Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 30
30 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Bretinn Cat Stevens er vafa-lítið sá frægasti sem þettahefur gert en einnig koma upp í hugann söngvarinn Páll Rós- inkranz og nú síðast Brian „Head“ Welch, gítarleikari rokkhljóm- sveitarinnar Korn. Yusuf Islam verður til Cat Stevens fæddist í júlí 1947 og var skírður Steven Demetre Georgiou. Móðir hans var sænsk og faðir hans grískur. Hann var yngstur þriggja systkina og bjuggu þau fyrir ofan veitinga- stað í eigu fjölskyldunnar. Stevens var rólegt og viðkvæmt barn sem hafði sig lítið í frammi. Hann fékk kristilegt uppeldi og gekk í kaþólskan skóla. Hann fékk fljótlega áhuga á rokktónlist og árið 1965 fór hann að troða upp undir nafninu Steve Adams. Hann fékk plötusamning við Decca Records, breytti nafninu á ný í Cat Stevens og gaf út sitt fyrsta smáskífulag, I Love My Dog, aðeins átján ára. Hann fór smám saman að vekja athygli fyrir þjóðlagakennda slagara sína og sló í gegn með lögum á borð við Wild World, Moon Shadow, Peace Train, Morning Has Broken og Father and Son. Nældi hann sér í átta gullplötur á glæstum ferli sínum og átti tíu vinsæl smáskífu- lög í Bretlandi og fjórtán til við- bótar í Bandaríkjunum. Eftir því sem frægðin jókst dvínaði aftur á móti áhugi Stevens á bransanum og því sem honum fylgdi og hætti loks að koma fram opinberlega seint á áttunda ára- tugnum. Hann sneri sér að múslimatrú árið 1977 og tók upp nafnið Yusuf Islam. Gekk hann í hjónaband sem komið hafði verið í kring og eignaðist fimm börn með eiginkonu sinni. Islam gerð- ist kennari og málsvari fyrir trú- arbrögð sín og stofnaði múslima- skóla í London árið 1983. Núna er hann virkur meðlimur í breska múslimasamfélaginu. Islam hætti þó aldrei í tónlist- inni. Hann hefur gefið út nokkrar trúarplötur, afar frábrugðnar hans fyrri verkum og voru ekki sérlega vinsælar. Á síðasta ári gaf hann þó út nýja útgáfu af lagi sínu Peace Train í mótmælaskyni við stríðið í Írak. Frelsun Páls Rósinkranz Páll Rósinkranz fæddist árið 1974. Hann sló í gegn með hljómsveit- inni Jet Black Joe, og söng inn á þrjár plötur með sveitinni á árun- um 1992 til 1994. Hétu þær Jet Black Joe, You Ainít Here og Fuzz. Þegar sveitin var við það að skrifa undir stóran plötusamning við erlent útgáfufyrirtæki lagði hún upp laupana öllum að óvörum árið 1996. Ástæðan var sú að Páll frelsaðist eftir að hafa fengið sig fullsaddan af rokkstjörnulífern- inu sem fylgdi sveitinni. Sama ár og Jet Black Joe hætti kom út hans fyrsta sólóplata, I Believe in You, þar sem hann söng um Jesú Krist. Páll tók þátt í ýmsum tónlistar- verkefnum næstu árin en sendi ekki frá sér nýja plötu fyrr en árið 2000. Hún bar heitið No Turning Back og flutti Páll þar þekktar er- lendar ballöður. Árið eftir kom svo platan Your Song með sams konar efnisvali og hlutu báðar plöturnar mjög góðar viðtökur. Fór sala þeirra yfir 15.000 eintök hvor, sem þykir afar gott hér á landi. Fyrir þremur árum kom síðan platan Nobody Knows út en síðan þá hef- ur Páll haft hægt um sig á íslenska hljómplötumarkaðinum. Um verslunarmannahelgina 2002 kom Jet Black Joe óvænt aftur saman fyrir Eldborgarhátíð- ina og hefur spilað af og til allar götur síðan. Engin ný hljóðvers- plata hefur þó litið dagsins ljós með sveitinni. Sagði skilið við Korn Brian „Head“ Welch, sem er einn af stofnendum Korn, sagði skilið við sveitina á dögunum eftir 13 ára samstarf og sex hljóðversplöt- ur. Sagði hann ástæðuna vera trúarvakningu sem hann hefði orðið fyrir. Korn hefur notið mikilla mikilla vinsælda undanfarin ár og hafa plötur sveitarinnar selst í ellefu milljónum eintaka í Banda- ríkjunum. Orðrómur hafið verið uppi í nokkrar vikur um að Head væri óánægður og sumum kom það því ekki á óvart þegar hann hætti störfum. Head, sem er 