Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 57
45FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005
■ TÓNLIST ■ TÓNLIST
Þann 6. júní næstkomandi koma
út tvær nýjar plötur með Bubba
Morthens; Ást og Í sex skrefa
fjarlægð frá Paradís. Verið er að
leggja lokahönd á þær um þessar
mundir.
Upptökum á báðum plötunum
stjórnaði Barði Jóhannsson úr
hljómsveitinni Bang Gang en
vinnsla við þær fór að mestu leyti
fram í Frakklandi nú í vor. Bubbi
verður því áberandi í sumar því
tvær endurútgáfur eru einnig á
leiðinni frá honum; Ísbjarnarblús
og Kona, sem verða báðar í við-
hafnarútgáfum.
BUBBI Fjórar plötur
með Bubba eru vænt-
anlegar í sumar.
Nýtt frá Bubba í júní
Tónlist.is
tveggja ára
Á laugardaginn verða liðin tvö ár
frá því heimasíðan Tónlist.is fór í
loftið. Af því tilefni verður meðal
annars afmælishátíð í Kringlunni
og happdrætti þar sem hægt er að
vinna iPod, miða á tónleika með U2,
fríáskriftir að Tónlist.is og ýmislegt
fleira.
Þá verður bætt við nýrri þjón-
ustu, svo sem
yfirfærslu á iPod
og aðra stafræna
spilara. Af því til-
efni hafa höfund-
ar og framleið-
endur ákveðið að
bjóða fólki upp á
að sækja tónlist
án endurgjalds
alla afmælishelg-
ina. Heimasíðan
verður opin fyrir
alla frá föstudags-
morgni til mið-
nættis á sunnu-
degi og þar geta
notendur sótt allt
að fimmtíu lög til
eignar.
Tónlist.is hefur notið vaxandi
vinsælda síðan hún fór fyrst í loftið
og er fjöldi skráðra notenda nú
rúmlega 15 þúsund talsins. Nú má
nálgast vel yfir 300.000 íslensk og
erlend lög á vefnum og með nýjum
samningum við framleiðendur er
gert ráð fyrir að fjölda laga fari yfir
milljón á þessu ári. Þess má einnig
geta að um miðjan maí geta Mac-
notendur keypt tónlist á vefnum í
fyrsta sinn.
Afmælishátíðin í Kringlunni
hefst fyrir framan Skífuna klukkan
15.00. Þar koma fram Idol-stjarnan
Hildur Vala og hinn efnilegi trúba-
dor Helgi Valur.
■ TÓNLIST
HILDUR VALA
Idol-stjarnan Hildur
Vala syngur í
Kringlunni á laug-
ardag í tilefni af
tveggja ára afmæli
Tónlist.is.
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Antony heldur tónleika ásamt
hljómsveit sinni, The Johnsons,
þann 11. júlí á Nasa. Tónleikarnir
eru liður í Evróputúr Antony og
mun honum ljúka hér á landi.
Frá því að Antony kom fram á
sjónarsviðið fyrir átta árum
hefur hróður hans farið ört vax-
andi. Á þessu ári hefur hann tekið
mikið stökk en í febrúar kom út
hljómplatan I'm a Bird Now, sem
gagnrýnendur hafa keppst við að
hefja upp til skýjanna.
Antony hefur verið að spila
með goðsögninni Lou Reed í
gegnum tíðina og átti upphaflega
að koma með honum hingað til
lands á síðasta ári. Ekkert varð af
því vegna eigin tónleikaferðar
sem hann fór í. Antony hefur
meðal annars sungið inn á plötur
Reeds, The Raven og Animal
Serenade, auk þess sem hann tók
lagið í kvikmyndinni The Animal
Factory.
Antony, sem er klæðskipting-
ur, þykir hafa stórgóða rödd og
hefur hann meðal annars verið
dáður af aðdáendum goth-tónlist-
ar. Tónleikar Antony og The
Johnsons þykja sannkallað
augna- og eyrnakonfekt og því
hlýtur það að teljast fagnaðarefni
að listamaður sem er að klífa upp
á stjörnuhimininn skuli koma til
Íslands á leið sinni þangað.
Miðasala á tónleikana hefst 20.
maí í verslun 12 Tóna við Skóla-
vörðustíg og á midi.is. ■
Sérstæður söngvari til Íslands
ANTONY Þessi óvenjulegi söngvari heldur
tónleika á Nasa þann 11. júlí.