Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 2

Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 2
2 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Hafís nálgast landið: Grímseyingar gera varúðarráðstafanir HAFÍS Hafís er nærri landi við Vest- firði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjór- inn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnar- mannvirki. Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, segir að ísinn hafi verið kominn nálægt eyjunni í gærmorg- un og sjáist þá vel frá byggðinni. „Þegar líða tók á daginn fjarlægðist hann aftur og rak austur eftir en nú er spáð norðaustlægum áttum og þá viðbúið að hann leggist alveg að eyj- unni. Það er ekki gott hljóð í mann- skapnum í eyjunni og allt útlit fyrir að landsins forni fjandi lami at- vinnulífið í Grímsey,“ segir Bjarni. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir fulltrúa frá Almannavörnum hafa fundað með veðurfræðingum á Veðurstofunni í gær og vel sé fylgst með ísnum. Siglingaleiðin fyrir Horn var greiðfær í gær en Þór segir hana varasama í myrkri vegna stakra jaka. Sömuleiðis er siglingaleiðin við Óðinsboga í vest- anverðum Húnaflóa varhugaverð. - kk Dráp ítalska leyniþjónustumannsins: Verðir Negropontes skutu ÍRAK, AP Bandaríski sendiherrann John Negroponte var á fundi með yfirmanni bandaríska heraflans í Írak í nágrenni við flugvöllinn í Bagdad þegar hermenn, sem falið hafði verið að gæta öryggis sendi- herrans, skutu ítalskan leyniþjón- ustumann og særðu blaðakonuna Giuliönu Sgrena, rétt eftir að tekist hafði að leysa hana úr haldi íraskra mannræningja 4. mars síðastliðinn. Frá þessu greindi talsmaður banda- ríska sendiráðsins í Bagdad í gær. Ítölsk dagblöð greindu frá því í gær að komið hefði í ljós að stjórn- endur bandaríska herliðsins í Írak hefðu að hluta til verið upplýstir um ferðir ítalska leyniþjónustu- mannsins Nicola Calipari og kollega hans. Lítið hafi hins vegar verið vitað um erindi þeirra í Bagdad. Að Calipari skyldi hafa týnt lífi í skothríð bandarískra hermanna eftir að hafa frelsað gíslinn Sgrena hefur valdið mikilli hneykslan á Ítalíu. Fjölmenn minningarganga um hann fór fram í Róm í gærkvöld, réttri viku eftir andlát hans. ■ Samstarfið yrði varla án átaka Margir fréttamenn Útvarps íhuga uppsagnir vegna ráðningar fréttastjóra. Formaður Félags fréttamanna sér ekki fyrir sér að fréttamenn geti starfað með nýjum fréttastjóra í ljósi þess sem á undan er gengið. RÍKISÚTVARPIÐ Jón Gunnar Grjetars- son, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf frétta- manna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða. Ekkert varð af fundi þeim með Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra sem stjórn Félags frétta- manna á Ríkisútvarpinu fór fram á snemma í gærmorgun. Jón Gunnar sagði menn bíða viðbragða Markús- ar en standa fast við þær ályktanir sem honum hafi verið sendar. Í þeim ályktunum er farið fram á að útvarpsstjóri endurskoði hið fyrsta þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Enn fremur hefur verið skorað á Auðun Georg að endurskoða sína afstöðu í kjölfar þess uppnáms sem ráðning hans hefur ollið. Jón Gunnar segir að meðan Markús Örn útvarpsstjóri sitji fast- ur við sinn keip standi Félag frétta- manna fast við samþykktir sínar og ályktanir. „Samþykkt okkar um að lýsa yfir vantrausti á Markús Örn stendur meðan hann sér ekki ástæðu til að svara. Hvað Auðun Georg varðar áttum við stutt spjall saman en þar kom ekkert nýtt fram og það er því biðstaða áfram.