Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 24
LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Hún er fræg sagan um Jón þjóf, sem fékk viðurnefni sitt af því að það var stolið frá honum. Öryrkjar landsins virðast vera að lenda í svipuðu heilkenni og Jón þjófur. Ný skýrsla Tryggva Herbertssonar hjá Hagfræðistofnun Háskólans um íslenska öryrkja sýnir ótrúlega fjölgun þeirra á síðustu árum og þá sérstaklega í hópi ungra öryrkja. Svo virðist af fréttamati fjölmiðla og viðbrögðum sérfræðinga og stjórnmálamanna sem þessi fjölg- un komi bæði mjög á óvart og þyki óeðlileg. Í því felst yfirlýsing um að eitthvað sé bogið við hana. Fólk sé á bótum, sem ekki eigi að vera það. Allt er þetta ugglaust rétt, svo langt sem það nær. Hins vegar er mjög mikilvægt að gæta vel að þeim ályktunum sem eru dregnar af þessu. Strax heyrist í umræð- unni sú krafa – og sumir virðast telja hana óumflýjanlega – að þessi óeðlilega fjölgun muni leiða til þess að örorkubætur þurfi að lækka. Með því móti væri í raun verið að stela hluta af bótunum frá öryrkj- um, en um leið væru þeir sjálfir kallaðir þjófar. Öryrkjar væru komnir í fótspor Jóns þjófs – þjóf- kenndir fyrir að láta stela frá sér! Þótt hótunin um þjófkenningu vofi stöðugt yfir eru sem betur fer fleiri hugmyndir uppi varðandi viðbrögð við þessum nýju tíðind- um, sem þó hafa legið í aðalatrið- um fyrir um talsvert langt skeið. Þannig er haft eftir yfirtrygginga- lækni hér í blaðinu í gær að herða eigi eftirlit með því að örorkubóta- kerfið sé misnotað, sem vissulega er sjálfsagt að gera. Hins vegar er ótrúlegt að sú mikla fjölgun og sú breyting á örorkumynstri sem fram kemur í skýrslu Tryggva Þórs stafi nema að örlitlu leyti af einhverju svindli eða raunveruleg- um „þjófum“. Hins vegar er því ekki að neita að hún er lífseig al- menningstrúin á að stórir hópar ör- yrkja séu á einhvers konar gervi- örorku og þess vegna mun það gagnast öryrkjum sjálfum og sam- úð með málstað þeirra vel ef Tryggingastofnun tekst að slá á þá trú að svindl sé mikið stundað. En það hafa jafnframt komið ábendingar sem snúa einmitt að kjarna málsins. Þannig bendir yfir- tryggingalæknir á það aftast í fyrr- nefndri frétt gærdagsins að hluti skýringarinnar á fjölgun öryrkja séu vaxandi kröfur um arðsemi á vinnumarkaði og að þeir sem hefðu skerta færni á einhvern hátt, jafn- vel tímabundið, gæfust frekar upp eða væru látnir fara. Rannsóknir á Íslandi bentu til tölfræðilegs sam- bands milli atvinnuleysis og ný- gengis örorku. Á þetta hefur Jón Kristjánsson líka bent og dregið at- hygli manna jafnframt að því að at- vinnuleysisbætur séu lægri en ör- orkubætur þannig að hugsanlega sæki fólk því frekar í örorkubæt- urnar. Þó Jón hafi farið varlega í yfirlýsingar um aðgerðir, sem kannski er skiljanlegt á þessu stigi, er ljóst að hann virðist gera sér grein fyrir að vandamálið tengist fleiri kerfum og fleiri sviðum þjóð- félagsins en bara örorkubóta- eða örorkumatskerfinu. Það eitt að taka þannig til orða – eins og hvert stórmennið á fætur öðru gerir – að fólk sé að „festast á örorkubótum“ eftir tímabundin vandræði bendir til að það sé eitthvað að því um- hverfi sem ekki getur tekið við þessu fólki. Á Íslandi hafa menn verið í mik- illi afneitun undanfarin ár varð- andi umfang og eðli félagslegra vandamála. Einn fylgifiskur þeirr- ar afneitunar er að úrræði eða að- gerðir til að mæta félagslegum vandamálum hafa verið takmörk- uð. Það er ólíklegt að boðin séu fram úrræði eða viðbrögð við vandamálum sem menn viður- kenna ekki að séu til. Þess vegna hefur á Íslandi átt sér stað gríðar- lega umfangsmikil endurskilgrein- ing á því sem erlendis eru talin al- geng og vel þekkt félagsleg vanda- mál. Þessi vandamál verða nefni- lega að heilbrigðisvandamálum á Íslandi. Heilbrigðiskerfið er látið taka við bráðasta félagslega vanda og best þykir ef hægt er að takast á við málin með einföldum en áhrifa- ríkum lausnum eins og t.d. lyfja- gjöf. Erfiðleikarnir verða ekki að viðurkenndum vanda fyrr en búið er að framvísa læknisvottorði. Vandinn er hins vegar til staðar og vissulega er mikilvæg skörun í nútímasamfélagi milli félagslegra vandamála og heilbrigðisvanda- mála. Hins vegar er bæði skynsam- legra og árangursríkara að viður- kenna félagslegu vandamálin sem félagsleg vandamál og gera ráð- stafanir til að mæta þeim sem slík- um, en skilgreina síðan heilbrigðis- vandamál sem heilbrigðisvanda- mál. Skýrsla Tryggva Þórs Her- bertssonar er því ekki endilega áfellisdómur yfir örorkubótakerf- inu og því síður er hún tilefni til að búa til Jón þjóf úr öryrkjum. Skýrslan er hins vegar skjalfestur vitnisburður um séríslenska end- urskilgreiningu á félagslegum vandamálum sem heilbrigðis- vandamálum. Okkar vandi er afneitunin. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að við eigum við umfangsmikinn fé- lagslegan vanda að glíma, sem ekki verður leystur með lyfseðli eða læknisvottorði. ■ Þ að var þungt yfir fréttatímum ljósvakamiðlanna ígærkvöldi. Í gær barst önnur fréttin á stuttum tíma afgrófum ofbeldisglæp á Akureyri. Í báðum málum komu ungir menn við sögu og í báðum tilfellum sýndu þeir óvenju einbeittan brotavilja gagnvart fórnarlömbum sínum. Í gær vildi líka svo til að Hæstiréttur úrskurðaði í tveim- ur umtöluðum glæpamálum, annars vegar voru staðfestir dómar yfir sakborningunum í líkfundarmálinu svokallaða og hins vegar voru þyngdir dómar frá því í héraði yfir tveimur handrukkurum sem keyptir voru til að ganga í skrokk á manni sem þeir áttu ekkert sökótt við. Á hvaða leið er þetta þjóðfélag? Þetta er eflaust spurning sem margir spyrja sig, ekki síst vegna þess að undanfarna mánuði, og reyndar vel rúmlega það, hafa dunið á okkur lát- lausar fréttir af glæpum og ofbeldi. Svarið við þessari spurningu kemur því kannski einhverjum á óvart; íslenskt þjóðfélag er hreint ekkert að fara fjandans til. Þegar tölfræðiupplýsingar lögreglunnar eru skoðaðar sést svart á hvítu að ofbeldisglæpum hefur ekki fjölgað und- anfarin ár og reyndar benda nýjustu tölur til þess að heldur hafi dregið úr þeim ef eitthvað er. En hvernig stendur þá á því að ofbeldi er nánast eins og daglegt brauð í umhverfi okkar? Þar eigum við fjölmiðlar stærsta sök. Fréttum af glæpamálum hefur fjölgað mikið og tónninn í fréttunum hefur harðnað; það er ekkert dregið undan í lýsingum á voðaverkunum. Nú er ekkert að því að fjalla um slík mál, því umfjöllunin getur fengið fólk til þess að rísa upp gegn ofbeldi og þar með dregið úr því. En skefjalaus fréttaflutningur af ofbeldis- glæpum getur magnað upp algörlega tilefnislausan ótta hjá fólki sem er í nánast engri hættu fyrir mönnunum sem fjall- að er um. Í langflestum tilfellum er verið að segja fréttir af inn- byrðis átökum ógæfumanna sem eru að handrukka og mis- þyrma hver öðrum, Venulegt fólk kemur þar hvergi nærri. Venjulegt fólk er líka heima hjá sér í fastasvefni milli fimm og sjö á morgana þegar níu af hverjum tíu meiriháttar lík- amsárásum eiga sér stað. Margir játa það fúslega að þora ekki að heimsækja mið- borg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, enda á hún að vera eins og löglaus vígvöllur um helgar. Þetta ástand er stórlega ýkt ef ekki hreint fals. Það eru örugglega hlutfallslega meiri líkur á því að fá á kjaftinn á sveitaballi en á Laugaveginum aðfaranótt laugardags. Í könnun sem var gerð meðal landsmanna fyrir fáeinum árum kom í ljós að því fjær sem fólk bjó miðbænum, þeim mun hræddara var það við hann, enda hafði það fólk ekki aðra mynd af honum en þá sem það las eða heyrði um í fjöl- miðlum. En ekki vera hrædd. Við Íslendingar erum svo gæfusamir að búa í einhverju öruggasta samfélagi í heimi. Ekki láta neinn telja ykkur trú um annað. ■ 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Sögur af ofbeldi og glæpum fá muna meira pláss í fjölmiðlum en tilefni gefur til. Við búum í öruggu samfélagi FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG UM UMRÆÐUR ÖRYRKJA BIRGIR GUÐMUNDSSON Á Íslandi hafa menn verið í mikilli afneit- un undanfarin ár varðandi umfang og eðli félagslegra vandamála. ,, Jón þjófur Slagur fyrrverandi formanna Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi for- maður Aþýðuflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins hafa báðir stungið niður penna til stuðnings frambjóðendum í for- mannsslag Samfylkingar- innar. Sighvatur skrifar langt mál á stuðn- ingsmannasíðu Öss- urar Skarphéðins- sonar en Jón Bald- vin á heimasíðu Ingibjargar Sól- rúnar Gísla- dóttur. Því skal til haga haldið, að báðir eru Jón Baldvin og Sighvatur þjón- ar íslensku þjóðarinnar í utanríkisþjónust- unni. Sighvatur varð fyrri til og hefur nokkrar áhyggjur af átökum og sundrungarhneigð sem ævinlega fylgir miklum flokkadrátt- um. Hann þakkar Össuri að Samfylkingin er orðinn næst stærstur krataflokka á Norðurlöndum. Hann hafi vikið fyrir Ingi- björgu Sólrúnu fyrir síðustu alþingiskosn- ingar þegar fullreynt var að enginn annar vildi gera það innan Samfylkingarinnar. Sighvatur lýkur máli sínu á þessa leið: „Þær staðreyndir, sem taldar eru upp hér að framan, tala hins vegar sínu máli. Öss- ur Skarphéðinsson hefur til þess unnið að honum gefist tækifæri á því að leiða Samfylkinguna í kosningum. Þrátt fyrir góðan árangur hans sem formaður flokksins hefur hann aldrei fengið það tækifæri. Hann á það inni hjá okkur.” Þá reynir á Jón Baldvin Hannibalsson tæpir á stuðn- ingi sínum við Ingibjörgu Sólrúnu á heimasíðu hennar og segir: „Ég tek eftir því, að vinur minn Sighvatur Björgvinsson, birtir grein á heimasíðu formanns Sam- fylkingarinnar honum til stuðnings í yfir- standandi formannskjöri. Þar með þykir það ekki tiltökumál, þótt sendiherra fjalli opinberlega um formannskjör í flokki sín- um – ef þeir styðja Össur. Þá hlýtur það að gilda jafnt um aðra formannsfram- bjóðendur.” Jón Baldvin hefur ekki miklar áhyggjur af átökum, en spyr: „Og spurn- ingin til frambjóðendanna er bara ein: Hafa þeir manndóm til að hlíta dómi kjósenda án eftirmála og að starfa saman af fullum heilindum fyrir málefnunum sjálfum, eins og ekkert hafi í skorist.“ johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.