Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 6

Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 6
6 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Slökkviliðsturninn í Skógarhlíð rifinn: Eins konar erfidrykkja TILVERAN „Við horfum á eftir hon- um með miklum söknuði,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri meðan unnið var að því að rífa turninn við Slökkvi- stöðina í Skógarhlíð. Reyndar var tregi manna svo mikill að þegar fyrrverandi slökkkviliðs- menn komu í sína mánaðarlegu kaffiheimsókn í fyrradag var stemmningin eins og í erfi- drykkju, að sögn Jóns Viðars. Turninn var reistur 1967 og var upphaflega notaður til að þjálfa slökkviliðsmenn en einnig til að þurrka strigaslöng- ur sem þá voru við lýði. Fyrir nokkrum árum var hann dæmd- ur ónýtur en þó hefur hann fengið að tóra síðustu ár vegna hlýhugs manna til hans. Turninn vakti hrifningu margra þegar hann var sveipað- ur jólaskrauti. Spurður hvort slökkviliðsmenn hafi fundið annan stað til að skreyta svaraði Jón Viðar því að það hefði verið Björn Hermannsson sem hefði komið þeim sífellt á óvart með skreytingu sinni. Þeir gætu trú- að að hann komi þeim aftur á óvart þó að turninn verði farinn. - jse KOSNINGAR Allnokkrir starfsmenn Háskóla Íslands áttu í erfiðleikum með að neyta atkvæðisréttar síns við rektorskjör á fimmtudag vegna ósamræmis í störfum kjör- stjórnar. Einn þessara starfsmanna, þeldökk kona, mætti á kjörstað með greiðslukort en var neitað um kjörseðil í fyrstu þar eð enga kennitölu var að finna á kortinu. Konan benti á að ljósmynd af sér væri á kortinu sem hefði fram að þessu nægt henni til að kjósa í borgar- og alþingiskosningum. Henni var sagt að strangari regl- ur giltu við rektorskjör. Eftir nokkurt þóf fékk konan þó loks að neyta atkvæðisréttar síns. Fréttablaðið hefur haft spurnir af fjölmörgum starfsmönnum og stúdentum Háskólans sem mættu á kjörstað á fimmtudag með skil- ríki án kennitölu og áttu ekki í neinum vandræðum með að kjósa. Þeldökka konan virðist skera sig úr þeim hópi. Þá virðast einhverjir starfs- menn skólans hafa dottið út af kjörskrá. Þannig var Arnfríði Guðmundsdóttur, dósent í guð- fræði, neitað að kjósa, en hún er í fæðingarorlofi. Ekki náðist í Aðalheiði Jónas- dóttur, formann kjörnefndar, í gær vegna þessa ósamræmis. - jse Drengileg kosninga- barátta heldur áfram Kosið verður á fimmtudag í seinni umferð kosningar um rektor Háskóla Ís- lands. Þá verður kosið milli sigurvegara kjörsins í fyrradag, prófessoranna Ágústs Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur. REKTORSKJÖR Ágúst Einarsson, pró- fessor í rekstrarhagfræði, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði, urðu efst í rektorskjöri innan Háskóla Íslands á fimmtu- dag. Því verður kosið á milli þeirra tveggja næsta fimmtudag, en hinir frambjóðendurnir tveir, Einar Stefánsson, prófessor í augnlækn- ingum, og Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntun- arfræði, eru fallnir úr leik. Í hádeginu á þriðjudaginn 15. mars verður haldinn kappræðu- fundur milli Ágústs og Kristínar í Háskólabíó. Kristín hlaut 28,7 prósent gildra atkvæða, Ágúst hlaut 27,6 prósent, Jón Torfi hlaut 24,7 pró- sent og Einar hlaut 19,1 prósent gildra atkvæða. Allir frambjóð- endur eru sammála um að kosn- ingabaráttan hafi verið afar drengileg. Ágúst segist mjög ánægður með þessa niðurstöðu og er bjartsýnn á framhaldið. „Munurinn er tiltölu- lega lítill, ekkert sem skiptir máli, en nú byrjar þetta upp á nýtt.“ Hann segir jafnframt að hann hafi ákveðið að gegna starfinu einung- is í fimm ár, nái hann kjöri sem rektor. „Þetta er eitthvað sem ég hef gert upp við mig. Þetta er verkefni og ég myndi helga mig því í fimm ár, en svo myndi ég snúa mér aftur að rannsóknum og kennslu.