Fréttablaðið - 13.03.2005, Side 20

Fréttablaðið - 13.03.2005, Side 20
Við hittumst á Kringlukránni. Staðnum hans Gylfa sem ekki hefur drukkið deigan áfengisdropa í ald- arfjórðung. Hann á sinn fasta bás á kránni. Þykir gaman að sýna sig og sjá aðra þegar löngunin kemur upp að bregða sér út á lífið. Augu kvenna beinast að honum með áhugaglampa og karlmenn koma við til að taka í hönd hans og kasta á hann kveðju. Allir þekkja Gylfa. „Ég er hættur að láta mig skipta hvað fólki finnst. Nýjasta sagan er að ég hafi drukkið út aleiguna, en allir sem þekkja mig vita að ég drekk bara gos. Sumir koma að borðinu mínu og vilja þefa upp úr glasinu meðan aðrir vilja smakka. Þeir trúa ekki að ég sé edrú, en hið rétta er að ég hef aðeins tvisvar drukkið blóð Krists í altarisgöngu og af slysni fengið vitlaust glas á matsölustað á Kanaríeyjum sem ég neyddist til að kyngja því öll salerni voru setin. Mér var ekki meint af og mun aldrei falla. Það er ekki hægt. Löngunin var tekin í burtu.“ Gylfi er að tala um mátt áhrifa- valdsins mesta; Jesú Krists. Það var árið 1979 að hann fletti upp í síma- skránni í leit að lækni sem gæti spautað hann niður vegna vín- drykkju, en faðir læknisins varð fyrir svörum. „Sá var séra Sigurjón Árnason prestur í Hallgrímskirkju, áður í Eyjum. Mér leið alveg svakalega illa og sagði honum frá líðan minni, bað hann að biðja fyrir mér, sem og hann gerði. Fimm mínútum seinna fannst mér ég eins og svífa um í silki, sofnaði og var þar með hættur að drekka brennivín,“ segir Gylfi og hyggur að feimni hafi leitt hann í slagtog Bakkusar á sínum tíma. Valdi hundinn fram yfir konuna „Ég þorði aldrei að bjóða stelpum upp og var að drepast úr feimni þar til ég kynntist Gerði sem vandi mig af feimninni. Hún er 26 árum yngri og falleg. Það var nóg til að peppa upp sjálfstraustið og í dag er ég allt öðruvísi,“ segir Gylfi og vísar til fyrrverandi eiginkonu sinnar, en þau Gerða skildu fyrir hálfu öðru ári. „Mörgum konum þykir vænt um mig, en ég er ekki þannig að ég fari með hverri sem er heim. Hef reyndar verið óheppinn í kvenna- málum, sem er sjálfum mér að kenna. Að geta ekki tollað með sömu konunni alla ævi, eins og Rúnar Júl vinur minn með Maríu sinni. En það kemur alltaf eitthvað upp á,“ segir Gylfi íbygginn og minnist á gamlan Schäfer-hund sem hann átti en er nú farinn til feðra sinna. „Hann bjargaði lífi mínu þegar ég datt í bröttum stiga. Þá hét ég því að svæfa hann aldrei meðan hann lifði. Síðan gerist það að Þóra Steindórsdóttir, sambýliskona mín til tuttugu ára, vildi að hundurinn yrði svæfður. Ég valdi hundinn því hann hafði engan annan málstað en mig. Ég var sá eini sem gat bjargað lífi hans. Ég fór út samdægurs og fékk þá leigða íbúðina með flísinni merkilegu,“ segir Gylfi, en hundur- inn lifði fimm ár eftir skilnaðinn. Strok fjósamannsins Gylfi er kominn með nýjan geisla- disk: Þeir voru sannir sjómenn! Diskinn samdi hann sjálfur, spilaði á öll hljóðfæri, útsetti og tók upp, hannaði plötuumslagið, límdi á diskana og hulstrið. Hann selur diskana sjálfur, flesta í gegnum síma, en hann á stóran hóp aðdá- enda sem hringja og panta hans landsfrægu léttleikans músík. „Jú, lögin mín eru stundum spil- uð á Rás 2, en ekki mikið á öðrum stöðvum. Lag númer þrjú á nýja disknum yrði vinsælt ef platan fengi meiri spilun. Það er ég viss um,“ segir Gylfi staðfastur. Titil- lagið er samið um áhöfnina á Freyjunni frá Súðavík sem fórst í ofsaveðri þann 1. mars 1967. „Eins og með annað hvísluðu þeir að mér að semja um minningu sína,“ segir