34 ára, útskýrði mál sitt fyrir framan um það bil tíu þúsund meðlimi Valley Bible trúarsöfnuðarins í Bakersfield í Kaliforníu. Eftir að hafa sýnt ný húðflúr á hálsi sínum (Matthew 11:28) og á hnefa (JESUS), sagðist Head hafa gengið til liðs við söfn- uðinn og fyrirhugaði ferð til Ísra- els þar sem æðstiprestur kirkj- unnar ætlaði að endurskíra hann í ánni Jórdan. Hann sagðist hafa fengið nóg af rokkstjörnulífern- inu. Á meðan aðrir liðsmenn sveit- arinnar hafi verið að skemmta sér hafi hann beðið inni í rútu og lang- að til að deyja. Hann talaði einnig um að hann vildi sinna uppeldi 6 ára dóttur sinnar betur sem ein- stæður faðir. Welch ætlar að gefa út nýtt efni undir nafninu „Head“ og ekki verður um að ræða kristna tónlist. Verður hún þess í stað meira í ætt við tónlist Korn. Textarnir verða þó ekki litaðir reiði eins og sú sveit er þekkt fyrir. „Head“ vill koma því til skila til aðdáenda sinna að það sé gleði eftir reiðina og ljós við endann á göngunum, eins og hann orðar það sjálfur. Skipt um trúarbrögð Fjölmargir tónlistarmenn hafa skipt um trúarbrögð eða orðið enn trúaðri en samt haldið áfram að gefa út sömu tónlist og áður. Margir þessara listamanna hafa gengið í gegnum ýmislegt í tón- listarbransanum, misnotað vímu- efni og fengið á endanum nóg. Til að sigrast á þessum ógöngum hafa þeir oft og tíðum stólað á andlega vakningu og náð einhvers konar sambandi við almættið. Madonna hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið fyrir að aðhyllast Kaballah-trúarbrögðin sem hafa verið mikið í tísku hjá stjörnunum. Hefur hún meðal annars reynt að fá arftaka sinn Britney Spears með sér í Kab- allah-söfnuðinn. „Þegar ég eign- aðist börnin mín vöknuðu svo margar spurningar sem ég þurfti að fá svör við,“ sagði Madonna eitt sinn. „Ég fann svörin þegar ég byrjaði að ástunda Kaballah fyrir sjö og hálfu ári. Ég gerði mér grein fyrir því að orð mín og gerðir hafa áhrif og að ég fæ það til baka sem ég gef frá mér, hvort sem það er gott eða slæmt. Ég gerði mér grein fyrir samhenginu á milli sjálfrar mín og umheims- ins.“ Michael Jackson, sem hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarið, gekk til liðs við múslimasöfnuðinn Children of Islam. Kannski ekki skrítið þar sem hann hefur gengið í gegnum ýmislegt í sínu lífi. Breski söngv- arinn Cliff Richard frelsaðist á sínum tíma og rapparinn DMX lýsti því yfir fyrir skömmu að hann ætlaði að einbeita sér að biblíulestri í framtíðinni. Dave Gahan, söngvari Depeche Mode, var hætt kominn í dóprugli þegar hann fór að trúa á Guð og syngur nú um frelsarann í flestum text- um sínum. Nick Cave er einnig mjög trúaður og söng meðal ann- ars God Is in the House á plötu sinni No More Shall We Part. Svo mætti lengi áfram telja. Samkvæmt þessu virðist Guð vera allt umlykjandi í tónlistar- heiminum, enda er þetta bransi þar sem stjörnurnar þurfa á allri þeirri hjálp að halda sem þær geta fengið. Hvar er þá betra að fá hana en í öruggum örmum almættisins? freyr@frettabladid.is Vorsýning Kynjakatta verður haldin 12. og 13. mars 2005 í reiðhöll Gusts, Álalind, Kópavogi. Sýningin er opin frá klukkan 10 - 18 báða dagana. PÁLL RÓSINKRANZ Páll hefur átt farsælan sólóferil eftir að hann hætti í Jet Black Joe. KORN „Head“, lengst til vinstri, yfirgaf félaga sína í Korn fyrir skömmu og ákvað að helga líf sitt Guði og dóttur sinni. CAT STEVENS Trúbadorinn fyrrverandi naut mikilla vinsælda á sínum tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Það þykir ávallt tíðindum sæta þegar frægir tónlistarmenn ákveða að einbeita sér að trúar- brögðum. Flest fólk myndi telja það fráleitt að gefa upp á bátinn slíkt stjörnulíferni sem svo marga dreymir um til þess eins að hægja á sér, krjúpa niður á hnén og segja amen. Í örmum almættisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.