Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. júll 1975. TÍMINN 9 KYNSLOÐA- BILIÐ MÁ BRÚA MEÐ OFURLÍTILLI Laugarásbió: Breezy. Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalhlutverk: Kay Lentz, VVilliam Holden, Roger Carmel, Marj Dusay, Joan Motchkis, Jamie Smith Jackson, Shelley Morrison, Dennis Olivieri. Tónlist: Michel Legrand. Kvikmyndahandrit: Jo Heims. Ljóðið við „Breezy’s song” er eftir Marilyn og Alan Bergman og það er sungið af Shelby Flint. Sfst átti ég á þvl von, aö maður, sem ég hingað til hef svo til einvörðungu séð I hlutverki grófra, ruddalegra og jafnvel skltugra leiguskyttna Ur villta vestrinu, gæti haft jafn næmt auga fyrir fegurð og Clint Eastwood sýnir i kvikmyndinni um Breezy. Oft á tiðum hættir manni um of til þess, að dæma eftir tak- mörkuðum kynnum og svo hef- ur verið i þessu tilviki, þvi myndin er listaverk að þvi er varðar töku á strönd. t görðum og víðar — auk þess sem hUn fjallar á nærfærinn og skilnings- rlkan máta um samskipti tveggja persóna, sem bUa sin hvoru megin við óradjúpt gil, en reyna engu að síður að brUa það með tilfinningum sinum. Það er verulega þægilegt og sálargræðandi að sjá mynd af þessu tagi — þar sem ofbeldi og mannillsku er haldið I algeru lágmarki, en reynt þess I stað að vísa okkurá björtu hliðar tilver- unnar. Ef til vill fordæma menn slikar tilraunir i dag og færa þau rök til, að veröldin sé ill og myndir á borð við Breezy þar af leiðandi blekking, en engu að siður er hUn sönn, svo framar- lega sem mannlegar tilfinning- ar leynast enn með mönnum. t stuttu máli fjallar myndin um miðaldra fasteignasala og unga hippastúlku, sem mætast, hrifast og laðast hvort að öðru. Hvort um sig hefur mikil áhrif á lif hins og við þeim blasir það vandamál, að laga sig hvort aö öðru — fella lif sin saman, svo að vel fari, án þess annað verði að brotna. Fleira verður ekki um myndina sagt að sinni nema að hUn er vel leikin, vel tekin og henni er vel stjórnað. Það var reglulega ánægjulegt að sjá hana. Tónobíó: Allt sem þú vilt vita Rætin og háðsfull mynd, sem hægt er að hafa verulega gaman af. Woody Allen er vafalitið einn af skemmtilegustu brjálæðingum samtiðar okkar og miskunarlaus meðferð hans á kynli'fsreigingi nUtimans ber þess glöggt vitni. Þó er ekki óliklegt, að tUlkun hans komi nokkuð illa við þá aðila meðal áhorfenda, sem hljóta að sjá sjálfa sig i persónugervingum myndarinnar. Hvers kyns kyn- ferðisleg frávik eru nU svo algeng, að á hverri sýningu myndar- innar er vafalaust einhver, sem finnur til vanmáttar si'ns og reynir að hlæja eins og hinir, til þess að sekt hans — eða hennar — sjáist ekki. BÆNDUR — VEIÐIFÉLÖG — FÉLAGASAAATÖK 200 fermetra hús, mjög vandað og einangrað f hólf og gólf, er til söiu. Stendur 4 mjög rammgerðri stálgrind, sérstaklega ætlaðri til flutnings hússins. Hún gildir einnlg sem undirstaða hússins, svo sökkull er óþarfur, aðeins þarf örfáa undirstöðupunkta fyrir grindina að hviia á. Jarðvegsvinna þvl engin. Getur staðið I miklum halla eöa I mjög öjöfnu landslagi. Húsið er nýuppgert og sem nýtt að utan, en óinnréttað. Má einnig inn- rétta sem ibúöarhús. Upplýsingar I síma 11085 á kvöldin eftir kl. 6—7 og allar helgar, eða senda fyrirspurnir með utanáskrift: Pósthólf 194, Rvik. Auglýsið í Tímanum VERZLIÐ NUNA — Forðizt verðhækkani Við bjóðum úrval húsgagna fró öllum helztu HÚSGAGNAFRAMLEIÐENDUM LANDSINS PRINS sófasettið er aðeins ein af yfir 40 GERÐUM SÓFASETTA sem þér sjdið í JL-húsinu — PRINS sófasettið er fallegt og vandað með mjúkum púðum og er fyrirliggjandi i dklæðaúrvali Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeilc 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.