Fréttablaðið - 29.04.2005, Side 44
HANDBOLTI Kvennalið Hauka
tryggði sér í gær Íslands-
meistarartitlinn í sjöunda sinn í
sögu félagsins eftir 26–23 sigur á
ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna.
ÍBV hafði unnið titilinn tvö
undanfarin ár en í ár stóðst enginn
Haukaliðinu snúninginn sem vann
alla sjö leiki sína í
úrslitakeppninni.
ÍBV byrjaði af krafti og allt leit
úr fyrir að Eyjastúlkur ætluðu að
koma í veg fyrir sigurhátíð
heimastúlkna en Haukakonur tóku
yfir leikinn á sjö mínútna kafla í
lok fyrri hálfleiks, þær breyttu
stöðunni úr 7-10 fyrir ÍBV í 14–11
fyrir Hauka. Haukar náðu mest
fimm marka forskoti í seinni
hálfleik en ÍBV náði hinsvegar
aldrei að jafna leikinn.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir og
Harpa Melsted áttu báðar mjög
góðan leik en auk þeirra skiluðu
þær Kristina og Ramune
Pekarskyte sínu og gott betur.
Harpa varð þarna Íslandsmeistari
í sjötta sinn með Haukum og Inga
Fríða vann einnig sinn sjötta
Íslandsmeistaratitil en þrjá af
þeim vann hún með Stjörnunni á
sínum tíma.
Harpa Melsted, fyrirliði Hauka
sagði liðsheildina lykilinn að sigri
Hauka í einvíginu. „ÍBV er með
marga frábæra einstaklinga í lið-
inu, en við erum með góða liðs-
heild, sem ég held að hafi skapað
þennan sigur. Við vorum kannski
dálítið hræddar að koma inn í
þennan leik, vitandi það að við
mættum í raun tapa tveimur leikj-
um, en við sýndum það bara og
sönnuðum að við erum með besta
liðið í dag, fyrst við vinnum 3-0,“
sagði Harpa.
„Þær eru rosalega skipulagðar,
spila skynsamlega, eru með góða
vörn og frábæra markvörslu. Þær
unnu þetta á skynsemi og meira
hungri. Þær eiga hrós skilið fyrir
góða rimmu og frábæra úrslita-
keppni. Það er erfitt að eiga við
þær, það verður bara að viður-
kennast,“ sagði Alfreð Örn Finns-
son, þjálfari ÍBV eftir leikinn.
„Að vera með 7-0 vinningshlut-
fall í úrslitakeppninni segir alla
söguna um styrk okkar liðs. Það
vóg þyngst í einvíginu að vinna í
Eyjum og svo náðum við að klára
þetta hérna heima í dag. Lykillinn
að þessum síðasta sigri er vörnin
og hraðaupphlaupin hjá okkur,“
sagði Guðmundur Karlsson,
þjálfari Hauka. baldur@frettabldid.is
Haukakonur meistarar í 7. sinn
32 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
> Við dáumst að ...
... þeim Hörpu Melsted og Ingu Fríðu
Tryggvadóttur sem í gær
voru báðar að verða
íslandsmeistarar í
sjötta sinn. Það er erfitt
að finna betri liðsmenn
eða meiri sigurvegara
í sögu íslenska
kvennahandboltans.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
... Guðmundi Karlssyni sem í gærkvöldi
varð fyrsti þjálfarinn í sögu úrslitakeppni
handboltans hér á landi til þess að
stýra bæði karla og
kvennaliði til Íslands-
meistaratitils. Guðmund-
ur gerði karlalið Hauka
að íslandsmeisturum
2000 og svo urðu
stelpurnar meistarar í
gær. Guðmundur kann
greinilega sitt fag.
Heyrst hefur
... að Valsmenn muni fá 22 ára
gamlan enskan miðjumann frá
Bolton í dag eða á morgun. Hann
hetir Joel Pilkington og þykir vera
mjög öflugur leikmaður. Valsmenn
hafa fylgst með Pilkington í
töluverðan tíma en hann hefur verið
fyrirliði varaliðs Bolton.
Eins og kannski einhverjir
vita eru tveir íslenskir knatt-
spyrnumenn á mála hjá
sænska úr-
valsdeildar-
liðinu Djur-
garden,
þeir
Kári
Árna-
son og
Sölvi
Geir
Ottesen. Það sem færri vita er að í liðinu
er einnig að finna fallna stjörnu sem allir
sannir knattspyrnuáhugamann ættu að
þekkja afar vel, vængmanninn Ibrahim
Ba, fyrrum leikmanns Frakklands og AC
Milan. Fréttablaðið náði tali af Ba í Stokk-
hólmi í vikunni og spurði hann út í ís-
lenska knattspyrnu. Ba tjáði blaðamanni
að hann teldi Eið Smára Guðjohnsen einn
hæfileikaríkasta leikmann ensku úrvals-
deildarinnar.
„Hann er leikmaður sem allir þekkja og
óttast. Ég keppti nokkrum sinnum á móti
honum og dáðist alltaf að því hvað hann
gat gert með boltann,“ sagði Ba, sem lék
eitt tímabil með Bolton í Englandi, árið
eftir að Guðni Bergsson lagði skóna á hill-
una. Ba vissi þó vel hver Guðni væri.
