Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 65
■ ■ OPNANIR  12.00 Listakonan Magnea Ás- mundsdóttir opnar sýninguna „Augnablikið mitt!“ í Galleríi Sævars Karls.  14.00 Guðrún Jónsdóttir og Þor- björg Halldórsdóttir opna sýningu á Kaffi Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Þetta er fyrsta sýningin af þremur sem þær standa fyrir.  14.00 Joris Rademaker opnar sýn- ingu í Gallerí + í Brekkugötu 35 á Akureyri. Titill sýningarinnar er „Energy patterns“ og eru til sýnis þrjú ný verk.  14.40 Kristín Þorkelsdóttir sýnir myndröðina Nánd og Elísabet Olka sýnir myndröðina Svipir í galleríinu og listversluninni YZT að Laugavegi 40.  15.00 Margrét Birgisdóttir opnar sýningu í Grafíksafni Íslands, Hafnar- húsinu við Tryggvagötu.  15.00 Í sýningarsölum Norræna hússins verður opnuð sýningin Far- fuglarnir sem er samsýning á verk- um sex norrænna myndlistarmanna frá Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Þátttakendur eru Björg Þorsteins- dóttir, Felix Pedersen, Kirsi Jaakkola, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Timo Lintula og Torben Heron.  16.00 Sýning á ljós- og stuttmynd- um hinna stórhuga og sískapandi nemenda í Fornámsdeild Myndlista- skólans í Reykjavík verður opnuð í Gallerý Tukt, Pósthússtræti 3-5.  16.00 Sýningin Nían - Mynda- sögumessa verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Einnig opnar Brynhildur Þorgeirsdóttir viðamikla einkasýningu á neðri hæð safnsins.  17.00 Sýning Önnu Jóa og Ólafar Oddgeirsdóttur, Mæramerking II, verður opnuð í Gallerí Skugga, Hverf- isgötu 39. Í tilefni opnunarinnar flyt- ur sendiherra Kanada á Íslandi, Richard Têtu, ávarp.  Sýning á verkum Errós verður opnuð í Listasafninu á Akureyri og stendur hún til 8. maí. Meginuppistaðan á sýningunni eru átta risastór málverk úr myndröðinni Listasagan sem gerð voru 1991-1992. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Rokksveit Rúnars Júlíusson- ar skemmtir á Kringlukránni.  23.00 Snúðarnir Steinunn og Silja verða með funk, soul og hiphop á Café Cultura.  Hljómsveitin Grafík slær upp stórdansleik á Nasa. Hljómsveitin hefur ekki leikið fyrir dansi frá því 1987.  Þröstur 3000 á Sólon.  Hljómsveitin Fimm á Richter ásamt Geira Sæm spilar á Classic Rock, Ár- múla 5.  Danshljómsveit Friðjóns leikur í Vélsmiðjunni á Akureyri.  Gleðisveitin Eðlan skemmtir í Sjall- anum á Akureyri.  Addi M. spilar og syngur á Catalinu.  Hljómsveitin Tilþrif leikur í Breiðinni, Akranesi. ■ ■ FUNDIR  10.30 „Þetta var nú ósvikin saga“ er yfirskrift ráðstefnu um barnabók- menntir, sem helguð er rithöfundin- um H.C. Andersen. Fyrirlesarar eru Annette Lassen, Kristín Unnsteins- dóttir, Jónína Óskarsdóttir og Mar- grét Tryggvadóttir. Einnig flytja leik- arar úr Þjóðleikhúsinu brot úr verk- inu Klaufar og kóngsdætur.  12.00 Á áttunda laugardagsfundi Reykjavíkurakademíunnar um Virkj- un lands og þjóðar verður kynnt ný Gallupkönnun auk þess sem Dr. Ás- geir Jónsson og Dr. Jón Ágúst Þor- steinsson halda framsöguerindi.  14.30 AFS á Íslandi stendur fyrir málþingi um friðarmálefni í Korn- hlöðunni, strax að loknum aðalfundi samtakanna. Meðal framsögumanna er einn af stofnendum AFS, Edwin Masback, fyrrum sjúkrabílstjóri í seinni heimstyrjöldinni. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar verður dagskrá á veg- um Íslenska esperantosambands- ins í esperantohúsinu, Skólavörðu- stíg 6b, um þýðingar úr þjóðtungum á esperanto og þýðingar úr esper- anto á þjóðtungur. Dagskráin er öll á íslensku. