Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 12
FLÓÐ Í BÚLGARÍU Kona, sem hefur forðað sér upp á þak bíls síns, bíður björgunar í bænum Pernik um 30 km suðvestur af búlgörsku höfuðborginni Sofíu í gær. Mikil úrkoma síðustu vikur hefur valdið skað- ræðisflóðum víða um landið sem hafa kostað nokkur mannslíf og valdið tjóni á mannvirkjum. 12 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR RAUFARHÖFN Guðný Hrund Karls- dóttir, sveitarstjóri í Raufarhafn- arhreppi, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með lítinn stuðning stjórnvalda, en þau hefðu gefið vilyrði fyrir aðstoð þegar staður- inn gekk í gegnum mikla erfið- leika. „Ég hélt að það væri meira kjöt á þessum beinum ríkisstjórn- arinnar, því það hefur ekki farið mikið fyrir þeim stuðningi sem talað var um.“ Staða Raufarhafnar hefur batn- að mikið, en að sögn Guðnýjar er það aðgerðum sveitar- stjórnarinnar sjálfrar að þakka. Væntingar sem gerðar hafi verið til nefndar sem skipuð var af Valgerði Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, hafi verið miklar og því vonbrigði að henni hafi ekki tekist að standa undir þeim. Valgerður Sverrisdóttir segir málið flóknara en svo að nefnda- starf komi með endanlegar lausn- ir á svona málum. „Það er nú ekki svo að ríkisstjórnin geti dregið lausnir í svona málum upp úr hatti. Nefndin sem skipuð var kom hins vegar ýmsum málum á hreyfingu, og beitti sér fyrir því að koma upp meiri atvinnustarf- semi á svæðinu, sem síðar varð raunin“. - mh Málræktarsjóður úthlutar engum styrkjum: Tapa›i fé í áhættu- fjárfestingum MÁLRÆKTARSJÓÐUR Málræktarsjóð- ur hefur ekki úthlutað styrkjum síðustu þrjú ár vegna fjármagns sem tapaðist í áhættufjárfesting- um árið 2000 og sennilega eru tvö ár í að hann geti úthlutað næst. Samkvæmt reglum sjóðsins má hann ekki ganga á eigin höfuð- stól og því hefur hann ekki úthlut- að styrkjum þrátt fyrir hagnað á síðustu árum. Sjóðurinn hagnaðist um níu milljónir á síðasta ári en samt vantar enn um tíu milljónir upp á að hann komist aftur upp í upprunalegan höfuðstól. Upp- reiknaður höfuðstóll sjóðsins er 126 milljónir. Í árskýrslu stjórnar Mál- ræktarsjóðs fyrir síðasta ár kemur fram að ein helsta ástæða slakrar stöðu sjóðsins séu fjárfestingar Kaupþings fyrir hönd sjóðsins árið 2000 í sjóðnum Alpha 1 Venture, sem er áhættufjárfestingarsjóður á sviði upplýsingartækni. Málræktarsjóður var stofn- settur árið 1991 af íslenskri mál- nefnd. Markmið sjóðsins er að beita sér fyrir og styðja hvers konar starfsemi til eflingar ís- lenskri tungu og varðveislu hennar. - grs Kennurum settir afarkostir Skólastjórn Landakotsskóla sendi nokkrum kennurum skólans bréf í gær flar sem sagt er a› skriflegur stu›ningur vi› stjórnina sé skilyr›i fyrir flví a› fleir haldi starfi sínu vi› skólann. Foreldrar funda me› stjórninni í kvöld flar sem afsagnar hennar ver›ur krafist lagist sta›an ekki. SKÓLAMÁL Nokkrir kennarar Landakotsskóla fengu í gær bréf frá skólastjórn Landakotsskóla. Í bréfinu kemur fram að þeir sem hafi hug á því að starfa áfram við skólann þurfi að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við stjórn hans. „Starfið felur að sjálfsögðu í sér viðurkenningu