Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 16
SORPSKÚLPTÚR Í LONDON
Verkamenn leggja síðustu hönd á uppsetn-
ingu skúlptúrs í risaróbótsformi við Turnbrúna
á suðurbakka Thames í gær. Skúlptúrinn er
gerður úr tæknisorpi en listamaðurinn, Paul
Bonomini, nefnir hann WEEEMAN (Waste El-
ectrical and Electronic Equipment Man)
16 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Raforkuframleiðsla á Akureyri:
Glerá virkjuð á ný
VATNSAFL Í lok maí verður Glerár-
virkjun á Akureyri tekin í gagnið
á ný en hætt var að nota hana til
raforkuframleiðslu um 1960.
Framkvæmdir við endurbyggingu
virkjunarinnar hófust síðastliðið
haust en Glerárvirkjun var upp-
haflega gangsett 17. september
1922 og formlega tekin í notkun
30. september sama ár.
Í fyrra voru liðin 100 ár frá raf-
væðingu Íslands og af því tilefni
ákvað Norðurorka á Akureyri að
láta endurbyggja virkjunina. Stef-
án H. Steindórsson, véltækni-
fræðingur hjá Norðurorku, segir
að framleiðslugeta virkjunarinn-
ar hafi í upphafi verið um 330
hestöfl. Glerá stóð hins vegar ekki
undir væntingum varðandi vatns-
rennsli og því var orkuframleiðsl-
an að meðaltali um 200 hestöfl en
það dugði þó til að lýsa upp öll hús
á Akureyri og til matseldar síðar
meir, segir Stefán.
Búið er að gera smávægilegar
lagfæringar á stíflunni og verið
að ljúka við að byggja nýtt stöðv-
arhús. Útlitslega er það í líkingu
við gamla húsið en með glerveggj-
um svo hægt verði að horfa inn,
segir Stefán. -kk
Flúði fullur undan lögreglunni í Reykjavík:
Dómur fyrir þjófnað og ofsaakstur
DÓMSMÁL 25 ára gamall maður var
í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið-
vikudag dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í
þrjá mánuði fyrir þjófnaði og
ofsaakstur á undan lögreglu á síð-
asta ári. Í apríllok í fyrra braust
maðurinn inn í íbúð í Grafarvogi
og stal tveimur DVD-tækjum,
tveimur myndbandstækjum, sjón-
varpstæki, tveimur stafrænum
myndavélum, stafrænni upptöku-
vél, Macintosh-tölvu, flatskjá, gít-
ar, saumavél, mótaldi, tölvubún-
aði, heyrnartólum, magnara,
þremur farsímum, skanna, skart-
gripum, snúrum og fylgihlutum,
sem samtals voru metin á tæpa 1,1
milljón króna. Þá stal maðurinn í
maí bíl við Landsbankann á Sel-
fossi og ók hratt og ógætilega til
Reykjavíkur þar sem lögregla elt-
ist við hann og náði loks á Aðaltúni
við Mosfellsbæ.
Fram kemur í dómnum að
máðurinn á sér nokkurn saka-
feril og hefur verið dæmdur
áður fyrir þjófnað, umferðar-
lagabrot, fjársvik, skjalafals og
fíkniefnalagabrot. Þýfi manns-
ins frá því í apríl komst ekki til
skila. - óká
Al-Zarqawi:
Næstum því
handtekinn
ÍRAK Hársbreidd munaði að
bandarískum hersveitum tækist
að góma Abu Musab al-Zarqawi,
leiðtoga hryðjuverkahóps í
Íraks sem tengist al-Kaída.
Að sögn CNN fékk leyniþjón-
ustan upplýsingar um að
Zarqawi væri að finna í ná-
grenni bæjarins Ramadi.
Hermenn stöðvuðu grunsam-
legan bíl á leiðinni sem Zarqawi
var talinn farþegi í en hann
hafði náð að forða sér. Hins veg-
ar handtóku þeir náinn félaga
hans og fundu auk þess tölvu-
búnað sem innihélt upplýsingar
um hvernig komast mætti í sam-
band við Osama bin Laden.
Fundurinn sýnir að bein
tengsl eru á milli bin Laden og
hryðjuverkamanna í Írak. ■
GLERÁRVIRKJUN
Raforkan frá Glerárvirkjun mun fara inn á
dreifikerfi Norðurorku og jafngildir meðal-
neyslu um 30 íbúðarhúsa.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/KK
VESTURLANDSVEGUR VIÐ MOSFELLSBÆ
Maðurinn sem dóm hlaut á miðvikudag ók meðal annars á 160 kílómetra hraða á undan
lögreglu á Vesturlandsvegi á kafla þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Útlitsdýrkun:
Stelpur
á sterum
BANDARÍKIN Ný bandarísk rann-
sókn sýnir að bandarískar stúlk-
ur nota stera til að bæta útlitið
að sögn CNN. Dæmi eru um
telpur allt niður í níu ára gamlar
sem taka inn stera.
Vísindamenn við Michigan-
háskóla rannsaka á hverju ári
áhættuhegðun unglinga og segja
þeir að steranotkun stúlkna sé
áhyggjuefni. Fimm prósent
menntaskólameyja hafa neytt
stera og vaxtarhormóna og sjö
prósent stúlkna í gagnfræða-
skólum. Sumar ney£ta efnanna
til að bæta sig í íþróttum en
fleiri gera það til að létta sig og
gera líkamann stæltari á skjótan
hátt.
Margvíslegar hættulegar
aukaverkanir geta fylgt stera-
notkun. ■