Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 22
Launaviðtal
Allir eiga rétt á atvinnuviðtali einu sinni á ári og er mikilvægt að nýta sér þann rétt.
Mikilvægt er að mæta vel undirbúin(n) á fundinn og vera búin(n) að tína til skyn-
samleg rök fyrir launahækkun, ef sóst er eftir henni. [ ]
Stuð á skakinu um sumartímann
Garðar Berg er að skipta yfir á handfærin, en hann hefur verið á línu í vetur.
Garðar Berg Guðjónsson á
bát sem hann notar bæði til
veiða og skemmtisiglinga.
Hann er á móti kvótakerfinu
en segir fátt í stöðunni annað
en að sætta sig við orðinn
hlut.
Garðar Berg Guðjónsson var
ekki að koma af veiðum þegar
blaðamaður tók hann tali heldur
að huga að báti sínum Ríkey SH
405, sem hann hefur verið með á
línu í vetur. „Ég hef aðallega
verið að fá ýsu, en nú er ég að
skipta úr línunni yfir á handfæri
og þá er það þorskurinn. Ég
byrja hér í flóanum og færi mig
svo norðureftir og enda oft í
Húnaflóanum. Þetta eru túrar
sem geta varað í einn og hálfan
sólarhring og ég landa þar sem
ég er staddur hverju sinni.“
Garðar er einn á sínum báti
en segist ekki finna fyrir ein-
manaleika. „Það eru allar
græjur um borð, sími, talstöð og
meira að segja sjónvarp og ör-
bylgjuofn.“
Báturinn Ríkey heitir í höfuð-
ið á eiginkonu Garðars en hann
er búinn að eiga bátinn í 11 ár.
Hann hafði verið lengi á sjó þeg-
ar hann ákvað að kaupa sinn eig-
in bát og segir að fyrir duglega
menn geti verið ágætt upp úr
þessu að hafa.
Hann hefur alltaf verið á
móti kvótakerfinu og segir að
vissulega hafi stemningin dofn-
að eftir að allt var sett í kvóta.
„Ég var í mörg ár á sóknarkvóta
og það var allt öðruvísi og
skemmtilegra og miklu meira
kapp í mönnum. Maður verður
bara að sætta sig við þetta.“
Hann segir að mórallinn í
hans stétt sé samt afskaplega
góður. „Sérstaklega á sumrin á
skakinu, þá verður til alveg sér-
stakt samfélag þar sem menn
þekkja hver annan vel og njóta
veiðanna.“
Garðar notar bátinn sinn í
skemmtisiglingar meðfram
veiðunum enda hörku bátur með
300 hestafla vél sem gengur 30
sjómílur. „Venjulegir bátar
ganga þetta sjö sjómílur. Ég fer
oft í skemmtisiglingar með fjöl-
skyldu og vini og bregð mér á
skotveiðar. Það getur verið mik-
ið líf í kringum svona bát.“ ■
Hjónin Guðmundur og Guðný
standa vaktina saman í dag-
róðrunum og hafa gert í
fjölda ára.
Guðmundur Helgason og eigin-
kona hans Guðný Vésteinsdóttir
höfðu lokið við að landa þegar
blaðamann bar að garði. Guð-
mundur leit varla upp úr vinnu
sinni meðan hann var tekinn
tali, heldur raðaði án afláts
þorskum í kör. Afli dagsins var
400 kíló af stórum og feitum
þorski ásamt nokkrum rauð-
mögum. „Þetta er nú frekar lít-
ið,“ segir Guðmundur sem ætlar
með fiskinn á Faxamarkað. „Við
erum með smá kvóta og förum
út á hverjum degi, sex vikur á
ári og förum svo beint vestur í
Hvalseyjar á grásleppu þegar
þessu lýkur. Við búum í Hvals-
eyjum og erum búin að vera þar
í tíu ár.“
Guðmundur segir útlitið ekki
gott með grásleppuna þar sem
verðið sé lágt á hrognunum og
grásleppa seljist ekki beint eins
og heitar lummur. „Unga fólkið í
dag fúlsar við siginni grásleppu,“
segir hann og brosir í skeggið.
Guðný, eiginkona Guðmundar,
fer alltaf með honum á sjó og
samvinna þeirra hjóna gengur
vel. „Þetta er eina skipið í flotan-
um þar sem eru tveir skipstjórar
og engir undirmenn,“ segir Guð-
mundur og hlær. „Það er stundum
hart barist um völdin en í heildina
er samvinnan góð.“
Guðmundur hristir höfuðið
þegar minnst er á kvótamál og
vill sem minnst ræða það. „Það er
skelfilegt hvernig búið er að fara
með þessa góðu þjóð,“ segir hann
og stekkur um borð í Hvalseyna
þar sem Guðný bíður hans. Saman
taka þau stímið í átt að olíutönk-
unum til að hafa svo örugglega
allt klárt fyrir morgundaginn. ■
Guðmundur og Guðný hafa ekki bara siglt lífsfleyinu farsællega saman í áratugi,
heldur líka bátnum sínum Hvalseynni. Guðný hafði hins vegar ekki áhuga á mynda-
töku og var fjarri þegar ljósmyndari kom á staðinn.
