Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 40
Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síóumúla Símar 85694 & 85295 Núfima búskapur þarfnast BAUER haugsugu SÍS-IÓIHJR SUNDAHÖFN fyrir góóan mat ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Geta talið einstaka fiska í nýjum fullkomnum tækjum gébé Rvik — Nú um mánaðamót hefjast að nýju rannsóknir viö talningu á fiski i tveim stöðuvötn- um, Skorradaisvatni og Þing- vallavatni. Við þessar rannsóknir er notaður nýr útbúnaður, sem hægt er að nefna fisksjá, sem er það nákvæm að hægt er að greina einstaka fiska með henni. Rann - sóknir þessar eru gerðar á vegum Veiöimálastofnunarinnar, og einnig verður hér bandarískur sérfræðingur við rannsóknir i fyrrgreindum vötnum. — Við byrjuðum að nota þenn- an nýja útbúnað sl. sumar, sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og var þá bandariski sérfræðing- urinn hér i tvo mánuði með okkar mönnum. Ýmsir tæknilegir öröugleikar komu fram þá, t.d. varö að þreifa sig áfram til að finna nógu hentugan bát til að nota við rannsóknirnar, en berg- málsdýptarmælirinn, eða fisksjá- in, er mjög viðkvæmt og ná- kvæmt tæki. Við fengum styrk frá Samein- uðu þjóðunum til fiskrannsókna i vötnum og ám á Islandi, en þessi styrkur gerði okkur m.a. kleift að kaupa fisksjána, sem er dýrt tæki og er verð hennar um sex til sjö hundruð þúsund krónur, sagði veiðimálastjóri. Ef rannsóknir þessar heppnast vel, verður unnt með mjög fljót- legum hætti að finna út hve mikið af fiski er i hinum einstöku vötn- um, en eins og áður segir getur tækið greint einstaka fiska i vötn- unum. Bandariski sérfræðingur- inn, auk starfsmanna Veiðimála- stofnunarinnar, vinna við rann- sóknir þessar, og Bandarikja- maðurinn kennir Islendingunum að nota tækin. Hann var hér einn- ig i tvo mánuði siðastliðið sumar við rannsóknir i Þingvalla- og Skorradalsvatni. Varðskip at- hugar hdttar- lag norskra BH—Reykjavik.— Hjá Land- helgisgæzlunni fengum við þær upplýsingar i gærmorgun, að varðskip væri á leiöinni á þær slóðir fyrir Norðurlandi, þar sem álitið er, að norskir hrefnubátar stundi ólöglegar veiðar. Var búizt við, að varð- skipið yrði þar undir hádegið og var ætlunin að ganga úr skugga um, hvað þar væri á seyði, en Timinn hefur skýrt frá þvi, að meðal annars hafi norskur bátur komið til Ólafs- fjarðar með hrefnukjöt á þilfari svo og beinagrindum af hrefn- um, sem útilokað er, að geti verið frá islenzkum bátum, w Sd innréttingarnar sínar fyrst d ytri höfninni d föstudag Gsal-Reykjavik — A föstudags- tnorgun kom til Reykjavikur norska skem m tiferðaskipið Vestafjord, en það er mjög nýlegt og nýtfzkulegt skip, aöeins tveggja ára gamait. Fyrir okkur tslendinga er skipið að einu leyti merkilegt, en það er fyrir þá sök, aö Eyjólfur Pálsson, ungur hús- ganga- og innréttingaarkitekt hannaði innréttingar I hluta skipsins og mun það vera I fyrsta sinn sem íslendingur fæst við inn- réttingar I skip. Blaðamaður og ljósmyndari Timans fengu að fara um borð I skipið með Eyjólfi, en hann hafði aldrei séð uppsetningu innrétt- inganna i skipinu, — aðeins horft á þær á teikniborðinu fyrir fram- an sig. Astæðan fyrir þvi að Eyjólfur fékk þetta verkefni var sú, að eftir að hann lauk námi I hús- gangaarkitektúr i Kaupmanna •'öfn vann hann um tveggja ára ^krið hjá Kay Körbing, arkitekt i Kaupmannahöfn, en vinnustofa hans hefur unnið mikið við inn- réttingar I hluta Vestafjord. Skiptu dönsku arkitektarnir og islendingurinn með sér verkum, og hannaði Eyjólfur bókasafn, herbergi til að skrifa bréf og kort, og stórt baðherbergi, auk þess sem hann vann með Dönunum að setustofum og danssal. Auk dönsku arkitektanna sáu norskir og hollenzkir arkitektar um inn- réttingar i Vestafjord. Eyjólfur sagði eftir að