“ Formaðurinn sagði enn fremur að margir veltu uppsögnum fyrir sér á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hljóðið í starfsmönnum væri eðli- lega afar þungt. Þegar hefur einn starfsmaður sagt formlega upp vegna ráðningar Auðuns; Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2. - aöe/jss Hannes Hólmsteinn: Skilar inn gögnum DÓMSMÁL Frestur Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar til að skila g r e i n a r g e r ð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Lax- ness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heim- ir Örn Her- bertsson, lög- fræðingur Hann- esar segir að öll- um gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. Auður stefndi Hannesi Hólm- steini fyrir að hafa brotið á höfundarrétti Halldórs „með ítrekuðum og grófum hætti“ í fyrsta bindi ævisögu skáldsins. Er Hannesi stefnt fyrir 120 atriði sem sögð eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Þess er krafist að Hannes verði dæmdur samkvæmt 54. grein höfundar- laga sem kveða á um fjársektir eða fangelsi í allt að tvö ár. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. - ss EFTA og Taíland: Samið um fríverslun TAÍLAND, AP Viðræður um fríversl- unarsamning milli Taílands og EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, hefjast í maí í vor. Frá þessu greindi talsmaður tælenska viðskiptaráðuneytisins í gær. Að mati ráðuneytisins má búast við því að viðskipti Taílands við EFTA-ríkin – sem auk Íslands eru Noregur, Sviss og Liechtenstein – muni með fríverslunarsamningn- um aukast um 15% og auka fjár- festingar EFTA-ríkjanna í Taílandi. Gert er ráð fyrir að samningur- inn taki gildi um mitt næsta ár. ■ Eitt ár frá harmleiknum í Madríd: Spánverjar sorgbitnir SPÁNN, AP Spánverjar minntust þess í gær að rétt ár var liðið frá sprengjuárásum h r y ð j u v e r k a - manna á járn- brautarlestir í Madríd, sem kostuðu 191 mann lífið og særðu fleiri en 1.500. Jóhann Karl Spánarkonungur og Soffía drottn- ing fóru fyrir opinberri minn- ingarathöfn sem spænskir og er- lendir leiðtogar sóttu í Retiro-garð- inum í Madríd. Við athöfnina var vígður minningarreitur um fórnar- lömb hryðjuverkanna. Þar hefur verið plantað 192 ólífu- og kýprus- trjám, einu fyrir hvern sem dó í lest- arsprengjutilræðunum og einu til fyrir lögreglumann sem dó í atlögu gegn hryðjuverkamönnunum. ■ SPURNING DAGSINS Ómar, kallast þetta ekki að fara ævintýralega langt yfir lækinn eftir vatninu? „Meðan við vitum hvert við stefnum er þetta allt í lagi.“ Súðavíkurhreppur seldi nýlega einbýlishús sem hreppurinn lét reisa fyrir 20 milljónir króna á 16 milljónir og hyggst reisa annað slíkt á næstunni. Ómar Már Jónsson er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. BÍLL ÍTALANNA Á þessari mynd, sem birt var í ítölsku sjónvarpi á þriðjudag, sést bíllinn sem sagt er að Calipari og Sgrena hafi verið farþegar í er skotið var á þau. FÓRNARLAMBA MINNST ÁFRAM FUNDAÐ Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, fór yfir ýmis lagaleg atriði með fréttamönnum á Ríkisútvarpinu á fundi í hádeginu í gær. BORGARÍS VIÐ SLÉTTU Í fyrradag rak brot úr borgarísjaka á land á Melrakkasléttu og var auk þess töluvert íshröngl í fjörunni. M YN D /J SS Skotárás: Þrjú myrt í dómsal BANDARÍKIN, AP Þrír létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í dómsal í Atlanta í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var maður sem verið var að rétta yfir en hann var ákærður fyrir nauðgun. Dómarinn, dómsritari og ótil- greindur einstaklingur létu lífið í árásinni. Árásarmaðurinn hljóp út úr réttarsalnum eftir árásina, rændi bíl af manni og notaði hann á flótta undan lögreglu. Hann gekk enn laus í gærkvöldi. ■ HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.