Gylfi sem sjálfur hefði átt að vera um borð í Freyjunni. „Í staðinn var ég á Gylfanum frá Ísafirði sama óveðurskvöldið, skammt frá Freyju. Ég hafði ráðið mig á Freyjuna veturinn 1966 en hún fór ekki strax til sjós. Þegar að því kom vildi ég frekar vinna í landi og spila með hljómsveit fyrir Vestfirðinga. Varð þá útgerðar- maðurinn brjálaður og hótaði að senda mig burt. Verið var að leggja rafmagn í Súðavík á þessum tíma og nokkrir menn úr rafmagns- flokknum heyrðu hótanirnar. Verk- stjórinn bauð mér þá vinnu og hót- aði að flokkurinn færi allur suður yrði ég rekinn frá Súðavík. Ég fékk því að búa áfram í braggan- um en réð mig um vorið sem fjósamann að Miðdal í Kjós, þar sem allt gekk náttúrlega á aftur- fótunum því ég kunni ekki til verka. Ég strauk þaðan til að vera í hljómsveit í Bolungarvík og réð mig á Gylfann.“ Datt út úr þjóðskrá Gylfi var sjómaður í fimmtán ár, alltaf sjóveikur ef í landi smástund, og segist hafa skipt um báta eins og nærbuxur vegna fyllirís og flökku- eðlis. „Ég gaf skít í allt og fór þangað sem hugurinn dró mig. Datt meira að segja út úr þjóðskrá vegna flakks, sem kom í ljós þegar læknir á Bláa bandinu sagði mig verða að borga allt úr eigin vasa því ég væri ekki til í þjóðskrá. Vasinn var auð- vitað tómur svo ég fór út til Eyja og samdi Minningu um mann.“ Margir halda að Gylfi Ægisson sé úr Vestmannaeyjum en hið rétta er að hann er Siglfirðingur. „Pabbi fékk harmóníku þegar ég var sjö ára og ég fór fljótt að fikta og stelast í nikkuna. Þegar tónlistar- menn komu til að spila á Sigló kynntist ég hljómsveitunum og þrettán ára lá ég bak við sviðstjöld- in með stolna nikkuna hans pabba, bíðandi þess að Guðmundur Ing- ólfsson gæfi mér merki þegar lögg- an færi út en þá leyfði hann mér að spila með.“ Listgáfa á sviði tónlistar er ekki það eina sem Gylfi fékk í vöggugjöf því hann er eftirsóttur fyrir skipa- málverk sem hann innrammar í bátsstýri. „Ég byrjaði að mála því Þóru fannst svo leitt að stofuveggurinn væri auður. Ég bað hana að kaupa stóran striga. Ég skyldi mála á hann. Þetta fyrsta málverk á ég enn og mörgum finnst það fallegast. Það er af Róm þegar hún brennur. Síðan hef ég málað hundruð báta á masónít-plötur, sem Ríkey systir listakona skilur ekki hvernig ég næ fram, en það er mitt leyndó sem ég þróaði sjálfur,“ segir Gylfi brosmildur. Jibbí jei! Fyrsta lagið sem Gylfi samdi var Jibbí jei! sem frægt varð í flutningi Péturs Kristjánssonar. Hann á minnst 400 lagasmíðar að baki, mörg af fegurstu og vinsælustu lög- um þjóðarinnar, allt frá Minningu um mann, Í sól og sumaryl og Stolt siglir fleyið mitt. „Hljómar gerðu fyrstu plötuna mína sem varð gullplata. Sjálfur ætlaði ég aldrei að syngja en Gunn- ar Þórðarsson fékk mig til þess.“ Gylfi segist alltaf hafa verið full- ur í upptökum platna sinna og kann sögu af upptöku þeirrar fyrstu með Hljómum. „Alltaf þegar ég fór í stúdíó tók ég með eina brennivín og þegar flaskan var tóm var ég búin að syngja. Þegar búið var að syngja öll lögin og ég kominn dauðadrukkinn upp á Esju hringir Gunni í mig og segir eitt laganna hafa gleymst. Ég verði að koma því masterinn yrði að fara utan um kvöldið. Ég sagðist ekki geta það en tek leigubíl í stúd- íóið, reyni að syngja en hitti ekki á míkrafóninn. Endaði með að Gunni hélt hausnum uppi meðan ég söng. Lagið varð rosalega vinsælt, þetta var Eyjan mín bjarta sem unnið hafði þjóðhátíðarkeppnina á hundr- að ára afmælinu í Eyjum.