Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 27. júll 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 80 að þeir flýttu sér að Ijúka þessu af. Aldrei hefði hann truað því, að uppgjöf inni fylgdi slíkur tómleiki. — Nei — þegar bardaganum var lokið, var hann þess fullviss, að hann hafði miklað fyrir sér þreytu sína og rif jakvalirn- ar. Hann hefði án efa getað þraukað lengur. Það gerði hann að minnsta kosti í stríðinu. Þegar hann skipti um stöðu fann hann stingandí sársauka í rifjunum. Þeir verkir voru engar ýkjur. — Þú þarna inni, kallaði maðurinn, semekki sást. Heyrir þú til mín? Teasle segist ekki geta komið. — Fjandinn hafi það, er þetta ekki það, sem hann hef ur beðið eftir? Segðu honum að andskotast hingað á staðinn. — Ég veit ekkert um þetta. Þeir sögðu bara, að hann gæti ekki komið. — Þú varstaðenda við að segja, að þú hefðir talað við Teasle. Nú eru það þeir? Varstu að tala við Teasle eða ekki? Ég vil að hann komi hingað. Ég vil að hann lof i þvi, að enginn skjóti mig af misskilningi. — Hafðu engar áhyggjur. Ef einhver okkar skýtur þig — þá máttu bóka, að það verður ekki af misskilningi. Ef þú kemur hægt og varlega út verða engin mistök. Rambo hugleiddi þetta. — Gott og vel. En ég þarf að- stoð viðað ýta burt steinunum. Ég get þaðekki einn. Aftur heyrði hann þá hvíslast á. Svo sagði maðurinn: Hentu rifflinum og hnífnum út. — Ég skal jafnvel henda skammbyssunni út. Þið viss- uðekki um hana. Þú sérð að ég er heiðarlegur við ykkur. Ég er ekki það vitlaus, að ég reyni að brjótast gegnum þennan hóp ykkar. Segðu þessum mönnum þínum að hætta að káfa á byssugikkjunum. — Um leið og ég heyri þig henda vopnunum út. — Þau eru að koma. Honum var meinilla við að ýta vopnunum út. Hann hafði andstyggð á þeirri vanmáttartilfinningu, sem á- sótti hann án þeirra. Hann rýndi út um rifuna á grjót- hruninu. Hann leit á skóginn og himininn. Honum likaði vel svalur andvarinn, sem streymdi á andlit hans inn um opið. — Ég heyri ekki í vopnunum ennþá, sagði sá ósýnilegi. Við erum með táragas. Það var þá svona. Bölvað afstyrmið ætlaði ekki að ó- maka sig til hans. Rambo var í þann mund að ýta riff linum út og sleppa honum, þegar allt í einu rann upp fyrir honum Ijós. Loftstraumurinn. Golan, sem streymdi inn í göngin.... Hún var það sterk, að hún hlaut að stef na í ákveðinn stað. Hún blés inn göngin að endasprungunni. Þaðan sogaðist hún burt, sennilega um önnur göng í hæð- inni. Onnur leið út. ÞAÐ VAR EINA SKÝRINGIN. Ann- ars væri ekki hringrás á loftinu. Adrenalínið spýttist inn i magann á honum. Enn var orrustan ekki töpuð. — Hvar eru byssurnar, sagði ég. Maðurinn útifyrir itrekaði spurninguna. — Éttu það sem úti frýs, hugsaði Rambo með sér. Hann dró að sér riff ilinn. Hjartað barðist æsilega þegar hann hraðaði sér inn i myrkur gangsins. Ekki logaði lengur í bálinu hans. Innan skamms varð hann að þreifa sig áfram til að f inna staðinn þar sem hann hafði hvílst um nóttina. Hann greip óbrunna viðarrunnana og bar þá með sér innar í ganginn, þar til loftið lækkaði svo mikið, að hann rak sig uppundir. Hann heyrði vatnið drjúpa og rakst loks á endavegginn. Hann varð að kveikja nýtt bál sér til leiðbeiningar eins skjótt og unnt var. Reykurinn yrði leiðbeiningarmerkið, sem vísaði honum áttina sem hann færi er göngin þraut. Guð á himnum.... kannski.... TíUNDI KAFLI Aftur reið sársaukinn yf ir líkama Teasles eins og hol- skef la. Hann laut f ram og starði á dökkan olíublett á við- argólfinu. Hann vissi, að hann gat ekki haldið sér gang- andi mikið lengur. Hann þarfnaðist svefns. Það var heilagur sannleikur. Og eitthvað frá