Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 31

Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 31
5FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 Vinir vors og blóma Stjörnurnar í Hollywood láta ekki hippatískuna framhjá sér fara. MTV-kvikmyndaverðlaunin voru afhent um síðustu helgi og var þar margt um stjörnur. MTV-verðlaunin eru vafalaust mun afslappaðri en önnur kvikmyndaverð- laun, eins og Óskarinn og Golden Globe, því þar er slegið á létta strengi og stjörnu- rnar mæta oft í frjálslegri klæðnaði en tíðkast á öðrum hátíðum. Hippatískan hefur greini- lega tröllriðið Hollywood og st jörnurnar skörtuðu sínu fínasta pússi í anda forvera þeirra frá sjö- unda og átt- unda áratugn- um. Litirnir voru í aðal- hlutverki og st jörnurnar sem voru ekki litríkar né h i p p a l e g a r litu eiginlega hálf asnalega út í hefð- b u n d n u svörtu fötun- um sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY LINDSAY LOHAN valdi ljósan kjól í stíl við hárið. JESSICA ALBA er gullfalleg stúlka og skartaði sínu fínasta í grænum kjól. MOLLY RINGWALD keypti sér fallega bleika mussu sem fer vel við ljóst hörundið. NICOLE RICHIE var stórglæsi- leg í þessum kjól. SANDRA BULLOCK lét ekki mikið fyrir sér fara í þessari vínrauðu mussu. HILARY SWANK er sko alvöru hippi! Og hún er í appelsínugulu – frábær blanda. Kate hefur mestu áhrifin CFDA-verðlaunin voru veitt á dögunum og þar var Vera Wang kosin kvenhönnuður ársins. Hin virtu CFDA-verðlaun voru veitt fyrr í þessari viku en það er ráð fatahönnuða í Bandaríkjun- um sem veitir þau þeim sem hafa skarað fram úr í tískuheiminum. Vera Wang vann aðalverðlaunin, kvenhönnuður ársins, en hún hefur aldrei unnið þau verðlaun áður. V e r ð l a u n i n voru afhent í bókasafninu í New York og er athöfninni yfirleitt líkt við Óskars- verðlaunin – bara í tísku- h e i m i n u m . Marc Jacobs vann verðlaunin fyrir fylgihluti ársins í þriðja skiptið og John Varatos var karl- hönnuður ársins. Diane Von Furstenberg, drottning vafnings- kjólsins, var heiðruð fyrir þrjátíu ár sín í tískubransanum. Fyrir- sætan Kate Moss vann verðlaun fyrir að hafa mestu áhrifin á tísk- una í heiminum. Kate tók við verðlaununum með stæl í hlýra- lausum húðlit- uðum kjól eft- ir Christian Dior. Aðrir sem hafa unn- ið sömu verð- laun eru Sarah Jessica Park- er og Nicole Kidman. Kate Moss leit glæsilega út í kjólnum sín- um frá Christian Dior. M YN D /G ET TY Vera Wang ánægð með verðlaunin eftir- sóttu. Diane Von Furstenberg fékk heiðursverð- laun og var aldeilis ekki ósátt við það eins og sést.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.