Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 62
Á sunnudaginn verða haldnir tónleikar með spænska tenórnum Placido Domingo. Hann er oft kallaður konungur óperunnar og er ein skærasta stjarna sígildr- ar tónlistar. Domingo hélt blaðamannafund í gær ásamt sópransöngkonunnni Ana Maria Martinez, en auk þeirra tveggja koma fram á tónleikunum Óperukórinn undir stjórn Garðars Cortes og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, en stjórnandi tónleikanna verður Eugene Kohn. „Það var yndislegt að vakna við þetta veður en ég bjóst við meiri snjó. Kannski er það bara gott, ég verð að passa upp á röddina,“ sagði Domingo léttur í bragði þegar fundurinn hófst. Tenórinn, sem er þekktur fyrir mikinn knattspyrnuáhuga, dreymdi um að verða knatt- spyrnukappi. Hann segist samt feginn að hafa valið sönginn. „Ef fótboltann hefði orðið ofan á væri ég sestur í helgan stein fyrir þrjá- tíu árum síðan,“ segir þessi við- kunnanlega stórstjarna og hlær. „Í dag leikur tónlistin svo stórt hlut- verk í mínu lífi að mér finnst ómögulegt að sjá fyrir mér að ég hefði gert nokkuð annað en að syngja og ég er þakklátur fyrir það tækifæri.“ Afkastamikill og langur ferill Domingo, sem er fæddur í Madríd, fluttist átta ára gamall til Mexíkó, þar sem hann lærði fyrst á píanó. Eftir að sönghæfileikar hans voru uppgötvaðir sneri hann sér að söng- námi og kom fyrst fram sem Al- fredo í óperunni La Traviata í lok sjöunda áratugarins. „Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá að syngja. Að ná frama í óperuheiminum kost- ar mikla vinnu.“ Domingo verður seint sakaður um að hafa setið með hendur í skauti. Á fjörutíu ára ferli hefur hann leikið yfir hundrað hlut- verk, tekið upp meira en hundrað plötur og leikið í þremur kvik- myndaútgáfum af óperum. Þá hefur hann hlotið níu Grammy-verðlaun og yfir einn milljarður manna í 117 löndum sá sjónvarpsútsendinguna frá óperunni Tosca, sem sett var upp í Róm 1992 þar sem Domingo fór með aðalhlutverkið. „Ferill minn er orðinn það langur að ég söng með móður Ana Maria,“ segir Domingo og fær viðstadda til þess að hlæja. Hann leyfir sér þó að efast um að honum takist að syngja með dóttur Ana Maria. Kemur ungu fólki á framfæri Þrátt fyrir að vera ein skærasta stjarna óperuheimsins leggur Dom- ingo sitt af mörkum til þess að koma óperusöngvurum á framfæri, því hann stendur fyrir alþjóðlegri keppni, Operiala, þar sem ungu hæfileikafólki gefst kostur á að taka þátt. Þess má til gamans geta að Ana Maria Martinez vann Pepita Emil-verðlaunin í þeirri keppni 1995. Domingo vill greinilega vera viss um að óperuheimurinn verði í góðum höndum þegar hann kveður sviðið. Hann segir enn fremur að það sé honum ekki erfitt að starfa með ungum stjórnendum og hann forðist að taka fram fyrir hendurn- ar á þeim. „Þeir sjá um sitt og ég um mitt. Röddin er viðkvæmasta hljóð- færið og söngvarar verða að geta treyst sínum stjórnanda og að þeir vinni saman. Þrátt fyrir að vera stjórnandi sjálfur tek ég ekki fram fyrir hendurnar á þeim sem eiga að stjórna mér.