Tveir skipstjórar og
engir undirmenn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Aldrei fleiri konur í vinnu
Alltof margar konur lifa samt undir fátækramörkum.
Aldrei hafa verið fleiri konur á
vinnumarkaði en af 2,8 milljörð-
um manna á vinnumarkaðinum í
heiminum árið 2003 voru 1,1
milljarður, eða 39 prósent, kon-
ur. Aftur á móti eru sjötíu pró-
sent þeirra 1,3 milljarða manna
sem lifa við eða undir fátækra-
mörkum konur. Þetta kemur
fram í frétt á heimasíðu ICFT,
Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga og skýrt er frá
á heimasíðu Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur.
Í nýlegri skýrslu ICFTU kem-
ur fram að atvinnuleysi meðal
kvenna var 6,5 prósent árið 2003
en 6,1 prósent meðal karla.
Hægt er að skoða skýrsluna á
heimasíðu Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur, vr.is. ■
Vefsíða fær
verðlaun
TopUSAJobs.com í Bandaríkj-
unum þykir skara framúr.
Vefsíðan TopUSAJobs.com, net-
síða sem býður upp á einn mesta
fjölda atvinnuauglýsinga á netinu,
fékk á dögunum User’s Choice
Awards 2005 frá Weddle’s, leið-
andi fyrirtækið í atvinnugeiran-
um á netinu. Starfsmenn í
mannauð, fólk í leit að atvinnu og
ráðningaraðilar kusu á síðasta ári
á vefsíðu Weddle’s, weddles.com,
það fyrirtæki sem þeim fannst
best í atvinnuiðnaðinum.
Rúmlega fjörutíu þúsund
bandarískar atvinnusíður eru í
gangi á netinu en TopUSA-
Jobs.com býður þeim sem eru að
leita sér að vinnu upp á rúmlega
þrjú hundruð störf. ■
Konur hafa aldrei verið fleiri á vinnu-
markaði í heiminum. Myndin er úr
safni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.O
L.
Margir undir lágmarkslaunum
Í Bretlandi er ástandið ekki
nógu gott á vinnumarkaðnum.
Laun margra breskra starfs-
manna eru lægri en lágmarkslaun
því sumar ráðningarstofur draga
ólöglega af þeim pening. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu verka-
lýðsfélags í Bretlandi.
Þar segir að þessi bylgja hafi
sérstaklega áhrif á erlenda verka-
menn en margar ráðningarstofur
draga af launum starfsmanna fyr-
ir mat, ferðir, húsnæði og föt. Í
skýrslunni kemur fram að margir
láta ekki í sér heyra út af þessu
vandamáli því þeir þekkja ekki
lög um lágmarkslaun og eru
hræddir um að missa vinnuna.
Margir fá ekki einu sinni lág-
markstaxta, 4,85 pund, eða um 560
krónur, á tímann. Dæmi eru um að
starfsmaður hafi aðeins haft tæp-
lega átta þúsund krónur á viku til
ráðstöfunar eftir að vafasöm
ráðningarstofa hafði dregið af
honum alls kyns kostnað. ■
Erlendir starfsmenn í Bretlandi fá sumir
ekki þau lágmarkslaun sem þeir eiga að fá.
Sumarvinna unga fólksins
Vinnumiðlun unga fólksins hefur verið opnuð í Hafnarfirði.
Opnuð hefur verið vinnumiðlun
unga fólksins í Hafnarfirði í
Gamla bókasafninu við Mjósund.
Vinnumiðlunin er á vegum
Íþrótta- og tómstundanefndar
Hafnarfjarðar og mun hún einnig
hafa umsjón með ráðningum í
sumarstörf fyrir fólk á aldrinum
sautján til tuttugu ára á vegum
ÍTH og garðyrkjustjóra.
Vinnumiðlunin er opin mánud.,
þriðjud. og miðvikud. frá 10 til 16.
Tekið verður við umsóknum í
Gamla bókasafninu frá og með til
8. apríl 2005. Bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði hvetja fyrirtæki í
bænum að nýta sér þessa þjón-
ustu. ■
Fyrirtæki í Hafnarfirði eru hvött til að
nota vinnumiðlun unga fólksins.