Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 64
Hið íslenska glæpafélag og skemmtistaðurinn Grandrokk hafa hrint af stað samkeppni um bestu hrollvekjusmásöguna og mun tíma- ritið Mannlíf birta verðlaunasög- urnar ásamt nokkrum í viðbót í sérblaði sem verður gefið út í sum- ar. Löngum hefur verið sagt að margt búi í þokunni. Margar ís- lenskar þjóðsögur vekja til að mynda ennþá hroll meðal lesenda enda er myrkrið best til að vekja ugg. Glæpafélagið vill athuga hvernig nútíminn tekur á slíkum málum og skoða hvað það er sem vekur ótta meðal manna á 21. öld. Hvað er það sem nagar sálina og fær líkamann til að skjálfa? „Það eru ótrúlega margir sem hafa gaman af því að skrifa hryll- ingssögur og það eru þrjár sögur komnar nú þegar,“ segir Kristinn Kristjánsson, íslenskukennari og foringi glæpafélagsins. Hann býst ekki við því að höfundar leiti í þjóð- sögurnar eftir innblæstri heldur hafi nútímann meira að leiðarljósi. „Annars verð ég alltaf svo hrædd- ur þegar ég les hrollvekju. Góðar hrollverkjur láta mann alltaf fá hroll eins og til dæmis Djákninn á Myrká. Það er fín saga,“ segir hann. Bætir hann því við að Edgar Allan Poe sé einnig í uppáhaldi. Hið íslenska glæpafélag var stofnað 1997 fyrir glæpasagnahöf- unda og þá sem hafa lagt sitt af mörkum til bókmenntagreinarinn- ar. Meðlimir eru um 40 til 50 talsins og hefur Kristinn verið foringi frá byrjun. Félagið velur framlag Ís- lendinga til Glerlykilsins, sem er samkeppni um bestu norrænu glæpasöguna. Einnig stendur það fyrir upplestri á glæpasögum sem komu út fyrir jólin á Grandrokk. Félagið stóð fyrir svipaðri sam- keppni í fyrra en þá var keppt um bestu glæpasmásöguna. Voru sög- urnar síðan gefnar út fyrir jólin í safnútgáfu. Uppgangur í gerð glæpasagna hér á landi hefur verið mikill und- anfarin ár. Að sögn Kristins var löngu kominn tími til þess. „Við höfum svo marga góða höfunda eins og Arnald Indriðason og Vikt- or Arnar Ingólfsson. Það er skemmtilegt hvað sögurnar eru fjölbreyttar og höfundarnir ólíkir. Þróunin hefur verið góð og það eru nýir höfundar að koma fram. Menn hafa tekið miklum framförum í að skrifa glæpasögur og maður er eig- inlega strax farinn að hlakka til jól- anna.“ Segir hann það jafnframt mikla upphefð fyrir glæpasöguna þegar Arnaldur var tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Kleifarvatn. „Það var mikil upphefð. Það voru samt margir sem töluðu um að hann hefði átt að vera tilnefndur fyrir Mýrina á sín- um tíma en það eru allir í skýjun- um með þetta.“ Kristinn játar að tími sé kominn til að Íslendingar eignist sinn eigin Stephen King og vonar að hann fæðist með tilkomu hrollvekju- keppninnar. Verðlaun eru vegleg. Í fyrstu verðlaun eru 200.000 kr, í önnur verðlaun 100.000 kr og í þriðju verðlaun eru 50.000. Úrslitin verða tilkynnt á menningarhátíð Grandrokk fyrstu helgina í júní. Skilafrestur er til 9. maí og á að skila handritum undir dulnefni á Grandrokk, merkt samkeppni. Jafnframt á rétt nafn að fylgja með í lokuðu umslagi. freyr@frettabladid.is „Pearl Jam á sér tíu milljónir að- dáenda um allan heim,“ sagði Keisuke. „Jæja, bálkestir hafa átt sér aðdá- endur um allan heim í 50.000 ár,“ sagði Junko. „Þetta er sennilega rétt hjá þér,“ sagði Keisuke. „Fólk mun áfram hlaða bálkesti löngu eftir að Pearl Jam er horfin.“ Persónur Murakamis komast oft á flug í Eftir skjálft- ann. Tveir fyrir einn til Prag 18. mars frá kr. 19.990 Helgarferð Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 18. mars. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar í Prag allan tímann. kr. 19.990 Flugsæti með sköttum til Prag, 2 fyrir 1 tilboð, út 18. mars, heim 21. mars. Netbókun. Gisting frá kr. 3.700 Netverð á mann í tvíbýli á Hotel Ilf, pr. nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. SKÁLDVERK – INNBUNDNAR BÆKUR STÚLKA MEÐ PERLUEYRN… Tracy Chevalier BELLADONNA-SKJALIÐ Ian Caldwell og Dustin Thomason DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson DANTE-KLÚBBURINN Matthew Pearl KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason SYNIR DUFTSINS Arnaldur Indriðason VITFIRRINGUR KEISARANS Jan Kross STORMUR Einar Kárason MUSTERISRIDDARINN Jan Guillou P.S. ÉG ELSKA ÞIG Cecelia Ahern Listinn er gerður út frá sölu dagana 02.03.05 – 08.03.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] 32 13. mars 2005 SUNNUDAGUR baekur@frettabladid.is > M ur ak am i Skáldsagan „Fjölmóðs saga föðurbetrungs“ eftir Kristin R. Ólafsson er komin út hjá stórforlaginu RBA í Barselónu. Þetta er önnur saga hans sem gefin er út á Spáni en í hittifyrra kom „Pósthólf dauðans“ einnig út á spænsku þar syðra. Kristinn þýddi og endurritaði sögu sína á spænsku en á þeirri tungu nefnist hún „La Saga de Fiólmod el Intrépido“. Verkið kom fyrst út hjá Ormstungu árið 1996. Það má í senn flokka sem barna- og/eða unglingasögu og sögu fyrir fullorðna, bæði vegna stílsins og frásagnarinnar sjálfrar. Sagan var upprunalega skrifuð á óvís- indalegri forníslensku enda gerist hún á 12. öld á Íslandi, á Spáni og í öðrum heimum. Við þýð- inguna/endurritunina hefur Kristinn R. leitast við að fyrna málfarið svolítið líka og sótt talsvert í smiðju Don Kíkóta eftir Cervantes í því sam- bandi. Kristinn hefur búið á Spáni í nær 30 ár. Fjölmóður föður- betrungur til Spánar Leitað að hrollvekjuhöfundum FORINGINN LES POE Kristinn Kristjánsson, foringi Hins íslenska glæpafélags, gluggar í Edgar Allan Poe sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Vörður á vegi vísindanna Við fyrstu sýn dettur sennilega fáum í hug að leita uppruna vís- indalegrar hugsunar hér á jörðu í Svasílandi. Þar hafa engu að síður fundist elstu fornminjar sem bera þess vott að menn hafi verið farnir að telja. Í Vísindabókinni, aðgengi- legu riti um sögu vísindanna sem nú er komin út í þýðingu Ara Trausta Guðmundssonar, er einmitt byrjað á uppruna talna í Svasílandi. Þaðan er síðan hald- ið áfram yfir í forsögulega stjörnufræði Egypta, Babýlón- íumanna og Kínverja. Síðan er saga vísindanna rakin áfram allt fram á síðustu ár og endað á kortlagningu erfðamengis mannsins. „Vísindasagan nær allt aftur á steinöld,“ segir þýð- andinn, Ari Trausti. „Menn voru að upp- götva vissa hluti varð- andi tímann og annað löngu fyrir okkar hefð- bundnu sögu. En það sem sést afar skýrt á þessari bók er hversu hratt vísindin hafa þró- ast undanfarin ár og ára- tugi.“ Bókin er þannig byggð upp að ein opna er tekin undir hvern áfanga í sögu vís- indanna. Alls er skýrt frá rúm- lega fimm hundruð uppgötvun- um sem allar teljast hafa valdið ákveðnum straumhvörfum. Má þar nefna uppgötvun insúlíns og pensilíns, rafmagn- ið og kjarnorkuna, tölvubyltinguna og svartholskenningar, að ógleymd- um stórmennum á borð við Galí- leó, Newton og Einstein. „Auðvitað er valið á þessum vörðum á veginum umdeilan- legt, en mér finnst þetta vera vandaður fróðleikur, vel fram- sett og skiljanlegt öllum. Að- gengilegur fróðleikur um þetta er mjög mikilvægur, einfaldlega til að hafa upplýst samfélag og lýðræði í landinu.“ Bókin er ríkulega mynd- skreytt í handhægu broti og á erindi við alla sem vilja fræðast um vísindi og sögu manns- andans. ■ ÞÝÐANDINN Vísindabókin er um merkileg framfaraspor í líffræði, eðlis- fræði, stjörnufræði, heimsfræði, jarðfræði, læknisfræði og stærðfræði. > Bók vikunnar ... EFTIR SKJÁLFTANN eftir Haruki Murakami Japanski rithöf- undurinn Haruki Murakami er einn vinsælasti rithöfundur sam- tímans enda verður það ekki af honum tekið að hann kann að segja sögur. Jarðskjálftinn í Kobe er miðdepill þessa áhrifa- ríka smásagnasafns sem ristir djúpt, ekki síður en skjálftinn sem er uppspretta sagnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.