Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 57
45FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST Þann 6. júní næstkomandi koma út tvær nýjar plötur með Bubba Morthens; Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís. Verið er að leggja lokahönd á þær um þessar mundir. Upptökum á báðum plötunum stjórnaði Barði Jóhannsson úr hljómsveitinni Bang Gang en vinnsla við þær fór að mestu leyti fram í Frakklandi nú í vor. Bubbi verður því áberandi í sumar því tvær endurútgáfur eru einnig á leiðinni frá honum; Ísbjarnarblús og Kona, sem verða báðar í við- hafnarútgáfum. BUBBI Fjórar plötur með Bubba eru vænt- anlegar í sumar. Nýtt frá Bubba í júní Tónlist.is tveggja ára Á laugardaginn verða liðin tvö ár frá því heimasíðan Tónlist.is fór í loftið. Af því tilefni verður meðal annars afmælishátíð í Kringlunni og happdrætti þar sem hægt er að vinna iPod, miða á tónleika með U2, fríáskriftir að Tónlist.is og ýmislegt fleira. Þá verður bætt við nýrri þjón- ustu, svo sem yfirfærslu á iPod og aðra stafræna spilara. Af því til- efni hafa höfund- ar og framleið- endur ákveðið að bjóða fólki upp á að sækja tónlist án endurgjalds alla afmælishelg- ina. Heimasíðan verður opin fyrir alla frá föstudags- morgni til mið- nættis á sunnu- degi og þar geta notendur sótt allt að fimmtíu lög til eignar. Tónlist.is hefur notið vaxandi vinsælda síðan hún fór fyrst í loftið og er fjöldi skráðra notenda nú rúmlega 15 þúsund talsins. Nú má nálgast vel yfir 300.000 íslensk og erlend lög á vefnum og með nýjum samningum við framleiðendur er gert ráð fyrir að fjölda laga fari yfir milljón á þessu ári. Þess má einnig geta að um miðjan maí geta Mac- notendur keypt tónlist á vefnum í fyrsta sinn. Afmælishátíðin í Kringlunni hefst fyrir framan Skífuna klukkan 15.00. Þar koma fram Idol-stjarnan Hildur Vala og hinn efnilegi trúba- dor Helgi Valur. ■ TÓNLIST HILDUR VALA Idol-stjarnan Hildur Vala syngur í Kringlunni á laug- ardag í tilefni af tveggja ára afmæli Tónlist.is. Bandaríski tónlistarmaðurinn Antony heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni, The Johnsons, þann 11. júlí á Nasa. Tónleikarnir eru liður í Evróputúr Antony og mun honum ljúka hér á landi. Frá því að Antony kom fram á sjónarsviðið fyrir átta árum hefur hróður hans farið ört vax- andi. Á þessu ári hefur hann tekið mikið stökk en í febrúar kom út hljómplatan I'm a Bird Now, sem gagnrýnendur hafa keppst við að hefja upp til skýjanna. Antony hefur verið að spila með goðsögninni Lou Reed í gegnum tíðina og átti upphaflega að koma með honum hingað til lands á síðasta ári. Ekkert varð af því vegna eigin tónleikaferðar sem hann fór í. Antony hefur meðal annars sungið inn á plötur Reeds, The Raven og Animal Serenade, auk þess sem hann tók lagið í kvikmyndinni The Animal Factory. Antony, sem er klæðskipting- ur, þykir hafa stórgóða rödd og hefur hann meðal annars verið dáður af aðdáendum goth-tónlist- ar. Tónleikar Antony og The Johnsons þykja sannkallað augna- og eyrnakonfekt og því hlýtur það að teljast fagnaðarefni að listamaður sem er að klífa upp á stjörnuhimininn skuli koma til Íslands á leið sinni þangað. Miðasala á tónleikana hefst 20. maí í verslun 12 Tóna við Skóla- vörðustíg og á midi.is. ■ Sérstæður söngvari til Íslands ANTONY Þessi óvenjulegi söngvari heldur tónleika á Nasa þann 11. júlí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.