Fréttablaðið - 29.04.2005, Side 58

Fréttablaðið - 29.04.2005, Side 58
■ TÖLVUR ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali ÓÖH DV K&F X-FM SV MBL ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 B.I. 14 ára Sýnd kl. 10.30 B.I. 16 ára Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Nýjasta meistaraverk Woody Allen. Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur kvikmyndaáhugamaður má missa af! B.B. Sjáðu Popptíví M.J. Kvikmyndir.com H.L. MBL Sýnd kl. 8 og 10.30 - allt á einum stað Sýnd kl. 5.45, 8, 10.15 og 00.30 Sýnd í lúxus kl. 5.45, 8, 10.15 og 00.30 B.I. 12 ára Sýnd kl. 5.30 SÍMI 551 9000 Iceland International Film Festival 7.-30. april 2005 Bad Education - Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8 Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almó- davar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez. - allt á einum stað Downfall - Sýnd kl. 4, 7 og 10 Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers. Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. O.H.T. Rás 2 House of the Flying Daggers - Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 10.15 Hotel Rwanda - Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10 B.I. 12 ára www.icelandfilmfestival.is JÓ N S S O N & L E ’M A C K S Iceland International Film Festival Verður þú gestur númer 30.000? Um helgina seljum við bíómiða númer 30.000 og heppinn kaupandi hans fær glaðning; passa sem veitir ókeypis aðgang í öll bíó landsins ásamt einum gesti til til ársloka 2005. Gargandi snilld frumsýnd á morgun, laugardag, kl 18:00 í Smárabíói. Miðasala er hafin! AÐEINS 3 DAGAR EFTIR Vegna fjölda áskorana verður hátíðin framlengd til 2. maí. Rokksveitin Mínus mun troða upp á Grandrokk annað kvöld. Sveitin ætlar að prufukeyra töluvert af nýju efni og gefst tónleikagestum tækifæri á að hlýða á það fyrstir manna. Þetta hljóta að teljast góð tíð- indi fyrir aðdáendur sveitarinnar sem bíða óþreyjufullir eftir næstu plötu hennar. Sú síðasta, Halldór Laxness, hlaut frábærar viðtökur þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Sérstakir gestir á tónleik- unum verða tvær af uppáhalds- hljómsveitum Mínus í dag: Future Future og Days of Our Lives . Miðaverð er 1000 kr. og opnar húsið kl. 23.00. ■ Þeir sem lögðu leið sína á Næsta bar í fyrrakvöld til að hlusta á dúettinn Hund í óskilum ráku heldur betur upp stór augu þegar sjálfir Stuðmenn stigu þar á stokk sem upphitunarhljómsveit. Voru þeir að launa Hundi í óskilum greiðann frá því í Royal Albert Hall í London þann 24. mars síðastliðinn þegar dúettinn hitaði upp fyrir Stuðmenn við góð- ar undirtektir. „Þetta var ansi fín upphitunarhljómsveit, þær gerast varla betri,“ segir Eiríkur Steph- ensen, annar meðlima Hunds í óskilum. „Þetta var hörkustuð. Þeir hituðu vel upp og tóku tvö lög og sköpuðu sömu stemmningu og í Royal Albert Hall. Það var afskap- lega góð tilfinning að snúa við blaðinu og spila á eftir þeim. Þetta var alveg frábært og þeir tóku líka vel í þetta þegar við hringd- um í þá,“ segir hann. Allir Stuðmennirnir mættu á Næsta bar fyrir utan Eyþór Gunn- arsson og Idol-stjörnuna Hildi Völu. Var að sjálfsögðu fullt út úr dyrum enda ekki á hverjum degi sem ein vinsælasta hljómsveit landsins treður upp fyrir svo fáa áheyrendur, hvað þá sem upphit- unarhljómsveit. ■ Mínus spilar nýtt efni MÍNUS Rokksveitin Mínus ætlar að frum- flytja ný lög á Grandrokk á laugardag. Stuðmenn endurguldu greiðann HUNDUR Í ÓSKILUM Þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson hituðu upp fyrir Stuðmenn í Royal Albert Hall. Bylting í hreyfanlegri afþreyingu Leikjatölvan PSP verður gefin út í Evrópu þann 1. september næstkomandi. Þessi handhæga græja frá Sony hefur notið mik- illar velgengni í Japan og Bandaríkjunum. Tölvan verður gefin út í Evrópu í svokölluðum Value Pack sem inniheldur fjölda aukahluta og afþreying- arefni. PSP-tölvan er sögð vera bylt- ing í hreyfanlegri afþreyingu. Gefur hún notendum það frelsi að spila þrívíddarleiki, horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist og tengja sig þráðlaust, hvar og hvenær sem þeir kjósa. PSP notar nýjan geymslumið- il sem nefnist Universal Media Disc, UMD. Þessi diskur, sem er aðeins 60 mm í þvermál, er næsta kynslóð diska sem sjá um geymslu á gögnum. Getur hann geymt allt að 1,8 GB af gögnum, sem er meira en þrisvar sinnum það sem venjulegur CD-ROM diskur getur innihaldið. Fyrstu eigendur PSP geta eignast frítt eintak af Spider- Man 2 á UMD Video disk með því að skrá sig í gegnum vef- svæðið www.yourpsp.com, sem er vefsvæði Sony Computer í Evrópu fyrir PSP. ■ PSP Nýja leikjatölvan frá Sony hefur notið mikila vinsælda í Japan og Bandaríkjunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.