Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 24
Fyrir skemmstu spratt upp mikil og heit umræða um mögulega raf- orkusölu Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers Í Helguvík. Umræðan fór af stað í kjölfar þess að skrifað var undir viljayf- irlýsingu að hálfu Hitaveitu Suð- urnesja, Reykjanesbæjar og Norðuráls. Þá þegar hafði OR hafnað því að taka þátt í viljayfir- lýsingunni. Ástæða þess að OR hafnaði þátttöku á þessu stigi málsins var ekki sú að Orkuveitan vilji ekki þessi viðskipti, heldur vill fyrirtækið ekki blanda sér í karp um staðarval á nýju álveri. Ég tel að þetta hafi verið skyn- samlegt enda ekkert í hendi um að álver rísi í Helguvík, annað en vilji bæjaryfirvalda, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Ekkert umhverfismat liggur fyrir og málið er komið skammt á veg bæði í umræðu og skipulagningu. Þátttaka í viljayfirlýsingu hefði ekki gert annað en skuldbinda OR á þessu svæði, meðan margir aðr- ir kostir koma til greina, þegar kemur að orkusölu til stóriðju. Á Orkuveitan að selja til stóriðju? Við þetta vöknuðu spurningar um það hvort OR eigi yfirhöfuð að selja orku til stóriðju. Eins og staðan er núna eru um 50% af raf- orkusölu OR til stóriðju. Stefna OR er að selja vatn og rafmagn á sem hagstæðustu verði til al- mennings enda er arðsemi af þeirri starfsemi haldið í lágmarki og er hún í kringum 3-4%. OR er 94,4% í eigu Reykjavík- urborgar. Mikið af fjármagni borgarinnar er því bundið í Orku- veitunni eða um 46% af heildar eigin fé borgarinnar, 42 milljarð- ar af 90 milljarða eigin fé borgar- innar. Ef bæði skuldir og eigið fé eru tekin saman er þetta hlutfall 38%, um 74 milljarðar af 192 milljörðum. Það hlýtur því að vera skylda borgaryfirvalda að reyna að fá arð af þessum fjár- munum á sama tíma og þeirri stefnu að selja vatn og rafmagn til almennings á sem hagstæðustu verði er haldið óbreyttri. Til þess að eigendur geti tekið arð út úr fyrirtækinu þarf það að skila hagnaði ef eignir þess eiga ekki að rýrna. Staðreynd málsins er sú að sala á orku til stóriðju er einn af lykilþáttum þess að fyrirtækið skili hagnaði, enda er arðsemi af orkusölu til stóriðju margföld á við arðsemi á orkusölu til einstak- linga. Sala til stóriðju er því mik- ilvægur þáttur í því að fyrirtækið geti vaxið og dafnað, virkjað og nýtt þau réttindi til orkuöflunar sem fyrirtækið hefur aflað sér og tryggt með því bæði endurnýjun virkjana og áhættudreifingu í fjárfestingu. Arðsemi hlýtur að vera það meginleiðarljós sem OR setur sér í ákvarðanatöku um hvar og hvernig hún færir út kvíarnar, þegar kemur að öðru en þjónustu og sölu til eigenda sinna, almenn- ings í borginni. Það er með þeim gleraugum sem við verðum að líta á orkusölu til stóriðju. Það er ekki borgarstjórnar Reykjavíkur eða stjórnar Orkuveitunnar að sporna gegn uppbyggingu orkufreks iðn- aðar í landinu. Það er hins vegar okkar að tryggja að orkuöflun OR sé eins umhverfisvæn og unnt er og að arðsemi fyrirtækisins af fjárfestingu tengdri stóriðju sé góð. Arðgreiðslur til eigenda Á undanförnum árum hefur OR verið að skila 1,3–1,4 milljörð- um í arðgreiðslur til borgarsjóðs sem þar nýtast til uppbyggingar og reksturs í borginni okkar. Ef enginn arður væri af OR þyrftu þessir peningar að koma annars staðar frá, t.d. með auknum þjón- ustugjöldum eða lækkuðu þjón- ustustigi. Annað sem hugsanlegt er að skoða væri að selja OR og hafa rentur af eigninni í bankakerfinu. Ég og sjálfsagt flestir Reykvík- ingar myndu harma það að sjá OR í einkaeigu þar sem ekki væri lengur hægt að viðhalda mark- miðum um sem lægst orkuverð til almennings. Stjórnendur OR hafa fengið frelsi til að reka OR eins og fyrir- tæki frekar en steinrunna stofnun eins og því miður er of algengt með fyrirtæki í opinberri eigu. Vissulega leggja eigendur línur hvað varðar lágt verð til almenn- ings, gera kröfu um arðsemi og marka OR meginstarfsvettvang. En vöxt og uppbyggingu OR er ekki síst hægt að þakka stjórn- endum og starfsmönnum fyrir- tækisins, sem af metnaði leita nýrra leiða til að hámarka arð- semi af fjárfestingum og þekk- ingu á sama tíma og þjónusta er aukin og athafnasvæði útvíkkað. OR verður að fá að viðhalda því frelsi sem hún hefur haft til að vaxa og vera stolt okkar Reyk- víkinga. Mala fyrir okkur gull og tryggja okkur hagstætt orku- og fjarskiptaverð, skila okkur arði og ryðja leiðina að auknum lífs- gæðum og aukinni hagsæld. Höfundur er varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Orkuveita Reykjavíkur eflist í almannaflágu Stjórnendur OR hafa fengi› frelsi til a› reka OR eins og fyrirtæki frekar en steinrunna stofnun eins og flví mi›ur er of algengt me› fyrirtæki í opin- berri eigu. SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR UMRÆÐAN ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Vegna mistaka við vinnslu blaðs- ins birtist á þriðjudag gamall bakþankapistill Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Höfundur og les- endur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.