Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 66

Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 66
9. júní 2005 FIMMTUDAGUR ■ DANSLEIKHÚS ■ BJARTIR DAGAR NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17 UPPS, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Í kvöld kl 20 - Uppselt Einstakur viðburður NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPS., Fö 10/6 kl 20 Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Fös. 10/6 nokkur sæti laus Síðasta sýning í vor! GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Lesið verður upp úr óútkominni bók hans á Björtum dögum í Hafnarfirði. Áfram bjart í Hafnarfir›i Bjartir dagar í Hafnarfirði fóru vel af stað í blíðskaparveðri og framundan er fjölbreytt dagskrá. Í dag verður opið hús í Hraun- seli, Flatahrauni 3, þar sem eldri borgarar bjóða upp á kvennatríó sem syngur og jóðlar, karlakvar- tett og upplestur úr óútkominni bók Guðmundar Steingrímssonar trommuleikara og fleira. Funkkvöld verður í Gamla bókasafninu við Mjósund þar sem Sammi úr Jagúar flytur fyrirlest- ur um funktónlist og blandar inn lifandi tónlist. Þá verður ljóðakvöld í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, þar sem ljóð- skáld úr Hafnarfirði lesa upp ljóð sín m.a. Valur Grettisson, Haukur Ingvarsson og Ólafur Kolbeinn Guðmundsson. Á morgun verður Hipp-hopp kvöld í Gamla bókasafninu við Mjósund þar sem Einfarinn, Ram- ses, Hin heilaga þrenning og NBC rappa og Hermigervill spilar. Graffityhópurinn SMK sýnir list- ir sínar á veggjunum. Um kvöldið verður síðan hald- in Söngvakeppni hinna mörgu tungumála í umsjá Alþjóðahúss- ins þar sem söngur, sviðsfram- koma, búningar og undirtektir áhorfenda skipta máli til að fá sem flest stig. Dómarar eru þrír landsþekktir hafnfirskir tónlistar- menn. Söngvakeppnin fer fram í húsnæði Hafnarfjarðarleikhúss- ins. ■ Í kvöld standa Íslenski dansflokkur- inn og Leikfélag Reykjavíkur fyrir dansleikhúsi á stóra sviði Borgar- leikhússins. Um er að ræða eina sýningu þar sem níu höfundar etja kappi um besta dansverkið. Guðrún Vilmundardóttir er leiklistarráðu- nautur (dramatúrg) Borgarleik- hússins og var í undirbúningsnefnd samkeppninnar. Guðrún segir að dansleikhús sé sjaldséð listform á Íslandi en vinsælt erlendis. „Þetta er alveg viðurkennt form og hefur verið að verið að ryðja sér til rúms úti í heimi,“ segir hún. „Dansleik- húsið er mjög módern, og bæði í dansflokknum og á leiksýningum sér maður dansleikhústakta. En hér á landi er þessi samkeppni eina sýn- ingin þar sem listformið er alveg hreint og klárt.“ Þetta er í þriðja sinn sem sam- keppnin er haldin og hafa undirtekt- ir verið góðar, en á fjórða tug hug- mynda að verkum bárust fyrir jól þegar keppnin var auglýst. Rjóminn af þeim var valinn til frekari út- færslu og nú hafa níu verk verið æfð til sýningar í kvöld. Höfundarn- ir fengu 25 tíma til að æfa verkið með dönsurum og leikurum, sem þeir völdu sjálfir, og því fékk sýn- ingin nafnið 25 TÍMAR. Höfundar verkanna, sem og leikarar og dans- arar, eru flestir menntaðir í leiklist eða dansi en nokkrir áhugamenn taka einnig þátt. Þrenn verðlaun eru veitt af fimm manna dómnefnd en að auki munu áhorfendur kjósa um besta verkið. Formaður dómnefnd- arinnar, Sean Feldman, er þekktur í listaheiminum en hann hefur komið fram með fjölda virtra dansflokka. Að mati Guðrúnar hentar dans- leikhúsformið Borgarleikhúsinu vel því það gefur leikurum leikfélags- ins og dönsurum í Íslenska dans- flokknum sem hefur aðsetur í leik- húsinu tækifæri til að vinna mjög náið saman. „Það gefur nýja vídd í bæði formin, dans og leikhús,“ seg- ir Guðrún. „Þetta er eiginlega hátíð, hápunktur leikhússins á árinu,“ seg- ir hún enda er sköpunarkrafturinn mikill þegar níu ólíkir höfundar koma við sögu. Sýningin 25 TÍMAR – dansleik- hús/samkeppni hefst klukkan átta á stóra sviði leikhússins. „Þetta er keppni og eðli málsins samkvæmt er hún ekki endurtekin,“ segir Guð- rún. Hún bendir á að verkin eigi sér mörg framhaldslíf en verðlauna- verk fyrri ára hafa verið útfærð frekar af Íslenska dansflokknum. Aðstandendur sýningarinnar stefna á frekari landvinninga og því má búast við að samkeppnin vaxi enn á næsta ári. rosag@frettabladid.is N‡tt listform ry›ur sér til rúms á Íslandi INTEGRATE EFTIR INGVAR SIGURÐSSON „Íslenski dansflokkurinn er mjög módern og er svolítið að róa á þessi mið,“ segir leiklistarráðunautur Borgarleikhússins. Dansleikhúsið felur í sér meiri leik en í nútímadansi og texti er oftar notaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.