Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
63,52 63,82
120,88 121,46
81,97 82,43
11,006 11,07
10,058 10,118
8,968 9,02
0,5997 0,6033
96,02 96,6
GENGI GJALDMIÐLA 28.04.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
113,327% -0,04%
4 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Bretland:
Tony Blair birtir Íraksskjöl
BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands og leiðtogi
Verkamannaflokksins, heimilaði
í gær að skjöl sem innihalda
trúnaðarálit lögfræðilegs ráð-
gjafa ríkisstjórnarinnar um lög-
mæti innrásarinnar í Írak, sem
samið var áður en hún hófst,
yrðu birt. Áður hafði Blair stað-
fastlega neitað að láta birta álit-
ið, en innihald þess lak nýlega til
fjölmiðla.
„Þið hafið þetta sennilega allt
hvort eð er. Ég sé enga ástæðu til
að birta þetta ekki,“ sagði Blair
við fréttamenn í gær. Blair hafði
vonast til að geta látið umræðuna
í kosningabaráttunni snúast um
efnahags-, mennta- og heilbrigð-
ismál, en þess í stað hafa deilurn-
ar um það hvernig ákvörðunin
var tekin um innrásina í Írak snú-
ið athyglinni að trúverðugleika
forsætisráðherrans. Deilurnar
hafa nú knúið Blair til að reyna
að snúa vörn í sókn með því að
birta gögnin.
„Aðalatriðið er að ríkislög-
maðurinn komst að þeirri niður-
stöðu að það samræmdist lögum
að láta til skarar skríða,“ sagði
Blair. „Hvað sem ég segi mun
mér aldrei takast að sannfæra
suma sem voru andsnúnir þessu
stríði. Ég get ekki beðist afsökun-
ar á þessari ákvörðun vegna þess
að ég tel heiminn betur settan
með Saddam Hussein bak við lás
og slá en á valdastóli.“
Gögnin sýna að Goldsmith lá-
varður, aðallögfræðiráðgjafi for-
sætisráðherrans, sagði þann 7.
mars 2003 að æskilegra væri að
fyrir lægi önnur samþykkt ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna,
þar sem ótvírætt væri veitt
heimild fyrir því að hervaldi yrði
beitt gegn Írak. Í öðru lögfræði-
áliti Goldsmiths sem Blair lagði
fyrir þingið þann 17. mars voru
þessir fyrirvarar ekki nefndir,
aðeins að innrás væri lögform-
lega heimil án nýrrar öryggis-
ráðssamþykktar. ■
Fólskuleg líkams-
árás á Akureyri
Fimm menn gengu í skrokk á 17 ára pilti á Akureyri, rifu af honum fötin og
drógu hann nánast nakinn eftir malarlögðu plani. Árásarmennirnir hafa allir
komið við sögu fíkniefnamála en líkamsárásin tengist ekki fíkniefnum.
LÍKAMSÁRÁS Fólskuleg líkamsárás
átti sér stað á Akureyri föstudags-
kvöldið 11. mars, þegar fimm
menn gengu í skrokk á 17 ára
pilti, afklæddu hann og drógu eft-
ir malarlögðu plani. Lögð var
fram kæra sama kvöld.
Pilturinn, sem er nemandi við
Verkmenntaskólann á Akureyri,
hefur aldrei komið við sögu lög-
reglunnar þar. Daníel Snorrason
lögreglufulltrúi segir einu sök
piltsins vera þá að hann bauð syst-
ur eins árásarmannsins upp í bif-
reið og hafa árásarmennirnir
staðfest að það hafi verið ástæða
árásarinnar.
Samkvæmt frásögn piltsins
kannaðist hann lítillega við árás-
armennina sem töldu hann á að
stíga inn í bifreið sem þeir voru í
en síðar var honum skipað að fara
ofan í farangursgeymslu bifreið-
arinnar. Ekið var með piltinn inn
fyrir Akureyrarflugvöll en þar
var bifreiðin stöðvuð, honum ógn-
að með kúbeini og hann sleginn í
andlitið af tveimur mannanna þar
sem hann lá í farangursgeymsl-
unni. Að því búnu var ekið með
piltinn í iðnaðarhverfi nærri Odd-
eyrarskála og hann tekinn harka-
lega úr farangursgeymslunni,
sparkað í andlit hans og höfuð, föt
og skór rifin utan af honum og
hann dreginn á nærbuxum einum
klæða á bakinu eftir malarlögðu
plani. Árásarmennirnir höfðu sig
loks á brott en tóku áður af piltin-
um síma, peninga og fötin og
skildu hann eftir á planinu nánast
nakinn í fimm stiga frosti og
myrkri.
Pilturinn þurfti að leita læknis-
aðstoðar en Daníel segir hann
hafa verið með ljótt svöðusár á
baki, auk annarra eymsla, og var
hann frá skóla í 10 daga. Daníel
segir rannsókn málsins hafa tekið
langan tíma þar sem fimmmenn-
ingarnir viðurkenndu ekki árás-
ina í fyrstu heldur komu sér sam-
an um rangan framburð.