“ Fær ennþá sömu tilfinninguna Domingo segist enn þann dag í dag fá sömu spennutilfinninguna þegar hann stígi á sviðið. „Ég veit vel að við sem erum í þessu erum ekki að bjarga heiminum, síður en svo. En þegar fólk kemur til þess að sjá okk- ur og hlusta á okkur vill það gleyma sínum vandamálum. Ég gef því allt í alla mína tónleika,“ segir Domingo. Hann lofar því að tónleikarnir verði fyrir alla, því auk aría úr óperum verði lög sem alllir ættu að þekkja. Domingo vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi syngja á íslensku eða hvaða lag. „Það verður bara rús- ínan í pylsuendanum, og ef ég segði ykkur það væri það svona svipað eins og að fá eftirréttinn á undan að- alréttinum.“ Fundinum lauk svo með frekar óvæntu atriði. Gestir fundarins fengu þá einstakt tæki- færi til þess að syngja afmælissöng- inn með meistaranum sjálfum, þeg- ar í ljós kom að Ana Maria átti afmæli. freyrgija@frettabladid.is 50 12. mars 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu Sigríðar Salvars- dóttur frá Vigur, í menningarmið- stöðinni Gerðubergi sem lýkur nú um helgina. Hún sýnir þar lista- verk sem gerð eru úr mannshári og hefur sýningin vakið verð- skuldaða athygli. ... tónleikum í Salnum í Kópa- vogi klukkan 13 í dag þar sem flutt verða svokölluð Sononymous-verk eftir Hilmar Þórðarson, sem eru gagnvirk tónverk samin fyrir tölvu og klass- ísk hljóðfæri, mannsrödd og mannslíkama. ... áströlsku kvikmyndinni Picnic at Hanging Rock, sem Peter Weir gerði árið 1975. Kvik- myndasafn Íslands sýnir hana í Bæjarbíói í Hafnarfirði klukkan 16 í dag. Franska hljómsveitin Von Magnet verður með tónleika á Nasa í dag þar sem flutt verður tilraunakennd blanda af flamenco- tónlist og raftónlist. Von Magnet er ekki bara hljómsveit, því með í för eru leikarar, dansarar og myndlistar- menn sem í sameiningu búa til fjölskrúðuga sýningu með tónlist, leiklist, vídeóinnsetn- ingu og flamencodansi. Hljómsveitin var stofnuð í London árið 1985 og hefur mikið komið fram á neðanjarðar- sviði Lundúnaborgar. Fyrstu plöturnar gerðu þeir undir stjórn Ken Thomas, sem er fram- leiðandi Sigur Rósar og starfaði einnig á sín- um tíma með Sykurmolunum. Nýjasta platan þeirra, sú tíunda í röðinni, heitir De l’aimant og koma þeir hingað til lands í tilefni af útkomu hennar. Sveitina skipa Phil Von sem dansar, leikur á trommur, gramsar í tölvum og syngur, Flore Magnet söngvari sem einnig sér um mynd- böndin, sviðslistina og leiklistina, Yana Maizel sem dansar, Sabine Van Den Oever á flamenco-gítar og Nikho Def, sem er hljóð- maður. Tónleikarnir á Nasa hefjast klukkan 17 og aðgangur er ókeypis. Kl. 15.00 Sigrid Valtingojer opnar í dag sýninguna Hörund jarðar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu þar sem hún sýnir innsetningu og frottage-myndir. Einnig opnar Kristín Garðarsdóttir sýningu á keramikverkum á sama stað. menning@frettabladid.is Rafmögnuð flamenco-tónlist á Nasa ! VERÐUR Á BLÚSHÁTÍÐ KK kemur fram með gömlu félögum sínum í Grinders á Blúshátíðinni. Miðasala á Blúshátíð Blúshátíð í Reykjavík verður haldin í dymbilvikunni í ár eins og í fyrra. Hátíðin verður prýdd fjöl- mörgum blústónlistarmönnum, bæði landsliðinu sem og frábær- um erlendum gestum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er hljómsveitin Kentár en sérstakur gestur þeirra er Björgvin Gíslason gítarleikari, Smokie Bay Blues band, Hot Damn! og Mood. Einnig kemur hinn ástsæli tónlistarmaður KK fram með hljómsveitinni Grind- ers í fyrsta sinn í meira en áratug en þeir mældu götur stórborga saman hér á árum áður. Hátíðin hefst þriðjudaginn 22. mars á Hótel Borg og lýkur á negrasálmatónleikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík á föstudaginn langa. ■ Schlingensief til Íslands Pilobolus á æfingu með Íslenska dansflokknum Pilobolus-hópurinn tók þátt í æfingu Íslenska dansflokksins á föstudagsmorgun. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk að fylgjast með æfingunni og áttaði sig þá á því af hverju liðsmenn flokksins eru sagðir sterkustu íþróttamenn heims. Styrkur þeirra er augljós- lega gífurlegur og sést helst þegar þau halda á hverju öðru í erfiðum stellingum og mynda stórkostlega skúlptúra. Renée Jaworski er einn með- limur hópsins og er ánægð með að vera loksins komin til Íslands. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum hingað og við erum mjög spennt. Þetta er áhugaverður sal- ur sem við eigum að koma fram í, mjög stór. Það verður gaman að sjá hvernig fólkið tekur við okkur og ég vona að margir sjái sér fært að mæta. Það er mjög mismun- andi eftir löndum hvernig viðtök- urnar eru. Það vekur athygli að hreyfing- ar dansaranna virðast margar tengjast dýraríkinu eða náttúr- unni og nöfn hreyf- i n g a n n a sömuleiðis. „Já það er rétt, alltaf þegar við búum til nýjar hreyf- ingar horfum við á þær og finnum út hvað þær minna okkur á og nefnum þær eftir því. Það er mjög gott að nota nátt- úruna sem áhrifavald.“ Aðspurð hvort hópurinn muni hafa tíma til að gera eitthvað annað en að sýna á meðan dvöl þeirra stendur segir Renée æst: „Við fórum í Bláa Lónið! Það var æðislegt. Við för- um örugglega þangað aftur. Í dag ætlum við að rölta um í bænum og fara í búðir og á veit- ingastaði. Svo hef ég heyrt að það eigi að kólna rosalega yfir helg- ina, þá ætlum við að fara,“ segir hún og hlær. Dansflokkurinn sýn- ir í Laugardalshöll í kvöld. -bg Hinn þekkti þýski leikstjóri Christoph Schlingensief frumflyt- ur nýtt verk, Animatograph, í Klink og Bank á Listahátið í vor. Schlingensief hefur undan- farið undirbúið verkefnið hér á landi, en að því koma allmargir ís- lenskir listamenn bæði frá Klink og Bank og Þjóðleikhúsinu sem er samstarfsaðili að verkefninu auk Landsbankans. Um er að ræða að hluta til kvikmynd, sem varpað er á hring- svið þar sem ýmsar verur eru á kreiki. Vinnur leikstjórinn út frá ýmsum minnum úr verkum Wagners, afrískum trúarhefðum, Íslendingasögunum og íslenskum samtíma. Verk leikstjórans hafa jafnan vakið mikla athygli og á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi í fyrra var frumsýnd sýning hans á óperunni Parsifal eftir Wagner. Vakti sýningin gríðarlegar deilur. Þetta nýja verkefni sem hér verður frumflutt á opnunardegi Listahátíðar hefur verið lengi í undirbúningi og verður sýnt í Berlín; New York og Vín. ■ CHRISTOPH SCHLINGENSIEF Mætir með nýtt verk í Klink og Bank á opnunar- dag Listahátíðar. PILOBOLUS DANSFLOKKURINN Í þessari æfingu hentu dansararnir sér niður í gólfið líkt og þeir væru að stinga sér í sundlaug. Stórtenór með fiðring í tánum DOMINGO ÁSAMT ANA MARIA „Ferill minn er orðinn svo langur að ég söng með móður hennar.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ / G VA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.