Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 16
SORPSKÚLPTÚR Í LONDON Verkamenn leggja síðustu hönd á uppsetn- ingu skúlptúrs í risaróbótsformi við Turnbrúna á suðurbakka Thames í gær. Skúlptúrinn er gerður úr tæknisorpi en listamaðurinn, Paul Bonomini, nefnir hann WEEEMAN (Waste El- ectrical and Electronic Equipment Man) 16 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Raforkuframleiðsla á Akureyri: Glerá virkjuð á ný VATNSAFL Í lok maí verður Glerár- virkjun á Akureyri tekin í gagnið á ný en hætt var að nota hana til raforkuframleiðslu um 1960. Framkvæmdir við endurbyggingu virkjunarinnar hófust síðastliðið haust en Glerárvirkjun var upp- haflega gangsett 17. september 1922 og formlega tekin í notkun 30. september sama ár. Í fyrra voru liðin 100 ár frá raf- væðingu Íslands og af því tilefni ákvað Norðurorka á Akureyri að láta endurbyggja virkjunina. Stef- án H. Steindórsson, véltækni- fræðingur hjá Norðurorku, segir að framleiðslugeta virkjunarinn- ar hafi í upphafi verið um 330 hestöfl. Glerá stóð hins vegar ekki undir væntingum varðandi vatns- rennsli og því var orkuframleiðsl- an að meðaltali um 200 hestöfl en það dugði þó til að lýsa upp öll hús á Akureyri og til matseldar síðar meir, segir Stefán. Búið er að gera smávægilegar lagfæringar á stíflunni og verið að ljúka við að byggja nýtt stöðv- arhús. Útlitslega er það í líkingu við gamla húsið en með glerveggj- um svo hægt verði að horfa inn, segir Stefán. -kk Flúði fullur undan lögreglunni í Reykjavík: Dómur fyrir þjófnað og ofsaakstur DÓMSMÁL 25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið- vikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síð- asta ári. Í apríllok í fyrra braust maðurinn inn í íbúð í Grafarvogi og stal tveimur DVD-tækjum, tveimur myndbandstækjum, sjón- varpstæki, tveimur stafrænum myndavélum, stafrænni upptöku- vél, Macintosh-tölvu, flatskjá, gít- ar, saumavél, mótaldi, tölvubún- aði, heyrnartólum, magnara, þremur farsímum, skanna, skart- gripum, snúrum og fylgihlutum, sem samtals voru metin á tæpa 1,1 milljón króna. Þá stal maðurinn í maí bíl við Landsbankann á Sel- fossi og ók hratt og ógætilega til Reykjavíkur þar sem lögregla elt- ist við hann og náði loks á Aðaltúni við Mosfellsbæ. Fram kemur í dómnum að máðurinn á sér nokkurn saka- feril og hefur verið dæmdur áður fyrir þjófnað, umferðar- lagabrot, fjársvik, skjalafals og fíkniefnalagabrot. Þýfi manns- ins frá því í apríl komst ekki til skila. - óká Al-Zarqawi: Næstum því handtekinn ÍRAK Hársbreidd munaði að bandarískum hersveitum tækist að góma Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga hryðjuverkahóps í Íraks sem tengist al-Kaída. Að sögn CNN fékk leyniþjón- ustan upplýsingar um að Zarqawi væri að finna í ná- grenni bæjarins Ramadi. Hermenn stöðvuðu grunsam- legan bíl á leiðinni sem Zarqawi var talinn farþegi í en hann hafði náð að forða sér. Hins veg- ar handtóku þeir náinn félaga hans og fundu auk þess tölvu- búnað sem innihélt upplýsingar um hvernig komast mætti í sam- band við Osama bin Laden. Fundurinn sýnir að bein tengsl eru á milli bin Laden og hryðjuverkamanna í Írak. ■ GLERÁRVIRKJUN Raforkan frá Glerárvirkjun mun fara inn á dreifikerfi Norðurorku og jafngildir meðal- neyslu um 30 íbúðarhúsa. FRÉTTAB LAÐ IÐ /KK VESTURLANDSVEGUR VIÐ MOSFELLSBÆ Maðurinn sem dóm hlaut á miðvikudag ók meðal annars á 160 kílómetra hraða á undan lögreglu á Vesturlandsvegi á kafla þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Útlitsdýrkun: Stelpur á sterum BANDARÍKIN Ný bandarísk rann- sókn sýnir að bandarískar stúlk- ur nota stera til að bæta útlitið að sögn CNN. Dæmi eru um telpur allt niður í níu ára gamlar sem taka inn stera. Vísindamenn við Michigan- háskóla rannsaka á hverju ári áhættuhegðun unglinga og segja þeir að steranotkun stúlkna sé áhyggjuefni. Fimm prósent menntaskólameyja hafa neytt stera og vaxtarhormóna og sjö prósent stúlkna í gagnfræða- skólum. Sumar ney£ta efnanna til að bæta sig í íþróttum en fleiri gera það til að létta sig og gera líkamann stæltari á skjótan hátt. Margvíslegar hættulegar aukaverkanir geta fylgt stera- notkun. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.