Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 27. júll 1975. © Jónmundur vissu að Eirikur bar föðurnafnið þitt. Aldrei hef ég heyrt, að þeir bræður hafi átt óvildarmenn, en maðkurinn i mysunni er sá verstur, að þú laumast þannig með frásagnir þinar nafnlausar, að þú hyggur, að engir af les- endum þinum viti frá hverjum þú ert að segja, þegar þú skýtur á þá úr launsátri. Þú treystir á, að annað hvort sjáist mér yfir ósómann eða ég þegi yfir fyrir frændsemi sakir. Sá dili, sem þú hyggst brenna á mér og bræðrum minum, brennur heitast á sjálfum þér. Fleiri hafa skrifað um móður mina en þú. Hermann Jónsson hreppstjóri á Yztamói sagði: „Lovisa var greind, örlynd, við- kvæm og hjartahlý, en þó þrek- mikil og sterk, þegar á reyndi. Hún var berdreymin og dulræn og hafði fjarskyggnigáfu.” Ekki er þvi að leyna, móðir min var kona geðrik, og mér er sterklega i grun, Asmundur, að fyrir sina hönd hefði hún kosið minna um sjálfa sig frá loftungu þinni, en frekar hitt, að bein sona sinna mættu i friöi fúna og eyðast á hafsbotni fyrir dylgjum frá guðs- manni þinum. Ég held að fáir séu svo grunn- hyggnir, að þeir skilji ekki lof þitt um móðurætt mina. Samt held ég að Grimur græðari hafi verið mannvinur, en margar þinar frá- sagnir lenda i ófæru. Grimur græðari var ekki afi minn, heldur var hann langalangafi minn. Þvilik ættfærsla. „Ættanna kynlega bland, sem hann Kristmundur Bjarnason fer svo fræðilega og skemmtilegameð i bókinni Jón Ósmann”, segir þú. Skyldu grönnu þræðirnir þó aldrei vera að koma fram i þér eins og skollinn úr sauðarleggnum. Þeir sem i nauðvörn lenda, leita á þrek annarra, en eru þreklausir sjálfir. Það er kaldhæðni örlaganna, að einmitt þú fyrrverandi forstöðu- maður Filadelfiusafnaðarins I Reykjavik, skyldir verða fyrstur til þess opinberlega og vitandi vits að höggva strandhögg i frændgarð okkar, sem i gegnum ættliði hefur haldið frið og innri einingu, ásamt hlýhug og hjálp- semi hverjir i annars garð. Nú hefur þú rofið hin fornu vé og ert orðinn blindur af sjálfselsku og frásagnargleði. Ég hef komið þvi á framfæri, sem ég óskaði eftir i fyrstunni, en þú þráskallaðist við. Ég hef leiðrétt að nokkru mis- sagnir þinar um Eirik, bróður minn, og birt vottorð Jóns Guð- mundssonar hreppstjóra frá Molastöðurn um fund Mariönnu i Straumnesröstinni, minnt þig á nöturlegar og að mér finnst ógeð- felldar frásagnir þinar um Mari- önnuslysið, sem var ónotalegur uppvakningur frá þinni hendi og óviðeigandi. En blessaður góði, láttu þér ekki detta i hug, að ég haldi þeirru iðju áfram lengur að munnhöggvast við þig frekar um þessi mál. Þú átt það sizt skilið, að ég virði þig svo mikið héðan i frá. Máli minu er lokið og mikil uppakoma má það verða seinna meir, ef ég yrði nokkru sinni á þig orðum opinberlega. RAFSTILLING rafvélaverkstæði DUGGUVOGI 19 Sími 8-49-91 Gerum við allt í rafkerfi bíla og stillum ganginn OLDHAM RAFGEYMAR SAMVIRKI v Eins og égj^ >sagði honum ' " frá þvi, þá hafði Shann ekki um 15 ^margt að velja. .Mikil samkeppni ■ ^ er milli fisk ‘ jkaupmannanna < ! tveggja, en málií , verður alvarlegt i þegar annar b þeirra hverfur Tsporlaust’Svalur^^ ijathugar málið... 7 Svalur ertu ekkil hissa á, að j ^skipstjórinn gaf^ ^ okkur svo auð jg veldlega leyfi til að rannsaka máliðr En uppátæki hans voru V~ ,saklaus, til óþæginda^^- fyrir þig kannski, j Uss, en lögleg samt. ^hann fékk það sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.