hafa litið gaumgæfilega á uppsetningu inn- til að vinna að hönnun innrétt- inga. Þess má að lokum geta, að inn- réttingar Eyjólfs fengu lofsam- lega dóma, þegar þeirra var getið eftir að Vestafjord var hleypt af stokkunum. Skipið er tæp 25 þús. tonn að þyngd, með skipinu i þessari ferð voru 558 farþegar og 333manna áhöfn. Einn íslending- ur er háseti á skipinu Vestafjord er systurskip Skagafjord, sem kom hingað fyrir skömmu. réttinganna, að hann væri mjög ánægður með það hvernig þær kæmu út. Aðspurður sagði Eyjólf- ur að hann hefði hætt á vinnustofu Kay Körbings skömmu áður en Vestafjord var tilbúið, og það væri ástæðan fyrir þvi, að hann hefði ekki litið innréttingarnar augum fyrr en nú. — Það gefur auga leið, aö það erýmislegt varðandi innréttingar i skip, sem ekki þarf að hugsa um hvað hús snertir. Sérkröfurnar eru margar, m.a. þarf að skorða hlutina þannig af, að allt fari ekk af stað I vondum veðrum, sagö Eyjólfur. Eyjólfur kvaðst telja það nauö synlegt á svona skipi að hafa fjöl breyttan stil hvað innréttingarn ar áhrærði og taldi það þvi ótvi ræðan kost að fá ýmsa arkitekta Eyjólfur Pálsson t.h. I barn- um sem liann innréttaði I Vestafjord. Hann spurði bar- þjóninn hvernig honum lik- aði að vinna á harnum og hvort flöskurnar væru ekki vel skorðaðar. Lét barþjónn- inn vei af öllum útbúnaði á barnum. Timamynd: Róbert. Fannst lótinn BH-Reykjavik. — Lik Frið- riks Steinssonar á Selfossi fannst um hálfellefuleytið I gærmorgun i ölfusá, rétt fyrir neðan svonefnda Kirkjuferju, vestan árinnar. Hans hafði veriö leitað frá þvf á föstudag. Það voru leitarmenn úr slysavarnar- deildinni Tryggva á Selfossi, sem fundu likið. Friðrik hcit- inn var 68 ára að aldri. SJÚKRAHOTEL í FARFUGLA- HEIMILI Á AKUREYRI? ASK-Akureyri. Fyrirhugað er að stofna á Akureyri sjúkrahótel á veguin Rauða krossins. Gert er ráð fyrir 6—8 sjúkiingum á hótel- inu og ekki er útilokað að það geti tekið til starfa næsta haust. Kostnaður fyrir sjúklinga er eng- inn, daggjöld greiða meirihluta kostnaðar, en afgangurinn er greiddur af Rauða krossinum. Að sögn Halldórs Halldórssonar læknis þá hafa þessi mál verið mikið til umræðu á siöustu vik- um, og var m.a. á timabili fyrir- hugað af sjúkrahússtjórn að taka á leigu herbergi hjá hótelum á Akureyri, en heilbrigðisstjórn neitaði að samþykkja þá ráða- gerð. Þá var leitað eftir húsnæði hjá einstaklingum og tók Rauði krossinn að sér framkvæmd málsins. Helzt hefur komið til greina að leigja húsnæði af Karli Friðriks- syni, en hann hefur rekið far- fuglaheimili um nokkurt skeið I Glerárhverfi. Að sögn Halldórs þarf að breyta húsnæðinu nokkuð, en niðurstöður þar að lútandi eiga að geta legið fyrir i ágústlok. Að- spurður um starfslið sagði Halldór, að þar yrði einungis um að ræða matráðskonu og ræstingarfólk, en möguleiki væri á að Karl og kona hans hefðu um- sjón með öllu heimilishaldi. Ekki er gert ráð fyrir, að hjúkrunar- konur eða læknar yrðu þar að staðaldri, enda væri einungis um aö ræða sjúklinga er væru fylli- lega sjálfbjarga. Aðallega mun það vera hand- læknisdeild, sem kæmi til með að nota sér aöstöðuna ásamt tauga- og geðdeild, sem er nú staðsett úti i bæ. Frá sjúklingum á handlæknisdeild hafa komið fram allmiklar kvartanir um að þeir séu alloft of snemma sendir heim, en það stafar meðal annars af þvi, að fækkað hefur verið sjúkra- rúmum til að bæta vinnuaðstöðu starfsfólks. Þá er verið að vinna að stofnun sjúkravinafélags er gæti starfað I nánum tengslum við sjúkra- hótelið. Þar er um að ræða eldra fólk er leggur fram einhverjar vinnustundir vegna hótelsins viö ýmiss konar störf. Stefnt er aö þvi, að slik þjónusta geti hafiö starfsemi i haust jafnhliða þvi sem hótelið gæti tekið til starfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.