Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 60
MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Stíg engin feilspor Nýjustu „trendin“ í skótískunni koma eins og köld vatnsgusa framan í marga. Sérstaklega þá sem hafa upplifað þessa tísku áður og jafnvel oftar en einu sinni. Ég verð þó að viðurkenna að ég fékk smá hland fyrir hjartað þegar ég fór að rekast á „stultuskóna“ í tískublöðunum en um leið popp- uðu skemmtilegar minningar upp í hugann. Ég var mjög hrifin af þessari skótísku sem unglingur. Á þeim tíma var hippatískan svolítið vinsæl, allavega í Árbænum. Ég er þó alls ekki viss um hvort hippa- tískan hafi náð flugi í öðrum hverfum? Á þessu tímabili versluðum við Árbæj- ardætur fötin okkar í Spútník og komumst í feitt þegar við uppgötvuðum flóamarkað Hjálpræðishersins, foreldrum okkar til mikillar mæðu. Á þessu tímabili keypti ég „stultuskó“ í Spútník sem voru úr plasti og botninn á þeim minnti á bastkörfu. Þeir voru ekki sérlega þægilegir en ég gekk á þeim heilan vetur og fílaði mig vel. Vinkona mín var þó örlítið flottari á því en hún hafði afnot af „stultuskóm“ úr fataskáp ömmu sinnar. Þeir voru mun flottari en mínir, úr grænu leðri og botninn á þeim var úr ekta við. Ég var svo heppin að fá þá stundum lánaða en skilaði þeim alltaf aftur með trega. Það sem var svo gott við þessa skó var hvað þeir gerðu mann spengilegan og hávaxinn og segja má að þessi skótíska hafi verið himnasending fyrir lágvaxnar. Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af „stultuskónum“. Þegar gesti bar að garði áttu for- eldrarnir það til að draga fram gersemarnar til þess eins að gera gys að þeim. Ég lét það ekki á mig fá og notaði skóna bara þeim mun meira eða þangað til þeir urðu ónýtir. Nú get ég tekið gleði mína á ný því „stultuskórnir“ eru komnir aftur í tísku. Nú er bara að æfa réttu taktana, ganga bein í baki og passa mig að stíga engin feilspor. 48 12. mars 2005 LAUGARDAGUR V egur breska tískuhönnuð-arins Stellu McCartneyhefur legið upp á við síðan hún útskrifaðist úr St. Martins’s skólanum í Lundúnum árið 1995. Tveimur árum eftir útskrift var hún ráðin sem listrænn stjórnandi Chloe-tískuhússins í París. Hún kom með ferska strauma inn í tískuheiminn og lagði meginá- herslu á að búa til kvenleg og þokkafull föt sem væru uppfull af húmor. Í apríl 2001 yfirgaf hún Chloe til að stofna tískuhús undir eigin nafni í samvinnu við GUCCI Group. Síðastliðið haust tók Stella það verkefni að sér að hanna dömu- línu fyrir íþróttamerkið Adidas. Þetta er í fyrsta skipti sem há- tískuhönnuður hannar sportfatn- að fyrir íþróttamerki. Vor- og sumarlínan kom í verslanir úti í heimi á dögunum en hún kemur ekki til Íslands fyrr en í ágúst þegar haustvörurnar koma. Samningur Stellu við Adidas hljómar upp á að hún geri tvær línur á ári, vor- og haustlínu. Í Adidas-línu Stellu er að finna hlaupaföt, líkamsræktarföt ásamt sundfötum. Hönnunin er framúr- stefnuleg, smart og kvenleg og óhætt er að segja að þessi föt eigi eftir að hvetja konur til íþrótta- iðkunar og er það vel. Litasam- setningarnar spila skemmtilega sinfóníu. Ljósgrái liturinn er áberandi ásamt fölbleikum, lilla- bleikum, ferskjulituðum og eyði- merkurlituðum. Einnig er tölu- vert um gyllta