„Það er synd að ég skuli aldrei hafa feng-
ið tækifæri til að spila með honum, því
hann er einn virtasti leikmaðurinn í sögu
félagsins. Það eru myndir af honum úti
um allt og nafnið hans er nánast heilagt
innan félagsins. Það er borin gríðarleg
virðing fyrir Guðna. Liðsfélagar mínir
sögðu mér sögur af honum og hversu frá-
bær náungi hann væri. Það sama á við
um stuðningsmennina, Guðni er í dýr-
lingatölu hjá þeim,“ sagði Ba.
Með hliðsjón af hinum ört fallandi ferli Ba
stóðst blaðamaður ekki mátið um að
spyrja hann hvort hann gæti hugsað sér
að spila á Íslandi eftir að dvölinni hjá
Djurgarden lýkur. „Veistu, mig langar að
segja að það sé aldrei að vita en ég get
það ekki. Ég er 31 árs og á tvö ár eftir af
samningi mínum hér í Svíþjóð. Eftir að
hann rennur út held ég að það sé komið
nóg af fótbolta hjá mér í bili.
Haukar eru Íslandsmeistarar í handbolta kvenna í þriðja sinn á fimm árum eftir 26–23 sigur á í gær.
Haukar unnu alla þrjá leiki úrslitanna og töpuðu ekki leik í úrslitakeppninni í ár.
FYRRVERANDI FRANSKI LANDSLIÐSMAÐURINN IBRAHIM BA: SPILAR MEÐ KÁRA OG SÖLVA Í SVÍÞJÓÐ
Guðni er kóngurinn í Bolton
Handboltalið ÍR:
Allir á
förum?
HANDBOLTI Það bendir allt til þess
að ÍR muni tefla fram mikið
breyttu liði á næstu leiktíð enda
eru leikmenn félagsins mjög eft-
irsóttir. Fyrirliði liðsins, Bjarni
Fritzson, er búinn að semja við
franska félagið Créteil og svo eru
þrír lykilmenn liðsins undir smá-
sjá erlendra liða.
Danska úrvalsdeildarfélagið
Ajax hefur boðið Hannesi Jóni
Jónssyni og Ingimundi Ingimund-
arsyni samning og samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins mun
Hannes væntanlega skrifa undir
sinn samning fljótlega.
Ingimundur mun aðeins bíða
með að skrifa undir samning við
Ajax þar sem hann heldur á mánu-
daginn til Sviss ásamt markverð-
inum Ólafi Gíslasyni en þeir
verða til reynslu hjá Winterthur
fram á næsta fimmtudag. Félagið
ku vera mjög spennt fyrir þeim
félögum og er ekki ólíklegt að þeir
fari frá Sviss með samningstilboð
í töskunni. - hbg
INGIMUNDUR INGIMUNDARSON
Ólíklegt að hann leiki með ÍR á næstu
leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BIKARINN Á LOFT Harpa Melsted og
Haukastelpurnar fagna hér sjöunda meist-
aratitli félagsins. Fréttablaðið/Stefán
Hanna G. Stefánsdóttir:
Liðsheildin
HANDBOLTI Hanna Guðrún Stef-
ánsdóttir sagði það æðislega til-
finningu að vera búin að landa
titlinum. „Við vorum staðráðnar
í að vinna í Vestmannaeyjum og
þegar það tókst vissum við að
við værum komnar langt með
þetta, því við erum taplausar á
heimavelli. Það er allt hægt ef
hjartað er til staðar og við höf-
um það á réttum stað. Við höfð-
um viljann til að vinna þetta og
erum með frábæra liðsheild,
sem er lykillin að góðu gengi
liðsins,“ sagði Hanna, sem skor-
aði 9 mörk í leiknum. - bb
LEIKIR GÆRDAGSINS
DHL-deild kvenna
HAUKAR–ÍBV 26–23 (15-12)
Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9,
Ramune Pekarskyte 6, Harpa Melsted 5,
Ragnhildur Guðmundsdóttir 4, Anna Guðrún
Halldórsdóttir 1, Inga Fríða Tryggvadóttir 1.
Varin skot: Kristina Matuzeviciute 17/3.
Mörk ÍBV: Alla Gokorian 9/2, Anastasia Patsiou
5, Tatjana Zukovska 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir
3, Eva Björk Hlöðversdóttir 2, Darinka Stefanovic
1. Varin skot: Florentina Grecu 23/2.
Deildabikar karla í fótbolta
ÍA–KEFLAVÍK 2–1
Ellert Jón Björnsson (3.), Kári Steinn Reynisson,
víti (88.) – Ingvi Rafn Guðmundsson (56.).
BREIÐABLIK–FH 3–3 (4–2 í vítak.)
Olgeir Sigurgeirsson, víti (14.), Ellert Hreinsson
(18.), Birgir Hrafn Birgisson (108.) – Tryggvi
Guðmundsson 2 (víti 38., 56.), Ásgeir G.
Ásgeirsson (93.). Breiðablik nýtti allar 4
vítaspyrnur sínar en Hjörvar Hafliðason varð tvær
frá FH og tryggði Blikum sæti í undanúrslitum.