Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 56
BORÐTENNIS Það kemur kannski fáum á óvart að Guðmundur E. Stephensen, borðtennisspilari úr Víkingi, hafi tryggt sér Íslands- meistaratitilinn um helgina en um helgina varð hann Íslandsmeistari tólfta árið í röð. Guðmundur, sem verður 23 ára gamall í sumar, vann fyrsta Ís- landsmeistaratitilinn sinn 20. mars 1994, þá enn ellefu ára gamall, en síðan, þegar flestir jafnaldrar hans eru að fóta sig í sínum íþróttagreinum, hefur strákurinn haft mikla yfirburði í sinni grein og alls unnið 33 Íslandsmeistaratitla á tólf árum, 12 í einliðaleik, 11 í tvíliðaleik og 10 í tvenndarleik, en Guðmundur varð einmitt þrefaldur Íslands- meistari um helgina í tíunda sinn á þessum tólf árum. Markús Árnason, félagi Guð- mundar úr Víkingi, þurfti að sætta sig við silfrið í einliðaleik í fjórða skiptið um helgina. Guðmundur hefur einnig unnið fjóra úrslita- leiki gegn Kjartani Briem úr KR en Kjartan er einmitt síðasti Ís- landsmeistarinn á undan yfirtöku Guðmundar. Markús hefur reynd- ar unnið Íslandsmeistaratitla við hlið Guðmundar á þessum tíma því þeir félagar unnu tvíliðaleik- inn í sjöunda skiptið um helgina. Guðmundur vann einnig tvenndarleikinn, nú með Magneu Ólafs, en síðustu þrjú árin á undan hafi Guðmundur unnið titilinn með systur hennar, Halldóru Ólafs. Yfirburðir Guðmundar eru ótrúlegir, hann hefur sem dæmi unnið 40 af 44 lotum í þessum tólf úrslitaleikjum og það var aðeins fyrir níu árum síðan sem hann lenti í kröppum dansi þegar úrslitaviðureign hans og Kjartans fór alla leið í oddalotu en hana vann Guðmundur reyndar sann- færandi. Guðrún Björnsdóttir úr KR varð Íslandsmeistari í kvenna- flokki í einliðaleik er hún sigraði Kristínu Hjálmarsdóttur KR í úr- slitaleik 4-0. ooj@frettabladid.is 44 12. mars 2005 LAUGARDAGUR 33 Íslandsmeistaratitlar á tólf árum Guðmundur E. Stephensen varð þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis um síðustu helgi. Þetta var tólfta árið í röð sem Guðmundur verður meistari í einliðaleik en titilinn vann hann fyrst ellefu ára gamall. NÁÐI VARLA UPP FYRIR BORÐIÐ Guðmundur Stephensen sést hér á fleygiferð í úrslitaleiknum fyrir ellefu árum. MEISTARI TÓLFTA ÁRIÐ Í RÖÐ Guð- mundur Stephensen sést hér með bikar- inn sem Íslands- meistari í borðtennis karla tólfta árið í röð. ELLEFU ÁRA MEISTARI Guðmundur Stephensen varð fyrst Íslandsmeistari í borðtennis 20. mars 1994, fyrir ellefu árum. KR tekur á móti Snæfelli: Endurtekur sagan sig? KÖRFUBOLTI KR-ingar geta slegið út Snæfell í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Inter- sportdeildar karla en leikurinn fer fram klukkan 16.00 í DHL- höllinni í dag. Á sama tíma geta Íslandsmeistarnir úr Keflavík einnig komist áfram og jafnframt slegið nágranna sína í Grindavík út þriðja árið í röð og þá alltaf á þeirra eigin heimavelli í Röstinni í Grindavík. KR vann fyrsta leikinn í Hólminum með þriggja stiga sig- urkörfu Aarons Harper 7 sekúnd- um fyrir leikslok en Harper hefur nú tryggt sínu liði sigur tvo leiki í röð. KR-ingar ættu að vera reynsl- unni ríkari. Fyrir ári síðan voru þeir í sömu stöðu, unnu fyrsta leik átta liða úrslitanna í Grindavík, 95-99, en töpuðu síðan næstu tveimur og duttu út. Í heimaleikn- um skoraði Grindavík 42 stig í fyrsta leikhluta sem liðið vann með 29 stigum og leikinn á endan- um með 13 stigum, 95-108. Grindavík vann síðan oddaleikinn í Grindavík með fimm stigum, 89- 84. ooj@frettabladid.is UPP AÐ VEGG Snæfell vann sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra en hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í úrslita- keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.