Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 56
BORÐTENNIS Það kemur kannski
fáum á óvart að Guðmundur E.
Stephensen, borðtennisspilari úr
Víkingi, hafi tryggt sér Íslands-
meistaratitilinn um helgina en um
helgina varð hann Íslandsmeistari
tólfta árið í röð.
Guðmundur, sem verður 23 ára
gamall í sumar, vann fyrsta Ís-
landsmeistaratitilinn sinn 20.
mars 1994, þá enn ellefu ára
gamall, en síðan, þegar flestir
jafnaldrar hans eru að fóta sig í
sínum íþróttagreinum, hefur
strákurinn haft mikla yfirburði í
sinni grein og alls unnið 33
Íslandsmeistaratitla á tólf árum,
12 í einliðaleik, 11 í tvíliðaleik og
10 í tvenndarleik, en Guðmundur
varð einmitt þrefaldur Íslands-
meistari um helgina í tíunda sinn á
þessum tólf árum.
Markús Árnason, félagi Guð-
mundar úr Víkingi, þurfti að sætta
sig við silfrið í einliðaleik í fjórða
skiptið um helgina. Guðmundur
hefur einnig unnið fjóra úrslita-
leiki gegn Kjartani Briem úr KR
en Kjartan er einmitt síðasti Ís-
landsmeistarinn á undan yfirtöku
Guðmundar. Markús hefur reynd-
ar unnið Íslandsmeistaratitla við
hlið Guðmundar á þessum tíma
því þeir félagar unnu tvíliðaleik-
inn í sjöunda skiptið um helgina.
Guðmundur vann einnig
tvenndarleikinn, nú með Magneu
Ólafs, en síðustu þrjú árin á undan
hafi Guðmundur unnið titilinn
með systur hennar, Halldóru
Ólafs.
Yfirburðir Guðmundar eru
ótrúlegir, hann hefur sem dæmi
unnið 40 af 44 lotum í þessum tólf
úrslitaleikjum og það var aðeins
fyrir níu árum síðan sem hann
lenti í kröppum dansi þegar
úrslitaviðureign hans og Kjartans
fór alla leið í oddalotu en hana
vann Guðmundur reyndar sann-
færandi. Guðrún Björnsdóttir úr
KR varð Íslandsmeistari í kvenna-
flokki í einliðaleik er hún sigraði
Kristínu Hjálmarsdóttur KR í úr-
slitaleik 4-0. ooj@frettabladid.is
44 12. mars 2005 LAUGARDAGUR
33 Íslandsmeistaratitlar á tólf árum
Guðmundur E. Stephensen varð þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis um síðustu helgi. Þetta var tólfta
árið í röð sem Guðmundur verður meistari í einliðaleik en titilinn vann hann fyrst ellefu ára gamall.
NÁÐI VARLA UPP FYRIR BORÐIÐ
Guðmundur Stephensen sést hér á
fleygiferð í úrslitaleiknum fyrir ellefu
árum.
MEISTARI TÓLFTA
ÁRIÐ Í RÖÐ Guð-
mundur Stephensen
sést hér með bikar-
inn sem Íslands-
meistari í borðtennis
karla tólfta árið í röð.
ELLEFU ÁRA MEISTARI Guðmundur
Stephensen varð fyrst Íslandsmeistari í
borðtennis 20. mars 1994, fyrir ellefu
árum.
KR tekur á móti Snæfelli:
Endurtekur
sagan sig?
KÖRFUBOLTI KR-ingar geta slegið út
Snæfell í öðrum leik liðanna í átta
liða úrslitum úrslitakeppni Inter-
sportdeildar karla en leikurinn
fer fram klukkan 16.00 í DHL-
höllinni í dag. Á sama tíma geta
Íslandsmeistarnir úr Keflavík
einnig komist áfram og jafnframt
slegið nágranna sína í Grindavík
út þriðja árið í röð og þá alltaf á
þeirra eigin heimavelli í Röstinni í
Grindavík. KR vann fyrsta leikinn
í Hólminum með þriggja stiga sig-
urkörfu Aarons Harper 7 sekúnd-
um fyrir leikslok en Harper hefur
nú tryggt sínu liði sigur tvo leiki í
röð.
KR-ingar ættu að vera reynsl-
unni ríkari. Fyrir ári síðan voru
þeir í sömu stöðu, unnu fyrsta leik
átta liða úrslitanna í Grindavík,
95-99, en töpuðu síðan næstu
tveimur og duttu út. Í heimaleikn-
um skoraði Grindavík 42 stig í
fyrsta leikhluta sem liðið vann
með 29 stigum og leikinn á endan-
um með 13 stigum, 95-108.
Grindavík vann síðan oddaleikinn
í Grindavík með fimm stigum, 89-
84. ooj@frettabladid.is
UPP AÐ VEGG Snæfell vann sex fyrstu
leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra en hefur
nú tapað fjórum leikjum í röð í úrslita-
keppninni.