Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 60
9. júní 2005 FIMMTUDAGUR32 LEIKIR GÆRDAGSINS Undankeppni HM 1. RIÐILL: Tékkland-Makedónía 6-1 0-1 Goran Pandev (14.), 1-1 Jan Koller (42.), 2-1 Jan Koller (45.), 3-1 Jan Koller (49.), 4-1 Jan Koller (53.), 5-1 Tomas Rosicky, víti (74.), 6-1 Milan Baros (88.). Finnland-Holland 0-4 0-1 Ruud van Nistelrooy (35.), 0-2 Dirk Kuijt (77.), 0-3 Phillip Cocu (85.), 0-4 Robin Van Persie (87.). Rúmenía-Armenía 3-0 1-0 Ovidiu Petre (29.), 2-0 Gheorghe Bucur (40.), 3-0 Gheorghe Bucur (80.). 2. RIÐILL: Danmörk-Albanía 3-1 1-0 Soren Larsen (4.), 2-0 Soren Larsen (46.), 3-0 Martin Jorgensen (54.), 3-1 Erjon Bogdani (72.). Grikkland-Úkraína 0-1 0-1 Andriy Husin (81.). Kazakhstan-Tyrkkland 0-6 0-1 Fatih Tekke (13.), 0-2 Ibrahim Toraman (15.), Tuncay Sanli (38.), 0-4 Fatih Tekke (80.), 0-5 Hamit Altintop (88.), 0-6 Tuncay Sanli (90.). 3. RIÐILL: Eistland-Portúgal 0-1 0-1 Cristiano Ronaldo (33.). Lettland-Liechtenstein 1-0 1-0 Imants Bleidelis (16.) Luxemburg-Slóvakía 0-4 0-1 Szilard Nemeth (5.), 0-2 Marek Mintal (15.), 0-3 Karol Kisel (54.), 0-4 Lubos Reiter (60.) 4. RIÐILL: Færeyjar-Írland 0-2 0-1 Ian Harte, víti (51.), 0-2 Kevin Kil- bane (58.) 5. RIÐILL: Hvíta Rússland-Skotland 0-0 7. RIÐILL: Spánn-Bosnía 1-1 0-1 Zvjezdan Misimovic (38.), 1-1 Carlos Marchena (90.). 8. RIÐILL: Ísland-Malta 4-1 1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (28.), 2-0 Eiður Smári Guðjohnsen (34.), 2-1Brian Said (59.), 3-1 Tryggvi Guðmundsson (75.), 4-1 Veigar Páll Gunnarson (86.). VINÁTTULANDSLEIKIR: Þýskaland-Rússland 2-2 0-1 Alexander Aniukov (26.), 1-1 Bastian Schweinsteiger (30.), 2-0 1-1 Bastian Schweinsteiger (70.), 2-2 ALeksandr Kerzhakov (90.). Svíþjóð-Noregur 2-3 1-0 Kim Källström (17.), 1-1 John Arne Riise (61.), 1-2 Thorstein Helstad (64.), 1-3 Steffen Iversen (65.) 2-3 Johan Elmander (68.). Þetta var fyrsti sigur Norðmanna í Svíþjóð í 54 ár. Japan, Sádí-Arabía, Suður-Kórea og Íran tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni HM í Þýskalandi 2006. Engin Evrópuþjóð er örugg en Úkraínu vantar aðeins einn sigur til að komast í fyrsta sinn í stórkeppni. Ásgeir Sigurvinssyni landsliðsþjálfara var létt eftir að fyrsti sigurinn var í höfn: FÓTBOLTI „Það er vissulega léttir að vera búnir að klára þennan leik, 4-1 eru góð úrslit og ég bið ekki um meira,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Við leyfðum þeim að komast inn í leikinn á dálitið ódýran hátt, en við vorum betra liðið í dag og verðskulduðum þennan sigur. Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel og ekki þann fyrri held- ur í rauninni, því við vorum lengi að koma okkur í gang. Liðið náði sér á ágætan skrið undir lok fyrri hálfleiksins og náði svo að rífa sig upp eftir að þeir minnkuðu mun- inn, sem mér fannst bera vott um góðan karakter. Við vissum að þeir yrðu mjög varnarlega sinnaðir og við tókum ekki ákvörðun um að stilla upp 4- 4-3 fyrr en við sáum æfingu hjá þeim og sáum hversu varnarsinn- að þeir ætluðu að leika gegn okk- ur. Við ákváðum að reyna því að nýta okkur vængina og hafa Eið í sóknarhlutverki á miðjunni, sem mér fannst bara heppnast ágæt- lega. Ungu strákarnir voru að leika mjög vel og það var gaman að sjá Tryggva koma inn og standa sig svona vel. Hann sannaði það að það er ekkert búið að afskrifa menn þó þeir komi til Íslands. Við erum auðvitað að mæta með mjög ungt lið til leiks hérna núna og ég held að ég hafi talið eina átta leik- menn sem vantaði í liðið, svo að þetta var bara mjög ánægjulegur dagur. Mér finnst jákvæðast við leik- inn í dag að við skulum skora fjögur mörk og að við skyldum ekki láta það á okkur fá þegar við fengum á okkur markið og vinna sannfærandi. Ég vona að þetta gefi okkur sjálfstraust í næstu leiki og það verður mjög gaman að taka á móti Króötunum í næsta leik.“ -bb Sigurinn gefur okkur gott sjálfstraust Grétar Rafn Steinsson: Ég er kominn til a› vera FÓTBOLTI „Það er gott að ná sigri gegn Möltu eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrri leiknum. Það er ansi erfitt að spila gegn svona liðum og þetta minnir á bik- arleiki, maður þekkir það heima hvað það er oft erfitt að spila gegn neðri deildar liðum í bikarnum og brjóta þau niður.