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. LAUGARDAGUR 12. mars 2005 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Laugardagur MARS ELEKTROFLAMENCO tónleikar á Nasa lau. 12. mars kl. 17:00 Aðgangur ókeypis Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið 11. hver vinnur. Eignastu hana á DVD Taktu þátt þú gætir unnið: Incredibles á DVD • Incredibles á VHS • Incredibles vasaútvarp • Incredibles Úr Aðrar DVD og VHS myndir • Kippu af Coca Cola og margt fleira. Sendu SMS skeytið BTL FBT á númerið 1900 og þú gætir unnið. KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is ROKKSVEIT RÚNARS JÚLÍUSSONAR UM HELGINA Sprelllifandi myndasögusýning Stærsta myndasögusýning sem nokkurn tímann hefur verið hald- in hér á landi verður opnuð klukk- an 16 í dag. Sýningin gengur undir nafninu Nían, enda er myndasag- an talin til níundu listgreinarinn- ar. Það er Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur sem hýsir mynda- sögumessuna, sem inniheldur verk frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Kanada, Bret- landi, Bandaríkjunum og Íslandi. Meðal Íslendinga sem eiga verk á sýningunni eru Steingrím- ur Eyfjörð, Hallgrímur Helgason, Freydís Kristjánsdóttir, Tómas Lemarquis, Helgi Þorgils Frið- jónsson og margir fleiri sem ekki er hægt að telja alla upp í þessari grein. Margir þeirra eru úr Gisp!- hópnum fræga, en það er einmitt enginn annar en gamli Gisparinn Bjarni Hinriksson sem er sýning- arstjóri. Í tilefni af þessum merka at- burði kemur út níunda tölublaðið af Gisp!, 204 blaðsíður að lengd, sem einnig er sýningarskrá Ní- unnar. Þetta eintak ætti að vera fyrirtaks safngripur fyrir ís- lenska myndasöguunnendur, enda stútfullt af myndasögum og myndasögugreinum. Verk eftir bandaríska höfund- inn Art Spiegelman eru áberandi á sýningunni. Hann gerði hina stórkostlegu „Maus“ sem hann skrifaði eftir reynslusögu föður síns úr helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Myndmálið í bókinni vekur enn athygli þar sem gyðingar eru túlkaðir sem mýs og nasistar sem kettir. Spiegelman vann Pulitzer-verðlaunin fyrir bókina á sínum tíma og er hún þannig séð ein viðurkenndasta myndasaga heims. Englendingnum Dave McKean eru einnig gerð góð skil á sýning- unni. Hans merkasta verk er vafa- laust „Cages“ sem er ekki aðeins falleg saga, heldur líka ein þykkasta myndasaga síðustu aldar. Hann hefur mikið unnið með Neil Gaiman, þá meðal ann- ars við kápurnar á Sandman- bókunum. Stíll McKeans er ein- stakur í myndasögugeiranum, og eru bækur hans oft flokkaðar sem fagurbókmenntir sökum hversu grípandi myndirnar eru. Á Níunni má einnig finna norska listamanninn Jason sem þekktastur er fyrir bækur sínar, „Vent litt...“ og „Schhh!“ sem báð- ar hafa vakið verðskuldaða at- hygli bæði í Evrópu og Ameríku. Annað meistaraverk hans er út- færsla hans á glæpasögunni „Järnvagnen“ eftir Stein Riverton. Hann er sértaklega fær í að kalla fram tilfinningar í orðfáum eða orðlausum myndasögum sínum þar sem dýrapersónur eru í aðal- hlutverki. Hann er því sannkallað- ur meistari myndmálsins. Einnig ber að minnast á kanadíska tímaritið Drawn & Quarterly, sem er meðal virtustu sjálfstæðu myndasögurita í Norð- ur-Ameríku. Ritið hefur birt bæði amerískar og skandinavískar sög- ur og verða nokkrar af þeirra helstu skrautfjöðrum með verk á Níunni. Sýningin í Hafnarhúsinu er ekki eini vettvangur Níunnar. Borgar- bókasafn Reykjavíkur heldur mál- þing um myndasögur helgina 2-3. apríl og bókabúðin Nexus mun selja bækur eftir höfunda á sýningunni. Nían lofar því að vera í eðli sínu eins og myndasagan sjálf; lifandi sýning sem hægt er að skoða aftur og aftur. Hugleikur Dagsson ART SPIEGELMAN Svona sér Spiegelman sig á sjálfsmynd í verðlaunaverkinu Maus.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.