Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 27. júll 1975. EINMANALEGT ÁR Meöan allt lék I lyndi: Nixon-hjónin meödætrum sinum Julieog Tricia PAT NIXON HEFUR ÖÐLAZT FRIÐ OG EINBEITIR SÉR AÐ FRAMTÍÐINNI EN MAÐUR HENNAR LIFIR ENN í SKUGGA WATERGATE Þýðingarmesta ákvörðunin, sem ég hefi nokkru sinni tekið, var að velja mér Pat að eigin- konu, sagði Nixon fyrrum Banda- rikjaforseti, nýlega. Ég hefi gegnt æðsta embætti þjóðar minnar, haft mikil völd og annað slagið mikla peninga. En allt er þetta hverfult og nú nýt ég einskis af þessu. En Pat hefur staðið með mér i gegnum þykkt og þunnt. Nixon, sem nú eyðir dögunum i San Clemente, hefur nægan tima til að rifja upp velgengnisár sin og hin dapurlegu endalok, sem Watergate-málið bundu á þau, er hann varð að segja af sér sem for- seti i ágúst i fyrra. I október komst hann aftur i heimsfréttirn- ar, en þá vegna legu sinnar i sjúkrahúsi, þar sem lengi var tvi- sýnt um lif hans. — Verst af öllu er einmanaleik- inn, hefur Nixon látið hafa eftir sér. Blaðamaðurinn, sem hann ræddi við, segir, að forsetinn fyrrverandi hafi þagað drjúga stund en siðan hafi hann sagt: — Það hafa allir snúið við mér baki. Fólk umgengst mig sem væri ég hætfulegur smitberi. Vin- irnir, sem eitt sinn var nóg af, sjástnú hvergi. Nú er eins og eng- inn vilji þekkja mig. Hvers konar veröld er þetta, sem einn daginn hyllir þig og hefur þig upp til skýjanna ognæsta dagert þú svo öllum gleymdur? —0— Eftir uppskurðinn 29. október sl. lá Nixon dögum saman milli heims og helju. Allan timann var Pat hjá honum, talaði við hann, þegar bráði af honum, en sat ann- ars og hélt i hönd hans. Allan tim ann fullvissaði hún hann um það, að hann myndi ná sér aftur. Nixon er nú grennri i andliti en hann var á forsetastóli og gráu hárunum hefur fjölgað. Hann hef- ur létzt um fimm kiló, en lifsvilj- inn er nú aftur i augnaráði hans. Þar sem hann situr minnir hann á gamlan hnefaleikakappa, sem enn virðist fullfær um að slá dug- lega frá sér. En þegar hann stendur upp, getur hann engan veginn leynt þvi, að hann er sjúk- ur maður og einmana. Hann á er- fitt með að standa á fætur og hon- um er stirt um gang. Hann segir nú, að mánuðirnir eftir afsögnina hafi verið mjög erfiðir, aðallega tilfinningalega. — Ég er þess fullviss, segir hann, að án Pat hefði ég aldrei komizt lifandi i gegnum þessi ósköp. —0— Þegar Pat og Nixon fluttu til San Clemente, var það hún sem stjórnaði hlutunum. En það eru ekki aðeins sjúkdómar og per- sónulegir erfiðleikar sem hrjá forsetahjónin fyrrverandi. Breyt- ingin frá þvi að vera æðsti valds- maður Bandarikjanna og hús- bóndi i Hvita húsinu yfir i það að vera eftirlaunamaður á Kali- ■forniuströnd þýðir, að Nixon-hjónin verða nú að gjör- breyta um lifnaðarhætti fjár- hagsins vegna. I febrúar-mánuði sl. lauk þvi sex mánaða timabili, sem rikis- stjórnin var skuldbundin til að að- stoða forsetann fyrrverandi við að koma sér fyrir sem óbreyttur borgari. Þegar lokað var fyrir þær peningalindir varð Nixon að sjá af 60 hjálparmönnum. Nú dvelja i San Clemente aöeins fjór- ir ritarar, sjö öryggisverðir og kúbönsk hjón, sem annast hús- haldið fyrir Nixon-hjónin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.