á nýkjörinni stjórn Landakotsskóla,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Mar- gréti Halldórsdóttur og Irenu Kojic sem hefur verið falið að fara með starfsmannamál skólans meðan leitað er nýs skólastjóra. Einn kennaranna sem fékk slíkt bréf sent kveðst ekki ætla að skrifa undir yfirlýsinguna. Hann segist hafa leitað álits lögfræð- ings sem sagt hafi að ólöglegt sé að beita slíkum aðferðum. Fleiri kennarar Landakotsskóla taka í svipaðan streng samkvæmt heim- ildum blaðsins. Irena Kojic formaður kennara- ráðs segir að flestir kennarar skólans hafi lýst því yfir að þeir vilji starfa áfram við skólann. Deilendur í málinu skiptast í tvær fylkingar. Annars vegar er það skólastjórn og kennararáð og hins vegar hluti kennaraliðsins sem styður Hjalta Þorkelsson, frá- farandi skólastjóra. Kennararnir segja að kennararáð starfi ekki í umboði kennara þar sem van- traustsyfirlýsing á kennararáðið hafi verið samþykkt einróma þann 1. mars. Ástæðan fyrir því var meint níð kennararáðs um Hjalta Þorkelsson, Bessí Jóhannsdóttur, aðstoðarskólastjóra, og nokkra nafngreinda kennara við skólann. Bessí var sagt upp af skólanefnd í maí og skólastjóri sagði af sér síð- astliðinn föstudag því hann taldi skólastjórn hafa farið inn á vald- svið sitt með uppsögn Bessíar. Foreldrar barna við skólann ætla að funda með stjórninni í kvöld. „Við erum með yfirlýsingu tilbúna þar sem við förum þess á leit við stjórnina að hún segi af sér,“ segir Edda Björgvinsdóttir, sem á barn í Landakotsskóla. Giovanni Tonucci, erkibiskup og sendiherra páfastóls á Norður- löndum, veit af ástandinu í Landa- kotsskóla en vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á kaþólska bisk- upinn yfir Íslandi, Jóhannes Gji- sen. Biskup sagðist ekkert hafa með málið að gera og vísaði á skólastjórn. ingi@frettabladid.is Ekki til eftirbreytni: Níræ› kona bar›i fljóf BANDARÍKIN, AP Katherine Wood- worth, 91 árs gömul kona, barði töskuþjóf með innkaupapoka sínum og hrakti á endanum á flótta á bílastæði verslunar í Toledo í Bandaríkjunum um helgina. „Ég var ekki með heyrnar- tækið og vissi í fyrstu ekki hvað hann sagði,“ sagði hún og kvaðst í fyrstu hafa misskilið ræningj- ann. „Svo endurtók hann að hann vildi töskuna og ég hélt nú ekki.“ Í kjölfarið handtók lögregla tvítugan mann og kærði fyrir þjófnaðartilraun, árás og fyrir eiturlyfjaneyslu. Lögregla taldi þó óráðlegt að konur á þessum aldri tækjust á við árásarmenn. Konan taldi aldurinn þó litlu skipta. „Ég verð 92 í ágúst og er líklegra kjarkmeiri nú en þegar ég var yngri,“ sagði hún. ■ MÁLRÆKT KOSTAR Þótt Málræktarsjóður eigi 116 milljónir og fjárfestingarhagnaður sjóðs- ins hafi verið 9 milljónir á síðasta ári nægir það sjóðnum ekki til að úthluta styrkjum. LANDAKOTSSKÓLI Deilurnar í Landakotsskóla halda áfram að magnast. Í dag ætti staða mála að skýrast því foreldrar sem eiga börn í skólanum halda á fund skólastjórnar í kvöld. Raufarhafnarbúar eru óhressir með lítinn stuðning ríkisstjórnarinnar: Undrast a›ger›arleysi stjórnvalda FRÁ RAUFARHÖFN Sveitarstjórinn í Raufarhafnarhreppi segir stuðning ríkisstjórnarinnar hafa verið lítinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.