“ sagði Grétar Rafn Steinsson eftir leikinn en hann hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu með landsliðinu. „Ég hef lengi beðið eftir þessu tækifæri og nú er það komið, ég vona að ég hafi bara staðið mig ágætlega og haldi sæti mínu. Ég er ákveðinn í að vera kominn til að vera. Það er til nóg af ungum leikmönnum sem þyrstir í að sýna sig og sanna og spila fyrir liðið. Ég held að það sé mjög jákvætt að það séu að koma smá kynslóða- skipti í þetta.“ sagði Grétar Rafn. Liðið og þjóðin þurfti sigur Landsli›sfyrirli›inn Ei›ur Smári Gu›johnsen skora›i í flri›ja landsleiknum í rö› og sitt 15. A-landsli›smark frá upphafi. FÓTBOLTI „Liðið og þjóðin þurftu sigur og ég vona að fólk hafi skemmt sér vel. Það voru fleiri á vellinum en ég bjóst við og mig langar að þakka fyrir stuðninginn sem við fengum. Það reynir dálítið á þolinmæðina fyrir okkur að spila á móti svona vörn og ég var með einn límdan á mig allan leikinn, sem ætlaði að elta mig þegar ég fór á klósettið í hálfleik,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði í þriðja landsleik sínum í röð og komst upp fyrir föður sinn Arnór Guðjohnsen á markalista A- landsliðsins. Arnór skoraði 14 mörk í 73 leikjum á sínum tíma en Eiður Smári hefur nú skorað 15 mörk í 36 landsleikjum. „Við náðum að spila ágætlega og það eina leiðinlega er að fá á sig þetta mark. Það var mikill kraftur í ungu strákunum hjá okkur, sér- staklega Grétari, hann kom inn í þetta með þvílíkan kraft, sem er bara gott mál. Auðvitað gæti ég nefnt tíu til viðbótar og mér finnst bara gott að enda þetta núna á sigri hérna á heimavelli og það verður gott að komast í smá frí,“ sagði Eiður Smári sem hefur skor- að fimm mörk í sjö leikjum und- ankeppninnar. Eiður Smári fær nú langþráð frí en hann hefur leikið 64 leiki á þessu tímabili, 57 með Chelsea í öllum keppnum og svo 7 með íslenska landsliðinu. Mörkin hans Eiðs Smára á þessu eftirminnilega og frábæra tímabili eru 22 talsins, 16 með Chelsea og 6 með íslenska landsliðinu. -bb, -óój FIMMTÁNDA MARKIÐ Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér sínu 15. marki fyrir íslenska A- landsliðið á skemmtilegan hátt ásamt Tryggva Guðmundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Gunnar H. Þorvaldsson: Ég og Tryggvi hugsum svipa› FÓTBOLTI „Þetta er algjör snilld og hefur verið draumur síðan ég byrjaði fyrst í boltanum. Nú er bara að vona að mörkin verði fleiri.“ sagði Gunnar Heiðar Þor- valdsson eftir leikinn þegar hann var spurður að því hvernig væri að spila fyrir íslenska landsliðið. Gunnar spilaði vel í þessum tveimur leikjum, gegn Ungverj- um og svo gegn Möltu. Hann náði að skora sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins og kom Íslandi yfir. „Það kom langur á bolta á Tryggva og ég held að við hugsum svipað, hann vissi að ég var mætt- ur þarna. Ég kallaði og hann sá mig og gaf fyrir í fyrsta og ég náði að skalla inn.“ sagði Gunnar. „Þessi leikur var fínn á köflum en ansi erfitt að brjóta ísinn þegar þeir voru eitthvað níu í teignum en um leið og það gekk þá vissum við að þetta yrði auðveldara. Fyr- ir leikinn vissum við að þetta yrði bara þolinmæðisvinna. Við vorum síðan klaufar að fá þetta mark á okkur en náðum síðan fljótlega að svara fyrir það, sem betur fer.“ -egm FYRSTA MARKIÐ Gunnar Heiðar Þorvalds- son fagnar hér sínu fyrsta marki fyrir íslenska A-landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í STÚKUNNI Eggert Magnússon fylgist með gangi máli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVONA STRÁKAR Ásgeir Sigurvinsson stýrir sínum mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambandsins: Ánæg›ur me› ungu strákanna FÓTBOLTI „Ég hefði auðvitað viljað sex stig út úr þessum tveimur leikjum núna og það var sárt að tapa fyrir Ungverjunum, en í dag er ég gríðarlega ánægður með þessa ungu stráka sem eru að koma inn í dag og berjast um hvern einasta bolta og gefa ekkert eftir. Ég vona að þetta sé til marks um bjarta framtíð hjá landsliðinu og ég er viss um að við getum byggt á þessu fyrir leikina í haust,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ eftir fyrsta sigur íslenska landsliðsins í und- ankeppni HM 2006. -bb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.