lækninum yrði hann líka að fá. Það var ekki nokkur vegur að segja til um hversu mjög hann var búinn að reyna á sig um of eða skemma líkama sinn. Guði sé lof að þetta var nærri á enda. Bara svolítið lengur, sagði hann við sjálfan sig. Það er allt og sumt. Reyndu að þrauka aðeins lengur, þá næst hann. Teasle beið þar til Trautman og Kern litu í aðra átt. Þá gleypti hann tvær pillur til viðbótar. — Pilluglasið var fullt í gærkvöldi, sagði Trautman. Hann kom Teasle alveg á óvart. Þú ættir ekki að taka svona margar pillur. — Nei, ég missti glasið og týndi nokkrum pillum. — Hvenær var það? Ekki sá ég það. — Þegar þú svafst. Rétt fyrir dögun. — Þú getur ekki hafa týnt svo mörgum pillum. Þú ætt- ir alls ekki að gleypa þær svona ört. Ekki með öllu þessu kaffi, sem þú svolgrar i þig. — Það er allt í lagi með mig. Þetta er krampi. — Ætlar þú að hitta lækninn? — Nei. Ekki strax. í 111111 liil I SUNNUDAGUR 27. júli 8.00, Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sinfónia i Es-dúr eftir Benda. Musici Pragenses leika, Libor Hlavacek stjórnar. b. óbó- konsert í G-dúr eftir Karl Ditters von Dittersdorf. Manfred Kautzky og kammersveitin i Vin leika, Carlo Zecchi stjórnar. c. Fiðlukonsert i C-dúr eftir Haydn. Felix Ayo og hljóm- sveitin I Musici leika. d. „Friðaróður” eftir Handel. E. Egorova, G. Koroljeva, E.V. Sjúslin og rússneski háskólakórinn syngja með hljómsveit tónlistarskólans I Moskvu, A. Svesjnikoff stjórnar. 11.00 Messa á Skálholtshátið. (Hljóðrituð 20. júli). Séra Lárus Þ. Guðmundsson, Holti I önundarfirði prédik- ar. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, og séra Guðmundur óli Ólafs- son þjóna fyrir altari. Skál- holtskórinn syngur. Söng- stjóri: Haukur Guðlaugs- son. Einsöngvari: Angelika Hanschen. Organleikari: Ekkehard Richter. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Með eigin augum. Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 13.40 Harmonikulög. Henry Coene og félagar leika. 14.00 Sambúð Vesturlanda og Sovétrlkjanna. Brezki rit- höfundurinn Robert Con- quest gerir grein fyrir nokkrum kenningum sínum um það efni. Baldur Guð- laugsson lögfræðingur og Árni Bergmann blaðamað- ur fjalla um viðhorf hans og skoðanir. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá Mozart-tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar útvarpsins I Baden-Baden I mal sl. Ein- leikari: Alfred Brendel. Stjórnandi: Reynald Giovaninetti. a. Serenata notturna i D-dúr (K239). b. Pianíkonsert i F-dúr (K459). c. Notturno I D-dúr (K286). d. Sinfónia i C-dúr (K228). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Kristhi Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadottir stjórna. Ingvar Hallgrimsson fiskifræðing- ur flytur stutt erindi um lifið I sjónum. Fluttar verða sög- urnar „Blái vettlingurinn” eftir R. Baumvoll i þýðingu Aslaugar Árnadóttur og „Karfa kjáninn” eftir Henrik Berglind og N. Wilk- ström i þýðingu Gunnars M. Magnúss. Ennfremur verð- ur lesiö úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Lesarar: Þór- unn Pálsdóttir og Viðar Eggertsson. 18.00 Stundarkorn með Shirley Verrett.Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.25 Til umræðu: Hvað er framundan i Islenskum stjórnmálum? Stjórnandi: Baldur Kristjánsson. Þátt- takendur: Elias Snæland Jónsson ritstjóri, Hjálmar W. Hannesson mennta- skólakennari og Þorsteinn Pálsson ritstjóri. 20.00 Sinfóniuhljómsveit ts- lands leikur i útvarpsal svitu fyrir hljómsveit eftir Skúla Halldórsson. Páll P. Pálsson stjórnar. 20.10 A grasafjalli I Hvera- gerði. Pétur Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.