Fréttablaðið - 12.03.2005, Page 65
■ ■ OPNANIR
12.00 Listakonan Magnea Ás-
mundsdóttir opnar sýninguna
„Augnablikið mitt!“ í Galleríi Sævars
Karls.
14.00 Guðrún Jónsdóttir og Þor-
björg Halldórsdóttir opna sýningu á
Kaffi Karólínu í Listagilinu á Akureyri.
Þetta er fyrsta sýningin af þremur
sem þær standa fyrir.
14.00 Joris Rademaker opnar sýn-
ingu í Gallerí + í Brekkugötu 35 á
Akureyri. Titill sýningarinnar er
„Energy patterns“ og eru til sýnis þrjú
ný verk.
14.40 Kristín Þorkelsdóttir sýnir
myndröðina Nánd og Elísabet Olka
sýnir myndröðina Svipir í galleríinu
og listversluninni YZT að Laugavegi
40.
15.00 Margrét Birgisdóttir opnar
sýningu í Grafíksafni Íslands, Hafnar-
húsinu við Tryggvagötu.
15.00 Í sýningarsölum Norræna
hússins verður opnuð sýningin Far-
fuglarnir sem er samsýning á verk-
um sex norrænna myndlistarmanna
frá Danmörku, Finnlandi og Íslandi.
Þátttakendur eru Björg Þorsteins-
dóttir, Felix Pedersen, Kirsi
Jaakkola, Kristín Jónsdóttir frá
Munkaþverá, Timo Lintula og
Torben Heron.
16.00 Sýning á ljós- og stuttmynd-
um hinna stórhuga og sískapandi
nemenda í Fornámsdeild Myndlista-
skólans í Reykjavík verður opnuð í
Gallerý Tukt, Pósthússtræti 3-5.
16.00 Sýningin Nían - Mynda-
sögumessa verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Einnig
opnar Brynhildur Þorgeirsdóttir
viðamikla einkasýningu á neðri hæð
safnsins.
17.00 Sýning Önnu Jóa og Ólafar
Oddgeirsdóttur, Mæramerking II,
verður opnuð í Gallerí Skugga, Hverf-
isgötu 39. Í tilefni opnunarinnar flyt-
ur sendiherra Kanada á Íslandi,
Richard Têtu, ávarp.
Sýning á verkum Errós verður opnuð
í Listasafninu á Akureyri og stendur
hún til 8. maí. Meginuppistaðan á
sýningunni eru átta risastór málverk
úr myndröðinni Listasagan sem gerð
voru 1991-1992.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Rokksveit Rúnars Júlíusson-
ar skemmtir á Kringlukránni.
23.00 Snúðarnir Steinunn og Silja
verða með funk, soul og hiphop á
Café Cultura.
Hljómsveitin Grafík slær upp
stórdansleik á Nasa. Hljómsveitin
hefur ekki leikið fyrir dansi frá því
1987.
Þröstur 3000 á Sólon.
Hljómsveitin Fimm á Richter ásamt
Geira Sæm spilar á Classic Rock, Ár-
múla 5.
Danshljómsveit Friðjóns leikur í
Vélsmiðjunni á Akureyri.
Gleðisveitin Eðlan skemmtir í Sjall-
anum á Akureyri.
Addi M. spilar og syngur á Catalinu.
Hljómsveitin Tilþrif leikur í Breiðinni,
Akranesi.
■ ■ FUNDIR
10.30 „Þetta var nú ósvikin saga“
er yfirskrift ráðstefnu um barnabók-
menntir, sem helguð er rithöfundin-
um H.C. Andersen. Fyrirlesarar eru
Annette Lassen, Kristín Unnsteins-
dóttir, Jónína Óskarsdóttir og Mar-
grét Tryggvadóttir. Einnig flytja leik-
arar úr Þjóðleikhúsinu brot úr verk-
inu Klaufar og kóngsdætur.
12.00 Á áttunda laugardagsfundi
Reykjavíkurakademíunnar um Virkj-
un lands og þjóðar verður kynnt ný
Gallupkönnun auk þess sem Dr. Ás-
geir Jónsson og Dr. Jón Ágúst Þor-
steinsson halda framsöguerindi.
14.30 AFS á Íslandi stendur fyrir
málþingi um friðarmálefni í Korn-
hlöðunni, strax að loknum aðalfundi
samtakanna. Meðal framsögumanna
er einn af stofnendum AFS, Edwin
Masback, fyrrum sjúkrabílstjóri í
seinni heimstyrjöldinni.
■ ■ SAMKOMUR
14.00 Á afmælisdegi Þórbergs
Þórðarsonar verður dagskrá á veg-
um Íslenska esperantosambands-
ins í esperantohúsinu, Skólavörðu-
stíg 6b, um þýðingar úr þjóðtungum
á esperanto og þýðingar úr esper-
anto á þjóðtungur. Dagskráin er öll á
íslensku.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
LAUGARDAGUR 12. mars 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
9 10 11 12 13 14 15
Laugardagur
MARS
ELEKTROFLAMENCO
tónleikar á Nasa
lau. 12. mars kl. 17:00
Aðgangur ókeypis
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið
11. hver vinnur.
