Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 31
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagur 12. mars, 71. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 7.56 13.37 19.20 AKUREYRI 7.42 13.22 19.03 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Viðar Friðfinnsson er bíladellukarl með stóru béi, en hann hefur átt um það bil 100 bíla síðan hann fékk bíl- prófið 18 ára gamall. Hann segir Kadilakka algjöra eðalbíla. Nú á hann Cadillac Civil árgerð 1995 sem hann er búinn að eiga í tvö og hálft ár. Viðar hefur alveg sérstaka ást á Kadilökk- um. „Þetta er fjórði Kadilakkinn sem ég eignast, þetta eru slíkir eðalbílar og þennan keypti ég bæði af því að hann er svo flottur og svo er þetta lúxuskerra. Það er ekki síst fjöðrunin sem er engu lík, maður finnur aldrei fyrir misfellum í veginum heldur sígur niður með bílnum eins og í dúnmjúku rúmi væri,“ segir hann og hlær. Kadilakkinn er að sjálfsögðu fullbúinn flottum hljómflutningstækjum og æðis- legur jafnt utan sem innan með fullkominni þjófavörn. „Fólk heldur gjarnan að amerískir bílar eyði svo miklu, en það er misskilningur,“ segir Viðar. „Á langkeyrslu er þessi bíll að eyða níu á hundraði og við erum að tala um 300 hestafla mótor. Amerískir bílar eru ekki heldur dýrir í rekstri því varahlutirnir eru ódýrari en til dæmis í japanska bíla þó að oft þurfi að sérpanta í þá amerísku. Þeir fást bara úti á hlægilegu verði.“ Viðar veit örugglega hvað hann syngur þvi hann er búinn að vera í þessum bransa í áratugi og nýlega opnaði hann glæsilegt bílaverkstæði, A B Bremsur og viðgerðir, í Akralind 1 í Kópavogi. „Þar er ég með rúmgott og bjart hús- næði og geri við allar tegundir bíla. Þótt við höfum reyndar sérhæft okkur í bremsuvið- gerðum leggjum við auðvitað áherslu á að veita góða, persónulega og ódýra þjónustu og bjóðum alla hjartanlega velkomna með biluðu bílana sína.“ edda@frettabladid.is Lúxuskerra með fjöðrun sem er engu lík bilar@frettabladid.is Bílaframleiðandinn Renault sýndi áhugaverðan hugmyndabíl á bílasýningunni í Genf á dögunum. Sagt er frá bílnum á heimasíðu B&L, bl.is, en bíllinn, sem heitir Zoé, er þriggja manna og hannaður með hliðsjón af þörfum borgar- búans. Hann er afar lítill, stöð- ugur og klár í krappar beygjur. Hann eyðir minna en stærri bílar og er með mikið flutn- ingsrými. Hyundai Sonata er með lægstu bil- anatíðnina sam- kvæmt nýjustu könnun Consumer Reports. Könnunin birtist árlega á vegum bandarísku neytenda- samtakanna og eru 810 þús- und bifreiðaeigendur spurðir um vélarbilanir eða önnur vandkvæði sem geta verið rak- in til bílaframleiðandans. Sá bíll sem var með hæstu bilana- tíðni, í lægsta sæti í könnun- inni, var Mercedes Benz E- Class. William Clay Ford eldri, eini eftirlifandi afadrengur bílafrömuðarins Henry Ford, ætlar að setjast í helgan stein eftir meira en hálfrar aldar starf hjá bílaframleiðandanum Ford. William Clay, sem verður átt- ræður á mánudaginn, ætlar að hætta í stjórn fyrir- tækisins í maí á þessu ári. William Clay er þó við ágæta heilsu og mun ennþá sinna mikilvægu hlut- verki í stjórnun fyrirtækisins. Hann mun hins vegar ekki gegna neinum formlegum skyldum fyrir það. VIÐAR OPNAÐI NÝLEGA BÍLAVERKSTÆÐI Í AKRALIND 1 Í KÓPAVOGI Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Pabbi, leyfðu mömmu að keyra, það er miklu meira spennandi! Hyundai Sonata reynsluekin BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.