“ Kristín segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Þarna hafi hún verið í hópi sterkra og verðugra meðframbjóðenda. „Þetta var auð- vitað afskaplega ánægjulegt.“ Spurð að því hvort það kitli ekki að vera komin skrefinu nær því að verða fyrsti kvenrektor Háskól- ans segir hún þetta vissulega mikilvægan áfanga til að ná loka- markmiðinu. „Ég mun gera það sem ég get til að koma stefnumál- um mínum og áherslum á fram- færi þessa viku.“ Einar og Jón Torfi segjast báðir sáttir sig við niðurstöðuna, en vilja ekki gefa upp hvorn fram- bjóðandann þeir styðji nú. „Nú ætla ég að draga mig úr barátt- unni og fólk gerir það bara upp við sig sjálft hvern það styður,“ segir Jón Torfi. svanborg@frettabladid.is Búnaðarþing: Búnaðargjald leggist af LANDBÚNAÐARMÁL Starfshópur sem landbúnaðarráðherra setti á fót til að fjalla um málefni Lánasjóðs landbúnaðarins hefur ekki lokið störfum sínum. Því varð minna úr umræðum um lánasjóðinn á Bún- aðarþingi en við var búist. Starfshópur á þinginu komst þó að þeirri niðurstöðu að í ljósi gjörbreyttra aðstæðna á lána- markaði séu forsendur fyrir áframhaldandi innheimtu búnað- argjalds til sjóðsins brostnar. Verði niðurstaða starfshóps ráð- herra sú að leggja beri sjóðinn niður verði að tryggja hagsmuni og réttarstöðu skuldara sjóðsins.■ AUKNAR GJALDEYRISTEKJUR Gjaldeyristekjur ferðaþjónust- unnar jukust um 5,4 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Ferðaþjónustan hafði rúma 39 milljarða í gjaldeyristekjur í fyrra. 26 milljarðar voru til komnir vegna eyðslu erlendra ferðamanna hér og þrettán milljarðar voru fargjaldatekjur. ÁNÆGÐ MEÐ ÍSLENSKT Almenn- ingur er jákvæður gagnvart ís- lenskum vörum samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup fyrir Samtök iðnaðarins. 95,5% þeirra sem keyptu íslenska byggingarvöru voru jákvæð gagnvart henni, 97,8% gagnvart íslenskri hönnun- arvöru, 98,2% gagnvart mat- og drykkjarvöru og 96,7% gagnvart neysluvöru til daglegra nota. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið LAUGARDAG 10 -14:30 Stór og fallegur humar Fullt af girnilegum fiskréttum Ætlarðu að skipta um bíl á þessu ári? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er söknuður að Kasparov úr skákinni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 74% 26% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Öll gild atkvæði: Ágúst Einarsson 27,6% Einar Stefánsson 19,1% Jón Torfi Jónasson 24,7% Kristín Ingólfsdóttir 28,7% Háskólamenntaðir starfsmenn: Ágúst Einarsson 26,0% Einar Stefánsson 21,1% Jón Torfi Jónasson 21,8% Kristín Ingólfsdóttir 31,2% Aðrir starfsmenn: Ágúst Einarsson 31,5% Einar Stefánsson 3,4% Jón Torfi Jónasson 38,1% Kristín Ingólfsdóttir 27,0% Stúdentar: Ágúst Einarsson 28,4% Einar Stefánsson 18,3% Jón Torfi Jónasson 26,1% Kristín Ingólfsdóttir 27,2% KOSNING TIL REKTORS Vægi atkvæða skiptist þannig; háskólamenntaðir starfsmenn 60%, aðrir starfsmenn 10% og stúdentar 30%. Heimild: hi.is, Heimasíða Háskóla Islands MÖGULEG TÍMAMÓT Ef Kristín Ingólfsdóttir verður kjörin rektor Há- skóla Íslands verður hún fyrsta konan til að sinna því starfi. EINUNGIS TIL FIMM ÁRA Ágúst Einarsson segist líta á rektorsstarfið sem ákveðið verkefni sem hann hafi ákveð- ið að sinna eingöngu í fimm ár, verði hann kjörinn nú. TURNINN VIÐ SLÖKKVISTÖÐINA Þegar slökkviliðsmenn hittust í fyrradag ásamt kollegum sínum sem komnir eru á eftirlaun var engu líkara en að þeir væru í erfidrykkju. Rektorskosningar í Háskóla Íslands: Starfsmönnum vísað frá kjörstað ■ ATVINNUGREINAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.