“ Það var annars á Siglufirði sem Gylfi fékk sér fyrsta sopann, ásamt vinum sínum Jóhanni Ágústi pró- fessor í læknisfræði og Friðbirni, pabba Björns Jörundar í Nýdönsk. „Ég hafði smíðað kassabíl sem við allir komumst inn í og við vorum í ímynduðum leik að keyra brenni- vínsflöskur fram á fjörð. Þá segir einn: „Pabbi er nýkominn úr sigl- ingu. Á ég ekki að stela einni alvöru flösku?“ Fer svo inn um glugga og kemur út með 75 prósenta vodka sem við vorum svo vitlausir að drekka, aðeins tólf ára gamlir. Við dóum allir saman, en þá var ég kom- inn á bragðið.“ Þjóðinni þakklátur Ævi Gylfa Ægissonar hefur verið litrík. Litríkari en flestra. Hann seg- ist alltaf hafa verið stuðbolti en þó um leið mikill einfari. Hann hefur tvisvar fallið milli skips og bryggju, lent í þremur árekstrum á skipum og á áttunda áratugnum lenti hann í þriggja daga réttarhöldum í Englandi eftir að hann bauð þar- lendum manni og konu til drykkju um borð í Hofsjökli. „Ég skildi ekki af hverju þau komu ekki á eftir mér upp í skipið og fór aftur út. Þá sá ég höfuð mannsins í sjónum og konuna dána. Bæði höfðu oltið úr völtum land- ganginum og drukknað. Sem betur fer tókst að endurlífga manninn sem var til frásagnar um hvað gerð- ist en annars hefði ég eflaust verið dæmdur fyrir morð.“ Og Gylfi hefur kynnst sorginni, en fimmtán ára strauk hann að heiman frá Siglufirði og til Eyja þar sem Steini eldri bróðir hans var til sjós. Saman fóru þeir með farskipi til Rússlands, Póllands og Finnlands einn túr en í þeim næsta tók Steini stóran sopa úr vitlausri flösku, þeg- ar hann ætlaði á ball, sem í var blettahreinsir. „Það var nóg. Hefði hann komist innan klukkutíma á sjúkrahús hefði hann lifað. Hann var nítján ára, en við vorum afar samrýndir,“ segir Gylfi. Gylfi er sáttur við sig, hann sé hraustur og hress, vinsæll og veit af því. Þakklátur íslensku þjóðinni. „Íslenska þjóðin hefur alltaf staðið rosalega vel við bakið á mér og fyrir það er ég ætíð þakklátur. Það er vegna hennar sem mér hefur tekist að lifa sem listamaður og fyrir hana sem ég skapa.“ ■ 20 13. mars 2005 SUNNUDAGUR Vinsæll og veit af því STUÐBOLTI NÚMER EITT Gylfi Ægisson er maðurinn á bak við Sól og sumaryl, Minningu um mann, Stolt siglir fleyið mitt og fleiri perl- ur íslenskrar tónlistarsögu. Hann er kominn með glænýjan disk þar sem hann syngur um áhöfnina á Freyjunni frá Súðavík, sem fórst 1. mars 1967. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Gylfi Ægisson er lifandi goðsögn. Hann er stór- gerður og glæsilegur. Íslenskari en flest. Sterkur og listelskur. Gáfum gæddur beint úr gnóttarbrunni skaparans. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ræddi við Gylfa um sanna íslenska sjómenn, Bakkus, kon- urnar og litríka ævi. Yfirnáttúrulegur marmari Ég flutti með hundinn minn á efri hæð fallegrar villu í Garðabæ þar sem fyrir var marmaralagt baðherbergi. Þar sem ég sat á klósettinu var eins og hvíslað að mér að flísin á móti mér hefði sögu að segja. Ég rýndi lengi í flísina og en gat ekki greint myndefnið nógu vel. Tók því mynd af henni, þurrkaði út munstur utan af skilaboðunum og komu þá í ljós fimm atriði úr mínu lífi á þessari einu flís. Hundurinn minn nýdáinn sést mjög greinilega með lafandi eyru og hvítt trýni. Þorskinn settum við Rúnar Júlíusson á plötu sem klæddur var í kjólföt með pípuhatt. Galdra- norn sem ég leik jafnan í söng- leikjum, sjöan mín í Happdrætti Háskólans, bjórflaskan með Giraffe-merkinu, en Þóra sambýl- iskona mín keyrði út Giraffe- bjórinn þegar við skildum, og svo er eins og ég sjálfur sitji hjá hundinum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.