en bætti þvi við, að öll þessi samningamál hefðu dreg- izt mjög á langinn, og i raun vissu þeir ekkert um það, hvernig þessu myndi reiða af. Við snerum okkur nú að öðru, og Björgvin var inntur eftir þvi, hvort það hefði ekki verið áfall fyrir Pelican, að „missa” Pétur Kristjánsson, söngvara. — Rákum við hann ekki? spurði Björgvin þá á móti. — Ég meina, út á við fyrir hljómsveitina... — Við erum bjartsýnni núna en við vorum,þegar Pétur var i hljómsveitinni og bindum mikl- ar vonir við það,að samningar náist um Bandarikjaferð, — og i slikaferðviljumviðstefna okkar bezta liði fram. Það þarf ekki annað en að lesa kritik i blöðum og sjá, að einatt var skrifað um að söngurinn væri orðinn veik- asti hlekkur Pelicans. tslensku blöðin höfðu þó engin úrslitaá- hrif i málinu. Það sem ýtti aðal- lega á okkur var álit ýmissa Bandarikjamanna, sem sögðu að söngurinn væri ekki nógu góður, og ef ekki yrði breyting á söngnum... Ég man eftir tækni-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.