Fréttablaðið - 29.04.2005, Side 27
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er föstudagur 29. apríl,
119. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.06 13.25 21.46
AKUREYRI 4.40 13.10 21.42
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Gunnar Hansson leikari streitist á
móti þegar ruslfæðið togar í hann og
hefur oftar en ekki sigur. Hann segist
þó ekki elda nógu oft, en er stoltur af
grjónagrautnum sínum.
„Ég er mjög meðvitaður en ekki alveg nógu
duglegur að borða hollt.“ segir Gunnar. „Ég
er heldur ekki nógu duglegur að elda þó
mér finnist það mjög gaman þegar ég byrja
á annað borð. Ef ég hins vegar er illa svang-
ur er fyrsta hugsunin ruslfæði og þá þarf
ég að beita mig hörðu til að beina huganum
á aðrar slóðir. Þetta er samt allt að koma og
nú er ég mikið í Melabúðinni og kaupi grill-
aðan kjúkling.“
Þegar Gunnar er með börnin sín hjá sér
eldar hann grjónagraut, sem hann segir að
sé alltaf sérlega vel heppnaður, og mexí-
kóskar pönnukökur og kjúklingaréttir
liggja líka ágætlega fyrir honum.
„En það sem ég geri lang, langbest er að
grilla svínarif,“ segir Gunnar. „Ég luma á
trikki sem Gunnar Óli Kvaran vinur minn
kenndi mér en það er algjört leyndarmál,“
segir hann og ljóstrar upp leyndarmálinu í
um 100 þúsund eintökum.
„Galdurinn er að sjóða rifin áður en þau
eru grilluð. Maður lætur þau malla í um það
bil klukkutíma í þremur fjórðu af vatni og
einum fjórða af pilsner. Svo penslar maður
rifin grimmt með grillsósunni meðan á
steikingu stendur, en þau eru tilbúin þegar
þau eru fallega stökk. Þá er sniðugt að
pensla einu sinni enn og þá verða þau algjör
snilld. Gunnar vinur minn býr að sjálfsögðu
til sína eigin grillsósu en ég kaupi einhverja
góða úti í búð,“ segir Gunnar. „Svo ber ég
fram með þessu hrísgrjón og salat, en það
er bara til að bjarga mannorðinu, sjálfum
finnst mér best að borða þetta eintómt.“
Nú er Gunnar á fullu í sýningum Borgar-
leikhússins á Terrorisma. „Þetta er gríðar-
lega gott stykki og mikill og svartur húmor.
Áhorfendur vakna þó til nýrrar vitundar
um terrorisma, sem á sér oft stað í nánasta
umhverfi þeirra þó hann verði ekki frétt-
næmur fyrr en á hæsta stigi.“ ■
Salatið bjargar mannorðinu
tilbod@frettabladid.is
Blómaval býður nú grasáburð
á góðu verði. Þar hefur fimm
kílóa poki lækkað úr 549 kr. í
299 kr. eða um 45%. Þetta til-
boð ætti að kæta þá sem hafa
yfir lendum að ráða og halda
þeim í góðri rækt því áburður-
inn er sérvalinn á grasflatir.
Gallapils, bolir,
peysur, buxur,
jakkar, toppar og
ýmislegt fleira
er á tilboði
hjá tískuversl-
uninni Cher á
Laugavegi 82.
Afslátturinn
nemur 30%.
Allt eru þetta
nýjar vörur í
númerum
frá 34 til 48
en mest í 40-44. Auk þess veit-
ir Cher 10% af allri annarri vöru
í versluninni. Tilboðið stendur
fram á þriðjudag.
Garð- og svalahúsgögn eru á
lækkuðu verði hjá Garðheim-
um. Nefna má sett sem heitir
Tennis og inniheldur borð og
fjóra stóla. Það var áður á
19.950 kr. en er nú á 15.950
kr. og annað krúttlegt sett sem
nefnist Bistro, það kostaði
áður 12.450 kr. en er
nú á 9.950 kr. Auk þess
eru pallahitarar, moltu-
kassar, kurlarar og
mosatætarar á
15% afslætti í
Garðheimum.
Sumarúlpur og
kápur eru á 15%
afslætti hjá
Hrafnhildi á
Engjateig 5.
Þær eru í ýms-
um litum og gerðum og
gildir afslátturinn aðeins fram á
helgina. Hjá Hrafnhildi er opið
virka daga frá 10-18 og laugar-
daga frá 10-16.
Gunnar Hansson leikari er bestur í grjónagraut og grillrifjum.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í tilboðum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Mér finnst svo
gaman í bólinu
mínu áður en ég
fer að sofa.
Þá er mamma svo
mömmuleg!
Fótboltavörur á tilboðsverði
BLS. 5
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Neytendur hafa áhrif á
vatnsbúskap heimsins
Sameinuðu þjóðirnar
telja að verði ekkert að
gert muni vatnsnotkun
vegna matvælafram-
leiðslu tvöfaldast til
ársins 2050.
Með vali sínu á matvörum
geta neytendur haft afger-
andi áhrif á vatnsbúskap
heimsbyggðarinnar. Í
nýrri skýrslu sem kynnt
var á fundi nefndar Sam-
einuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun kemur fram
að ef ekkert verði að gert
muni vatnsnotkun vegna
framleiðslu á matvælum
tvöfaldast fram til ársins
2050.
Samkvæmt skýrslunni
liggur lykillinn að lausn á
þessum vanda hvorki hjá
bændum, ríkisstjórnum né
tæknimönnum, heldur
ræður val neytenda mestu.
Þeir geti valið á milli hollr-
ar fæðu úr heimabyggð,
sem framleidd er með
sjálfbærum aðferðum, eða
matvöru þar sem miklu
vatni og öðrum auðlindum
hefur verið sóað við fram-
leiðsluna.
Í skýrslunni er kallað
eftir meiri upplýsingum til
neytenda um aðferðir við
matvælaframleiðslu og
um félagsleg og umhverf-
isleg áhrif mismunandi að-
ferða. ■
Neytendur geta hafnað matvöru
þar sem miklu vatni er sóað við
framleiðsluna.