Eignastu hana á DVD
Taktu þátt þú gætir unnið:
Incredibles á DVD • Incredibles á VHS • Incredibles vasaútvarp • Incredibles Úr
Aðrar DVD og VHS myndir • Kippu af Coca Cola og margt fleira.
Sendu SMS skeytið BTL FBT á númerið 1900 og þú gætir unnið.
KRINGLUKRÁIN UM HELGINA
• Fjölbreyttur sérréttamatseðill
öll kvöld vikunnar
• Tilboðsmatseðill
fyrir Leikhúsgesti
• Hópamatseðill
• Sérsalur fyrir hópa
Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is
ROKKSVEIT
RÚNARS
JÚLÍUSSONAR
UM HELGINA
Sprelllifandi myndasögusýning
Stærsta myndasögusýning sem
nokkurn tímann hefur verið hald-
in hér á landi verður opnuð klukk-
an 16 í dag. Sýningin gengur undir
nafninu Nían, enda er myndasag-
an talin til níundu listgreinarinn-
ar. Það er Hafnarhús Listasafns
Reykjavíkur sem hýsir mynda-
sögumessuna, sem inniheldur
verk frá Danmörku, Finnlandi,
Noregi, Svíþjóð, Kanada, Bret-
landi, Bandaríkjunum og Íslandi.
Meðal Íslendinga sem eiga
verk á sýningunni eru Steingrím-
ur Eyfjörð, Hallgrímur Helgason,
Freydís Kristjánsdóttir, Tómas
Lemarquis, Helgi Þorgils Frið-
jónsson og margir fleiri sem ekki
er hægt að telja alla upp í þessari
grein. Margir þeirra eru úr Gisp!-
hópnum fræga, en það er einmitt
enginn annar en gamli Gisparinn
Bjarni Hinriksson sem er sýning-
arstjóri.
Í tilefni af þessum merka at-
burði kemur út níunda tölublaðið
af Gisp!, 204 blaðsíður að lengd,
sem einnig er sýningarskrá Ní-
unnar. Þetta eintak ætti að vera
fyrirtaks safngripur fyrir ís-
lenska myndasöguunnendur, enda
stútfullt af myndasögum og
myndasögugreinum.
Verk eftir bandaríska höfund-
inn Art Spiegelman eru áberandi
á sýningunni. Hann gerði hina
stórkostlegu „Maus“ sem hann
skrifaði eftir reynslusögu föður
síns úr helför gyðinga í seinni
heimsstyrjöldinni. Myndmálið í
bókinni vekur enn athygli þar sem
gyðingar eru túlkaðir sem mýs og
nasistar sem kettir. Spiegelman
vann Pulitzer-verðlaunin fyrir
bókina á sínum tíma og er hún
þannig séð ein viðurkenndasta
myndasaga heims.
Englendingnum Dave McKean
eru einnig gerð góð skil á sýning-
unni. Hans merkasta verk er vafa-
laust „Cages“ sem er ekki aðeins
falleg saga, heldur líka ein
þykkasta myndasaga síðustu
aldar. Hann hefur mikið unnið
með Neil Gaiman, þá meðal ann-
ars við kápurnar á Sandman-
bókunum. Stíll McKeans er ein-
stakur í myndasögugeiranum, og
eru bækur hans oft flokkaðar sem
fagurbókmenntir sökum hversu
grípandi myndirnar eru.
Á Níunni má einnig finna
norska listamanninn Jason sem
þekktastur er fyrir bækur sínar,
„Vent litt...“ og „Schhh!“ sem báð-
ar hafa vakið verðskuldaða at-
hygli bæði í Evrópu og Ameríku.
Annað meistaraverk hans er út-
færsla hans á glæpasögunni
„Järnvagnen“ eftir Stein Riverton.
Hann er sértaklega fær í að kalla
fram tilfinningar í orðfáum eða
orðlausum myndasögum sínum
þar sem dýrapersónur eru í aðal-
hlutverki. Hann er því sannkallað-
ur meistari myndmálsins.
Einnig ber að minnast á
kanadíska tímaritið Drawn &
Quarterly, sem er meðal virtustu
sjálfstæðu myndasögurita í Norð-
ur-Ameríku. Ritið hefur birt bæði
amerískar og skandinavískar sög-
ur og verða nokkrar af þeirra
helstu skrautfjöðrum með verk á
Níunni.
Sýningin í Hafnarhúsinu er ekki
eini vettvangur Níunnar. Borgar-
bókasafn Reykjavíkur heldur mál-
þing um myndasögur helgina 2-3.
apríl og bókabúðin Nexus mun selja
bækur eftir höfunda á sýningunni.
Nían lofar því að vera í eðli sínu
eins og myndasagan sjálf; lifandi
sýning sem hægt er að skoða aftur
og aftur.
Hugleikur Dagsson
ART SPIEGELMAN Svona sér Spiegelman sig á sjálfsmynd í verðlaunaverkinu Maus.