tóna út í bláa og græna. Mikið er lagt í sníðagerð og nostrað er við hvert smáatriði. Adidas hefur lengi verið framar- lega í sportfatnaði en óhætt er að fullyrða að þetta sé það heitasta sem er að gerast í íþróttatískunni sem helst í hendur við ráðandi tískustrauma. Eina neikvæða við þessa dýrðlegu hönnun er að ger- semarnar munu ekki berast til Íslands fyrr en í ágúst þegar haustlínan kemur í hús í Adidas concept store í Kringlunni. martamaria@frettabladid.is SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Í tilefni af 30 ára afmæli verslunar Láru gullsmiðs bjóðum við 30-50% afslátt af völdum vörum áfram til 17. mars > BERGLIND ÓMARSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR Eyði mestum peningum í efni >>> Uppáhaldshönnuðir? „Alexander McQueen er alltaf jafn flott- ur og svo er ég hrifin af íslenskri hönn- un. Ég fíla Jón Sæmund og Selmu mjög vel en þau standa sig vel í bolahönnun.“ Fallegustu litirnir? „Svartur er alltaf flottastur en ég er líka hrifinn af grænu, rauðu og appelsínu- gulu.“ Hverju ertu mest svag fyrir? „Ég hef alltaf verið jakkafrík, veit ekki hvað ég á marga en þeir hlaupa á ein- hverjum tugum.“ Hvaða flík keyptir þú þér síðast? „Ég keypti mér gallajakka hjá Rögnu Fróða, en hún er að selja vörur eftir finnskan hönnuð.“ Hvað finnst þér mest sjarmerandi í vor- og sumartískunni? „Mér finnst svo skemmtilegt þegar sólin fer að skína og allt verður litríkara í verslununum. Ætli mér finnist ekki öll léttu pilsin mest sjar- merandi.“ Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir vorið? „Það er svo sem ekki ákveðið. Ég er að fara til Kúbu og það er aldrei að vita nema ég finni mér eitthvað þar.“ Uppáhaldsverslun? „Ég versla svolítið í Vila í Smáralind. Þar er hægt að fá flotta boli.“ Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? „Ekki miklum. Ég sauma meira og minna allan fatnað sem ég nota. Ég eyði meiri peningum í efni en í föt.“ Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? „Hermannaúlpunnar sem ég er alltaf í.“ Uppáhaldsflík? „Levis-gallajakki sem ég keypti í Þýska- landi fyrir nokkrum árum.“ Ljótasta flík sem þú hefur keypt? „Ég hef keypt mér svo margt ljótt um ævina. Ætli fermingarfötin mín toppi þetta ekki. Ég fermdist í fölbleikum stretsbuxum og var í fölbleikum jakka við með skærbleikt ennisband og hvít- um mokkasínum.“ Stjörnurnar klæðast Rock & Republic Ameríska gallabuxnamerkið Rock & Republic er eitt vinsælasta galla- buxnamerkið hjá fræga fólkinu í út- löndum. Kryddpían Victoria Beck- ham hefur verið það hrifin af merk- inu að einn af hönnuðum merkisins, Michael Ball, fékk hana til sam- starfs við sig og saman bjuggu þau til sjóðheita gallabuxnalínu. Að sögn Victoríu var þetta æði spennandi verkefni fyrir hana þar sem tískuáhugi hennar er mikill. Alicia Silverstone, Renée Zellweger og Cameron Diaz eru líka miklir Rock & Republic aðdáendur. Það sem einkennir þessar stjörnugalla- buxur er hvað þær eru klæðilegar og úr góðum efnum. Á dögunum kom gallabuxnasending frá Rock & Republic til Íslands og eru þær seld- ar í Gallerí 17 og í Centrum. Yfirmáta smekklegt! Hin snjalla Stella McCartney hefur fengið lof fyrir Adidas-línuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.