Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. júli 1975. TÍMINN 23 Tregur afli hjd Flateyrarbdtum: Tveir menn á trillu fengu meiri afla á handfæri en 200 lesta bótur á línu K.Sn.—Flateyri. Afli hefur veriö ákaflega tregur hjá Flateyrar- bátum i vor og sumar, og hefur þess vegna verið lítil atvinna hjá fiskverkunarfólki, t.d. hafa 16 vinnudagar fallið úr hjá mörgum siöan i byrjun júni. Sú vinna, sem unnin hefur verið, er auk þess ekki greidd með bónus eða akk- orðstaxta, og litið er um yfir- vinnu, þannig að verkafólk hefur með engu móti bætt sér þetta vinnutap umfram það sem at- vinnuleysisbæturnar gera. Flateyringar eru þó bjartsýnir á að þetta lagist, enda er von á skuttogara hingað i byrjun næsta árs, og verða þá væntanlega gerðir út héðan næsta vetur 4 bát- ar 30-200 tonn auk skuttogarans. A sumrum eru auk þess geröar út nokkrar trillur á handfæraveiðar. Að undanförnu hefur afli á línu verið svo tregur, að dæmi eru til að tveir menn á trillu á handfær- um hafi landað meiri afla en 200 tonna bátur með linu. Afli virðist heldur vera að glæð- ast núna, en vegna klössunar stunda nú veiðar einungis tveir af stærri bátunum, auk trillanna. Þeir lönduðu á fimmtudagskvöld um 18 tonnum af fiski, og er fisk- urinn stækkandi, en það lofar góðu um meiri afla. Betri afli en verið hefur í mörg ár á Bíldudal TB—Bildudal. — Landburður hefur verið af fiski á Bildudal undanfarnar tvær vikur. Jafn- mikill afli hefur ekki borizt á land á svo skömmum tima um margra ára skeið. Héðan róa fjórir 12-15 tonna dragnótabát- ar og eru fjórir menn á bát. Eru dæmi þess, að aflinn hafi farið yfir tiu tonn á sólarhring. Handfærabátarnir fjórir, sem róa héðan, afla einnig fádæma vel. Aflinn er sæmilega vænn þorskur, sem bátarnir fá i fjarðarkjaftinum um tveggja tima stim frá bryggjunni hér. Af þessum sökum hefur mjög glaðnað yfir vinnu hér á staðnum og raunar hafa menn varla undan að sinna aflanum — er nú unnið fram á kvöld hvern einasta dag. Ekkert útkall hjá umferðar- lögreglunni BH—Reykjavík.— Þegar Timinn leitaði frétta hjá lögreglustöðvum viðs vegar á landinu i gærmorg- un, var sama hljóðið i öllum viðra,ælendum okkar: afskaplega tiðffidalitið föstudagskvöld. Kvað svo rammt að þessu, að um- ferðarlögreglan fékk ekkert ein- asta útkall alla nóttina sem þykir með eindæmum. Viða voru stórdansleikir og ölv- un nokkur, fangelsi fullsetin, en það telst ekki lengur til tiðinda, ef ólæti og meiðingar fylgja ekki með, en um slikt var ekki að ræða. Mikill ferðamannastraum- ur liggur nú til Vestmannaeyja, aðallega útlendingar. Eldborgin landaði fyrstu loðnunni á Siglufirði BH—Reykjavl. — Eldborg GK og Guðmundur RE komu til Siglufjarðar i gærmorgun og landaði Eldborgin 15 tonnum af loðnu, en það er fyrsta loðn- an, sem fæst af miðunum fyrir Norðurlandi. Virtist loönan vera fremur smá. o Áfram ir i valdi mannsins sjálfs, sem gæti orðið honum til framdráttar i lifsbaráttunni. Honum verður það að lokum fyrir, að gefa sig öðrum á vald, láta sig fljóta með og hlýðnast fyrirskipunum leikstjór- ans. Þá loksins finnur hann veg- inn á toppinn og getur klæðzt gull- þráðarfötunum, sem framsýnn, gamall maður hafði gefið honum. Þá risa lika allir upp úr eymd sinni og gleðjast, þvi þá er haldin hátið, með dansi og söng. Mitt i öllum fagnaðinum, umvafinn ást og kærleik náunga sinna, dansar þá stjarnan hamingjusamur, þvi þrá hans hafði verið fullnægt. Myndin „0 lucky man” er, að minu viti, verulega góö. Hún er nöpur ádeila á þjóðfélag okkar og okkur sjálf, sýnir okkur sam- keppnisþjóðfélag okkar i sinni réttu mynd og varpar ljósi á til- gangsleysi þess. Framan af virðist myndin nokkuð. tætingsleg og litt heil- steypt, en þegar á liður myndar hún ákveðið form, leitar i ákveð- inn farveg, og þegar henni lýkur, hefur verið dregin upp heildar- mynd, sem ef til vill kemur nokk- uð illa við okkur, en er engu að siður sönn. Komið er nokkuð viða við, en hvergi gerð fullnaðarskil og ekkert skýrt svo að áhorfand- inn þurfi ekki að halda áfram. Myndin er ádeila, en engu að siður er tekinn timi til heimspeki- legra hugleiðinga um nokkra þætti mannlegrar tilveru og jafnvel drepið á hugsanlegar lausnir vandamála. Sérstaklega er athyglisvert, hvernig leikend- ur myndarinnar birtast aftur og aftur i mismunandi hlutverkum, Á aöalfundi 22. mai 1975 var samþykkt að taka frá 10 milljónir af óseldu hlutafé félagsins íþeim tilgangi að fjölga hluthöfum ífélaginu. Hlutabréf þessi eru seld ifallegum gjafamöppum. Verðgildi krónur 1000, 5000 og 10.000. EIMSKIP H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS / sem þó hafa að mestu sömu eigin- leika. Þau eru fyrst og fremst tákn, svipað og söguhetjan sjálf, hlutlaus og óákvarðandi, en engu að siður áhrifamikil gagnvart umhverfi sinu. Sem heild er myndin sjálf einnig tákn, en hvað hún táknar veröur hver og einn að ráða með sjálfum sér. Hún er of fjölþætt og margbrotin, til þess að leggja þar einn skilning á. Sem sagt, reglulega góð mynd, sem ætti að höfða til allra þeirra, sem hugsandi geta talizt. Hinir, sem að jafnaði forðast að nota lif- færi það, sem fyllir höfuðkúpu þeirra, geta dundað við að brosa og hlæja, þvi ef vilji er fyrir hendi má gjarna teija hana fyndna á köflum. Borgarnes Til sölu einbýlishús i Borgarnesi. Upplýsingar i sima 93-7156. YOKOHAMA Y Vörubíla hjólbaröar NB 27 NB32 VERÐTILBOÐ 825-20/12 Kr. 23340,- 1.000-20/16 Kr. 34.780,- 825-20/14 — 27.780,- 1.100-20/14 — 37.130,- 1.000-20/14 — 35.380,- 1.400-24/16 — 61.470,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 Veitum alhliða hjólbarðaþjónustu KomiÖ meö bilana inn t rúmgott húsnæöi < N OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFDATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.