Fréttablaðið - 12.03.2005, Síða 33
LAUGARDAGUR 12.mars 2005
!"# $% &'(
!" !
)' !"# $% &'(
#$
%
&''
!"
*
!"# $%&'(($ #)$* +
,$*&'$(- $%&'(()-)$ $%."(- - *(/
*)# / +,$)(-)/.##0 )(-+12)-(%)#
% ) 3#0-)$ 0%&'(()/("!$%2%&2 /
""*3 3#*.$3#- +%) .$(-3#
.(##(- ./(- &03(+
)/)#( " "% $$&2(- %&'(($
*% (((/ "0%%&'( )"+ )
4(-*)-(5/)-4 53(5 "#)6- 54)(52$(.
3#/)3#*7$()#7/)"08)3#3 +
,$".#(-3($(-/)&(-5 "#)6-(-5(-53(3#.$(-
4)"(- -!-.#(((- )"."(-+
& + ,-
-
)$% $*$ 0/)&
)!$(-90(3(
) /)&((-(/
*+,$*&'$(-% /
$ &'* $ 0 #!$(
)$"03 53#8) . -
3-$ $-(#(9
,$4(-(-3(3#(
)3# )/)" $+
/
0 -
1 "( $4 (-
"#)6-9,$#)(-% $
"6%# )3#3(-%#
$% # - +
$ -
(*)-(3
*29/(7&(-*)-(
3 3#*)-(/ ")(-*")$(-+
1 *-
(/)-4 )#9
/(7&(-/)-4 3#
#3- ")(-#)$(-
*")$ +
2 -
,$4(- (-
%((*.$54)(3#)&(-
2$(. 0*+
: #- )#(*.#$ .3(/(+
Mottu
rnar fr
á okku
r eru
góðar
í send
ibíla
Nýr Peugeot 407 hefur nútímalegt
útlit.
Hulunni svipt
af nýju ljóni
Nýr Peugeot 407 verður
frumsýndur á fimm stöðum
á landinu í dag.
Nýja Peugeot 407 línan verður
frumsýnd hjá Bernhard ehf. í
Vatnagörðum í dag.
Peugeot 407 er glæsilegur
útlits og býður upp á ýmsa
nýsköpun í tækni og útbúnaði.
Hann uppfyllir einnig hæstu
öryggiskröfur og er með
afar góða aksturseiginleika.
Peugeot er boðinn í fjögurra
dyra limosine útfærslu og
fimmdyra SW útfærslu með
glerþaki á 407. Peugeot 407
hefur straumlínulagaðan
framenda og uppbyggðan
afturenda sem gerir útlitið
framúrstefnulegt.
Peugeot 407 kemur í alls 22
útfærslum, allt eftir þörfum
hvers og eins. Allt frá 1.8 l
bensínvél upp í 3.0 i V6 ásamt
dísilvélum í ýmsum stærðum.
Hið mikla framboð er nýgerð-
um samningi við Peugeot í
Danmörku að þakka en það
samstarf eykur þjónustustig
Peugeot á Íslandi, styttir af-
greiðslutíma og gerir Bern-
hard ehf. kleift að bjóða við-
skiptavinum sínum enn lægra
verð.
Umboðsaðilar Bernhard
Peugeot á Íslandi eru: Bílavík
í Reyjanesbæ, Bílver á Akra-
nesi, Höldur á Akureyri og
Bragginn í Vestmannaeyjum.
Um helgina verður opið hjá
öllum þessum aðilum frá 12 til
16 báða dagana.
Verðið á Peugeot 407 er frá
2.190.000 krónum. ■
Nýir bílar á 5%
lægra verði
Bílaumboðið Ingvar Helga-
son lætur kaupendur njóta
sterkari krónu.
Verð á öllum nýjum bílum hjá
Ingvari Helgasyni ehf. var
lækkað í gær um 5% eða um allt
að 250 þúsund krónur. Nissan
Patrol Luxury kostaði til dæmis
4.580.000 krónur en kostar nú
4.350.000 krónur.
Að sögn Kristins Þórs Geirs-
sonar, forstjóra Ingvars Helga-
sonar, vill fyrirtækið láta við-
skiptavini njóta þess að íslensk
króna hefur styrkst að undan-
förnu. „Bílaumboðin hafa ekki
staðið sig sem skyldi við að
lækka listaverð hjá sér þegar
gengisbreytingar gefa tilefni til
slíks – sem auðvitað er óeðli-
legt. Við höfum ákveðið að
tengja verðlista nýrra bíla hjá
okkur við gengið og heitum því
að endurskoða verðlagninguna
reglulega með tilliti til stöðu
krónunnar.“ ■
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Húrra fyrir löggunni!
Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennaranum
mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið.
Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá
nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu.
Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á
rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í
nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján
ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar
lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann
brenndi sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og
hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn.
Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við
gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er
það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: „Mundu að fara varlega.“ Þetta fer
ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg
brot.
En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafnmikið í taugarnar á okkur? Eða finnst
okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt
og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lög-
reglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis?
Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það
er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að
bjarga þér frá því að lenda í slysi.
Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni!