Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 42
KB banki skilaði ríflega ellefu milljarða hagnaði sem var í takti við vænt- ingar greiningardeilda. Stjórn Singer & Fried- lander hefur ákveðið að mæla með að hluthafar bankans taki kauptilboði KB banka. KB banki hefur gert bindandi til- boð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bank- ans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórð- ungi, en inni í hagnaðar- t ö l u n u m er sölu- hagnað- ur af L ý s - i n g u o g geng- ishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildar- eignir bankans eru 1.675 milljarð- ar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 pró- sent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá nú- verandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Sam- kvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bret- land, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjör- inu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. „Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öll- um markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra.“ Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. „Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleik- um.“ Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarna- mörkuðum. „Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjár- málasamstæðu.“ KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans ein- kennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði. haflidi@frettabladid.is Veisla en ekki bankakaup Það fréttist af hópi Landsbankamanna og starfs- manna Burðaráss á leið til London nú í vikunni. Orðrómurinn flaug þegar um viðskiptalífið og margir voru á því að nú væru stór viðskipti í uppsiglingu. Eins og oft vill brenna við, þá reyndist orðrómurinn ekki á rökum reistur. Lands- bankamenn voru ekki í stór- um kauphugleiðingum í þetta sinnið. Þeir voru mættir til þess að taka þátt í veisluhöldum þeirra sem komu að kaupum á Icelandkeðjunni. Venjan er að haldið sé upp á slík viðskipti með þeim sem að þeim komu með veglegri veislu. Ekki spillti ferðinni að leikur Chealsea og Liverpool var á Stam- ford Bridge og því hefur verið margt um mannin í stúkunni sem Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Iceland, leigir á vellinum. Leikurinn var hins vegar leiðinlegur og marka- laus. Tugmilljarðar lítil tíðindi Ekki fer sögum af því hvort KB-bankamenn voru á vellinum í stúkunni sinni og Bakka- varar. Þeir stóðu hins vegar í þriðju stærstu fyrirtækjakaupum Íslend- inga frá upphafi með kaupunum á Singer & Friedlander. Fréttin kom í gærmorgun og samhliða skilaði KB banki mesta hagnaði skráðs fyr- irtækis á Ísland á einum árs- fjórðungi. Svo bar við að þessi tíðindi viku fyrir öðrum í fréttatíma Rúv og fóru þar saman fréttir af dómsmálum og hitt að sennilega eru menn hættir að kippa sér upp við fréttir af milljarðatug- um. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.125 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 403 Velta: 3.153 milljónir +0,30% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 30 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,40 +0,20% ... Atorka 6,10 +1,7% ... Bakkavör 33,00 -0,90% ... Burðarás 14,25 -... FL Group 14,50 +1,0 ... Flaga 5,46 – ... Íslandsbanki 13,75 -0,7% ... KB banki 551,00 - 0,50% ... Kögun 62,80 +0,2 ... Landsbankinn 16,50 – ... Marel 55,60 - 0,7% ... Og fjarskipti 4,05 +1,20% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,20 +0,8% ... Össur 83,50 -0,60% Methagnaður og kaup á breskum banka Hampiðjan 2,94% Atorka 1,67% Og fjarskipti 1,24% Síminn -3,16% Bakkavör -0,90% Íslandsbanki -0,72% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Yfir væntingum Áfram gert ráð fyrir góð- um vexti. Bakkavör skilaði 4,2 milljóna punda hagnaði á fyrsta ársfjórð- ungi eða 484 milljónum króna sem er tæplega tvöföldun frá fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 929 milljónum króna og jókst um 58 prósent milli ára. Hlutfall hagnaðar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var 21 prósent samanborið við 15 prósent árið áður en þetta hlutfall er að jafnaði lægst á fyrsta ársfjórðungi. Rekstur Bakkavarar á fyrsta ársfjórðungi var í takt við vænting- ar stjórnenda og nokkuð yfir spám bankanna í heild. Sala Bakkavarar jókst um 14 prósent milli ára sem vekur athygli vegna þess að mikil samkeppni er í framleiðslu á kældum réttum. Þrýstingur á verð er því mikill en stjórnendur Bakkavarar segja tengsl sín við Tesco, helstu við- skiptavini sína, mjög góð. Stjórn- endur félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi góðum vexti. Mikið handbært fé frá rekstri er einkennandi fyrir rekstur Bakka- varar og var það 822 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár var 19 pró- sent á fyrsta ársfjórðungi saman- borið við 12 prósent árið áður. - dh SPÁR OG AFKOMA BAKKAVAR- AR Í MILLJÓNUM PUNDA Hagnaður 4,2 Spá Íslandsbanka 4,5 Spá KB banka 3 Spá Landsbankans 3,6 Skýrsla Morgan Stanley til einkavæð- ingarnefndar um söluferli Símans verður gerð opinber í dag. Um er að ræða þann hluta er varða tillögur ráð- gjafafyrirtækisins um fyrirkomulag sölunnar. Aðrar upplýsingar hafa verið teknar út. Eins og fram kom í Markaðinum á miðvikudaginn fundaði einkavæðing- arnefnd sama dag þar sem ákvörðun um birtingu skýrslunnar var tekin. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingar- nefndarinnar, segir að um vinnufund hafi verið að ræða með ráðgjöfum Morgan Stanley. Nefndarmenn séu ánægðir með framgang söluferilsins og samskipti við þá aðila, sem hafi viljað kynna sér Símann nánar. Margir hafi fengið viðbótargögn í hendur eft- ir að hafa undirritað trúnaðarsamn- ing. „Enginn gerir í sjálfu sér athugasemd- ir við þetta fyrirkomulag sem við vinnum eftir,“ segir Jón. – bg Tillögur Morgan Stanley birtar Lífeyrissjóðurinn Framsýn, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, og Lífeyrissjóður sjó- manna, sá fjórði stærsti, hafa ákveðið að sameinast og mun samruninn taka gildi frá og með 1. júní. Með sameiningunni verður til Gildi lífeyrissjóður sem hefur heildareignir yfir 155 milljarða króna og 22 þúsund sjóðfélaga. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó- manna, verður framkvæmda- stjóri Gildis. „Við erum að búa til öflugri sjóð og breikkum sjóðfé- lagahópinn. Einnig aukum við áhættudreifingu sem skilar sér vonandi í betri ávöxtun fyrir okk- ar félagsmenn,“ segir Árni. Rekstur sjóðanna hefur verið í miklum blóma undanfarin ár. Á síðasta ári var raunávöxtun 13,6 prósent hjá Framsýn og 16,3 pró- sent hjá Lífeyrissjóði sjómanna. - eþa Framsýn og Lífeyrissjóður sjómanna sameinast Gildi lífeyrissjóður tekur til starfa STAÐA FRAMSÝNAR OG LÍFEYRISSJÓÐS SJÓMANNA UM SÍÐUSTU ÁRAMÓT Lífeyrissjóður Heildareignir Virkir sjóðsfélagar Lífeyrissjóðurinn Framsýn 76 milljarðar 17.735 Lífeyrissjóður sjómanna 68 milljarðar 3.665 Alls 144 milljarðar 21.400 HAGNAÐUR TVÖFALDAST Ágúst og Lýð- ur Guðmundssynir, stjórnendur Bakkavar- ar. SAMEINING LÍFEYRISSJÓÐA Lífeyris- sjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjóður sjó- manna hafa náð samkomulagi um sam- einingu sjóðanna. Hinn nýi sjóður verður til húsa í Sætúni. SPÁR UM AFKOMU KB BANKA Í MILLJÓNUM KRÓNA Íslandsbanki 11.270 Landsbankinn 11.300 Meðaltal 11.285 Niðurstaða 11.093 SINGER KEYPTUR Það lá vel á Tony Shearer, forstjóra Singer & Friedlander, og Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni KB banka, þegar þeir kynntu kauptilboð KB banka í London í gær. Eignir KB banka eftir kaupin verða tvö þúsund milljarðar. KB banki setur ný viðmið Hagnast um 85 þúsund krónur á mínútu KB banki hefur sett ný viðmið með ellefu milljarða hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er mesti hagnaður ís- lensks félags á einum ársfjórðungi en til samanburðar hagnaðist bankinn um 15,8 milljarða allt árið í fyrra. Ellefu milljarðarn- ir urðu til á 91 degi á tímabilinu janúar til mars. Þetta gerir 122 milljónir króna á dag, fimm milljónir á klst., 85 þúsund á mínútu og 1.410 á sekúndu. En hvað eru ellefu milljarðar í samanburði við aðrar tölur? Héðinsfjarðargöng eru talin kosta sex milljarða, vikuleg velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu er um 4,5 milljarðar, kortavelta Íslendinga innanlands var ellefu milljarðar í desem- ber og samanlögð útgjöld ríkisins vegna barna- og vaxtabóta munu nema 11,5 milljörðum á þessu ári. Ef við gerðum ráð fyrir að meðallaun vinnandi manns væru 250.000 krónur þá þarf mánaðarlaun 44.000 manns til að jafna hagnað KB banka. Matsfyrirtækið Moody's sendi í gær frá sér tilkynningu þess efnis að þeir hyggist endurmeta lánshæf- ismat opinberra fyrirtækja og stofn- ana víðs vegar um heiminn og nota við það nýja aðferð. Íbúðalánasjóður er eitt þeirra opin- beru fyrirtækja sem er á lista þeim sem Moody's birti yfir þau fyrirtæki sem þessar nýju matsaðferðir muni ná til. Tap var á rekstri Flögu á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tapið nam ríf- lega milljón dollurum eða um 65 milljónum króna. Afkoma félagsins er í samræmi við áætlanir fyrirtæk- isins. Á tímabilinu féll til kostnaður vegna starfsloka stjórnenda. Gengi íslensku krónunnar styrkt- ist um 0,18 prósent í fremur litlum viðskiptum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.