Árásarmennirnir hafa allir
komið við sögu fíkniefnamála og
tengjast tveir þeirra málum þar
sem ofbeldi hefur verið hótað.
Málið telst að mestu upplýst og
ganga árásarmennirnir lausir en
ekki er um að ræða sömu menn og
skutu annan 17 ára pilt á Akureyri
11 skotum með loftskammbyssu
fyrir hálfum mánuði. Þolandinn í
því máli reyndist þó vera bílstjór-
inn í þessu máli.
kk@frettabladid.is
Berlusconi:
Fær blessun
þingsins
RÓM, AP Efri deild ítalska þingsins
studdi í atkvæðagreiðslu nýja rík-
isstjórn Silvio Berlusconi forsæt-
isráðherra í gær en deginum áður
hafði neðri
deildin lagt
blessun sína
yfir hana. Þar
með ætti leiðin
að vera greið
fyrir Berlusconi
til að stýra land-
inu að minnsta
kosti fram að
næstu kosning-
um, sumarið
2006.
Í samtali við
blaðamenn lét
Berlusconi einnig að því liggja að
hann teldi skýringar Bandaríkja-
manna um tildrög skotárásarinn-
ar á ítalska leyniþjónustumanninn
Nicola Calipari í Írak í síðasta
mánuði ekki fullnægjandi. ■
Óprúttnir þjófar:
Ópið ef til
vill eyðilagt
NOREGUR Norska dagblaðið Dagbla-
det birti í gær frétt þar sem því
var haldið fram
að málverkin dýr-
mætu eftir Ed-
vard Munch, Ópið
og Madonna,
hefðu verið
brennd.
Verkunum var
stolið í fyrra-
haust og er talið
að sömu menn
hafi verið að verki og stóðu á bak
við Stavangursránið. Blaðið segist
hafa heimildir frá lögreglunni
fyrir því að þjófarnir hafi brennt
verkin til þess að ekki væri hægt
að sanna á þá þjófnaðinn.
Yfirmaður rannsóknarinnar á
stuldinum sagðist hins vegar í
samtali við norska ríkisútvarpið
ekkert vita um málið og benti á að
lögreglan fengi Dagbladet sjaldan
til að birta fréttir. ■
Morð í Afríku:
Varpað
fyrir ljón
HÖFÐABORG, AP Hvítur suður-afrísk-
ur bóndi og undirmaður hans voru
í gær fundnir sekir um að hafa
myrt þeldökkan vinnumann.
Morðingjarnir skáru fyrst
fórnarlamb sitt með sveðjum,
bundu það og kefluðu og óku með
það á dýraverndarsvæði. Þar
fleygðu þeir manninum ofan í
ljónagryfju þar sem hann var ét-
inn upp til agna, aðeins fundust
nokkur bein af honum.
Vitnaleiðslur í málinu snerust
að mestu leyti um hvort bóndinn
hefði tekið þátt í ódæðinu og hvort
fórnarlambið hefði verið lifandi
þegar því var varpað fyrir ljónin.
Dómarinn taldi að svo hefði verið.
Dómur verður kveðinn upp eftir
nokkra daga. ■
Hryllilegt og fyndið!
REYKSKEMMDIR Í HAFNARFIRÐI
Eldur kviknaði út frá hellu í Álf-
holti í Hafnarfirði um eittleytið í
gærdag. Mikill reykur hlaust af
og urðu nokkrar sótskemmdir á
íbúðinni sem var mannlaus.
Slökkvilið þurfti að brjótast inn í
íbúðina og náði fljótlega að
slökkva eldinn. Enginn skaði
varð á fólki en lögregla rýmdi
blokkina meðan á slökkvistarfi
stóð.
FÍKNIEFNI Í FÆREYSKUM TOGARA
Um fimm grömm af maríjúana
fundust í gærmorgun við leit toll-
gæslunnar og lögreglunnar í
Hafnarfirði í færeyskum togara
sem lá í Hafnarfjarðarhöfn. Auk
þess fundust heimatilbúin áhöld
til neyslu fíkniefnanna. Þrír voru
færðir til yfirheyrslu og gengust
við brotinu. Þeir voru látnir laus-
ir en þurfa að greiða sekt.
ÓPIÐ
Skyldi verkið vera
að eilífu glatað?
LÖGFRÆÐIÁLIT BIRT
Tony Blair ávarpar fjölmiðla í gær.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
IÐNAÐARSVÆÐI Á AKUREYRI
Í þessu porti var sparkað í andlit og höfuð piltsins, föt og skór rifin og
tætt utan af honum og hann dreginn á nærbuxum einum klæða.
GÖMLU BRÝRNAR
Ekið var með piltinn í farangursgeymslunni að vinsælu útivistar-
svæði á Akureyri innan við flugvöllinn.
MEÐ KROSS-
LAGÐAR HENDUR
Berlusconi mæddist
í mörgu í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K